Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. júlí 1989 5 Alþýðublaðiö í Norfolk Kristján Þorvaldsson skrifar Hafið frá sjónarhóli hersins „pað getur oft verið erfitt að fylgja eftir ákvörðun- um stjórnmálamanna,“ sagði einn yfirmanna í Sacl- ant í Norfolk við Alþýðublaðið. Þetta viðkvæði virðist ekki óalgengt hjá æðstu yfirmönnum í hernum. Alþýðublaðið var í'yrir skömmu á ferð í Washington og Norfolk einmitt á þeim stöðum þar sem vörnum íslands er stjórn- að. í þeirri ferð gafst blaðinu tækifæri til að heyra sjónarmið bæði hersins og stjórnmála- ntanna. Til að byrja með skyggn- urnst við inn í hugarheim æðstu manna í Norfolk, en á næstunni verða birt viðtöl og greinar byggð- ar á samtölum við stjórnmála- menn og yfirmenn hersins í Washington. Frjáls aðgangur að hafinu nauðsynlegur________________ „Erfiðleikarnir felast í því að framkvæma ákvarðanir stjórn- málamanna á réttum stöðum,“ sagði einn yfirmannanna. Hann skýrði þetta nánar og sagði að af- vopnunin í Evrópu kallaði á vand- aðar ákvarðanir um staðsetningu herja, sjó- eða landherjavá réttum stöðum til að vinna sitt verk. Hann sagði óhjákvæmilegt að halda uppi stöðugu eftirliti og vera til taks á hafinu við ísland, Grænland, Noreg, Færeyjar, Bret- land. í raun hafa yfirmenn hersins annan skilning á afvopnunarmál- um en flestir þeir stjórnmála- menn sem Alþýðublaðið ræddi við, nema þegar komið er að höf- unum. í vitund flestra, bæði bandarískra stjórnamálamanna og yfirmanna hersins, er sjóher- inn utan við alla umræðu um af- vopnun í Evrópu. Fyrir Bandaríkin sem stórveldi er frjáls aðgangur að hafinu sjálfsagður hlutur. Þetta meginsjónarmið kom skýrt fram í máli yfirmanna í Norfolk: Flotinn verður að hafa ótakmarkaðan aðgang að höfun- um. Nægur timi til að huga að höfunum__________________ Á dagskrá viðræðnanna um samdrátt í hefðbundnum herafla í Evrópu hefur fækkun í sjóherjum ekki verið á dagskrá, þrátt fyrir óskir Sovétmanna og Varsjár- bandalagsríkja. Þyngstu áherslu leggja Sovétmenn á flugmóður- skipin sem þeir telja ógnun við sovésk landssvæði. Sovétmenn hafa jafnframt boðist til að fækka í sínum flota, á þeim sviðum sem Nato telur sér stafa mesta ógnun af. Það er nægur tími til að huga að afvopnun og vígbúnaðareftir- liti á höfunum. Þetta verður allt að koma í réttri röð, var megin- kjarni í svari við ítrekaðri spurn- ingu um hvort aukinn samdráttur í hefðbundnum herafla í Evrópu myndi ósjálfrátt flýta f'yrir við- ræðum um samdrátt á hafinu. Slæmt ef fleiri tækju upp stefnu Nýsjálendinga En Hváða augum líta menn um- hverfismálaumræðuna. Hvað ef fleiri ríki taka upp stefnu Ný-Sjá- lendinga, sem ekki leyfa heim- sóknir skipa sem grunur leikur á að hafi kjarnorkuvopn um borð: „Það yrði mjög miður fyrir Nato-þjóðir ef fleiri ríki tækju upp þessa stefnu,“ var hið skjóta svar. Síðan komu útskýringar um að kjarnorkuveldi hefðu alveg skýra stefnu í þessunt efnum: Ekkert svigrúm til samninga um þetta atriði. Að auki er samkomu- lag um að gefa engar upplýsingar um hvort skipin innihaldi slík vopn eða ekki. Þess vegna eru margar ályktanir sem fólk dregur alls ekki réttar. Svo einfalt er það. Eru kjarnorkuvopn___________ á íslandi?__________________ íslenskir blaðamenn á ferð í höfuðstöðvunum spyrja gjarnan hvort kjarnorkuvopn séu til stað- ar á íslandi. Alþýðublaðið fetaði i fótsporin: „Ég einfaldlega veit það ekki,“ sagði sá ágæti maður sem varð fyrir svörum. „Kjarnorkumál eru þannig meðhöndluð, að þeir einir vita sem þurfa á því að haldarJá, ég skil að fólkið á íslandi vill vita þetta, en ég er ekki í neinni að- stöðu til að breyta þessari stefnu. Það væri sama hvern þú spyrðir.“ Flugmóðurskipið Dwight D. Eisenhower í höfninni í Norfolk. Skipinu var hleypt af stokkunum árið 1975. Það getur borið allt að 100 flugvélar og tilheyrandi vopn. íáhöfn eru um 6000 manns. Um borð í Eisenhower er fullkomin stjórh- og eftirlitsstöð. A-mynd/K.Þ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.