Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 9. apríl 1987 RIT3TJÓRNARGREIN Vitlausa forritið í músarholunni övavar Gestsson, tormaður Alþýðubanda- lagsins átti skemmtilegt upphlaup á síðum Þjóðviljans í gær. Þar lýsti hann því yfir í for- síðuviðtali að nú þyrfti verulegt átak til að styðja nýsköpun í atvinnulífinu og nýta alla þá óútreiknanlegu möguleika sem ísland býr yfir. Þess vegna hefði hann ákveðið að leggja til á næsta þingi að settur verði á stofn sérstakur þróunarsjóður fyrir atvinnulífið og til hans verði varið myndarlegri fjárhæð á næstu árum. „Það duga engin músarholusjónarmið,“ sagði Svavarvið Þjóðviljann, „Ég vil verjatil sjóðsins sem svarar 2 prósentum af ríkisveltunni, eða 700 milljónum á ári hverju.“ Svo dýr voru þau orð. I upplausn, öngþveiti og taugatitringi kosn- ingabaráttunnareru æ fleiri flokkarog forystu- menn þeirra að tapa áttum og lofa gulli og grænum skógum í von um atkvæði. Þettaásér- staklega við þá flokka sem hafa ekki mótaða eða hugsaða stefnuskrá. Þannig eys Borgara- flokkurinn loforðum í allar áttir, hvort sem það eru herstöðvará Jan Mayen, alheimskauphöll í Reykjavlk eða mannúð við litla skattpínda manninn. Sjálfstæðisflokkurinn klæðir Þor- stein Pálsson í jólasveinabúning og lætur hann ausa krónum I verkfallsfólk svo sam- starfsflokkurinn Framsókn hrópar trúnaðar- brestur, og meiraaðsegjavinstri mönnum eins og Þresti Ólafssyni, framkvæmdastjóra Dags- brúnar finnst nóg um og segir Þorstein óábyrg- an. í Alþýðblaðinu í dag gagnrýnir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, Þor- stein á líkan máta og kallar hann trúð. En fjöl- leikahúsið er stærra. tinn þeirra flokka sem hafa verið í hve mestri ímyndarkreppu á undanförnum árum er Al- þýðubandalagið. Frá því að vera harður, mið- stýrður moskóvítaflokkur hefur hann neyðst til að slaka á harðlínunni og víkja fyrir nýjum straumum. Þó hefurflokkurinn aldrei hreinsað til hjá sér, viðurkennt villu síns vegar og samið nýja þaulhugsaða stefnuskrá, heldur hafa þrýstihópar innan Alþýðubandalagsins nudd- að sínu fram með viðeigandi tortryggni, bak- tjaldamakki og plottum í skúmaskotum. Af- leiðingin er gjörsamlega prófíllaus flokkur sem segirekki þaðsem hann meinarog meinar ekki það sem hann segir. Stefna flokksins er einna helst sú, að nöldra og gagnrýna aðra. Þetta kom einkar vel fram í svonefndri flokka- kynningu Sjónvarpsins, þar sem framlag Al- þýðubandalagsins vareitt samfellt táraflóð yfir vonsku og óheiðarleik annarra flokka og véla- brögðum heilla stétta, eins og verslunarstétt- arinnar og atvinnurekenda. Þáttur Alþýðu- bandalagsins var að sjálfsögðu flokknum til stórskammar og sýndi best hve vanhugsuð sú pólitík er sem frambjóðendur hans flytja. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins hefur oft kallað þetta vitlaust forrit Alþýðubandalagsins. Vitlausa forritið hefur enn einu sinni slegið upp mynd á skjáinn. í þetta skipti á forsíðu Þjóðviljans þar sem Svavar boðar 700 milljónir í nýjan þróunarsjóð. Þar slær forrit Svavars saman tveimur öðrum forritum; annars vegar hugmyndinni um stofnun Þróunarfélagsins sem lið í þrískiptingu Framkvæmdastofnunar og hins vegar hugmyndum Alþýðuflokksins um nýja atvinnustefnu. Svavar er eins og aðrir Alþýðubandalagsmenn vanir að bruðla með al- mannafé og vílar ekki fyrir sér að kippa 700 milljónum út af næstu fjárlögum í einhvern þróunarsjóð, enda þarf að heyja kosningabar- áttu með loforðum þótt það séu skattgreiðend- ur sem eigi að borga brúsann. Og þegar Svavar seilist í vasa skattgreiðenda, þá duga engin músarholusjónarmið. Höfum við ekki Þróunar- félag fyrir? Þótt Davíð Scheving hafi gengið í fússi þaðan út þegar hann uppgötvaði að þarna varenn ein pólitíska kvótastofnunin ris- in. Þurfum við nýjan þróunarsjóð? Hugmyndir Svavars bendaennfremurallartil þess að mað- urinn hefur alls ekki hugsað málið til enda. Honum erþvi bent áað lesastefnuskrá Alþýðu- flokksins einu sinni enn áður en hann fer með skærin í textann. Þar segir m.a. um nýja at- vinnustefnu að hún eigi að búa atvinnulífinu betri vaxtarskilyrði. Þetta felur í sér að stöðug- leiki og festa eru tryggð með opinberri hag- stjórn, gengi haldið sem stöðugustu, eðlilegur aðgangur að lánsfé sé tryggður, rannsóknir og þróun í þágu nýrra atvinnuvega séu efldar, markaðsátak og sölumennska erlendis sé studd af hinu opinbera og að greitt sé fyrir stofnun nýrra vænlegra framleiðslukosta sem sfðan standi að fullu undir sér sjálfir í frjálsri samkeppni. Tillögur Alþýðuflokksins eru enn ítarlegri um atvinnumál en verðaekki tfundaðarhér. Svavari er hins vegar hollt að skríða úr músarholunni og skipta um forrit í flokknum ef einhver á að taka mark á Alþýðubandalaginu sem stjórn- málaafli. Félagsvist á Hótel Sögu Alþýðuflokkurinn efnir til fé- lagsvistar og dansleiks á Hótel Sögu n.k. sunnudagskvöld 12. apríl. Skemmtunin hefst kl.-21.00. Ræðumaður kvöldins verður Jón Baldvin Hannibalsson. Vinningar í félagsvist verða þrír. Fyrstu verðlaun eru ferð fyrir tvo til London. Önnur verðlaun er vöruút- tekt í Hljómbæ að verðmæti 10 þús., og þriðju verðlaun vöruúttekt í Vörumarkaðnum að verðmæti 5 þúsund kr. Þá minnum við á Baráttuhátíð Alþýðuflokksfólks í Reykjanes- kjördæmi í Digranesi í Kópavogi í kvöld fimmtudag 9. apríl kl. 20.30. Fundi Jóns Baldvins á Gauki á Stöng sem auglýstur var n.k. laug- ardag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Á sunnudag held- ur Jón Baldvin hins vegar fund á Eiðstorgi í nýju verslunarmiðstöð- inni undir glerhimninum kl. 15.00. Og um kvöldið er félagsvist á Hótel Sögu sem fyrr segir. Breytingar í utan- ríkisþjónustunni Ákveðið hefur verið, að Benedikt Gröndal, sendiherra í Stokkhólmi, taki í haust við sendiherrastarfi í ýmsum löndum Austur- og Suð- BORGARAm FLOKKURINNi -flokkur með framtíðW Stór Bingó Borgaraflokksins Borgaraflokkurinn heldur stórbingó í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 9. apríl n.k. klukkan 20,30. Ávarp flytur Albert Guðmundsson alþingismaður, 1. maður á lista Borgaraflokksins í Reykjavík. Spilaðar verða nokkrar umferðir, heildarverðmæti vinninga er 400.000.- Stórgóð skemmtiatriði verða á hátíðinni og einnig dansleikur. Með kærri kveðju BORGARAFLOKKURINN X-S. austur Asiu af Pétri Thorsteinssyni, sem þá mun láta af störfum vegna aldurshámarks opinberra starfs- manna. Jafnframt hefur verið ákveðið að Hannes Jónsson, sendiherra, taki á næstunni við sendiherrastarfi í nokkrum Iöndum Suður- og Suð- vestur Asíu, auk Kýpur og Túnis. Sendiherrarnir munu báðir hafa aðsetur í utanríkisráðuneytinu. Skattskrá Reykjavíkur fyrir áriö 1986 Skatta-, útsvars-, launaskatts- og sölu- skattsskrár fyrir árið 1986 liggja frammi á Skattstofu Reykjavíkur9. apríl — 22. apríl 1987 að báðum dögum meðtöldum kl. 10 til 16 alla virka daga nema laugardaga. Athygli er vakin á því að enginn kærurétt- ur myndast þótt álögð gjöld séu birt með þessum hætti. Reykjavík, 8. apríl 1987 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. t Vinum mlnum og vandamönnum nær og fjær, sem hafa sýnt mér samúö og vináttu og veitt mér ómetanlega aðstoö og styrk viö andlát og útför mannsins mins. Eyjólfs R. Árnasonar, Eskihlíð 14, þakka ég innilega. Sérstakar þakkir færi ég stjórn og starfsliði Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar, rektor og starfsliði Menntaskólans við Hamrahllð og starfsfólki Þjóðviljans fyrr og nú fyrir einstök elskulegheit og virðingu við minningu hans. Fyrir allt þetta er ég þakklátari en nokkur orð fá lýst. Guðrún Guðvarðardóttir Viftureimar, platínur, kveikju- hamar og þéttir, bremsuvökvi, varahjólbarði, tjakkur og nokkur verkfæri. Sjúkrakassi og slökkvitæki hafa hjálpað mörgum á neyðarstundum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.