Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 12
REMBRANDT van Rijn: Fíll, 1637. Svart- krrt á pappír. ALBRECHT Dúrer: Héri, 1502. Vatnslit- ir og þekjulitir á pappír. að leggja út af list sinni; en ætíð hefur það farið svo að lélegir listamenn urðu ekki hót- inu betri þótt þeir reyndu að fylgja þeim. Hins vegar gátu miklir listamenn brotið þessi lögmál og samt fundið nýja leið að áður óþekktu samræmi. Hinn merki enski málari Sir Joshua Reynolds tilkynnti nemendum sín- um í Konunglegu akademíunni í London að ekki skyldi setja bláan lit í forgrunn mál- verks heldur geyma hann til túlkunar hverf- andi heiða í ijarska. Sagan segir að keppi- nautur hans, Gainsborough, hafi fundið sig knúinn til að sanna fánýti slíkrar akadem- / ískrar reglu. Hann málaði sinn fræga „Bláa dreng“ í himinbláum búningi í miðjum for- grunni myndarinnar. Þar gnæfir hann hróð- ugur yfir allt umhverfið framan við hlýjan og brúnleitan bakgrunn. Sannleikurinn er sá að það er ómögulegt að setja slíkar reglur því enginn er forspár um hvað vakir fyrir listamanninum. Hann gæti allt eins sóst eftir skerandi og ósam- hljóma áherslum ef hann telur að þær henti verkinu. Þar eð engar reglur geta sannað hvort mynd eða stytta er gerð á réttan hátt er yfirleitt ómögulegt að útskýra nákvæm- lega hvers vegna um mikil listaverk er að ræða. Það þýðir þó ekki að eitt verk sé jafn gott öðru eða hitt að ekki sé hægt að ræða ýmis álitamál. Þó ekki væri til annars þá neyða slíkar umræður menn til að athuga myndir og því nánar sem við athugum þær því betur sjást atriði sem í fyrstu voru hulin. Þannig eykst tilfinning okkar fyrir því sam- ræmi sem hinar ýmsu kynslóðir listamanna sóttust eftir. Því meira skynbragð sem við berum á margbreytileika listræns samræmis þeim mun meira yndi höfum við af því. Og sá er einmitt mergurinn málsins. Hið fom- kveðna, að ekki sé hægt að deila um smekk, kann að vera rétt. Hinu má þó ekki gleyma að smekk er hægt að þroska. Það sannast einnig í daglega iífinu þar sem menn geta prófað það á sjálfum sér. Tvær mismunandi kaffítegundir geta til dæmis virst eins á bragðið í munni þess sem ekki er vanur að drekka kaffí. En hafí menn tíma og mögu- leika til að prófa ýmsar úrvaistegundir geta þeir hæglega orðið „sérfræðingar" sem ekki velkjast í vafa um hvaða blanda þeim fínnst best. Og vissulega hlýtur slík þekking að auka ánægju þeirra. En auðvitað er smekkvísi í listum margfalt fióknari en smekkvfsi í mat og drykk. Það er ekki nóg að uppgötva eitthvað sem kitlar bragðlaukana. Listin lýtur mun mikilvægari og alvarlegri rökum. Alltént hafa miklir meist- arar gefið sig listinni algjörlega á vald, þræl- að sér út og þjáðst hennar vegna og þeir hljóta að eiga heimtingu á því að við reynum að minnsta kosti að skilja hvað fyrir þeim vakti. En menn lesa listina seint ofan í kjölinn. . Þeir geta sífellt fundið í henni eitthvað óvænt. Mikil listaverk virðast ávallt endumýjast í hvert sinn sem á þau er litið. Þau virðast ótæmandi og óútreiknanleg eins og lifandi manneskjur. Listin er sérstök og spennandi veröld með sínum eigin furðulegu lögmálum og ævintýrum. Enginn skyldi ætla að hann viti allt um hana því slíkt er óhugsandi, en til þess að njóta listaverka þarf opinn huga. Trúlega er ekkert eins mikilvægt því án fer- skrar skynjunar er erfítt að skilja óræðar vís- bendingar eða nema allt hið dulda samræmi sem felst í einu verki. Umfram allt má hugur- inn hvorki vera fullur af háfleygu orðavaii né tilbúnum frösum. Það er margfalt betra að vita ekkert um list en búa yfír þeim hálfs- annleik sem er rótin að snobbi. Hættan er ávailt nærri. Svo dæmi sé tekið em til menn, sem lært hafa utan að þessi fáeinu atriði sem PABLO Picasso: Hæna með unga, 1941-42. Æting. PABLO Picasso: Unghani, 1938. Viðarkol á pappír. ég hef vakið máls á í inngangi mínum. Þeir hafa skilið að til eru mikil listaverk sem ekki eru auðsjáanlega fögur né teiknuð eftir akade- mfskum reglum. Þeir miklast svo af nýfeng- inni þekkingu sinni að þeir þykjast ekki vilja sjá önnur verk en þau sem hvorki eru falleg né rétt teiknuð. Þeir eru sífellt kvaldir af óttan- um um að þeir séu ekki álitnir nægilega skól- aðir ef þeir játa að bersýnilega fögur og heill- andi mynd höfði til þeirra. Þeir festast í snobb- inu og missa alla raunverulega tilfínningu fyrir listum. Þeir kalla alit það „mjög athyglis- vert“ sem þeim fínnst í rauninni mjög fráhrind- andi. Mér þætti aumt að verða valdur að slíkri ósvinnu. Betur væri að enginn skildi mig en vera misskilinn jafn herfílega. PIETER de Hooch: Kona skrælir epli í stofu, 1663. Olfulitir á striga. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.