Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 1
alþýðu- 1 n hT'JT'M Fimmtudagur 9. apríl 1987 69. tbl. 68. árg. Guðmundur J. Guðmundsson um Þorstein Pálsson: POUTISKUR TRUÐUR“ ST Alþýðubandalag og Borgara- flokkur saman í ríkisstjórn? „Orugglega mjög gott fyrir landið alltu — segir Helena Albertsdóttir „Ef Ólafur Ragnar Grímsson er til- ^ búinn að beygja sig undir utanríkis- r stefnu okkar, þá er það örugglega mjög gott fyrir landið allt“ segir Helena Albertsdóttir, Borgara- flokki. „Það er ekki hægt að tala um neina stjórnarmyndun fyrr en búið er að telja upp úr kjörkössunum. Það veit enginn ennþá hvernig þetta allt saman fer, eða hver verður með þann meirihluta eftir kosningar til þess að vera í forsvari fyrir stjórn- armyndun. Ef hins vegar Ólafur Ragnar Grímsson er tilbúinn að beygja sig undir utanríkisstefnu okkar, þá er það örugglega mjög gott fyrir landið allt. Það eru sem ságt tveir endar á þessu máliþ sagði Helena Albertsdóttir, kosninga- stjóri Borgaraflokksins, í samtali við Alþýðublaðið, vegna þeirra um- mæla Olafs Ragnars á Stöð 2 í fyrrakvöld að Borgaraflokkurinn hefði tekið upp stefnu Alþýðu- bandalagsins í utanríkismálum, og þess vegna væri hugsanlegt að flokkarnir gætu rætt saman um stjórnarmyndun að afloknum kosningum. „Kennarar hafa samið um 24—25% hækkun eða þar um bil á sínum launum. En það sem mér finnst skyggja ákaflega mikið á hjá kennurum og vera nánast illþolan- legt, og ég kalla siðleysi, er að þeir eru að bera sig saman við lágmarks- laun ASÍ. En lágmarkslaun ASÍ var allt annar hlutur. Þau voru til þess að tryggja nauðþurftir, þannig að ekki yrði hreinn skortur. Laun verkafólks var um 19.000 kr. og fór upp í 26.500, þx. lágmarkið. Þetta er langstærsta stökk sem þekkst hefur i launum þessu fólki til handa,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar. „Síðan fóru kennarar að fram- reikna þetta. Að vísu held ég að það hafi verið villa hjá Alþýðusam- bandinu þegar það setti lágmarks- laun á iðnaðarmenn, því að kennar- ar breyttu þessu í námseiningar og sögðu að menntun lægi þar til grundvallar. Það sem ég er að gagnrýna kenn- ara fyrir er að þeir skuli sækja rök sín í þetta. Hitt er svo annað mál hvort starfið sé metið að verðleik- um, — og hvort þeir hafi ekki rétt á hærra kaupi. En við erum að tala um það að hér þurfi að koma á eft- irlaun eða ellilífeyrir og eins ör- orkubótum, að það þurfi að koma þessum bótagreiðslum upp í þessi lágmarkslaun. Margir eru fylgjandi því, en það yrði gæfulegt ef þetta tæicist og örorkuþegar myndu hækka um kannski 25% ef síðan kæmu allir hinir á eftir og hækk- uðu um sömu prósentutölu. Bilið yrði þá aldrei breiðara en eftir slikar hækkanir. Það fer ekki fram hjá neinum að ráðamenn tala fyrst og fremst ákaf- lega stíft um að þeir hafi stöðvað verðbólguna, hjöðnun verðbólgu og atvinnuöryggi og þess háttar. Sannleikurinn er bara sá að þetta tal um hjöðnun verðbólgu o.þ.h. hafa allt verið tillögur verkalýðs- hreyfingarinnar. Og núna þegar bú- ið er að standa í samningum við ýmsa hópa opinberra starfsmanna í langan tíma, þá birtist allt í einu frelsarinn í líki Þorsteins Pálssonar, — sem segir: Má ekki bjóða ykkur 25% kauphækkun? Vissulega er mynd á Þorsteini Pálssyni, — hann er á réttri leið! En þetta heitir auðvitað að vera pólit- ískur trúður. Hann hefur verið að hamra á að það mætti ekki verða kauphækkun, en svo af því að hann á í pólitískum þrengingum, þá tryggir hann vandlega að allar kvik- myndavélar og allar aðrar mynda- vélar séu í gangi þegar hann gengur inn í Alþingishúsið fimm mínútum fyrir klukkan tólf! Það sem þjáir hér íslenskt verka- fólk, það er Iangur vinnutími. Við höfum hins vegar verið tiltölulega lausir við atvinnuleysi sem er að sliga nágrannaþjóðir okkar. En launin hafa hins vegar verið of lág og menn hafa bætt sér það upp með eftirvinnu. Það sem verður að ger- ast í þessu þjóðfélagi er það, að fyr- irtækin verða að fara að skipu- leggja sinn atvinnurekstur. Greiða hærra kaup og greiða fyrir styttri vinnutíma. Ég held að þetta sé ákaflega auðvelt, ef ekki væri þessi hætta á glappapólitík. Stytta vinnutímann verulega með sömu afköstum. Laun á íslandi eru óhuggulega lág og það er óhugguleg þróun. Við verðum að einhenda okkur í það að koma í veg fyrir að ekki verði tvær þjóðir í landinu. Síðan verður að Guðmundur J. Guðmundsson; for- maður Dagsbrúnar; „Frelsarinn birtist í líki Þorsteins Pálssonar og segir; Má ekki bjóða ykkur 25% kauphœkkun. “ ganga í skattsvikin. Hér viðgangast skattsvik upp á tugi milljarða. Verkefnin eru allsstaðar. En það sem verkalýðshreyfingin hefur ver- ið að reyna að koma í veg fyrir af öllum mætti, er að á íslandi upp vekist ekki aftur hópur tómthús- manna, eins og sá hópur var kallað- ur í gamla daga, — hópur fátækl- inga sem ekki á mat að borða. Þess * vegna erum við alltaf að reyna að fá þá samninga sem við náum í það og það skiptið, tryggða með einhverj- um hætti. En það er eins og sama sagan endurtaki sig alltaf: Við erum ekki fyrr búnir að semja en hinir hóparnir koma allir á eftir. Þetta þýðir einfaldlega að allur grunnur samfélagsins er rangur. Þegar menn skilja það, þá er fyrst von til þess að hægt verði að breyta einhverjuþ segir Guðmundur J. Guðmunds- son. Áhrif gengisbreytinga á frystinguna: 103 MILLJÓN KR. SKERÐING miðað við breytingar meðalgengis frá desember ’86 til meðalgengis í mars ’87. Samkvæmt útreikningum Sam- bands fiskvinnslustöðvanna hafa áhrif gengisbreytinga haft mjög neikvæð áhrif á afkomu frysting- arinnar. Vegur þar mest lækkun dollars. Miðað við verðmæti freð- fisks á árinu 1986, reiknað á með- algengi í desember samanborið við meðalgengi marsmánaðar ’87 hefur afkoman versnað um 103 milljónir króna. í útreikningun- um er ekki tekið tillit til verð- hækkana. Lækkun dollars hefur einnig komið mjög hart niður á öðrum greinum sjávarútvegsins svo sem lýsi, hörpudisk og humar. Á síð- asta ári var um 68% freðfisks seldur á dollar og um 90% lýsis. Útreikningar Sambands fisk- vinnslustöðvanna taka mið af breytingum á öllum gjaldmiðlum. Meðalgengi dollars í desember var 40.604. Meðalgengið í mars var 39.110. Miðað við meðalgeng- ið í desember var freðfiskútflutn- ingurinn á síðasta ári að verðmæti tæplega 13.3 milljarðar króna. Miðað við vegin áhrif gengis- breytinganna þýðir dollaralækk- unin því um 103 milljón króna skerðingu fyrir frystinguna. Miðað við breytingar meðal- gengis frá því í desember til mars, hefur verðmæti sjávarafurða í heild sinni aukist. Vegur þar mest hækkun pundsins og áhrif þess á verðmæti ísfisks, sem á síðastá ári var um 62% bundinn við pund. Miðað við hækkunina er aukn- ingin um 224 milljónir. Ef hins vegar isfisknum er sleppt í út- reikningunum er verðmæti út- flutningsins nokkurn veginn sá sami í heildina reiknað á meðal- genginu með tilliti til breyting- anna frá desember til mars. Heild- arverðmæti útfluttra sjávarafurða á síðasta ári reiknað á meðalgeng- inu í desember, nam 34.960 millj- örðum króna. Lœkkun dollars hefur haft mjög neikvœð áhrif á afkomu frystingar- innar. Um 68% freðfisksins er seldur í dollurum. alþýðu- 1 n ~ ir> SKAGINN - VESTURLAND í Alþýðublaðinu eru í dag 8 síður helgaðar Vesturiandi og er blaðinu dreift inn á hvert heimili á Vesturlandi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.