Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 6
OPERAN ER LIFANDILEIKHÚS Andreas Schmidt er einn gf kunnustu barítónsöngv- urum heims. Hann dvelur nú hér ó landi í fimm- tónda sinn og heldur tvenna tónleika þar sem hann mun flytjg Vetrarferóina og Malarastúlkuna fögru eftir Schubert. GUÐBJÖRN GUÐBJÖRNSSON hitti Andreas aó móli í tilefni gf heimsókn hans hing- að og ræddi viö hann um söngvaralífió. gyðingi aflausn frá því að vera þýskur þegn. Hann var ekki „ausgebiirgert", eins og það var kallað á fagmáli nasista. Alfred Kempn- er fékk því ekki dönsk þegnréttindi fyrr en í árslok 1954, 21 ári eftir að hann missti borgararéttindi sín í Þýskalandi nasismans. Lokaord Alfred Kempner bjó lengstum í Kaup- mannahöfn eða í nágrenni borgarinnar og fékkst við verslunar- og sölustörf. Árið 1960 söðlaði hann um og fluttist búferlum til Jótlands. Hann settist að í bænum Hors- ens á Austur-Jótlandi með annarri konu sinni og bjó þar kyrrlátu lífi til dauðadags árið 1975. Hans síðasta ósk var að útförin færi fram án moldunar og án prests, sem bendir til þess að hann hafi haldið í trú sína, sem var erfitt fyrir gyðinga í Dan- mörku, sem ekki bjuggu í Kaupmannahöfn. Hann var þó ekki greftraður í grafreit gyð- inga. Gögn um fangelsun hans í Horserod-búð- unum komu ekki í leitirnar fyrr en fyrir tæpum 10 árum. Alfred vissi því aldrei að það voru Danir, en ekki Þjóðveijar, sem handtóku hann árið 1940. Þess ber að geta, að hann fékk ekki bætur frá þýska ríkinu fyrir þær hremmingar sem hann lenti í. Dönskum yfirvöldum tókst ekki að gera grein fyrir skjölum um það innan þeirra tímamarka sem þýsk yfirvöld settu. Þau skjöl hafa hins vegar verið notuð til að skrifa þessa stuttu ævisögu. Saga gyðingsins Alfred Kempners var sorgarsaga um mann, sem missti allt nema líf sitt. Þótt ævi hans hefði orðið lengri en hingað til hefur verið talið, voru aðrir, sem reyndu að koma til íslands, ekki eins heppn- ir og hann. Sem dæmi má nefna aidraða, austurríska ekkju, sem átti ættingja á Is- landi. Hún var búin að fá leyfi yfirvalda til að setjast hér að snemma árs 1940. Meðal annars vegna ástæðulausrar hræðslu ís- lensks skipafélags við að vera vísað til hafn- ar á Bretlandseyjum, ef þýskir þegnar væru um borð, ákvað danska dómsmálaráðuneyt- ið að hafna beiðni konunnar um að fá land- gönguleyfi í Kaupmannahöfn á leið til ís- lands. Hún var árið 1942 sótt af SS-sveitum og flutt til fangabúðanna í Theresienstadt. Þar andaðist hún, líklegast í farsótt árið 1944. Aifred Kempner hefði getað orðið Alfreð Arthúrsson eða eitthvað í þá veru. Hvað olli því að svo varð ekki, hefðu fáeinir ís- lenzkir embættismenn fyrri tíma getað svarað. Það voru hvorki æðri máttarvöld, né forlögin sem voru Alfred Kempner óhag- stæð. Venjulegir menn, embættismenn, reglur og hlægileg stjórnmál, réðu lífs- hlaupi hans. Lítill munur var oft á fram- ferði löglærðra embættismanna í Danmörku og á íslandi og á gerðum nasistískra óyndis- manna. Fréttaflutningur ýmissa íslenskra dagblaða gegn fólki á flótta undan nasis- manum, endurspeglaði ef til vill best al- menningsálitið á útlendingum á 4. áratugn- um. Það voru aðeins örfáir einstaklingar á íslandi sem töluðu máli flóttafólksins. Vandamál flóttamannsins er ekki öllum skiljanleg og leysast ekki með lögum og reglugerðum, heldur óskilyrðisbundinni mannúð, sem seint verður komið inn í lögbækur. Flóttamenn hafa aldrei verið fleiri í heiminum en einmitt nú og mannúð- in ef til vill aldrei minni. Heimildir: Ekki áður birtar: 1) Skjöl Udlændingestyrelsen, þ.e. danska útlendinga- eftirlitsins: Tilsynet med udlændinge, Rigsarkivet, Kaupmannahöfn. 2) Gögn um fangann Alfred Kempner í skjölum Horse- red fangabúðanna á Sjálandi. Landsarkivet for Sjæl- land, Lolland-Falster og Bomholm, Kaupmannahöfn. 3) Upplýsingar frá Horsens Kommune og Vor Frelsers Sogn ( Horsens. Birtar: Bent Blúdnikow 1991. Som om de slet ikke eksiste- rede. Samleren. Paul Hammerich 1992. Undtagelsen. En kronike om jodeme i Norden frem til 2. verdenskrig. Gyldendal. Leif Larsen og Thomas Clausen 1997. De Forrádte. Tyske Hitler-flygtninge i Danmark. Gyldendal. Þór Whitehead 1985. Stríð fyrir ströndum. Almenna bókafélagið. Höfundur er fornleifafræðingur og býr nú i Donmörku. ANDREAS Schmidt er einn kunnasti barítónsöngvari samtíðarinnar og má: telja heimsfrægan í óperuheim- inum. Hann dvelur nú hér á landi í fimmtánda sinn og heldur tvenna tónleika og námskeið fyrir íslenska söngvara. Andreas er einn fárra söngvara sinnar kynslóðar sem er jafnvígur á óperu- og ljóðasöng, Hann syngur reglulega í öllum helstu óperuhúsum heims og eftir hann liggja margar hljómplötur. Sem dæmi um hljóm- sveitarstjóra sem Andreas hefur unnið með og vinnur reglulega með má nefna Abbado, Ashkenazy, Barenboim, Bernstein, Colin Davis, Gardiner, Haitink og Levine. Tónleikar Andreasar verða í íslensku óper- unni en á þeim mun hann flytja tvo af feg- urstu ljóðaflokkum Schuberts, Vetrarferðina í dag, laugardag, og Malarastúlkuna fögru á morgun, sunnudag. En áður en ég spyr Andreas út í þessi verk og túlkun hans á þeim langar mig til að kynnast honum aðeins nánar og spyr hann hvar hann sé fæddur og hverra manna hann sé. Fjölskyldan samtvinnuó kirkjunni „Ég er fæddur í Dússeldorf sem er kannski meira borg skrifstofa og fyrirtækja en lista og menningar. Það má segja að föður- og móðurfjölskylda mín séu samtvinnaðar kirkj- unni. Faðir minn og afi voru báðir kirkjuorg- anistar en móðurafi minn og móðurbróðir voru prestar. Tvær móðursystur mínar voru síðan svo frumlegar að giftast prestum. Æska mín einkenndist eins og gefur að skilja af sterkum tengslum við kirkjuna. Það má segja að ég hafí bytjað að syngja í barna- kirkjukór áður en ég byijaði að tala og stuttu síðar, sex ára gamall, byijaði ég í píanótím- um. Eftir barnaskólann lá svo leiðin í mennta- skóla þaðan sem ég lauk stúdentsprófí 18 ára gamall. Á milli skriflegu og munnlegu stúdentsprófanna hafði ég í fýrsta skipti á ævinni nægan tíma til að sinna helsta áhuga- máli mínu, tónlistinni. Ég nýtti tímann vel og fór snemma á fætur á morgnana og æfði mig af krafti allan daginn. Faðir minn sá hversu ég naut mín í tónlistinni og stakk upp á því að ég tæki litla organistaprófið, en með þvi móti gæti ég fjármagnað frekara nám. Mér fannst þetta góð hugmynd. Ég var búinn að skrá mig í nám í lögfræði í Frei- burg en frestaði því til að taka organistapróf- ið. Það ýtti að sjálfsögðu undir ákvörðun mína að þáverandi vinkona mín var við nám í kirkjutónlist og að faðir minn var nýorðinn prófessor við Tónlistarháskólann í Dússel- dorf. Ég sá ekki eftir þessu og áður en ég vissi af var ég komin á kaf í tónlistarnámið. Til þess að komast undan herskyldu varð ég að taka söng og píanónám sem aukagrein með kirkjutónlistamáminu. Það kom hinsveg- ar fljótt í ljós að mitt framtíðarhljóðfæri yrði söngröddin. Ég lauk þó organistaprófi og píanóprófi frá Tónlistarháskólanum í Dúss- eldorf. Þar sem ég var búinn að Ijúka námi í öllum hliðargreinum lauk ég söngnáminu á aðeins tveimur árum.“ Átli hólfan metra af plötum Fischer-Diskau En hvernig komst þú í samband við Di- etrich Fischer-Dieskau? „Hinn eiginlegi söngkennari minn, á árun- um 1978-83, var Ingeborg Reicheit, sem var á sínum tíma mjög fræg konsertsöngkona. Ég byijaði reyndar að taka tíma hjá henni þegar ég var í menntaskóla. Hún hvatti mig alltaf til að læra af öllum, hlusta á hljómplöt- ur, fara á tónleika og óperusýningar og velja úr það sem mér líkaði best. Kennslan hjá henni var fólgin í því að leiðrétta mig og benda mér á hvað betur mætti fara. Eftir á að hyggja má líkja kennsluaðferðum hennar við göng, en ég var gúmmíbolti sem stangað- ist frá einum vegg til annars og endaði alltaf í miðjunni. Öfugt við svo marga aðra kenn- ara fann hún eftir fimm ár að hún gat ekki kennt mér meira og var svo skynsöm að sleppa mér lausum. Sumarið 1984 las hún að Fischer-Dieskau ætlaði að halda sitt fyrsta söngnámskeið á tónlistarhátíðinni Kasseler- Musiktage og hvatti mig til þáttöku í því námskeiði. Ég sendi Fischer-Dieskau 30 mín- útna hljómsnældu með Schubert-dagskrá og var svo heppinn að komast að sem virkur þátttakandi. Þarna kynntist _ ég Margréti Bóasdóttur, sem var fyrsti íslendingurinn sem ég kynntist á ævinni. Námskeiðið var því miður mjög stutt en Fischer-Dieskau bauð mér að taka þátt í söngnámskeiðum við Tónlistarháskólann í Vestur-Berlín. Vet- urinn 1983-84 tók ég þátt í fjórum mjög lærdómsríkum söngnámskeiðum sem tóku allt í allt 13 vikur. Námið fór fram í hópum, en einnig heima hjá Fischer-Dieskau í Berlín. Ég hafði lengi verið mikill aðdáandi hans og átti að minnsta kosti hálfan metra af hljóm- plötum með honum, sem ég hafði hlustað mikið á. Fischer-Dieskau fór ekki mikið út í söngtækni, þótt hana bæri að sjálfsögðu af og til á góma. Þeim mun meiri tíma eyddi hann í að útskýra tónlistina út frá nýjum sjónarhornum. Eg átti að bregða upp fyrir mér myndum, reyna að túlka myndrænt og að þessu hef ég búið æ síðan.“ Röddin veróur aó vera ein heild Hvað segir þú um hina ýmsu leyndardóma söngtækninnnar? „Eg held að ég hafi haft þessa svokölluðu náttúrurödd og fyrst seinna í samtölum við kennarann minn og aðra söngvara var mér ljóst að ég gerði hlutina frá náttúrunnar hendi í meginatriðum. Ég hafði alltaf sterka tilfinningu fyrir því hvernig röddin ætti að hljóma út frá tónlistarlegu sjónarmiði og þessi tilfinning hefur ekki svikið mig í tutt- ugu ár. Þetta þýðir þó engan veginn að ég viti ekki hvað ég geri. Ég er fullvitaður um tæknileg atriði söngs, stuðning, sérhljóða- myndun og dekkun, þó mér sé bölvanlega við það orð. Dekkun er hlutur, sem ekki má vanta hjá neinum söngvara en létt er að of- gera! I raun mega engin skil heyrast á milli raddsviða. Röddin verður að vera ein heild. Það er í mínum augum söngtækni! Það trufl- ar mig ef einhver syngur á ónáttúrlegan hátt, eftir einhveijum flóknum fýrirfram ákveðnum reglum, eða með þessari eða hinni tækninni, oftast kennd við ákveðin lönd! í mínum augum er bara til ein tækni og hún er að syngja alltaf náttúrlega. Stuðningur er líka ekki eins flókið fyrirbæri eins og margir vilja vera láta. Stuðningur er fyrir mig að halda líkamanum í innöndunarstell- ingu í mótvægi við útöndunarstellingu. Þetta þýðir í raun að þegar þú syngur, heldurðu þeirri stellingu líkamans, sem þú ert í þegar þú andar inn eins lengi og hægt er án þess að stífna upp. Með öðrum orðum gefur þú ekki eftir þeim loftþrýsingi, sem kemur að neðan heldur styður á móti þeim þrýstingi. Það er að sjálfsögðu skilyrði að vera alltaf laus og liðugur og stifna aldrei upp. Ég hef enga trú á þessari svokölluðu sérhljóðamynd- un og tel það óþarfa málalengingar þó að örlítið sannleikskorn sé eflaust að finna í þessum kenningum. Að mínu mati breytast sérhljóðarnir á náttúrlegan hátt þegar maður fer frá einu raddsviði yfir í annað. Fyrir mig er hljómurinn mikið mikilvægari og hvort ég er að syngja ljóð eða óperu. Eg reyni að finna hvaða stemmning er í ljóðinu eða aríunni og þá leysast fyrir mig öll raddleg vanda- mál. Þegar ég syng hádramatískt ljóð eða hlutverk opna ég röddina meira. Ef ég syng háljóðrænt lag þá reyni ég að halda rödd- inni grannri og lýrískri. Ég vinn, líkt og list- málari, mikið með liti, ljós og skugga. Ég hef alla tíð sungið meira út frá tilfinningu en tækni. Fyrst núna hef ég getað skil- greint þetta á vismunalegan hátt, sem er mjög mikilvægt sérstaklega þegar maður er ekki lengur tvítugur og líkamlega þrekið ekki það sama og það var. Ég hita mig aldr- ei upp með söngæfingum heldur einungis með ljóðum og aríum. Ég á hefti heima þar sem ég skrifaði niður söngæfingar kennara míns. I heftinu er að finna hálfa skrifaða síðu og ég hef aldrei notað hana fyrr eða síðar. Kennarinn minn sá líka strax að ég æfði mig ekki á þennan hátt og sætti sig við það.“ Ein hlióin á sigildri tónlist vióskipti Hefurðu átt í raddlegum erfiðleikum á ævinni? „Ó já, alveg eins og allir aðrir. Þegar ég var að byija að syngja í kór varð ég alltaf hás eftir hálftíma, sem var ein aðalástæðan til þess að ég tók söngtíma. í byijun hafði ég alls enga hæð og gat einungis sungið upp á D. Ég átti einnig við erfiðleika að stríða stuttu eftir að ég var „uppgötvaður" og fast- ráðinn í Berlín. Umboðsmennirnir mínir voru mjög ákafir að koma mér áfram og ég tók upp 30-40 hijómplötur á mjög stuttum tíma. Ég var ungur og óreyndur og vildi komast yfír sem flesta hluti á eins stuttum tíma og mögulegt var. Maður áttaði sig engan veginn á því að ein hliðin á sígildri tónlist er við- skipti. Ég var líka mjög einmana, alltaf á ferð og flugi og allt gekk allt of hratt fyrir sig. Þetta var svona fyrir tíu árum og ég var frekar óhamingjusamur á þessum tíma. Ég söng ekki alltaf vel á þessu tímabili og er engan veginn ánægður með allar þær upptökur, sem ég gerði um þetta leyti. Þessu tímabili lauk þegar ég kynntist konunni minni.“ Þú byrjaðir einnig mjög ungur að syngja óperur. Hvernig var leiklistarnáminu háttað? „Það voru að sjálfsögðu leiklistartímar í Tónlistarskólanum, en mer samdi mjög illa við leiklistarkennarann. Ég gat ekki séð að ég lærði mikið á því að syngja aríu Papag- eno samfleytt í eitt ár. Ég skrópaði því meira og minna í leiklistartímunum. Ég var síðan ráðinn beint á Deutsche Oper í Berlín án mikillar leiklistarreynslu. Fyrsta óperuupp- setningin sem ég tók þátt í var í Ludwigs- burg. Þar er ár hvert haldin tónlistarhátíð í mjög fallegu sloti. Þetta var óperan Cosi fan tutte eftir Mozart undir leikstjórn hins kunna Dieter Dorn og undir hljómsveitarstjórn Gönnenwein. Við fluttum þessa óperu með sömu listamönnunum þijú ár í röð. Á hveiju sumri voru sex vikur til æfinga og óperan var síðan flutt sex sinnum. Þetta gaf mér tækifæri til að kynnast hlutverki Guglielmo mjög vel og þróa hlutverkið með sjálfum mér. Ég prófaði hitt og þetta í túlkun, sem er oft erfitt í stórum óperuhúsum þegar æf- ingartími er lítill, oft ekki nema nokkrir dag- ar. Ég held að ég hafi líka grætt mikið á ljóðasöngnum hvað leiklistina varðar. Fisc- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.