Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 7
! L LaxveiAin óstrióa sem sá sem elskar deyr á endanum. í Vetrar- ferðinni er endirinn hinsvegar opinn. Ég hef borið saman gamlar og nýjar upptökur með sjálfum mér og tekið eftir því að áður fyrr eyddi ég meiri krafti í að syngja fullkomið legato og fallegan hljóm. Núna legg ég meiri áherslu á túlkunina og er svo miskunnarlaus við sjálfan mig að ætlast til þess að afgangur- inn komi sjálfkrafa. Ég reyni að kryfja verk- in og kreista þar til ég finn einhveijar nýjar hugmyndir í þeim. Mín skilgreining á túlk- anda er að maður stendur á sviðinu, að baki þér er verkið og fyrir framan þig eru áheyr- endumir. Ég vil ekki að þú haldir að ég sé hógværðin uppmáluð, en ósk mín er að ég verði ósýnilegur og að áheyrendur breytist í áhorfendur og að þeir sjái stykkin fyrir sér eins og í draumi." Hefurðu áhuga á að miðla reynslu þinni til yngri söngvara? „Tvímælalaust. Mér hafa boðist fjórar pró- fessorsstöður við þýska tónlistarháskóla en ég hef hafnað þeim til þessa. Ég tel að fólk eigi ekki að skreyta sig með prófessorstitlum heldur verði að sinna nemendum sínum og til þess hef ég ekki tíma í augnablikinu. Ég hélt námskeið nýverið í London og strax eft- ir Bayreuth held ég annað námskeið í Stuttg- art. A íslandi held ég líka stutt námskeið." Nýtast þessi námskeið söngnemendum? „Ég held það. Ég lærði á sínum tíma mik- ið á námskeiðunum hjá Fischer-Dieskau. Það er líka lærdómsríkt fyrir söngvarann sjálfan að kenna söng. Við það að útskýra hlutina fyrir öðrum verður manni sjálfum margt ljóst. Ég er alltaf mjög hissa þegar ég heyri um söngvara sem ekki hafa gaman af því að kenna. Ég held að þá hafi þeir engan áhuga á því að bijóta heilann um hvernig þeir syngi sjálfir!" her-Dieskau lagði mikla áherslu á að maður yrði að skynja umhverfið og þær aðstæður sem maður er í hveiju sinni og samræma það persónulegri reynslu sinni. Ég get ekki séð mikin mun á þessu í ljóðasöng og óperu- söng.“ Reyni aó halda frióinn Gengur samvinnan við leikstjóra og hljóm- sveitarstjóra alltaf vandræðalaust? „Nei, en hún gengur samt í 95% tilfella mjög vel. Það má kannski rekja til þess að ljómsveitarstjórum líkar yfirleitt vel að vinna með fólki sem ekki bara syngur heldur ber einnig skynbragð á starf hljómsveitarstjór- ans. Eg er einnig mjög sveigjanlegur og að ég held þægilegur fyrir hljómsveitarstjóra. Ég tek tillit til óska hljómsveitarstjóranna og yfírleitt taka þeir tillit til mín. Einu sinni kom þó upp sú staða að ég pakkaði mínu hafurtaski og fór. í þessu tilfelli voru ég og John Elliot Gardiner svo mismunandi skoðun- ar að það var engin leið að samræma þær. Hann bað mig að gleyma þessum gömlu upptökum með Karl Richter og hvað þeir allir heita. Þessar rómantísku túlkanir á Bach væru fáránlegar. Hann bætti við að öll tónlist sem samin var eftir daga Mozarts væri hvort eð er rusl og ekki þess virði að vera flutt opinberlega. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hann hefur tekið upp fjölda rómantískra og síðrómantískra verka með barokkhljómsveitinni sinni. Það sem mér líkaði ekki við manninn var að hann gerði hlutina rétt en allir aðrir vitlaust. Batn- andi manni er besta að lifa. Ég vonast til þess að hann sé búinn að komast í raun um að til Rómar liggja margar leiðir. Tilfellið er að sumir þessara svokölluðu stóru hljóm- sveitarstjóra eru ekki þeir snillingar sem maður skyldi halda. Það er oft mikilvægara að hafa góðan umboðsmann og auglýsinga- skrifstofu á bak við sig en að vera góður tónlistarmaður. Ég reyni yfírleitt að halda friðinn eins lengi og hægt er en reyni þó að hafa óbein áhrif á stjórnandann og sannfæra hann um mitt tempó og túlkun, sem tekst reyndar oftast. Ef hljómsveitarstjóri eða leik- Andreas Schmidt stjóri heldur að hann sé mikilvægari en verk- ið sem við erum að flytja er það endastöð fyrir mig og ég yfirgef viðkomandi uppsetn- ingu. Ég er til í að ganga mjög langt í túlkun á leiksviði ef það þjónar verkinu en ég áskil mér ætíð rétt til þess að segja hvemig ég upplifí hlutina eða að ég fínni ekki ákveðnar tilfínningar í viðkomandi persónu. Það versta er þó þegar leikstjórar upplifa sína eigin af- brigðilegu kynóra á sviðinu og við söngvarar erum tilneyddir til að útfæra þá. Eg hef ekkert á móti nútímalegum uppsetningum á óperum, þó eru óperur mjög misjafnlega hent- ugar til slíks. Ef kynmök samræmast efni óperunnar er ekkert á móti því að segja og þá reyni ég að leika það eins vel og ég get. Ég reyni oftast að hitta leikstjóra að máli áður en ég skrifa undir samninga til að vita hvað leikstjórarnir hafa á pijónunum. Þar sem slíkir samingar em gerðir mörg ár fram í tímann þekkja leikstjóramir oft ekki óper- una. Ég segi þeim þá hvaða hugmyndir ég hef um verkið og þeir reyna að útskýra sínar hugmyndir. Svo eru aðrir leikstjórar, á borð við Harry Kupfer, sem setja óperu upp á mjög nýstárlegan og spennandi hátt en oft- ast ekki á skjön við efni verksins sjálfs. Ég hef það einnig á tilfinningunni að þessir hlutir séu að komast aftur í eðlilegt horf. Það varð eitthvað að eiga sér stað til að sýna fram á að óperuleikhúsið er ekki óperu- safn eða dauð stofnun heldur lifandi leik- hús! Það var líka eðlilegt að þessir hlutir gengu of langt og að það tæki tíma að finna meðalveginn aftur. Ég er þeirrar skoðunar að leiksýningar með hefðbundinni leikmynd og búningum eigi einnig rétt á sér alveg eins og nútímalegar. Það má bæta því við að þegar maður syngur hlutverk í fyrsta skipti er betra að syngja það í hefðbundinni uppsetningu." Stress nauósynlegt Finnurðu fyrir spenningi fyrir sýningar eða ertu hræddur við að gleyma texta? „Auðvitað finn ég fyrir þessari spennu eins og aðrir, þó að ég hafí gott minni og stáltaug- ar. Ég held hinsvegar að þetta stress sé Morgunblaóið/Golli nauðsynlegt. Maður á betra með að einbeita sér og er meira vakandi og meðvitaður um hvað maður gerir. Það er þannig með söng- inn að annaðhvort nærðu góðum árangi og ert hamingjusamasti maður í heimi eða þú nærð engum árangri og þá er þetta starf martröð. Martröð sérhvers söngvara er líka að vera staddur í ókunnugu óperuhúsi og vera sendur út á sviðið af sýningarstjóranum. Hljómsveitin leikur svo einhveija tónlist, sem þú þekkir ekki og hljómsveitarstjórinn gefur þér bendingu um að syngja en þú stendur þarna eins og illa gerður hlutur. Þetta er martöð sem mig dreymir tvisvar-þrisvar á ári.“ Hvernig er að sofna eftir tónleika eða óperusýningu? „Það er mjög erfítt. Ég þarf svona 2-3 tíma eftir að hafa komið fram til að geta sofnað. Ef ég er með óperusýningu í Berlín, ek ég alltaf heim til Hamborgar eftir sýning- una því að ég sofna hvort sem er ekki strax.“ LiAAaflokkarnir þroskast eins og Ag Þú syngur heima á íslandi verk sem þú ert búinn að syngja mjög oft: Malarastúlkan fagra og Vetrarferðina eftir Schubert. Fær maður aldrei leiða á að syngja alltaf sömu verkin? „Ég held ekki. Ég hef sungið sálumessu Brahms að því að ég held eitt hundrað sinn- um og syng hana mjög gjarnan og alltaf á nýjan hátt. Ég hef frá byijun sungið mjög ólíka hluti allt frá Gluck til Henze. Ljóðatón- leikarnir hjá mér eru líka alltaf með mjög ólíka dagskrá. Vetrarferðin sem ég söng fyr- ir tíu árum er ekki sú sama og ég syng núna. Það er ekki eins og ég ákveði að syngja ákveðnar hendingar öðruvísi núna en fyrir nokkrum árum en ljóðaflokkarnir hafa þrosk- ast og breyst rétt eins og ég sjálfur og eru reyndar breytilegir frá degi til dags. Þetta eru gamlir vinir, sem maður hittir aftur og aftur. Mörgum fannst ég of ungur til að syngja Vetrarferðina á sínum tíma. Ég lít þetta allt öðrum augum og finnst Malara- stúlkan fagra vera miskunnarlaust verk þar Nú vendi ég kvæði mínu í kross. Hvemig stendur á tíðum komum þínum til íslands og hversu oft hefurðu komið til íslands? „Það er einfalt að útskýra það. Ég kynnt- ist einum besta vini mínum, Herði Áskels- syni, í Dússeldorf en hann var nemandi föður míns. Hann var eiginlega búinn í námi þegar ég byijaði en var svo að_ námi loknu eitt ár organisti í Dússeldorf. Á námsárunum var ég oft í heimsókn á heimili þeirra hjóna og líkaði mjög vel hvernig þau sameinuðu tón- listarstarfið og fjölskyldulífíð. Sambandið á milli okkar rofnaði aldrei og strax á fyrsta árinu eftir að Hörður flutti heim til íslands og tók við stöðu sinni, bauð hann mér að halda tónleika í kapellu Hallgrímskirkju. Við stofnuðum Mótettukórinn saman og ég var með honum í nefndinni sem valdi kórfélag- ana. Mér þykir vænt um þessa kirkju og af þeim sökum gaf ég eina af stóru pípunum (32 fet) í nýja orgelið. í byijun fórum við á jeppanum út um allt land og ég var hugfang- inn af landi og þjóð. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég er meira en ár í burtu. Allt í allt hef ég komið fímmtán sinnum til íslands. Það er margt sem heillar mig á ís- landi. Fyrst er að nefna vináttu mína við Ingu Rós og Hörð og fjölda annars vingjarn- legs fólks. Þetta er yfírleitt fólk sem er ekki mikið inn í óperuheiminum og veit ekki hvað ég er þekktur erlendis. Þar af leiðandi umgengst það mig öðruvísi en fólkið hér í Bayreuth eða annarsstaðar í Þýskalandi. Ég hef átt erfítt með að sam- þykkja það innra með mér að vera orðinn heimsfræg óperustjarna og það er gott að geta komið til íslands og vera tekið eins og maður er en ekki eins og ætlast er til af manni. ísland er undarlegt samspil kaldrar veðráttu og eyðilegs landslags, þar sem fólk lifir við mjög hörð náttúruskilyrði. Land þar sem fólkið horfír alltaf niður á við til að fá ekki vindinn í augun. Land þar sem maður upplifir innan örfárra klukkutíma öll möguleg afbrigði veðurfars, allt frá sólskini upp í snjó- storm. Fólkið í landinu er hinsvegar alls ekki kalt í viðmóti heldur mjög skapheitt, tilfinn- ingaríkt, opið og vingjamlegt. Síðan er það laxveiðin, sem er algjör ástríða hjá mér. Ég tengi þessa veiði Islandi og myndi aldrei detta í hug að renna fyrir laxi annars stað- ar. Ég er líka yfir mig hrifinn af þessari ósnortnu náttúru í umhverfi sem krefst þess að vera áfram eins og hún er í dag. Fólkið í landinu byijar ekki að breyta öllu sem nátt- úran hefur skapað heldur reynir að lifa með landinu en ekki gegn því. Landið og náttúran á íslandi er oft sterkara en mannskepnan og það er fyrir mig Mið-Evrópumanninn eitt- hvað nýtt og spennandi. Ég samþykki þessa smæð mannsins innra með mér og verð hluti af þessari stórbrotnu náttúru. Líkt og ungi maðurinn í Malarastúlkunni fögru stend ég við árbakkann, eini munurinn er að hann hugsar sífellt um elskuna sína, en ég vonast einungis til að laxinn bíti á hjá mér!“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.