Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. apríl 1987 5 Valkostir í Dölum: Brjóta blað eða burt að Frá Búðardal. Héðan er nú kallað á nýja og betri byggðastefnu, eins og reyndar víða annars staðar í hinum dreifðu byggðum landsins. Fyrir skömmu var hér í blaðinu sagt frá athyglisverðri skoðana- könnun á vegum atvinnumála- nefndar Dalasýslu. Tilgangurinn var sá, að fá fram skoðanir sýslu- búa á nokkrum atriðum i byggða- og atvinnumálum. Skipun nefndar- innar var i beinu framhaldi af stórri atvinnumálaráðstefnu sem haldin var í Búðardal á sl. vori. Sameiginlegur fundur sveitar- stjórna í Dalasýslu og Austur-Barð. var haldinn í des. en til hans var boðað af atvinnumálanefndinni. Samkv. ákvörðun þessa fundar var skipuð samstarfs og sameiningar- nefnd Dalasýslu sem kanna skyldi möguleika á auknu samstarfi þess- ara sveitarfélaga eða sameiningu einhverra þeirra eða allra. Nefndin hefur unnið samkv. ákveðinni áætlun þar sem mál eru tekin fyrir í 15 liðum, hver liður ræddur fyrir sig og lagðar fram skýrslur um ástand mála nú og hverju það gæti breytt ef af samein- ingu verður. Hér verður aðeins gerð grein fyrir einum þætti þessa verk- efnis en eftirfarandi skýrsla var lögð fram á fundi nefndarinnar fyr- ir skömmu. Atvinnumál Dalasýsla hefur byggt og mun byggja atvinnulega uppbyggingu sína á landbúnaði og störfum tengdum honum. Ef sambærileg héruð eru borin saman við þróun í Dalasýslu, kemur í ljós að töluverð uppbygging hefur víða verið í iðn- aði og öðru sem ekki hefur þróast í Dalasýslu og er eðlilegt að spyrja hvers vegna? Nokkur atriði má þar til nefna. 1. Samgöngulega er Búðardalur öðruvísi í sveit settur en ýmsir aðrir byggðakjarnar í landbún- aðarhéruðum s.s. Borgarnes, Blönduós, Egilsstaðir, Selfoss, Hvolsvöllur og Hella, sem eru allir við þjóðveg nr. eitt og hafa allt aðrar forsendur. 2. Víða um land hefur verið lögð aðaláhersla á uppbyggingu í sjávarútvegi og mikið fjármagn verið Iagt fram af opinberum að- ilum til uppbyggingar á því sviði, en Dalasýsla hefur ekki fengið neitt af því fjármagni. 3. Öll umræða um landbúnað und- anfarið hefur hnigið í átt til sam- dráttar sem nú virðist vera að ná hámarki, en eðlilegt er að íbúar, sem sjá svo að sér þrengt leiti fyrst leiða til að standa vörð um það sem þeir einkum þekkja til áður en þeir reyna að brjóta sér nýjar leiðir eða flytja burt. Þó ýmiss konar þróun hafi átt sér stað undanfarin ár í atvinnuupp- byggingu Dalasýslu er hún að mörgu leyti veik og má lítið út af bregða til þess að forsendur hennar hrynji. Það má til dæmis spyrja að því hvenær annar af þeim skólum sem reknir eru í sýslunni leggist af vegna fólksfæðar? Hvenær fer mjólkurframleiðsla í héraðinu niður fyrir þau mörk að ekki verður forsvaranlegt að halda áfram rekstri mjólkurstöðvar? Hver verður þróunin í slátur- húsamálum og tengdri starfsemi í sambandi við samdrátt í sauðfjár- framleiðslu? Hver er framtíð Fóðuriðjunnar í Ólafsdal? Hér hafa verið nefnd fjögur atriði og eflaust mætti tína fleiri til sem í raun standa mjög veikum fót- um og hefði eitt atriði í raun í för með sér umtalsverða byggðarösk- un, sem aftur hefði alvarlegar keðjuverkandi afleiðingar hvað varðar aðra þjónustu og starfsemi eins og t.d. heilsugæslu, banka, bakarí, verslunarrekstur o.fl., o.fl. Spurningin snýst því um það hvort og hvenær rekstrargrundvöll- ur fyrir 1000—1200 manna rekstr- areiningu með þeim þjónustukröf- um nútímasamfélags sem gerðar eru í dag séu að bresta og hvenær þær bresti. Þegar fjalla á um sameiningu sveitarfélaga og áhrif sameiningar á atvinnulíf og byggðaþróun er hægt að nefna nokkur atriði. 1. Líta verður á Dalasýslu sem eitt atvinnusvæði. 2. Benda verður á gagnkvæma hagsmuni dreifbýlis og þéttbýlis og hagsmuni hvors annars í Iandbúnaðarhéraði eins og Dalasýslu. 3. Atvinnustarfsemi krefst ákveð- ins umhverfis (félagslegs) og það umhverfi er ekki til staðar alls staðar í dag. 4. Hvaða möguleikar eru á að byggja upp atvinnustarfsemi í 50 manna sveitarfélagi? 5. Fyrirsjáanlegur er verulegur samdráttur í landbúnaði í kjöl- far framleiðslutakmarkana. Ef þessi atriði eru skoðuð í sam- hengi má vera ljóst, að eins og mál- um er nú háttað verða menn að standa sameiginlegan vörð um það sem fyrir hendi er og reyna að brjóta sér leiðir á nýjum sviðum því fyrirsjáanlegt er að störfum í Iand- búnaði mun fækka áfram með auk- inni hagræðingu og með fram- leiðslutakmörkunum. Hægt er að tala um að Búðdælingar lifi á sveit- unum og sveitirnar byggi á tilveru Búðardals. Hvað haldast sveitirnar lengi í byggð ef ekki nyti við ýmissar þjónustu sem veitt er í Búðardal í dag? Þó mörgum íbúum Dalasýslu finnist langt að sækja ýmsa þjón- ustu til Búðardals í dag fyndist þeim ekki styttra að sækja hana í Stykkishólm eða Borgarnes. Ef hugleitt er hvar möguleikar Dalasýslu liggi í atvinnumálum má tilgreina þar nokkur atriði. 1. Ferðamál. 2. Fiskirækt og -eldi. 3. Matvælavinnsla og -úrvinnsla 4. Smærri iðnaður. 5. Aukabúgreinar. 6. Sjávarútvegur. 7. Jarðhiti. Ekki verða hér tíundaðir mögu- leikar á hverju atriði fyrir sig, nema að flestar þessar atvinnugreinar hafa þróast mjög mikið á undan- förnum árum í ýmsum héruðum og eru víða orðin all nokkur atvinnu- vegur, en einhverra hluta vegna hafa þessi mál ekki þróast í Dalasýslu. Má þar t.d. nefna ferðamál og aukabúgreinar. Einnig má hugleiða hvaða leiðir þarf að fara til að koma þessari þróun af stað og má benda á umleitan heimamanna til þess að fá starfsmann í tvö ár til að sinna þessum verkefnum. Nefna má nokkur atriði sem telj- ast verða forsendur þess að þróun eigi sér stað. 1. Bættar samgöngur innan héraðs og utan. 2. Aukin samstaða, þ.e. nauðsyn á gagnkvæmum skilningi allra heimamanna. 3. Aukið fjármagn í atvinnu- og þjónustustarfsemi. Hvað ávinnst með sameiningu sveitarfélaga? 1. Öflugri og virkari þátttaka heimamanna að uppbyggingu héraðsins. 2. Atvinnu- og byggðamál fá meiri og faglegri umfjöllun ef sameig- inlega er staðið að málum. 3. Tilfinningaleg tengsl hljóta þeg- ar fram líða stundir að breytast þannig að vandamál sem fólki finnst það ekki koma við í dag, fara að skipta máli þegar þetta er orðið þeirra sveitarfélag. Þegar benda skal á kosti og galla sameiningar sveitarfélaga eru kost- irnir e.t.v. fyrst og fremst á sviði at- vinnumála, því með stærri rekstrar- einingu sveitarfélaga eiga að nást meiri möguleikar til fjárfestinga í atvinnumálum. Af öðrum málaflokkum sem nefndin mun taka fyrir má nefna: Ákvæði nýrra sveitarstjórnarlaga, fjármál sveitarfélaganna, fræðslu-, heilbrigðis- og samgöngumál og m.fl. svo sem þróun íbúafjölda. íbúum sýslunnar hefur fækkað um 9,5% frá 1971—1986. Skipting íbúa milli hreppa: Hörðudalshreppur: 52 Haukadalshreppur: 50 Hvammshreppur: 111 Skarðshreppur: 51 Miðdalahreppur: 142 Laxárdalshreppur: 425 Fellsstrandarhr.: 97 Saurbæjarhreppur: 116 (1. des. 1986) Þróun íbúafjölda mun að sjálf- sögðu ráðast af atvinnumálum og hvernig þjónustu við íbúana verður háttað. Skýrslan um atvinnumál í Dala- sýslu vekur vissulega til umhugsun- ar um þau vegamót sem við íbúar stöndum á og um þær staðreyndir sem við horfumst í augu við. Af því tilefni má svo sannarlega segja að „oft var þörf en nú er nauðsyn“ — að brjóta í blað. G.K.P. (zMJÓLKURSAMLAGIÐ Brekkuhvammi 15, 370 Búðardalur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.