Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 1. júlí 1989 MHHHIBII) Utgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Steen Johanson Siguröur Jónsson Filmur og prent, Ármúla 38 Blaðaprent hf. Áskriftarsiminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. AD BRJOTAST ÚR SJÁLFHELDUNNI I vennt er það sem einkenn- ir íslenska stjórnmála- og þjóðlífsumræðu öðru fremur og stendurframförum í land- inu jafnframt fyrir þrifum. I fyrsta lagi er það tilhneiging íslendinga að sjá málin í ein- angruðu samhengi. í öðru lagi erþað blind trú kjósenda á að þeir flokkar sem hafa setið í stjórnarandstöðu um tíma og nærst á gagnrýni á ríkisstjórnina, séu betur fallnir en ríkjandi stjórnar- flokkar til að bjarga þjóð- arskútunni og bæta lífskjör- in í landinu. Lítum á fyrra einkennið; hina einangruðu umræðu. Islendingar virðast hafa afar takmarkaðan áhuga á er- lendum fréttum eða þróun þjóðmála í öðrum löndum nema að sú þróun snúi beint að íslandi eða sé færð í kaldastríðsbúning og teng- ist umræðunni um utanríkis* mál íslendinga á einhvern hátt. Umræða um stjórnmál og þjóðlíf ereinangruðvið ís- lenskar uþpákomur. Guð- mundur Einarsson fyrrum alþingismaður ritaði í föstu- dagsspjalli sínu í Alþýðu- blaðið í gær að íslenskir fjölmiðlar gengju einnig á þessum sömu kúskinns- skóm og einfölduðu umræð- una niður í átakasjónleik, „efnahagsdallas" eins og greinarhöfundur komst að orði. Engu að síður eiga sér nú stað merkilegri og viða- meiri breytingar í alþjóðleg- um stjórnmálum en í langan tíma. Umbótastefna Gorbat- sjovs í Sovétríkjunum, þróun afvopnunarviðræðna og fækkun kjarnorkuvopna og fyrirhuguð fækkun hefð- bundins herafla stórveld- anna, þróun sósíalfasism- ans í Kína, ný viðhorf til um- hverfismála um heim allan, umbyltingin í Evrópu 1992. Auðvitað koma okkur íslend- ingum þessi tíðindi við, að sjálfsögðu erum við hluti af þessari þróun í heiminum. Og auðvitað eigum við að taka virkan þátt í þróun heimsmála þótt við teljumst til smáþjóða. Það er einmitt hlutverk smáþjóða að gegna hlutverki málamiðlara, sátta- semjara eða hugmynda- smiða. Það stendur okkur geysilega fyrir þrifum sem þjóö að fylgjast ekki betur með þróun alþjóðamála og nýta okkur betur reynslu annarra þjóða og tengjast beturöðrum þjóðríkjum. Við verðum að rjúfa einangrun landsins í víðasta skilningi. Síðaraeinkennið á íslenskri stjórnmála- og þjóðlifsum- ræðu; að stjórnarandstöðu- flokkar séu ávallt lausnar- orðið, er hluti af hinni sérís- lensku blekkingu að gömlu stjórnmálaflokkarnir kunni nýjar lausnir þótt þeir snúist nokkra hringi á alþingis- hringekjunni. Á móti má spyrja: Hvaða valkosti hafa kjósendur? Það sem stendur nauðsynlegum þjóðlífs- breytingum fyrir þrifum er ekki einhver tilbúinn efna- hagsvandi, heldur pólitískt þor íslenskra stjórnmála- flokka. Að sjálfsögu vita stjórnmálalmenn í hjartasér hvað þarf að gera: Að við verðum að skera niður sjálf- virk ríkisútgjöld, að við verð- um að aðlaga framleiðslu að markaði, að við verðum að virða rétt neytenda og skatt- greiðenda, að við verðum að hættahömlulausri, pólitískri hagsmunagæslu atvinnu- veganna, að við verðum að opna landið fyrir vöruinn- flutningi og auka samkeppn- ina til að ná niður vöruverði, að við verðum að skapa að- stæðurog treysta undirstöð- ur atvinnu og efla lífskjör í landinu. Stjórnmálaflokkana skortir hins vegar pólitískt þor að stokka hlutina upp. Þess vegna skiptir það litlu hverjir setjast í ráðherrastól- ana, niðurstaðan verður æ sú sama; halli á fjárlögum, vaxandi verðbólga, hækk- andi vöruverð, rýrnandi kaup- máttur. Það er því ánægjulegt að verða vitni að því að nokkrir ráðherrar í núverandi ríkis- stjórn hafagert verulegt átak aó brjótast út úr umgetinni sjálfheldu. Jóhanna Sigurð- ardóttir hefur stuðlað að stórvægilegum framförum í húsnæðismálum með kaup- leigu- og húsbréfakerfinu. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur opn- að starfsemi Aðalverktaka með aukinni þátttöku ríkis- ins og hafið stórmerka um- ræðu með tillögugerð um afvopnun og mengunar- hættu í höfunum. Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra hefur gjörbreytt hugsunarhætti landsmanna til söluskattsvika með dug- miklum innheimtuaðgerð- um. Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur lyft því grettistaki að sam- eina fjóra banka og hagrætt stórlega í bankakerfinu til hagsbóta fyrir alla aðila og þar að auki hafið víðtækan undirbúning að virkjunum og stóriðjuframkvæmdum og tekist á við stórverkefni sem varða framtíð allra ís- lendinga og lífskjörin í land- inu. Megum við sjá meira af slíkum verkum. Góðu fréttirnar Fréttir af styrjöldum, jarð- skjálftum, morðum, ránum og nauðgunum eru mjög áberandi í fjölmiðlum nú til dags. Auðvitað er eðlilegt að fólk fái fréttir af þessum ósköpum svo lengi sem ekki kemur slík slagsíða á hugs- anaganginn hjá manni að allt virðist á góðri leið með að fara til andskotans. Ef hrakfallasögur af einum eða öðrum toga eru orðnar aðaluppistaða fréttanna nótt sem nýtan dag verður þess ekki langt að bíða að þunglyndisský eitt mikið dragi fyrir sólu og byrgi mönnum sýn til bjartari daga. Eg veit ekki nema það væri nauðsyn- legt fyrir sálarheill nútímamanns- ins að lög yrðu um það sett að jafnvægi væri á milli góðra og slæmra frétta við gerð fréttaþátta. Það er til dæmis ekki svo ólíklegt að fréttamenn og blaðamenn yrðu fundvísari á góðar fréttir ef þeir fengju alveg sérstaklega borg- að fyrir þær. Hafdis________________________ Gott dæmi um slíka frétt, sem gæti yljað manni um hjartarætur mitt í allri umræðunni um efna- hagsöngþveitið og pólitíska spill- ingu, er fréttin af kúnni sem verið var að leiða til slátrunar vestur á fjörðum fyrir nokkrum árum. Það kom sem sé frétt í einu dag- blaðanna um þessa kú. Eigend- urnir höfðu af einhverjum ástæð- um tekið þá ákvörðun að aflifa skepnuna og voru að leiða hana til slátrunar þegar undrið gerðist. Fjósamaðurinn átti sér einskis ills von og teymdi að því er hann hélt sauðmeinlausa og nautheimska skepnuna sem leið lá í áttina til aftökustaðarins um leið og hann raulaði fyrir munni sér. Tekur þá ekki sú gamla allt í einu undir sig stökk, slítur sig lausa í einu vet- fangi og tekur á rás. Ekki var aldeilis neinn ómyndarbragur á því skeiði því það reyndist ekki i mannlegu valdi að stöðva skepn- una. Og hvert var þá förinni heitið með leyfi að spyrja, var þetta ekki skammgóður vermir að hlaupa svona um i fíflaskap til þess eins að verða handsömuð aftur og færð undir hnífinn? Nei, greini- legt var að kýrin stefndi í ákveðna átt, nefnilega til sjávar og linnti ekki látunum fyrr en komið var niður í fjöru enda fannst þá mörg- um komið nóg. Ekki urðu þeir hinir sömu sannspáir því sú gamla skellti sér viðstöðulaust til sunds og synti mikinn. Hvarf kýrin von bráðar sjónum þeirra manna sem stóðu i fjörunni með hendur niður með síðunum. Það fréttist seinna af kúnni þeirri að hún hefði tekið land hinum megin við fjörðinn. Var henni tekið með kostum og kynjum af bónda nokkrum sem var að taka söl. Leiddi hann bless- aða skepnuna inn í hlýtt fjós og gaf henni bæði að eta og drekka. Samdist um það síðar að kýrin yrði þar sem hún var komin. Undi kýrin hag sínum svo vel að hún eignaðist kálf í fyllingu tímans. Var það hin myndarlegasta kvíga og voru þær mæðgur skírðar og þeim gefin nöfnin Hafdís og Sæunn. Alveg er það óbrigðult að ef eitthvað verður til þess að minna mig á þær mæðgur, kemst ég í svo gott skap að ég leik við hvern minn fingur allan þann dag og stundum Iengur. Fer ég þá að dæmi Hafdísar, varpa af mér oki hlekkjanna og hleyp glaður og bjartsýnn út í óvissuna á vit nýrra ævintýra. Hvalsaga_____________________ í þessu ljósi er ef til vill auðveld- ara að skilja allt tilstandið sem varð á dögunum í kringum björg- un tveggja hvala á norðurslóðum. Margir urðu til að hneykslast á þessum hamagangi stórveldanna af þessu tilefni og töldu það bera vott um hræsni og sýndar- mennsku að gera slíkt veður út af smámunum og reyna að slá sér upp á óverðugan hátt. Ég held hins vegar að mannagreyin hafi einfaldlega verið að búa til góða frétt í örvæntingu sinni. Ég held að þeir hafi verið búnir að fá svo yfir sig nóg af endalausu samn- ingaþófinu og heims á heljarþröm viðræðunum að þeir hafi gripið þessa hvalsögu fegins hendi og gleypt hana með öllu saman til þess að seðja hungur sitt í þó ekki væri nema eina góða frétt í öllu öngþveitinu og tortryggninni, einn sólargeisla í dapurlegri til- veru. Það skyldi þó aldrei vera að einhvern veginn svona þurfi hlut- irnir að ganga fyrir sig til þess að stórveldahjörtun sameinist. Samkennd Margir halda því fram að þjóð- um heimsins muni ekki auðnast að lifa saman í sátt og samlyndi fyrr en þær finni sér eitthvert sam- eiginlegt markmið til að stefna að. Ekki sýnist mér þetta markmið vera svo ýkja langt undan og á ég þá við að koma í veg fyrir stór- fellda mengun plánetunnar Jarð- ar til lands, sjávar og lofts. En sennilega verður allt komið út á ystu nöf áður en þjóðir heimsins taka höndum saman um það að bjarga plánetunni okkar. En hver veit — ekki gafst Hafdís upp þrátt fyrir dökkt útlit og of- urefli liðs. Hún reif sig burt úr klóm hinnar hefðbundnu hugs- unar, lét til skarar skríða og komst til betra lífs handan við fjörðinn. Ég þakka þér Hafdís fyrir að hafa verið til. Eysteinn Björnsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.