Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 1. júlí 1989 RAUÐA LJÖSIÐ LOGAR minnihlutahópa. Uppstokkun flokkakerfisins er nauðsynleg". Rússneska byltingin klauf vinstri hreyfinguna___________ á íslandi — Er rauða Ijósið slokknað? „Rauða ljósið er ekki slokknað, var ekki verið að stofna nýtt Al- þýðubandalagsfélag um daginn, sem vill kenna sig við nýja dags- brún, birtingu, með einhverjar framtíðarvonir i huga. Hversvegna var farið á rauða Ijósið? Á alþjóðaþingi jafnaðarmanna, sem var í Stokkhólmi nú fyrir skömmu, sagði ég félögum mínum þar dæmisöguna af Lenín og Martov. Þeir voru báðir í hópi for- ystumanna kommúnista í Rúss- landi á sínum tíma, en þá greindi á um leiðir. Lenín vildi fara þá leið sem við þekkjum, með nánast nti- litariseringu þjóðfélagsins, en Martov vjldi ganga leið í ætt við sósíaldemókratisma. Lenín hafði sigur, en nú eru hugmyndir Martovs aö skjóta upp kollinum í Sovétríkj- unum á ný eftir 70 ár. Gorbatchev er nú að reyna að þoka þjóðfélag- inu i átt að slíku þjóðfélagi, þó hann þori ekki að segja það fullum fetum og langt sé i að hann stigi skrefið til fulls. Það var rússneska byltingin sem upphaflega klauf íslenska vinstri hreyfingu. Þeir sem vildu fara leið Lenins og sovéttrúboðsins stofn- uðu Kommúnistaflokkinn. Nú er ekki til á byggðu bóli sá maður sem telur sig hafa nokkuð til þeirrar fyr- irmyndar að sækja, nema kannski einstaka. móhíkanar innan girð- inga. Unga fólkið i Alþýðubanda- laginu er að átta sig á því að það er enginn hugmyndagrundvöllur til fyrir íslenska vinstri hreyfingú, annar en hugmyndagrundvöllur lýðræðisjafnaðarmanna. Nú verð- ur einungis að vinna að þessu með þeim hætti að það valdi sem minnstum sársauka og án þess að erfa erjur fortiðar. Við sem nú erum rúmlega á miðjum aldri eigum að stuðla að þessu, en vera má að það þurfi að koma til ný kynslóð sem ekki er bundin af deilum f'ortíðar- innar, til þess að uppskera ávextina. Og ég er þeirrar skoðunar að við eigum strax fyrir næstu sveitar- stjórnarkosningar að hefja þetta samstarf sem víðast, og svo verður samstarfið i þessari ríkistjórn próf- steinn á hvernig framhaldið verður. Það er mikill munur á því hvernig forystumenn þessara flokka vinna saman núna eða í ríkisstjórninni ’78 þar sem þeir voru nánast ekki í kall- færi hver við annan“. ,, Framsokn verður að sjá að ekki er hægt að framvísa öllum reikn- ingum landbúnaðarins á skattgreiðendur og taia um lægra matvöru- verð í leiðinni.á á Sameining____________________ vinstripressunnar — Ertu hlynntur sameiningu vinstri blaðanna? Hér áður fyrr var það sáluhjálp- aratriði að flokkar ættu málgagn. Hlutverk Jíress var að dreifa áróðri flokksforystunnar til safnaðarins. Þetta er liðin tíð. Hér hefur orðið fjölmiðlabylting. En þrátt fyrir það er raunin sú að það er rúm fyrir hægri pressu, svo og vinstri pressu. Stórt blað sem skilgreindi sig vinstra megin við miðju ætti ekki að vera flokksmálgagn eða í eigu einhverrar flokksforystu. Þess vegna er spurningin sú: Geta þeir flokkar sem standa að núverandi stjórn, gert upp flokksmálgagnaút- gáfu sína og sameinast um að stofna til dagblaðs sem hefði það markmið að vera markaðsvara, þ.e.a.s. hlutlægt fréttablað og opinn umræðuvettvangur vinstri manna? Ég held að það sé pláss fyrir slíkt blað, og að það sé markmið sem við eigum að stefna að. Nú er ólíku saman að jafna með þessi blöð. Þjóðviljinn hefur alla tíð verið óttalegur flokkshalakleppur. Hann er eitt leiðinlegasta blað á jarðríki, af því að hann er alltaf með andarteppu af ofstæki og hann getur aldrei sagt óbrenglaðar frétt- ir, þ.e. aldrei gert greinarmun á frétt og pólitískum áróðri. Nú orðið hef- ur það sér ekki einu sinni það til ágætis að vera betur skrifað en önn- ur blöð, en það var það þó hér áður fyrr. Alþýðublaðið undir núverandi ritstjórn er með taisvert öðrum hætti þó það eigi nú nokkuð í land. Núverandi ritstjórn hefur fullt sjálfræði og blaðið er ekki þetta áróðursblað sem Þjóðviljinn er. Auk þess er það sæmilega statt fjár- hagslega og gæti fyrir sig þróast uppi þennan umræðuvettvang, en ég teldi hinsvegar rökrétt að skrefið yrði stigið til fulls og þessi þrjú blöð, Alþýðublaðið, Þjóðviljinn og Tíminn yrðu lögð niður og samein- uðust um eitt nýtt“. — Alþýðuflokkurinn hefur sel- ið í Iveimur síðustu samstcypu- sljórnum. Hvað hefur flokkurinn lærl af því? „Ég held að það hljóti að vera of- arlega í hugum margra krata, sem að taka málflutning flokksins og lífsviðhorf okkar alvarlega, hvort það sé ekki mikið vafamál fyrir okkur að taka þátt í samsteypu- stjórnum með flokkum sem virðast í mjög ríkum mæli bundnir á klafa hagsmuna, og treysta sér þ.a.I. ekki til að framkvæma þær miklu um- bætur sem við erum að boða. Gagnályktun af því er sú að við ætt- unt að vera mótmælahreyfing. Við eigum að boða lausnirnar, en þvo hendur okkar af ábyrgð af fram- kvæmdinni. Alþýðuflokkurinn hefði t.d. ekki átt að taka þátt í við- reisnarstjórninni á sínum tíma, því að Ingólfur frá Hellu, landbúnað- arráðherra Sjálfstæðisflokksins var auðvitað einn mesti framsóknar- maður sem uppi hefur verið. Á þeim tíma var komið á þessari ríkis- ábyrgð t.d. í formi útflutningsbóta, sem hefur tröllriðið okkur alla tíð síðan. Hreyfing sem vandar málflutn- ing sinn og skilgreinir sérstöðu sína, og biður þess svo að vinna meiri- hlutafylgi á löngum tíma, það er ein leið til að halda árunni hreinni.En andskoti er ég hræddur um að menn yrðu að bíða lengi. Það eru engar patentlausnir, þetta er vinna frá degi til dags, en það skiptir auðvitað höfuðmáli að í okkar daglega puði missum við ekki sjónar á markmiðunum. Ég hef verið á undanförnum ár- um býsna harðorður um þetta viti firrta landbúnaðarkerfi. Engu að síður hef ég setið í tveimur ríkis- stjórnum sem hafa ekki viljað breyta því í neinum grundvallarat- riðum. Það sem við kratar höfum getað gert er að forða þjóðinni und- an ýmsum öfgakenndum viðbót- um, en að lokum vinnur auðvitað tíminn með okkur í þessum málum, þvi að þetta kerfi hrynur innan frá. Það stenst ekki. Hversu hratt getum við komið því til leiðar? Spurning... Hvað verðum við að fara margar málamiðlanir að markinu? Spurn- ing... En það er betra að reyna að hafa áhrif á það innan frá, heldur en að æpa að því fyrir utan virkis- veggina”, segir Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokks- ins. Hafnfirsk stéttarfélög gefa skég- ræktinni Sex hafnfirsk launþegafé- lög gáfu Skógræklarfélagi Hafnarfjaröar peningagjöf aö uppliæö Ivö hundruö þús- und krónur. Gjöfin var af- hent þriójudaginn 27.júní á skrifstofu Verslunarmanna- félags Hafnarfjaröar aö Slrandgötu 33. Eftirfarandi stéttarfélög stóðu að gjöfinni: Félag byggingariðnaðarmanna i Hafnarfirði, Sjómannalelag Hafnarfjarðar, Starfs- mannafélag Hafnarfjarðar, Verkakvennafélagið Fram- tíðin, Verkamannafélagið Hlif og Verslunarmannafé- lag Hafnarfjarðar. Sú ósk fylgdi gjöfinni að henni yrði varið til trjáplöntukaupa og landgræðslu á þessu ári. Hólmfríður Finnboga- dóttir, formaður Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar, þakkaði gjöfina og einnig tók til ntáls Ólafur Vil- hjálmsson, fyrrverandi for- maður Skógræktarfélagsins. Fangapresti meinað að heimsækja c fanga ._ .-Eangapresli-ÞJöðKírkj- unnur liefur verió meinuö al' hálfu lögreglu- og fangelsis- yfirvalda aö sinna hlutverki sinu sem súlusorguri þriggja gæsluvaröhaldsfanga í Síöu- múlafangelsi. Fangarnir þrír eru í einangrun meöan unniö er að rannsókn á timfangs- mesla kókaínsmyglmáli scm komiö liefur upp í landinu. Telja fangelsisyfirvöld að presturinn hafi borið boð milli fanganna sem samrým- ist ekki starfsvettvangi hans. Presturinn hefur mótntælt þessum ásökunum og krefst þess að dómstólar fjalli iint málið og linekki ákvörðun fangelsisyfirvalda um að hann ekki megi heimsækja fangana. Máliö er hjá saka- dómi í Ávana- og fíkniefna- máium og er úrskurðar að vænta fljótlega. Utanríkisráðherra ræddi viö sex öldungardeildar- þingmenn Jón Baldvir. Hannibals- son, utanríkisráóherra átli í gær viöræöur viö sex banda- ríska öldungardeildarþing- menn er höfðu hér viðdvöl á leið sinni frá afvopnunarviö- ræóum í Vínarborg og Genf. Öldungardeildarþing- mennirnir voru: Claibornc Pell, formaður utanríkis- málanefndar Öldungadeild- arinnar, Richard G. Lugar, Dale Bumpers, Paul S. Sar- banes, Car Levin og Jake Garn. Mcðal mála sem bar á góma voru afvopnunarmál og traustvekjandi aðgerðir á höfunum og hugmyndir ís- lendinga í því sambandi, varnarmál, þ.á m. nýafstaðn- ar heræfingar á íslandi, rannsóknaáætlun íslendinga á hvölum, sjávarútvegsmál og fyrirhuguð formennska íslands í EFtA og þróun við- ræðna við Evrópubandalag- ið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.