Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 1. júlí 1989 RAÐAUGLÝSINGAR Bílastæðasjóður Stæðasjálfsali var settur upp á lóðinni Austur- stræti 2 mánudaginn 25. júní 1989 og er fyrir 37 númeruð stæði á lóðunum Austurstræti 1 og 2. Gjaldið er 50 kr. á klst., en hámarkstími er 2 klst. Gatnamálastjóri Byggðastofnun Miðstöð Byggðastofnunar á ísafirði Nú stendur yfir undirbúningur að stofnun mið- stöðvarByggðastofnunarálsafirði og stofnunin leitar að starfsmanni til að taka að sér starf for- stöðumanns. Miðstöð Byggðastofnunar á ísafirði er ætlað að annast samskipti stofnunarinnar við fyrirtæki, sveitarfélög og aðra aðila á Vestfjörðum auk þess sem þar verður unnið að ýmsum verkefn- um sem ná til landsins alls. Starf forstöðumanns býður upp á möguleika til að starfa að lausn á byggðavanda á Vestfjörðum meö eflingu atvinnulífs og á ýmsan annan hátt. Um er að ræða krefjandi en jafnframt gefandi starf á sviði sem er þjóðarbúinu afar mikilvægt. Uppbygging miðstöðvarinnar hvílir á herðum forstöðumannsins og þeirra starfsmanna sem með honum/henni veljast en reiknað er með að starfsmenn verði 3 í upphafi. Því er hér um að ræða afar mikilvægt starf. Stofnunin setur ekki ákveðnar menntunar- kröfur en gerir ráð fyrir að starfsmenn hennar hafi margs konar menntun. Launakjör eru sam- kvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra bankamanna og bankanna. Þeir sem hafa hug á að sækja um þetta starf eru beðnir um að senda umsókn sína ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu til Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðastofn- unar, sem veitir nánari upplýsingar, fyrir 1. ágúst nk. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Lausar stöður við framhaldsskóla Að Menntaskólanum á Akureyri vantar kennara I fslensku og stærðfræði. Við Flensborgarskólann í Hafnarfirði er laus til umsóknar staða aðstoðarskólameistara og % staða í (þróttum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 12. júnf n.k. Nám á framhaldsskólastigi skólaárið 1989—90 Á vegum menntamálaráðuneytisins er fyrirhuguð kennslaá framhaldsskólastigi fyrir nemendur sem hafa pörf fyrir sér- kennslu. Námið fer aðallega fram í formi námskeiöa sem haldin verða á ýmsum stööum í Reykjavík og Reykjanosumdæmi. Helstu kennslugreinar eru: Heimilisfræði; Lestur; Leikræn tjáning; Lfkamsþjálfun; Mál og tjáning; Mynd og handmennt; Samfélagsfræöi; Skrift; Stærðfræði; Tónlist; Upplýsingar um fyrirkomulag námsins verða veittar í fram- haldsskóladeild menntamálaráöuneytisins kl. 11:00—19:00, 3. og 4. júlí n.k. I síma 26866. Menntamálaráðuneytið. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Félagsráðgjafi Félagsráðgjafavantar í afleysingaráhverfaskrif- stofu félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar í 6 mánuði. Umsóknum skal skilatil félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar Síðumúla 34, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi Erla Þórðardóttir í síma 685911. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar -Stjórnunarstarf Staða deildarstjóra á Gjörgæsludeild F.S.A. er laus frá október 1989 — maí 1990 vegna barns- burðarleyfis. Umsækjendur skulu hafa reynslu í gjörgæslu- hjúkrun og æskilegt er að þeir hafi sérmenntun í gjörgæsluhjúkrun og/eða stjórnun. Umsóknarfrestur er til 20. júlí n.k. Upplýsingar veitir Svava Aradóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri i síma 96-22100-274 alla virka daga kl. 13.00—14.00. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. REYKJMJÍKURBORG Jtau&vi Stöduz Hafnarstjóri Staða hafnarstjóra Reykjavíkurhafnar er auglýst laustil umsóknar. Staðan verðurveitt fráog með 1. ágúst 1989. Umsóknum ber að skila til undirritaðs og er um- sóknarfrestur til 14. júlí n.k. Borgarstjórinn i Reykjavík, 28. júni 1989. Davíð Oddsson. ||j IM6VMT HAIIIVA Forstööumenn Dagvist barna auglýsir stöður forstöðumanna við dagheimilið Kvarnarborg og dagheimilið Laugaborg lausar til umsókna. Fóstrumenntun áskilin. Allar nánari upplýsingar gefa umsjónar- fóstrur og framkvæmdastjóri I síma 27277. Auglýsing frá Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina Vakin er athygli á að umsóknir sem berast sjóðn- um eftir 10. júlí n.k. verða ekki teknar til umfjöll- unar fyrr en eftir 10. september n.k. Sömuleiðis er bent á aö vegna sumarieyfa verð- ur starfsemi í lágmarki 17. júlí til 7. ágúst n.k. Þá er nýjum umsækjendum um lán hjá sjóðnum bent á að með þeim er nú nauðsynlegt að fylgi milliuppgjör á þessu ári. Stjórn sjóðsins fl| Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavíkóskareftirtilboð- um í frágang á götum undir malbikun í Laugar- dal ásamt hellulagningu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3 Reykjavík gegn kr. 10.000 skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 11. júlí 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Kúabændur - sauð- fjárbændur Með reglugerð nr. 233/1989 um búmark og full- virðisrétt til framleislu mjólkur verðlagsárið 1988—1989 var ákveðið að greiða fyrir skiptum á fullvirðisrétti til sauðfjárog mjólkurframleiðslu með því að verja 100.000 lítrum mjólkurtil skipta fyrirfullvirðisrétt í sauðfé sem síðan yrði afturtil skipta fyrir fullvirðisrétt í mjólk, sbr. 2. tl. 12. gr. reglugerðarinnar. Hér með er auglýst eftir umsóknum um slíkt skipti, bæði frá þeim sem vilja láta af hendi full- virðisrétt i sauðfé fyrir fullvirðisrétt í mjólk og öfugt, fyrir verðlagsárið 1989—1990. Skriflegar umsóknir, studdar umsögn héraðs- ráðunauts um að skiptin hafi ekki i för með sér nýjar fjárfestingar, berist skrifstofu framleiðslu- ráðs, Hagatorgi 1, Reykjavík, fyrir 1. ágúst nk. Framleiðsluráð landbúnaðarins Heilsuverndarstöð Reykjavík Heilbrigðisráð Reykjavikur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk á heilsugæslustöðvar í Reykjavík, sem hér segir: Við Heilsugæslustöðina í Fossvogi — sjúkra- liða i 50% starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarfor- stjóri í síma 696780. Við Heilsugæslustöðina Breiðholti III — Aspar- felli 12 — sjúkraliða í 50% starf til sumarafleys- inga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 75100. Umsóknum skal skilatil skrifstofu Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur, Barónsstíg 47, fyrir kl. 16.00, fimmtudaginn 6. júlí 1989. %'wm útboð Efnisvinnsla Vesturlandi 1989 Vegagerð ríkisins óskar eftir til- boðum í ofangreint verk. Heildar- magn 27.100m3. Vinnslustaðir eru sex. Verki skal lokið 15. september 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins I Borgarnesi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 4. júlí 1989. Skila skal til- boðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 17. júli 1989. Vegamálastjóri WWM Styrking V Djúpvegar, 1989 Vegagerð rikisins óskar eftir til- boðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 5,9 km. Bergskering 1,200 m3, fylling 7,200 m3, burðar- lag 16,600 m3. Verkinu skal lokið 6. nóvember 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 3. júlí 1989. Skila skal tilboð- um á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 17. júlí 1989. Vegamálastjóri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.