Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 12
alþýðu- blaðið Fimmtudagur 9. apríl 1987 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf.. Ritstjórar: Árni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setmng og umbrot Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Umferðar öhöpp alls Mars 1987 FARARHEILL87 ATAK BIFREIDAJRYGGINGAFÉLAGANNA ÍUMFERD 275 Hatton — Rockall svæðið: Sameiginlegar rannsóknir Eins og kunnugt er hefur Alþingi allt fra árinu 1978 ályktað um rétt- indi íslands á landgrunninu suður af íslandi á grundvelli 76. gr. Haf- réttarsamnings Sameinuðu þjóð- anna. Með reglugerð utanríkis- ráðuneytisins hinn 9. maí 1985 var landgrunn íslands afmarkað til vesturs, i suður og til austurs og nær það m.a. yfir hið svonefnda Hatton-Rockall svæði. í 5. gr. reglugerðarinnar segir, að leita beri samkomulags milli Islands og ann- arra hlutaðeigandi landa um end- anlega afmörkun landgrunnsins í samræmi við almennar reglur þjóð- arréttar. í framhaldi af þessu hafa íslend- ingar óskað eftir samvinnu við þær þjóðir, sem einnig gera kröfur til svæða, sem falla innan þeirra marka er reglugerð utanríkisráðu- neytisins setti, en það eru Danir, fyrir hönd Færeyinga, svo og Bretar og Irar. Á fundi Islendinga, Dana og Færeyinga í Kaupmannahöfn í lok febrúar var tekin ákvörðun um að hefjast handa um sameiginlegar vísindarannsóknir á Hatton- Rockall svæðinu, sem þessir aðilar hafa báðir afmarkað sem hluta af landgrunni sínu. Bretum og írum, sem einnig gera tilkall til hluta þessa svæðis, hefur verið tilkynnt um þessa ákvörðun og boðin þátttaka eða aðgangur að niðurstöðum. Rannsóknirnar munu fara fram í sumar og standa í u.þ.b. 6 mánuði. Þar er ætlunin að safna jarðeðlis- fræðilegum upplýsingum um Hatton-Rockall svæðið með mæl- ingum á endurkasti frá jarðlögum. Er búist við að niðurstöður rann- sóknanna liggi fyrir vorið 1988. Danir og Færeyingar annars veg- ar og Islendignar hins vegar til- nefna þrjá fulltrúa hvor í stjórnar- nefnd fyrir þetta verkefni og mun sú nefnd ráða verkefnisstjóra og hafa eftirlit með framgangi rann- sóknanna. Af íslands hálfu hafa verið til- nefndir í þessa stjórnarnefnd dr. Guðmundur Pálmason, jarðfræð- ingur, Karl Gunnarsson, jarðfræð- ingur og dr. Manik Talwani, ráðu- nautur Islands í hafsbotnsmálum. Fyrsti fundur stjórnarnefndar- innar verður haldinn í Kaupmanna- höfn um miðjan þennan mánuð. Af þessum óhappatölum má sjá, að verulega hefur sigið á ógæfuhliðina í umferðinni í ár. Eina leiðin tif að fækka slysum, er aukin aðgæsla og varúð. Fækkum slysum - í allra þágu! Felipe Gonzales er ásakaður um að horfast ekki í augu við vandamálin. Það sem af er árinu hafa 7 fátist í umferðarslysum. Skráö tjón bifreiðatryggingafélaganna Gonzales í mótbyr Lokar Felipe Gonzales sig inni i forsætisráðherrabústaðnum? Er hann búinn að missa sambandið við spönsku þjóðina? Þessar og þvílíkar spurningar eru á sveimi varðandi stöðu hins unga og fram til þessa vinsæla forsætisráðherra á Spáni. Ganzales er ásakaður um að horfa framhjá versnandi ástandi í þjóðmálunum nú um stundir. Eitt skýrasta dæmið um versnandi ástand eru harðir árekstrar sem hafa orðið milli verkamanna og lögreglu i iðnaðarbænum Reinosa í Santander-héraði. Til átaka kom milli mörg þúsund verkamanna og annarra íbúa bæjarins við þrjú hundruð lögreglumenn, sem voru komnir til bæjarins til að aflétta umsátri um stáliðjuver sem verka- mennirnir höfðu á valdi sínu og til að frelsa forstjóra verksmiðjunnar, Enrique Anatolin, sem verkamenn- irnir höfðu í haldi. Ráðherra í ríkisstjórninni En Enrique Anatolin er ekki að- eins yfirmaður stálvers, heldur er hann jafnaðarmaður og meira að segja ráðherra í stjórn Felipe Gonz- ales og fer með samgöngumál og at- vinnumál hins opinbera. Endurskipulagning stjórnarinn- ar á iðnaði landsins hefur komið illa við verkamenn í einstökum iðn- greinum, ekki síst stáliðnaðinum. Reimosa er eitthvert skýrasta dæm- ið. Störfum hefur fækkað um 2000 á síðustu tveimur árum í þessum 13.000 manna bæ. Enrique Anatol- in hefur í hyggju að segja 500 verka- mönnum í viðbót upp starfi i náinni framtíð og það var þegar fregnir bárust af þessum nýju uppsögnum, sem verkamennirnir misstu þolin- mæðina og gripu til aðgerða. Reinosa-málið er talandi tákn um vaxandi erfiðleika ríkisstjórnarinn- ar við að koma í framkvæmd stefnu sinni í iðnaðarmálum og strangri aðhaldsstefnu í fjármálum, sem er eflaust nauðsynleg í baráttunni við verðbólguna, en sem hefur afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir Iaunafólk. Þrjár milljónir Spánverja, þ.e. 22% allra vinnufærra manna í landinu, eru atvinnulausir og ein- ungis 40% atvinnuleysingjanna fær atvinnuleysisbætur. Litlar launahækkanir Samtímis þessu hefur ríkisstjórn- in mælst til þess við atvinnurekend- ur að Iaunahækkanir á árinu 1987 fari ekki yfir 5%, en það er mark- mið ríkisstjórnarinnar að halda verðbólgunni innan þeirra marka. Það er því ekki að ástæðulausu að óánægja fólks fer vaxandi. Það hafa hin fjölmennu verkalýðssam- tök kommúnista, Comsiones Obreras notfært sér, en þau berjast gegn „ólýðræðislegri efnahags- stefnu“ stjórnarinnar og hafa að undanförnu staðið fyrir skipuleg- um mótmælaaðgerðum víða um land, með þátttöku alls þorra verkafólks. Samtökin hóta jafnframt alls- herjarverkfalli í apríl og á næstunni má búast við öldu verkfalla hjá verkamönnum í hinum ýmsu starfs- greinum. Mótmælaræddirnar verða sífellt fleiri og háværari og verða að teljast merki þess að stjórninni sé ekki stætt á öðru en að bregðast við þeim með einhverjum hætti. En ekkert hefur ennþá gerst í þá veru. Felipe Gonzales hefur að sögn ekk- ert viljað sjá né heyra, eða þá að hann skilur ekki hve ástandið er al- varlegt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.