Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. april 1987 3 alþýöu- A-listinn á Vesturlandi: Umsjón: Jón Daníelsson SKAGINN — VESTURLAND Byr undir báða vængi Mi'i ua ir a—A.... *:i P -—-----------^ Nú er rétt um hálfur mánuður til kosninga og kosningabaráttan tek- in að harðna, enda er það núna sem við ákveðum hvers konar þjóðfélagi við ætlum að lifa í árið 1991, þegar næst verður gengið að kjörborðinu. Allar líkur eru til að Alþýðuflokk- urinn muni vinna umtalsverðan sig- ur í kosningunum í vor og bæði frambjóðendur og aðrir sem á ein- hvern hátt taka þátt i kosningabar- áttu Alþýðuflokksins að þessu sinni eru sammála um að flokkurinn hafi byr undir báða vængi í þessari kosningabaráttu. í þessu blaði hafa að undanförnu birst allmargar greinar þar sem fjallað hefur verið um vandamál kjördæmisins, sem vissulega eru um margt sérstök, en eru þó ekki síður mörg hver dæmigerð fyrir vanda dreifbýlisins í heild. Þannig er t.d. hin gífurlega fjármagnstil- færsla frá landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins vandamál sem hinar dreifðu byggðir eiga sameig- inlegt. Á þetta mál hefur mikil áhersla verið lögð af hálfu Alþýðu- flokksmanna í þessari kosninga- baráttu. Og það verður í kjörklef- anum hinn 25. apríl sem kjósendur ákveða, hvernig þessum málum verður háttað árið 1991. Skyldi fjár- magnið enn streyma í bankahólfin í Reykjavík á því ári, eða skyldi það staðnæmast heima í héraði og nýt- ast þar í fullu samræmi við vilja heimamanna, án þess að þeir hafi þurft að ganga milli stofnana i Reykjavík með betlistaf í hönd til að fá úthlutað nokkrum krónum til hafnargerðar eða byggingar íþróttahúss. Nú stendur kosningabaráttan sem hœst, enda ekki nema rífur hálfur mánuður til kosninga. Tveir efstu menn A-listans í Vesturlandskjördœmi hafa að undanförnu verið á faraldsfœti um kjördæmið og heilsað upp á fólk, haldið fundi og heimsótt vinnustaði. Þessi mynd er tekin við eitt slíkt tækifœri. Ólafsvík: Mikill afli og nóg að Mikil vinna hefur verið í Olafsvík að undanförnu enda mikill afli komið úr sjó. í fiskvinnslu hefur verið unnið fram eftir öllu á kvöldin og að sögn vantar fiskvinnslufyrir- tækin talsvert af fólki í vinnu. Sá hængur er þó á, að húsnæði vantar einnig þannig að þótt fólk vildi fara til Ólafsvíkur í vinnu um lengri eða skemmri tíma, fengi það hvergi inni, því verbúðir eru allar yfirfullar af fólki nú þegar. Nú eru í Ólafsvík starfandi hátt í tíu fiskvinnslufyrirtæki og er meira en nóg að gera hjá þeim öllum. Fiskur sá sem berst á land til vinnslu í Ólafsvík er eingöngu báta- fiskur. Einn togari er að vísu gerður út frá staðnum, togarinn Már, en hann siglir undantekningarlítið með aflann eða landar honum í gáma til útflutnings. Nú er ljóst að nokkuð verður byggt af íbúðarhúsnæði í Ólafsvík á þessu ári. Vart hefur orðið við talsverðan áhuga einkaaðila fyrir því að ráðast í nýbyggingar og eru a.m.k. tveir þegar byrjaðir og fleiri íbúðarhús í bígerð. Þar fyrir utan verða svo byggðar fimm íbúðir í gera verkamannabústaðakerfinu á þessu ári. Þegar við þetta bætist að fram- kvæmdir við félagsheimilið eru nú í fullum gangi, en það verður vígt í ágúst, er varla hægt að segja annað en að atvinnulíf se með blómlegra móti í Ólafsvík. Vinnustaða kannanir: A-listi og Alþýðuflokkur og Borgar- flokkur yrðu stærslir og jafnir með 26,5% fylgi, ef kosninganið- urstöður yrðu í samræmi við heildarniðurstöður allmargra vinnustaðakannana á Vesturlandi nú í vikunni. Reyndar hefur Borg- araflokkurinn einu atkvæði betur þegar allt er taiið í þessum könn- unum, en því er á hinn bóginn al- mennt spáð að fylgi hans muni dala þegar nær dregur kosning- unum. Nú þegar kosningarnar eru mjög teknar að nálgast, eru farin að berast tíðindi af skoðanakönn- unum á vinnustöðum. Þótt kann- anir af þessu tagi séu kannski ekki jafn vísindalegar að allri gerð og þær kannanir sem framkvæmdar eru í Félagsvísindastofnun Há- skólans og öðrum þeim sem við stórar kannanir fást, eru þær engu að síður skemmtilegt fyrirbrigði og hafa oft gefið ágæta vísbend- ingu um það hvert straumurinn liggur, þótt á hinn bóginn sé oft minna að marka hlutföllin. Okkur hafa borist niðurstöður nokkurra slíkra kannana sem gerðar hafa verið á vinnu- stöðum á Akranesi nú í vikunni og látum við úrslitin fylgja hér án frekari málalenginga. Aftast eru niðurstöður dregnar saman. Þeir 3 vinnustaðir sem birtir eru undir einum hatti eru allir á Akranesi. Það eru Samvinnubankinn, Bæj- arskrifstofurnar og Skattstofan. S-listi stærstir Þorgeir Grundar- Skipa- HB & Co. Haf- 3 vinnu- Alls % A & Ellert 37 tangi 37 vík 7 14 örninn 9 staðir 7 111 26,5 B 9 22 2 16 6 6 61 14,5 D 24 20 2 9 1 9 65 15,5 G 5 6 4 10 8 4 37 9,0 M 0 2 2 3 0 0 7 1,5 S 13 32 8 41 14 4 112 26,55 V 3 11 0 5 5 3 27 . 6,5 Þ 0 0 0 0 1 1 2 0,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.