Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 9. apríl 1987 í landsbyggðarkjör- dæmum ættu þessar kosningar fyrst og fremst að snúast um byggðamálin, og hvernig rétta megi hlut landsbyggðarinnar, og hefja nýja framfara- sókn. Því miður hefur hin málefnalega um- ræða orðið hornreka að undanförnu í öllum Byggðastefna fólksins þeim gauragangi, sem skapast hefur í kring- um framboð Alberts Guðmundssonar. Von- andi hafa menn nú fengið nóg af umræð- um um hismið þannig að hægt sé að fara að tala um kjarnann. Frambjóðendur Framsóknar- flokksins á Vesturlandi hafa boðað það bæði á útvarpsfundinum á Akranesi svo og í blaði sínu, Magna, að nú þurfi að fara að snúa vörn í sókn í byggðamálum! Þetta segja þingmennirnir eftir að Fram- sóknarflokkurinn hefur átt aðild að, eða haft forystu fyrir þeim ríkis- stjórnum, sem stjórnað hafa ís- landi undanfarin sextán ár. Bragð er að þá barnið finnur, segir gamalt máltæki. Undanfarin sex til sjö ár hefur stöðugt hallað á landsbyggðina. Fólki hefur beinlínis fækkað úti á landi á sama tíma og fjölgun á Reykjavíkursvæðinu nemur um átta þúsund manns. Landsbyggðin þarf höfuðborg, og höfuðborgin þarf landsbyggð. Það er bara eins og ýmsum stjórn- málamönnum sé þetta hreint ekki ljóst því í stjórnarstefnu þeirra rík- isstjórna, sem setið hafa að undan- förnu hafa landsbyggðarsjónar- miðin orðið undir. Þessu verður að breyta. Alþýðuflokkurinn. Flokkur ís- lenskra jafnaðarmanna vill breyta þessu og skapa jafnræði og jafn- rétti í byggðamálum. Við stefnum að ábyrgri stjórn í anda jafnréttis. Það er grundvallaratriði í stefnu- skrá Alþýðuflokksins að aðstaða þegnanna skuli í hvívetna vera sem jöfnust án tillits til búsetu. Okkur jafnaðarmönnum er auð- vitað mæta vel Ijóst að þeirri óheillaþróun, sem átt hefur sér stað undanfarið verður ekki snúið við á einni nóttu. Til að breyta þessari þróun og rétta hlut landsbyggðar- innar þarf samstilltar aðgerðir á mörgum sviðum, og til þess þarf líka nokkurn tima. Alþýðuflokkurinn hefur Iagt fram vandaða og ítarlegaa stefnu- skrá fyrir þessar kosningar. Þar er meðal annars fjallað um byggða- stefnu, — byggðastefnu fólksins. Kjarni þeirrar stefnu er að skapa aukið jafnvægi í byggðamálum, þannig að fólk sé ekki knúið til að yfirgefa umhverfi og samfélag, sem það ann. Sú stefna sem fylgt hefur verið að undanförnu hefur illu heilli beinlínis hrakið fólk af lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðis- ins. # Greiðar samgöngur og gott vegakerfi er undirstaða byggð- ar í landinu. Þessi þáttur hefur verið stórlega vanmetinn í allri umfjöllun um byggðastefnu fram að þessu. Við jafnaðar- menn viljum að staðið verði við markmið langtímaáætlun- ar í vegamálum og helst betur. í áætluninni er gert ráð fyrir að verja sem svarar 2.47% af þjóðarframleiðslu til vega- mála. í fyrra var hlutfallið I.40% og hefur aldrei verið lægra. Við erum í rauninni stöðugt að fjarlægjast þetta markmið. Forsenda þess að rétta hlut landsbyggðarinnar er að bæta vegakerfið. Það hefur eðlilega vakið furðu Vestlendinga, að hinn nýi Borgaraflokkur Alberts Guðmundsson ætlar sam- kvæmt stefnuskrá sinni að láta malbika Möðrudalsöræfin áð- ur en hreyft verður við vegin- um um Mýrarnar eða vegum á Snæfellsnesi! # Um 90% nýrra starfa verða nú til í þjónustugreinum. Þorri þessara starfa verður til á Reykjavíkursvæðinu. Breyting á þessuer líka forsenda nýrrar byggðastefnu. Nýtækniásviði tölvuvinnslu og fjarskipta skapar áður óþekkta kosti í þessum efnum. Þá ber að nýta. Þessi nýja tækni getur einnig skapað litlum fyrirtækjum víðsvegar um land margvíslega möguleika, sé rétt á málum haldið. Rætt hefur verið um að flytja ýmsar stofnanir hins opinbera út á land. Það hefur ekki fengið góðar undirtektir og reynsla grannþjóðanna í þessum efnum er ekki slík að þetta geti talist framkvæman- legt í þeim mæli, er máli skipt- ir. Miklu fýsilegri og raunhæf- ari kostur er að flytja ýmsa þætti úr starfsemi opinberra stofnana út á land. Það er vel framkvæmanlegt. Til dæmis mætti nefna ýmsa þætti úr starfsemi Pósts og síma. Auk- inheldur hefur á jjað skort að opinberar þjónustustofnanir starfræktu umboðsskrifstofur úti um land. Þar er mikið verk óunnið til þjónustujöfnunar. Þetta er einfalt framkvæmda- atriði. Kostar að vísu nokkurt fé en horfir til byggðajöfnun- ar. # Ein af meginástæðum þess að fólk flýr landsbyggðina er hár orkukostnaður. Orkukostnað- urinn hrekur fólk af lands- byggðinni. Húshitunarkostn- aður í Vesturlandskjördæmi, hvort sem hitað er upp með hitaveitu eða rafmagni getur verið að minnsta kosti þrefald- ur á við höfuðborgarsvæðið. Ein tegund orku er bensín og olía. Öllum finnst það sjálf- sagt mál að sama bensínverð gildi um land allt. Það er alveg eins sjálfsagt að ''erð á orku til húshitunar sé hið sama, eða að minnsta kosti áþekkt um land allt. Hið himinhrópandi rang- læti, sem nú viðgengst í þess- um efnum er ólíðandi. Þessu viljum við breyta. Ég hefi hér að ofan drepið á örfá meginatriði úr byggðastefnu okkar jafnaðarmanna, — byggðastefnu fólksins. Það eru meðal annars þessi atriði sem þarf að breyta ef rétta á hlut landsbyggðarinnar. í komandi kosningum gefst þér sem þessar Iínur lest tækifæri til að breyta. Tækifæri til að leggja lóð á vogarskálarnar og skapa aukið jafnvægi í landinu. Alþýðuflokkur- inn á Vesturlandi er í sókn og teflir fram samstilltu liði. Ég skora á þig að vera með í sögulegum sigri ís- lenskra jafnaðarmanna. Eiður Guðnason, alþingismaður. Sú stefna sem fylgt hefur veríð að undanförnu hefur illu heilli bein- línis hrakið fólk af landsbyggðinni til höfuðborgarsvœðisins. ...láta malbika Möðrudalsöræfin áður en hreyft verður við veginum um Mýrarnar eða vegum á Snœfellsnesi. V w 1 restlendingar! pólitískum ólgusjó þarf undirstaðan að vera góð /P* IvUf ym f //• • ferj (]/•• • Aw ^mNvammsbaÍMri Í/vS Búðardal • Sími 93-4180 \ „ . m 9 „ a AKRANESKAUPSTAÐUR KIRKJUBRAUT?8 - SÍMI 1211 OG 1320 Frá innheimtu Akraneskaupstaðar Þeir síðustu geta orðið fyrstir. Dráttar- vextir reiknast 15. hvers mánaðar. Innheimta Akraneskaupstaðar Rafverktokar, húsbyggendur Tökum að okkur raf lagnatetkningar Sýni5 varúí í umgengni yií r afmagn Alhliða rafverktakar Veljift ragmenn N.nr. 7126-4556 3 Sunnubraut tO 370 Dúðardal A 93-4455 /002-2153/935-23153 1 ■ \ r i_ i r .‘wj a»w ■ ww ForSist slys &*\ Kristjón 4175 / Hilrnar 4340

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.