Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 1. júlí 1989 Örn Eiðsson skrifar SILFURSTÖKKIÐ í MELBOURNE í nóvembermánuði árið 1956 var unnið eitt mesta íþróttaafrek ís- landssögunnar til þess tíma. Það gerðist á 16. Ólympíuleikunum, sem fram fóru í Melbourne dagana 22. nóvember til og með 8. desem- ber. Það ríkti nokkur óvissa um það lengi vel hvort við Islendingar ætt- um yfirteitt að senda keppendur til þessara leika vegna hinnar miklu fjarlægðar. Sem betur fór tók Ólympíunefnd íslands af skarið og ákvað að senda tvo keppendur í frjálsum iþróttum til Melbourne ásamt fararstjóra. Keppendurnir voru Hilmar Þorbjörnsson, sem tók þátt í 100 metra hlaupi og Vil- hjálmur Einarsson, en hann keppti í þrístökki. Fararstjóri var Ólafur Sveinsson, þáverandi ritari Ólymp- íunefndar Islands. Vid æfingar i Svíþjóð Viihjálmur hafði dvalið mikið í Svíþjóð sumarið 1956 við æfingar og keppni og sýndi augljósar fram- farir í þrístökkinu, á síðasta mótinu í Karlstad um haustið setti hann glæsilegt íslandsmet, stökk 15,83 metra. Bundnar voru miklar vonir við árangur Vilhjálms í Melbourne og áhugamenn gældu jafnvel við þá hugmynd að Vilhjálmur kæmist í úrslit, þæ.a.s. yrði meðal 6 bestu. Það þótti nú óhófleg bjartsýni! Hilmar vann einnig ágæt afrek í spretthlaupum sumarið 1956. Hann dvaldi einnig'í Svíþjóð við æfingar. Lenqsta iþróttaferðin Ólafur fararstjóri kom til móts við þá félaga í Stökkhólmi 7. nóvember, en morguninn eftir var lagt úpp í lengsta ferðalag, sem ís- lenskir íþróttamenn höfðu farið. Flogið var um norðurheimskautið um Alaska til Hawaii, þaðan um Fiji-eyjar og alla leið til Ástrálíu. Til Melbourne var komið aðfarar- nótt 12. nóvember, en þá voru 12 dagar til setningarathafnarinnar.. Setningarathöfnin var hefðbundin, íslendingar gengu inn á eftir Ung- verjum og á undan Indverjum. Keppendur á þessum leikum voru tæplega 3600 frá 67 þjóðum. Hilmar hljóp í fyrsta riðli 100 metra hlaupsins 23. nóvember og varð þriðji af 6 keppendum, tíminn 10,9 sek. Þrátt fyrir góðan tíma nægði það honum ekki til að kom- ast áfram í keppninni. Til gamans má geta þess, að 5. og 6. menn í úr- slitahlaupinu fengu sama tíma og Hilmar. Mikilvæg hvild Nú er komið að stóru stundinni. Það var kominn 27. nóvember, en þá fór þrístökkskeppnin fram. Samkvæmt frásögn Vilhjálms gekk honum afleitiega að sofna kvöldið fyrir átökin og vaknaði um klukkan 6 um morguninn. Hann taldi sig hafa sofið í ca. 5 klukkutíma. Eftir morgunverð kl. 7 var lagt af stað um áttaleytið á leikvanginn, en undan- keppnin átti að hefjast kl. 10. Kepp- endur voru 35 í þrístökkinu ög til þess að komast í aðalkeppnina þurfti að stökkva 14.80 metra. „Okkar maður“ sveif léttilega 15,16 metra, en ekki tendruðust neinar silfurvonir í brjósti hans við það stökk, þegar hann sá allmarga kappa stök.k,va um og y.fir 15,50 metrai Það sem gerir svöna képpni erfiða, var sú hvíld, sem nú Jfór.1 hönd. Keppendur urðu að „liggja í salti“ í 3-4 klukkutíma, og byrja svo upp á.nýtt sama daginn, í stað þess að fá að halda áfram, þegar keppn- isskapið er farið að gera vart við sig. Vilhjálmur var heppinn, með aðstoð norsks manns, sem búsettur var í Melbourne, fékk hann að hvíla sig i góðu herbergi, nálægt leik- vanginum. Þar dvöldu þeir Ólafur fararstjóri í tvo klukkutíma og snæddu sinn skrínukost og gleymdu alveg ólymþís.ka spenn- ingnum um stund, setn var mjög mikilvægt. Vilhjálmur bad»t fyrir Klukkan var hálfþrjú í Mel- bourne og þrístökksgarparnir reiðubúnir að láta til skarar skríða. Áhorfendabekkirnir voru þéttsetn- ir og athygli þeirra beindist fyrst og fremst að da Silva frá Brasilíu, heimsmethafa og ólympíúmeístara Breytíng á skí ptí kjömml. JúU Samkvæmt nýjum lögum um verðtryggingu, verða bankamir nú að breyta ákvæðum skiptikjarareikninga að hluta. Það er gert á þann veg, að verðtryggingarviðmiðunih gildir fyrir þann hluta innstæðu sem staðið hefur óhreyfður heilt samanburðartímabil. Eftir sem áður munum við kappkosta að bjóða eigendum skiptikjarareikninga bestu fáanleg kjör. Alþýdubanklnn hf 0 Iðnaðarbankinn úo Utvegsbanki Islands hf UfRSLUNfiRBflNKINN frá 1952, Sérbakov frá Sovétríkjun- um og Japananum Kogake. Da Silva var eini keppandinn sem stökk lengra en 16 metra í fyrstu umferð eða 16,04, en allnokkur fjöldi stökk 15,50 til 16 metra. Vil- hjálmur var óheppinn, hann stökk a.m.k. 15,80, en stökkið var ógilt. Vilhjálmur sagði í blaðagrein eftir keppnina að daprar hugsanir hafi tekið að ásækja sig. Hugsanir hans voru eitthvað á þessa Ieið: „Ég fyllt- ist örvæntingu við þá tilhugsun að að allt misheppnaðist hjá mér og margra vikna erfiði rynni út í sand- inn og að ég brygðist því.trausti, sem mér var sýnt með að senda mig í hina dýru ferð. Eins og oft, þegar mannssálin ráfar i myrkrum ör- væntingarinnar er bænin eina leið- in og þar sem ég sat þarna í íþrótta- gallanum, þá baðst ég raunverulega fyrir. Ekki bað ég samt um gull eða silfur, heldur þess, að mér mætti heppnast vel.“ Atti élympiumetið i tvo klukkutima En önnur umferð hófst og brátt kom röðin aþ Vilhjálmi og stökkið heppnaðist frábærlega. Hann sá, að dómararnir voru í ákafa að at- huga stökkþlankann og beið nokkra stund milli vonar og ótta. Én loksins kom hvitur fáni, stökkið var gilt og rödd þularins hljómaði um leikvanginn: „íslendingurinn Einarsson setti nýtt ólympíumet. Hann stökk 16,26 metra,“ Áhorf- endurnir höfðu ekki átt von á Ólympíumeti úr þessari átt, en þeir fögnuðu afrekinu innilega og hylltu hann. Gamli methafinn da Silva spratt á fætur og óskaði Vilhjálmi til hamingju. v. Kreer, Sovétríkjunum, Da Silva, Brasilíu og Vilhjálmur Ein- arsson, íslandi, fagna þrístökks- sigrinum i Melbourne 1956, ' Keppnin hélt.áfram og stóð lengi ýftr, tvær klukkustúndir liðú og engum keppanda tókst að fara.fram úr meti Vilhjálms. En da Silva var enn ekki af baki dottinn og í sinni næstsíðustu tilraun stökk hann 16,35 metra og hreppti þar með gullverðlaunin á ný. Vilhjálmur varð annar og hlaut silfurverðlaup og Kreer frá Sovétríkjunum þriðji, stökk 16,02 metra. Fréttin kom seint_______________ Ékki er ástæða til að skýra ná- kvæmlegá frá heimferð þéirra fé- laga, en flugvél þeirra Ienti á Reykjavikurfiugvelli 10. desember og þar var tekið á móti þeim með mikilli viðhöfn og fögnuði. Það er heldur ekki oft, sem helmingur keppenda á Ólympíuleikum kemur heim með silfurvérðláún! Þó að ekki séu nú liðin nema 33 ár síðan þessi ánægjulegi atburður gerðist er fróðlegt að bera saman fréttamennskuna þá og nú. Engar fréttir bárust af þess.ú afreki hingað til lands fyrr en mörgum kiukku- stundum eftir að hann átti sér stað. Áhugamenn hér heima fféttu fyrst af þessu í útvarpslýsingum hjá BBC. Ólympiufararnir voru heiðurs- gestir Flugfélags íslands frá Kaupmannahöfn. Hér sjást þeir ganga um borð í Kaupmanna- höfn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.