Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 12
Laugardagur 1. júlí 1989 Þjódleikhússtjóri um vanda hússins: Yfirvöld gera reksturinn óbærilegan hjóðleikhússljóri, Gísli Alfreðsson, telur þá meðferð sem fjármál leikhússins hafa hlotið í kerfinu vera mesta vandamál leikhússins og gera rekstur þess nánast óbærileg- an. Þetta kemur fram í yfir- lýsingu sem Þjóðleikhúss- stjóri sendi frá sér í gær. Hann segir einnig að ekkert tillit hafi verið tekið til fjár- lagatillagna stofnunarinnar á siðustu árum sem hafi vald- ið mikilli skuld við ríkissjóð. Tillögurnar hafi ætíð verið skornar niður um 30-40%. Þjóðleikhússtjóri segir að fjárveitingavaldið hafi aldrei viljað horfast í augu við hvað það kostar að teka leikhúsið og telur hann niðurskurð á fjárlögum, frá tillögum leik- hússins, glöggt vitni þar um. Hann bendir einnig á að þeg- ar fjárlög eru samþykkt séu oftast ekki nema 10-14 dagar þar til Þjóðleikhúsið þurfi að byrja að vinna eftir þeini og þá fyrir löngu hafi leikhúsið skuldbundið sig fyrir allt ár- ið og geti ekki rift gerðum samningum án þess að greiða slíkt dýru verði. Þjóðleikhús- stjóri segir einnig að hafa beri í huga að meginuppi- staða kostnaðar við rekstur hússins sé launakostnaður, um 80%. Að lokum bendir Þjóð- leikhússtjóri á að 1984 hafi komið frá fjármálaráðuneyt- inu tillögur í þremur liðum þar senr segir að aukafjár- veitingar skyldu falla niður með öllu, fjárlagatillögur skyldu vera miklum mun ná- kvæmari og ýtarlegri og um leið yrði tekið til þeirra mun meira tillit en áður hafði ver- ið gert. Þetta telur Þjóðleik- hússtjóri ekki hafa gengið eftir því ekkert tillit hafi ver- ið tekið til tillagna leikhúss- ins. Sem áður segir telur hann þetta tillitsleysi vera meginvanda Þjóðleikhúss- ins. Aðalstjórn Borgaraflokksins: 12% söluskatt á matvæli „Aðalstjórn Borgara- flokksins telur nauósynlegt art undirbúa nýtt söluskatts- kerfi, sem grundvnllist á því, art helstu naurtþurftir verrti án skattlagningar. Þart gæti t.d. verirt með þeim liætti að öll hefrtbundin matvæli, kjöt, fiskur, mjólk, braurt og grænmeti verði mert 0% söluskatti. Önnur matvæli svo og helstu lífsnaurtsynjar heimilanna í landinu verrti með hæst 12% söluskatti“. Þetta kemur fram í ályklun artalstjórnar og þingflokks Borgaraflokksins frá því 29. júní. í ályktuninni segir einnig að engar formlegar viðræður hafi farið fram við Borgara- flokkinn varðandi þátttöku hans i ríkisstjórnarsamstarfi síðan í janúar á þessu ári. Upp úr þeim viðræðum slitn- aði að mati Borgaraflokks- manna vegna þess að ríkisstjórnin var ekki tilbúin að leggja af matarskattinn. Borgaraflokkurinn segir engar viðræður muni fara fram að óbreyttu — þ.e. nteð- an rikisstjórnin ekki hlustar á skilyrði flokksins. Borgaraflokkurinn telur lykilatriði að færa stjórn helstu málaflokka heim í héruðin, nefnir þar mennta- mál, heilbrigðismál, trygg- ingamál og samgöngumál. Þannig telur flokkurinn hægast að tryggja sparnað og ráðdeild og að auki: „Með þessum hætti mætti fækka þingmönnum og einfalda yfirstjórn landsins, m.a. starfsemi ráðuneytanna", segir að lokum í ályktun flokksins. Grétar J. Guðmundsson forstöðumaður Ráðg/afastöðvar Húsnœðisstofnunar: Ástandið fer versnandi hjá þeim tekjulægstu Minni greiðslugeta vegna minni yfir- vinnu. Ekkert fjármagn til greiðslu- erfiðleikalána. Síðustu lán veitt í apríl. Yfir 300 umsóknur hafa safn- ast upp. Stór hluti getur enga björg sér veitt. Ástandið hjá tekjulægsta fólkinu með litlar íbúð- ir virðist fara versandi, að sögn Grétars J. Guð- mundssonar forstööumannns Ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Aðalástæðan er að dregið hefur úr aukavinnu, þannig að greiðslugetan hefur minnkað. Ríkisstjórnin ákvað að verja 375 milljónum króna til greiðsluerfiðleikalána á síðasta ári. Síðan var bætt við 75 milljónum króna fyrir árið 1989. Þessu fjármagni hefur öllu verið úthlutað. Otlánum lauk í apríl síðastliðnum. Að sögn Grétars er ekki vitað hvort fjármagn fæst til þessa lánaflokks, en málið er til skoðunar hjá félagsmálaráðherra. Húsnæðisstofnun tekur enn við umsóknum og skoðar hvort eitthvað sé hægt að gera, þótt ekki sé endilega í formi lána. Yfir 300 umsóknir hafa safn- ast upp. Einstaka umsóknir eru frá því í janú- ar/febrúar. Grétar sagði að sér virtist ástandið nokkuð slæmt hjá tekjulægsta fólkinu. Aðallega vegna þess hve dregið hefur úr aukavinnu. „Ástandið virðist vera að versnafaðallega hjá allra lægstlaunaða fólkinu." — Finnurðu uppgjafartón hjá þessu fólki? „Já, aðallega hjá þessu allra lægst launaða, sem er með litlar íbúðir, lág laun og á ekki fyrir skuldun- um. Þetta fólk virðist ekki geta reitt sig jafnmikið og áður á yfirvinnuna. Fyrir einu til tveimur árum var hægt að bjarga málunum með aukinni yfirvinnu, sem virðist nú ekki í boði í mörgum starfsgreinum." — Er þetta fólk sem hefur reist sér hurðarás um öxl? „Það er ekki ástæðan fyrir vandanum. Ástæðan er eins og ég ságði aðallega minni greiðslugeta vegna minni yfirvinnu. Fólk sem hefur reist sér hurðarás um öxl köllum við ekki lengur neinn vanda. Það er sjálfskaparvíti og er sem betur fer ekki svo stór hluti. Eg held að hugsunarháttur sé aðeins að breyt- ast hvað þetta snertirrEn því miður er stór hluti þeirra sem eru umsóknir hjá okkur, fólk sem getur enga björg sér veitt miðað við ríkjandi aðstæður,“ sagði Grétar J. Guðmundsson. Kát börn í Hafnarfirði Er aftur kominn 17. júní? Nei, þetta eru krakkarnir á nýopnuðu foreldra- reknu barnaheimili í Hafnarfirði í gærmorg- un. Barnaheimilispláss í Hafnarfirði hefur tvö- faldast siðustu þrjú árin. A-mynd/E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.