Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 10
UM LIST OG LISTAMENN ÚR FORMÁLA AÐ LISTASÖGU EFTIR E. H. GOMBRIDGE Út er komin í íslenskri þýóingu Halldórs Björns Runólfssonar ein þekktasta og vinsælasta listasaqa heimsins oq hefur hún til þessa verió þýdd á 30 tunqu- mál. Höfundurinn, E. H. Gombridge, þykir valda því erfióa verkefni vel aó segja þessa sögu þannig aó hún verói öllum skiljanleg. Bókin er 688 blaósíó- ur, prýdd fjölda mynda. Útgefandi er Mál og menning. telja fílsteikningu Rembrandts verri þótt hún lýsi færri smáatriðum, (sjá mynd)? Raunar var Rembrandt slíkur galdrakarl að hann gat lýst hrukkóttri húð fílsins með fáeinum krít- arlínum. En það er sjaldnast risstæknin sem fer fyrir brjóstið á þeim sem vilja að myndir séu „raunverulegar". Þeir eru miklu fremur andsnúnir verkum sem þeir álíta ranglega dregin, einkum ef þau eru eftir seinni tíma listamenn sem „ættu að vita betur“. Það er ekkert dularfullt við þessi frávik sem enn eru tilefni umkvartana í umræðum um nútíma- list. Allir sem séð hafa Disney-mynd eða teiknimyndasögu vita út á hvað frávikin ganga. Þeir skilja að það þjónar oft ákveðnum tilgangi að teikna hluti öðruvísi en þeir eru, að breyta þeim og skrumskæla með ýmsum hætti. Mikki mús er ekki beinlínis líkur neinni raunverulegri mús. Þó skrifar enginn skamm- arbréf í dagblöð út af lengdinni á skottinu á honum. Þeir sem falla fyrir töfraveröld Dis- neys hafa ekki áhyggjur af List með stórum staf. Þeir fara ekki að sjá myndir hans brynj- aðir sömu fordómum og þegar þeir sækja sýningar á nútímalist. Vogi nútímalistamaður sér hins vegar að teikna eitthvað með sínum hætti fær hann það óþvegið fyrir að vera loddari sem geti ekki betur. En hvað sem líður áliti manna á nútímalistamönnum er óhætt að treysta því að þeir búi yfir nægi- legri þekkingu til að teikna „rétt“. Ef ekki kunna ástæðurnar að vera áþekkar rökum Walts Disney. (sjá mynd) er úr mynd- sannleika sagt er List ekki til; ^ aðeins listamenn. Forðum tóku Imenn handfylli af lituðum leir og rissuðu útlínur vísundar á hellisvegg. Nú kaupa menn málningu og mála auglýsinga- spjöld. Og margt annað bauka menn við og hafa gert í tímans rás. Það er ekkert að því að kalla öll slík umsvif list sé þess gætt að merking orðsins getur verið háð stund og stað. Þá ber jafn- framt að hafa í huga að List með stórum staf er ekki til. List með stór- um staf er nefnilega orðin eins konar hjátrú. Það getur verið listamanni þungbært að heyra að það sem hann skapar sé ágætt í sjálfu sér en eigi samt lítið skylt við „List“. Eins má rugla njótendur í ríminu með því að fullyrða að það sem þeir dá sé allt annað en List. Raunar tel ég ekki að til séu rang- ar ástæður fyrir því að einhver stytta eða mynd falli manni í geð. Sumir heillast af landslagsmálverki vegna þess að það minnir á æskustöðvarn- ar. Aðrir laðast að andlitsmynd vegna þess að hún líkist góðum vini. Það er ekkert bogið við það. Allir sem sjá málverk hljóta að minnast ótal atriða sem vekja með þeim ólíkar kenndir. Svo lengi sem minningarnar stuðla að jákvæðu mati er engu að kvíða. En þegar ómerkileg minning veldur fordómum, svo sem þegar undurfögur fjallamynd minnir mann á háskaför, er vert að huga að ástæðunum sem hamla ánægjulegri upplifun. Það eru nefnilega til rangar ástæður fyrir því að mislíka ákveðið listaverk. Flestir vilja sjá á myndum það sem þá langar líka til að horfa á í raun og veru. Það er skiljanlegt. Allir hafa yndi af náttúrufegurð og eru þess vegna þakklátir þeim listamönnum sem hafa varðveitt hana í verkum sínum. Þessir listamenn færu síst að skamma okkur fyrir smekkleysi. Þegar hinn mikli flæmski málari Rubens teiknaði litla drenginn sinn var hann eflaust stoltur af fegurð hans, (sjá mynd), en jafnframt vildi hann veita öðrum hlutdeild í aðdáun sinni. En þessi að- dáun á fögru og heillandi myndefni verður fjötur um fót ef hún veldur því að menn hafna myndum af viðfangsefnum sem eru ekki jafn töfrandi. Hinn stórbrotni þýski málari Albrecht Diirer teiknaði móður sína áreiðanlega af jafn mikilli alúð og ást og Rubens sitt bústna barn, ( sjá mynd). Þó getur sannfærandi lýsing hans á hrörnun fælt frá margan áhorfandann. Takist mönn- um að sigrast á óbeit sinni uppskera þeir þó ríkulega því teikning Dúrers, sprottin af djúp- ri einlægni, er tvímælalaust stórbrotin. Reyndar mun fljótlega koma í ljós að fegurð myndar stafar ekki af fegurð myndefnisins. Ég veit til dæmis ekki hvort litlu götustrák- arnir í verkum spænska málarans Murillo voru í raun og veru beinlínis fallegir, (sjá mynd). í túlkun hans eru þeir þó vissulega töfrandi. Hins vegar mundu flestir telja að barnið í hinni undurfögru hollensku mynd Pieters de Hooch léti lítið yfir sér, (sjá mynd). Myndin er engu að síður hrífandi. Það sem gildir um fegurð gildir einnig um yfirbragð. Oft er það einmitt svipur persónu í málverki sem vekur hrifningu eða andúð áhorfandans. Sumir vilja sjá svipbrigði sem þeir skilja auðveldlega og snerta þá djúpt. Þegar ítalski sautjándu aldar málarinn Guido Reni málaði höfuð Krists á krossinum ætlað- ist hann eflaust til að áhorfandinn skynjaði alla þjáningu og tign píslarinnar úr andlitinu, (sjá mynd). Síðan hafa margir fundið kraft og huggun í slíkri túlkun á frelsaranum. Til- fínningin sem myndin miðlar er svo sterk og skýr að finna má af henni eftirmyndir í vegas- krínum og á afskekktum býlum þar sem fólk veit ekkert um „List“. En þó að þessi sterka tilfinningatúlkun höfði til margra þarf það ekki að fæla menn frá verkum þar sem hug- hrifin eru ekki eins auðséð. ítalski miðalda- málarinn sem málaði krossfestinguna í (sjá mynd) vár áreiðanlega eins djúpt snortinn af píslarsögunni og Reni. En til þess að skilja tilfinningar málarans verða menn að kynna sér teikniaðferðir hans. Þegar þeir hafa kann- PETER Paul Rubens: Portret af Nicholas, syni Rubens, um 1620. Svört og rauð krít á pappír. skreyttri (Náttúrufræði Buffons eftir Picasso, hinn þekkta brautryðjanda nútímalistar. Ólík- legt er að nokkur finni að hrífandi lýsingu hans á hænu með hnoðrana sína. En þegar hann teiknaði mynd af unghana var hann ekki ánægður með að túlka aðeins útlit fugls- ins, (sjá mynd). Hann vildi lýsa frekju hans, hroka og heimsku. Hann gerði með öðrum orðum af honum skrípamynd. Og hvílík skrípamynd! Þijóskan við að losa sig undan vana og fordómum spillir meira en allt annað fyrir ánægjunni af miklum listaverkum. Óvenju- legt málverk af kunnuglegu myndefni sætir oft svipaðri gagmýni og illa gerð mynd. Því oftar sem menn sjá ákveðinn atburð túlkaðan í list þeim mun ákafari eru kröfur þeirra um að hann sé ávallt sjálfum sér líkur. Myndefni úr Biblíunni veldur gjarnan áköfum deilum. Þó að allir viti að ritningin geti hvergi um útlit Krists og sjálfum Drottni verði ekki troð- ið í mennskan búning og ljóst megi vera að listamenn fyrri tíma skópu þá guðlegu ímynd sem allir eru vanir, eru samt margir sem telja það ganga guðlasti næst ef brugðið er út af viðtekinni hefð. Oftast voru það listamennirnir sem lásu ritninguna mest og best sem jafnframt brugðu upp ferskustu myndunum af frásögn- um hennar. Þeir reyndu að gleyma öllum málverkunum sem þeir höfðu séð og ímynda sér hvernig Jesúbarnið lá í raun og veru í jötunni og hirðarnir þyrptust að til að dásama það eða fiskimann sem tekur að boða fagnað- arerindið. Það gerðist oft og iðulega að til- ^ JtAí =V..V vlVyíft ALBRECHT Dúrer: Por- tret af móður listamanns- ins, 1514. Svartkrít á pappír. að þennan ólíka túlkunarmáta getur svo far- ið að þeir Iaðist að listaverkum sem búa yfir duldari tjáningu en verk Reni. Á sama hátt og ýmsir laðast að mönnum sem eru orðfáir og láta mörgu ósvarað hrífast þeir af mál- verkum og höggmyndum sem láta þeim eitt- hvað eftir til að velta vöngum yfir. Á „einfald- ari“ tímum voru listamenn ekki eins æfðir í að sýna andlitsdrætti og hreyfingar og nú á dögum. Þeim mun stórkostlegra er að sjá hve mikið þeir lögðu á sig til að ná fram þeirri tilfinningu sem þeir vildu miðla. En hér standa nýliðar í list frammi fyrir öðru vandamáli. Þeir dást að listamönnum fyrir leikni í túlkun sýnilegra hluta. Mest finnst þeim koma til málverka sem sýna hlut- ina „eins og þeir eru“. Ekki dettur mér í hug að gera lítið úr mikilvægi slikrar afstöðu. Það má lengi dást að þolinmæðinni og hæfi- leikunum sem liggja að baki nákvæmum lýs- ingum á hinni sýnilegu veröld. Miklir lista- menn fyrri alda eyddu ómældum kröftum í verk þar sem hveiju smáatriði er komið til skila. Vatnslitaskissa Dúrers af héra er eitt frægasta dæmið um þessa makalausu alúð, (sjá mynd). En hveijum kæmi til hugar að w 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.