Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. júlí 1989 9 Merming Breytingar en engin bylting o — segir Lars Ake Engblom, hinn nýi forstöðumaður Nor- ræna hússins um starfsstíl sinn í viðtali við Alþýðublaðið Lars Áke Engblom heitir núverandi forstöðumaður Nor- raena hússins, en við þvi starfi tók hann af Knut Ödegaard fyrir einum fimm mánuðum siðan. Engblom kemur úr nokkuð öðru umhverfi en fyrri forstöðumenn Norræna hússins, en þeir hafa flestir verið listamenn eða a.m.k. tengst listum mjög sterkum böndum. Lars Ake Engblom kemur úr fjölmiðlaheiminum, skrifaði doktorsritgerð við hiskólann í Gautaborg sem flokkast gssti undir fjölmiðla- fræði og hefur undanfarin átta ár verið yfirmaður einnar deildar TV2 í Sviþjóð, nánar tiltekið þeirrar sem starfar i Smálöndunum. Alþýðublaðið hitti Lars Áke að máli og innti hann eftir þvi hvort miklar breytingar yrðu á starfsemi Norræna hússins i kjölfar þess að hann hefur tekið þar við störfum hæstráðanda. „Það er augljóst að hver maður hefur sinn stíl og þess vegna hlýt- ur einhver breyting að verða merkjanleg. En á hitt hlýtur líka að vera augljóst að húsið sjálft — öll sú starfsemi sem fram fer hér — vegur þungt og verður til þess að ímynd starfseminnar er mikið til hin sama. Bókasafnið, kaffi- stofan og fleira og fleira mun auð- vitað halda áfram á sama hátt og verið hefur og húsið mun áfram þjóna sem einhvers konar sam- komustaður fyrir fólk af norrænu bergi brotið og fyrir þá ferðamenn sem hingað koma. Þetta gengur allt saman áfram þrátt fyrir að forstöðumaðurinn sé annar. “ — Nú er bakgrunnur þinn og forvera þíns afar ólíkur — mun- um við sjá þess ákveðin merki? „Það er vissulega rétt, bak- grunnurinn er annar og mínar áherslur verða aðrar. Þó alls ekki byltingarkenndar breytingar en um leið og ég ætla að reyna að við- halda hinu góða nafni hússins hef ég ákveðnar hugmyndir um hvernig hægt er að nýta það. í því sambandi langar mig að nefna sérstaklega að ég hef áhuga á að reyna að höfða til ungs fólks meira en verið hefur. Ég hef uppi hugmyndir um að bjóða hingað ungu fólki í kynnisferðir og leyfa því að sjá í hverju starfsemin er fólgin- kynna því til að mynda bókasafnið, Norræna félagið og ýmis samstarfsverkefni innan hins norræna samstarfs og um leið hvernig það getur komist í tengsl við menningu og líf ann- arra Norðuflandaþjóða. En auð- vitað verður hér áfram áhersla á listir og menningu eins og verið hefur og samstarf við þá aðila sem starfað hafa með húsinu á því sviði heldur áfram. í þessu sam- bandi má einnig segja að það skipti máli hvaða aðila maður þekkir og hefur haft samband við í gegnum tíðina og ég býst við að það hafi alltaf töluverð áhrif á hvernig hver maður starfar." — Hvernig meturðu Norræna húsið og mikilvægi þess í norrænu samstarfi? „Ég hef einhvern tíma sagt það áður að Norræna húsið sé það best heppnaða í öllu hinu nor- ræna samstarfi. Raunverulega ætti að vera eitt slíkt í hverri höf- uðborg aðildarlandanna. Ég tel að Norræna húsið hér sé mjög mikilvægt fyrir alla aðila. Bæði fyrir íslendinga til að kynna þeim hin Norðurlöndin og ekki síður sem vettvangur fyrir Islandskynn- ingar í hinum löndunum. Ég hef mikinn áhuga á þeim þætti starfs- ins og það hafa forverar minir einnig haft. Núna hef ég t.d. verið að vinna að ásamt Bókasambandi íslands að gera ísland að höfuð- aðtriðinu á Sænsku bókamess- unni í Gautaborg á næsta ári. Það má segja að það mál sé næstum frágengið. Einnig má nefna í þessu sambandi að við höfum áhuga á að taka hingað Stóru nor- rænu fjölmiðlaráðstefnuna 1991 en hún er haldin annað hvert árog næst er komið að íslandi. Þétta er mikil ráðstefna, yfirleitt eru um 250 þátttakendur — bæði fjöl- miðlamenn og fræðimenn á þessu sviði. Svo hef ég mikinn áhuga á að iokka kollega mína úr blaða- mannastétt til íslands og veita þeim aðstoð við að fá rétta mynd af landi og þjóð. Verða einskonar upplýsingafulltrúi.“ — Þú varst áður yfirmaður sjónvarpsstöðvar og nú ertu kom- inn hingað sem forstöðumaður Norræna hússins. Við fyrstu sýn virðast þetta afar ólík störf. „Já, en þau eru það ekki í raun og veru. Ég var yfirmaður sjón- varpsstöðvar i Smálöndunum. Þessi stöð var ein þeirra sem sam- an mynda TV2, sem er lands- hlutasjónvarp. Við höfum tvær sjónvarpsstöðvár í Svíþjóð, hin — TVI — er unnin í Stokkhólmi en sú sem ég vann við er unnin á ýms- um stöðum í landinu. Ég þurfti því að fást við alla mögulega hluti þar, barnaefni, fréttir og hvað- eina. Það er svipað hér í Norræna húsinu, starfsemin er ákaflega fjölbreytt. Við þurfum að sinna verkefnum sem eiga að höfða til margra og líka fárra. Sem dæmi má nefna að við höfum í sumar tekið upp vikulega fyrirlestra á finnsku um það sem hæst ber á ís- landi. Ég verð ánægður ef aðeins einn hlustandi kemur því þetta er nauðsynlegt. Hingað koma þrátt fyrir allt um 5000 Finnar á ári. Á hinn bóginn stöndum við líka fyr- ir atburðum sem fleiri hundruð manns sækja. Að auki, í sam- bandi við það sem ég sagði áðan um að höfða til ungs fólks, þá er það sama vandamálið og í sjón- varpsrekstrinum, aldurinn 15-35 ára er sá erfiðasti að ná til. Þannig að í raun er margt líkt með þessum tveimur störfum.“ — Hvaða ástæöur eru fyrir komu þinni hingað? „Ég kom fyrst til íslands sém ungur sjóhvarpsrhaðuf árið 1969 og fékk þá strax mikinn áhuga á landi og þjóð. Síðan þá hef ég allt- af haft þann áhuga og auk þess hef ég sem fréttamaður unnið mjög mikið að máiefnum sem tengjast norrænni samvinnu. Ég var í mjög góðri stöðu sem ég vár ánægður með en afréð samt að freista þess að koma hingað þar sem þetta var alveg sérstakt tæki- færi og ég tel þetta mjög mikil- vægt starf og mig langaði að takast á við það. Ég verð að segja það að mér hefur verið afar vel tekið, starfsfólkið er mjög gott og þetta er hreinlega besti vinnustað- ur sem ég hef unnið á. Mjög góð- ur andi í húsinu. Auk þess eru þdð náttúrlega forréttindi að lesa sér til um Island og islenska menn- ingu í vinnutímanum. Um það er ég mjög áhugasamur en langt því frá neinn sérfræðingur í íslensk- um málefnum, Það sem af er hef ég haft mjög mikið að gera en' nú þegar ég kem aftur frá Svíþjóð þá ætia ég að hella mér út í íslensku- námið. Ég hef lært nokkuð en þarf að bæta verulega við mig í nánustú framtið“, sagði Lars Áke Engblöm að lokum. LarsÁkeEngblom cetlarekki að bylta írekstri Norrœna hússins en hefur hug á nokkrum breytingum, einkum og sér í lagi sem varða ungdóminn. Þessi fyrrverandi sjónvarpsstjóri í Smálöndunum er ákaflega ánœgður með veru sína það sem af er eins og fram kemur í viðtalinu. Eftir Kristján Kristjánsson og Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.