Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 1. júlí 1989 3 Kroníka vikunnar ,,Gorba- æði" Náðarleiðtogar faðmast. Fréttaskýrendur eru sammála um að metvinsœldir Gorbastjof byggist á því að hann segirþað sem fólkið vill heyra. „Gorbi! Gorbi! Gorbi!“ hrópaði æst- ur múgurinn í Vestur Þýskalandi að Michael Gorbatsjof sovétleiðtoga á dögunum þegar hann var þar á ferð i opinberri heimsókn. Fjöldinn réði sér ekki vegna aðdáunar á leiðtoga alræðis- ríkisins í austri og fjölmiðlafrásagnir af ferð Gorbatsjof minntu fremur á ofsa- fengnar lýsingar popppressunnar af heimsreisu rokksöngvara en að þarna væri um alvarlegan og stórmikilvægan pólitískan viðburð að ræða. Bandaríska vikuritinu Newsweek sagðist svo frá að á meðan á heimsókn Gorbatsjof stóð hafi skapast einhvers- konar „Gorba-æði“ meðal Þjóðverja. Auðvitað stóðu fjölmiðlar að vinsælda- könnunum meðal fólksins og ein slík sem gerð var fyrir heimsóknina sýndi að 90% Vestur Þjóðverja sögðust bera fyllsta traust til Sovétleiðtogans og svona til að sýna samanburðinn þá sögðust aðeins 58% Þjóðverja geta treyst Bush Bandaríkjaforseta. Það er engum blöðum um það að fletta að Gorbatsjof ber höfuð og herðar yfir alla aðra þjóðarleiðtoga í vinsældum meðal Vesturlandabúa. Við íslendingar erum í engu frábrugðnir að þessu Ieyt- inu. Einhver slík könnun sem gerð var hér fyrir skemmstu sýnir sömu aðdáun og traust í garð Sovétleiðtogans geð- þekka, sem tók öllum öðrum fram í könnuninni. Vinsældir Gorbatsjof eru að vísu ekki glæný tíðindi en heimsókn hans til V-Þýskalands hefur þó trúlega slegið öll met. Virt fréttablað leyfði sér að full- yrða að enginn erlendur stjórnmálaleið- togi hefði hlotið svo hlýjar viðtökur í Þýskalandi síðan John F. Kennedy Bandaríkjaforseti kom þangað í sinni sögufrægu för til Berlínar árið 1963. Og hvað getur svo legið á bak við þessar firnamiklu vinsældir aðalritara sovéska Kommúnistaflokksins. Jú, fréttaskýrendur hafa svarið a reiðum höndum og það er einfalt; „Gorbatsjof segir það sem fjöldinn vill heyra!“ Náðargáfan__________________________ Nú er ég þess nokkurn veginn fullviss að almenningur hér á landi sem í öðrum nágrannaríkjum fylgist ekki af kost- gæfni með framvindu mála í Sovétríkj- unum. Vissulega falla fregnir af perestrjoku og opnari umræðu og um- bótum innan Sovétríkjanna í frjóan jarðveg og vekja mönnum bjartsýni á aukin mannréttindi þar eystra og bætt- ari hag alþýðu. En enn sem komið er hefur framkvæmd stefnu Gorbatsjof ekki leitt af sér þann árangur að rekja megi vinsældir hans til þess beinlínis. „Gorba-æðið“ snýr að persónunni Gor- batsjof, yfirlýsingum hans og því trausti sem hann vekur um að allt sé á réttri braut undir hans leiðsögn. í fram- tíðinni munu sagnfræðingar og stjórn- málafræðingar eflaust skipa Gorba- tsjof í flokk þeirra þjóðarleiðtoga sem sagðir eru njóta „náðargáfu" (char- isma). AIlí frá því að þýski fræðimaðurinn Max Weber kom fram með þá skilgrein- ingu sína í upphafi aldarinnar að öðru hvoru kæmu fram þjóðarleiðtogar sem nytu óskýranlegrar hylli fjöldans, „náð- arleiðtogar," hafa menn verið að rann- saka þetta fyrirbæri í öllum heims- hlutum. Þann flokk hafa skipað fræg „stórmenni“ s.s. Sukarno Indónesíu- forseti, Adolf Hitler, Roosevelt og Kho- meni erkiklerkur í íran. Sameiginlegt einkenni þessara ólíku stjórnmálaleið- toga er að rödd þeirra og persóna hefur snert einhverja þjóðernis- og trúar- strengi meðal lýðsins. Það hefur hins vegar ekkert að gera með það hvort framkvæmd stefnu þeirra hefur leitt til árangurs eða ekki. Það er í hnotskurn niðurstaða þeirra sem hafa fengist við að rannsaka þetta „náðargáfufyrir- bæri“ í gegnum árin. Hetja i dag — harðstjóri á morgun Gamalmennið Deng Xiao Ping í Kína var á hraðferð upp vinsældalista vestan- hafs og austan fyrir nokkrum árum þegar öll umfjöllun um Kína gekk í þá einu átt að nú væri unnið að stórkost- legum mannréttindaumbótum og upp- stokkun í efnahagslífi Kínaveldis. Samnefnari þessara sviptivinda í Kína var gamli Deng sem þótti hafa sýnt stór- brotna sigurgöngu upp valdastiga Kommúnistaflokksins eftir dapurlega útskúfun í menningarbyltingunni. En skjótt skipast veður í lofti. Sjónvarps- fréttir á dögunum sýndu Deng sjálfan í hópi harðlínumanna sem fyrirskipuðu fjöldamorð á mótmælendum í Peking. Og virtist helst standa á bak við þetta allt saman sjálfur. Quaddafi Líbíuleiðtogi hefur verið ofarlega í heimspressunni síðustu árin. Heldur þykir maðurinn þó varasamur, hefur verið tengdur við verstu hryðju- verk og er jafnan talinn tæpur á geðs- munum. Enginn efast þó um að í Líbíu nýtur hann náðargáfu í augum lýsðins og eitthvað er það við persónu hans sem hefur degið meiri athygli vestrænna fjölmiðla að honum en öðrum leiðtog- um og ekki áhrifaminni við Miðjarðar- haf. í júlíhefti bandaríska tímaritsins Vanity Fair er birt langt og mikið einka- viðtal við Quaddafi. Þar greinir frétta- maður af skarpri gagnrýni frá valdastöðu Quaddafis og einræðiskúg- un hans yfir líbískri þjóð. Það fer samt ekki dult að persónan Quaddafi hrífur blaðamanninn og út á goðsögnina í kringum líf hans og fjölskyldu telur þetta bandaríska tímarit sig geta selt júlíheftið grimmt á öllum Vesturlönd- um. Kannski mun Iítilvæg breyting á fréttum af pólitík Quaddafis nægja til að setja hann á topp tíu lista vinsælustu stjórnmálaleiðtoga heimspressunnar? Armand Hammer Oft virðist vera slík órafjarlægð á milli vinsælda og raunverulegra afreka þeirra sem spretta upp á stjörnuhimin- inn að menn segja sem svo:„Stjórnmál eru svo flókin að þegar allt kemur til alls hafa foringjarnir engin áhrif á raun- verulega framvindu mála. Þetta er allt ein fjölmiðlafroða en stóru ákvarðan- irnar eru teknar af sérfræðingum og embættismönnum á leynifundum í bak- herbergjum ráðstefnusala. Einstakling- ar hversu valdamiklir sem þeir virðast vera hafa engin merkjanleg áhrif á framvindu heimsmálanna!“ Það er mikið til í þessu en enn eru þó til dæmi þess að einstaklingar komi furðumiklu til leiðar. Nýverið lauk ég við að lesa stórmerka ævisögu banda- ríska auðkýfingsins Armand Hammer, forstjóra Occidental Petroleum olíuris- ans. Hammer barðist úr fátækt til gífur- legs ríkidæmis á fyrri hluta aldarinnar. Var fyrstur vestrænna kaupsýslumanna til að opna viðskiptaleiðir inn í Sovét- ríkin og varð góður vinur Leníns. Hann aflaði sér meira trausts Ieiðtoga Sovét- ríkjanna eftir að Stalín leið en dæmi eru til og var ávallt reiðubúinn að greiða fyrir lausn heimsmálanna að tjaldabaki þegar sambúð risaveldanna kólnaði. Með árunum ávann Hammer sér trausts þjóðarleiðtoga um allan heim, jafnt til hægri sem vinstri í litrófi stjórnmálanna. Helstu stjórnmálaleið- togar síðari ára tóku honum ávallt opn- um örmum þegar hann átti leið hjá og þegar diplómatísk samskipti á milli ríkja hlupu niður fyrir frostmark var leitað til Armand Hammers, sem átti alltaf kost á að hitta æðstu leiðtoga að máli og fyrir hans orð var leyst úr margri milliríkjadeilunni. Hann virðist t.a.m. hafa átt sinn þátt í bættum sam- skiptum Kína og Bandaríkjanna, hann veitti gyðingum í Sovétríkjunum ómælda aðstoð við að fá leyfi til að flytjast til ísrael og háaldraður var hann á sífelldum þeytingi milli austurs og vesturs til að gera sitt í að bæta sambúð ríkja. Þegar Daniloff, bandaríski blaðamaðurinn hjá Us News and World Report var fangelsaður í Sovétríkjunum fyrir meinta njósnastarfsemi átti Hammer stóran þátt í að fá hann laus- an. Þá bendir reyndar margt til þess að vinátta Hammers og Gorbatsjof hafi greitt mjög fyrir þvi að leiðtogar risa- veldanna ákváðu, að því er virtist með stuttum fyrirvara að mætast á fundi í Reykjavík haustið 1986. Afrek eða hylli lýðsins Ekki er líklegt að alþýða Vesturlanda safnist saman á flugvöllum þegar Arm- and Hammer á leið hjá til að hrópa „Hammer! Hammer!“ Saga hans er þó einstakt dæmi þess hverju áhrifamiklir einstaklingar geta komið til leiðar og skiptir þá engu máli hvort þeir njóta hylli lýðsins í leiðinni. Það er nefnilega svo í stjórnmálum að meira máli skiptir hvað er gert og framkvæmt en það hvort foringjarnir segja það sem fólk vill heyra. Við þurfum svo sem ekki að fara út fyrir landssteinana til að greina þessi sannindi. Hafa ekki einmitt vinsælda- mælingar á íslenskum stjórnmálafor- ingjum sýnt og sannað að stefna og afrek eru eitt en aðdáun og vinsældir eitthvað allt annað? Höfundur Króníku Alþýðublaðsinsþessa viku er Ómar Friðriksson, ritstjóri Pressunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.