Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. júlí 1989 7 „Ýmsar búgreinar svo sem ioðdýrarækt, sem rikið hefur mokað í peningum, eru gjörsamlega gjaldþrota. íslenska ríkið hefur ekkert efni á þessu.“ MEnn eitt dæmi um vitleysuna í rikisfjármálunum er samningsgerð við læknasérfræðinga, sem sækja sér laun upp á tíu til tuttugu milljónir nánast sjálfvirkt niðrí Tryggingastofnun.“ , ,Koma þarf í veg fyrir æviráðningar ríkisstarfsmanna. Það er kerfi í stíl við 19. aldar lénsfyrirkomulag.“ , pVið höfum reynslu af þvi að um þessar aðgerðir þýðir ekki að tala við Sjálfstæðisflokkinn, öfugt við það sem hann heldur fram á tylli- dögum.“ Formaður Alþýðuflokksins í viðtali um ríkisstjórnina, Alþýðuflokkinn, samein- ingarhugmyndir flokka og dagblaða og stöðu þjóðmála í dag. , ,Þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kemur saman við Austur- völl, þá eru þar svo öflugir málsvarar hefðbundins landbúnaðar að þeir eru framsóknarmegin við Framsókn.“ ,,Þjóðviljinn er eitt leiðinlegasta blað á jarðríki, af því að hann er alltaf með andarteppu af ofstæki og getur aldrei gert greinarmun á frétt og pólitískum áróðri.“ ,,Unga fólkið í Alþýðubandalaginu er að átta sig á því að það er enginn hugmyndagrundvöllur fyrir íslenska vinstri hreyfingu annar en hugmyndagrundvöllur lýðræðisjafnaðarmanna.“ MAlþýðuflokkurinn hefði t.d. ekki átt að taka þátt i viðreisn, því að Ingólfur frá Hellu var mesti framsóknarmaður sem uppi hefur verið.“ Alþýðuflokkurinn er____________ tilbúinn — Hvar stendur AlþýAuflokk- urinn í þessum málum? „Allt eru þetta aðgerðir sem allir sem til þekkja vita að verður að gera og þá var komið að þvi að krossa við þar sem stóð: Það sem ég og minn flokkur treystum okkur til að gera. Ég get sagt fyrir hönd míns flokks: Við erunr tilbúnir til að gera þetta allt saman. Þetta eru aðgerðir sem við boðuðum fyrir kosningar, þetta eru aðgerðir sem við erum málsvarar fyrir. Hvað er um aðra að segja? Við höfum reynslu af því úr fyrri ríkisstjórn að um þessar aðgerðir þýðir ekki að tala við Sjálfstæðis- flokkinn, öfugt við það sem hann heldur fram á tyllidögum. betta eru stórar ákvarðanir, um kerfisbreytingar í stjórnsýslu og stjórnarfari, og þetta gerist ekki sársaukalaust. Þetta mundi þýða það að Framsóknarflokkurinn yrði að átta sig á því að það er ekki hægt að framvísa öllunr reikningum landbúnaðarkerfisins á skattgreið- endur, allra síst ef þeir á sama tíma tala um það að lækka matvöruverð á íslandi. Stöldrum aðeins við matvöru- verðið. Matvöruverð á Islandi er mjög hátt. Af hverju er það svona hátt? Það er í fyrsta lagi vegna þess að við höfum komið okkur upp kerfi utan um landbúnaðarfram- Ieiðsluna þar sem engin tengsl eru milli framleiðslu og eftirspurnar. Þar sem öllum framleiðslukostn- aði, hvernig sem hann er tilkominn, er velt yfir á neytendur. Engin hvatning til þess að halda kostnaði i skefjum, hvort heldur í fjárfest- ingu eða rekstri. Þess vegna er kostnaðurinn svona hár. Það er aðeins tvennt hægt að gera til að lækka matvöruverð á ís- iandi til samræmis við það sem ger- ist með öðrum þjóðum. Það er að afnema þetta lokaða kerfi og opna það fyrir meiri samkeppni, og jafn- framt að opna fyrir innflutning á matvælum. Það hefur nú verið svoleiðis hingað til að a.m.k. fjórir þing- flokkar hafa litið á það sem tabú að svo mikið sem orða þessar leiðir. Það eru Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðu- bandalagið og Kvennalistinn. Jafn- framt eru það þessir flokkar sem hrópa hæst um lækkun mat- vöruverðs". Sveitamenn___________________ Sjálfstæðisflokksins „Af reynslu minni úr fyrri ríkis- stjórn þýðir ekki að ræða þetta við Sjálfstæðisflokkinn að óbreyttu. Hvers vegna ekki? Er ekki Sjálf- stæðisflokkurinn stærsti flokkur neytenda í þéttþýli? Hefur hann ekki mest fylgi hér i Reykjavík? Jú, en þegar þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins kemur saman við Austur- völl þá kemur á daginn að þar eru svo öflugir fulltrúar hins hefð- bundna landbúnaðarkerfis, að þeir eru ef nokkuð er framsóknarmegin við Framsókn. Það er auðveldara að þoka þessum málum áleiðis i samstarfi við Framsóknarflokkinn, heldur en við Sjálfstæðisflokkinn. Ef ríkisstjórn eins og nú situr, getur ekki leyst þessi mál eru þá ein- hverjar líkur á að einhverjir aðrir gætu það? Kvennalistinn? Nei. Þá erum við komin að þeirri nið- urstöðu að við erum með pólitískt vandamál sem núverandi flokka- kerfi virðisi ekki geta leyst. Og það er meginskýringin á því hvernig kornið er. Það er ekki á þessu landi nægilega öflug stjórnmálahreyfing sem fyrst og fremst styðst við fylgi launþega, neytenda og skattgreið- enda í þéttbýli til þess að tryggja þeirra hagsmuni. Það vantar í þetta land sósíaldemókratíska fjölda- hreyfingu, sem hefur nægilegt fylgi og nægan styrk til þess að tryggja hagsmuni meirihluta þjóðarinnar fyrir framleiðsluhagsmunum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.