Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 4
vtsm Laugardagur 29. mars 1980 4 Vakti ógn og skelfingu í há- skólabænum Forhertur glæpamaður með óhugnanlega leðurgrimu réöst á hverja stúlkuna af annarri án þess aö hann næöist Cambridge er tiltölulega friösæll bær í Englandi. Einsog menn vita er hann aöallega þekktur fyrir háskólann sem þar er og þykir meö þeim virðulegri í heimi. En fyrir nokkrum árum var Cambridge í sviösljósinu af allt öörum orsökum. Þar herjaöi þá nauögari nokkur á ungar stúlkur og má hann heita einn hinna óskemmtilegri i þeim lítt geöslega flokki kynferðisglæpamanna. ÞaÖ var Ijóst frá byrjun aö Cambridge-nauögarinn var haldinn kvalalosta og aöalatriði athafna hans var aö kvelja fórnarlömb- in. Svo er reyndar um f lesta nauðgara. En þessi var dálítiðsér á parti. Sem dæmi má nefna aö hann var farinn aðganga til „verka" sinna klæddur leðurföt- um meö hettu yfir hausnum sem á var málað: RAPIST — NAUOGARI! Fyrsta fórnarlambiö. NauBgarinn lét fyrst til skarar skriöa föstudaginn 18. október 1974. Ung stúlka, sem bjó i leigu- húsnæöi ásamt nokkrum vinum sinum, var ein heima og var ný- komin úr baði. Eftir baöiö fór hún i náttslopp, lagðist upp i rúm og q las i bók. Þá allt i einu slökknuðu §g öll ljós. IHún haföi ekki miklar áhyggjur i byrjun, bilanir i rafmagnskerf- Binu voru ekki óalgengar. En þeg- ar hún opnaði hurðina aö ibúöinni 8rann henni kalt vatn milli skinns og hörunds. Karlmaður, skeggj- Iaður meö hár niöur á heröar, þreif til hennar og reyndi aö kæfa ■ niður óp sem braust fram á varir ™ hennar. 1 átökunum missti hún ■ slopinn niður um sig og árásar • maðurinn tók eftir þvi aö hún var I nakin. Þá sagöi hann: „Ég kom 1 til þess aö stela, ég nauöga þér i H staöinn!” Hræöileg martröð hófst fyrir stúlkuna. Maðurinn misþyrmdi henni og nauögaöi siöan á rúminu þó hún berðist um af öllum mætti. Meöan á þvi stóö talaöi hann allan timann og fór háðulegum oröum um likama hennar. Siðan var hann horfinn, jafnskyndilega og hann birtist. Stúlkunni tókst þá að komast til lögreglunnar en fátt kom i ljós viö rannsókn málsins. Geröar voru rannsóknir á sæöi hans og lýst eftir honum en án árangurs. Næsta fórnarlamb. Nokkrum dögum siöar lét nauðgarinn aftur til skarar skriöa. Næsta föstudag var önnur stúlka i ibúö sinni og haföi einsog hin fyrri fariö i bað. Meöan hún var i baöi slökknuöu ljósin. Maöur birtist i baöherberginu meö hnif i hendi og ógnaði henni. Þrátt fyrir óp hennar og tilraunir til aö komast undan tókst honum aö bera hana inn i svefnherbergi og nauðga henni þar. Þegar hann loks haföi sig á brott hljóp stúlk- an, nánast móöursjúk af ótta og hryllingi, til nágrannanna og lét þá kalla á lögregluna. Báöar stúlkurnar lýstu mann- inum á svipaöan hátt. Hann var sagður lágvaxinn, fremur ungur og meö axlasitt hár. Ekki tókst samt aö hafa uppi á honum og tveir leynilögreglumenn voru skipaöir til þess aö hafa yfirum- sjón með leitinni, Hotson og Naan. Þeir geröu réttilega ráö fyrir þvi aö nauögarinn myndi innan skamms gera aöra árás og geröu ráöstafanir til þess aö vernda stúlkur sem leigöu hús- næöi meöan þær stunduðu háskól- ana en bæði fyrri fórnarlömbin voru stúdlnur. Nauögarinn haföi sig næst i frammi mánudagskvöld nokkurt. Fórnarlambið var áströlsk stúlka sem feröast haföi mikiö um heim- inn og var vön aö sjá um sig sjálf. Hún bjó ein I herbergi og var þar að strauja þegar hún tók eftir þvi aö kötturinn hennar var horfinn. Hún fór út og kallaði á hann en hann lét ekki sjá sig. Hún fór þá aftur inn en heyrði hljóö úr eld- húsinu. Þar stirönaöi hún upp. Furöu- lega útlitandi karlmaöur stóö þar, i svörtum frakka meö sitt hár — og nakinn fyrir neöan mitti! Astralska stúlkan var hvergi bangin þó nauðgarinn væri meö hnif sem festur var viö olnboga hansog tók hraustlega á móti. En árangurslaust — honum tókst að koma fram vilja sinum eftir átök og hraöaði sér siöan á braut. 1 flýtinum missti hann af höfði sér hárkollu. Stúlkan sá hana og var svo full ógeðs úti nauögarann að hún þreif kolluna og fleygöi henni út um gluggann til þess að hafa ekki neinn hluta hans nálægt sér... Hry llingurinn heldur áfram... Þar meö tapaöist mikilvægt sönnunargagn. Þegar lögreglan leitaöi siöar aö hárkollunni fannst hún ekki og voru gerðir þvi skórnir aö nauögarinn heföi snúiö aftur og fundiö hana. A hinn bóg- inn var nú ljóst aö hann gekk meö hárkollu en ástralska stúlkan sagöi viö rannsókn aö hann heföi samt veriö meö sitt hár eftir aö hafa misst kolluna. Þeir Naan og Hotson álitu aö nauögarinn væri meö tvær hárkollur og sýndi þaö hversu kænn hann væri. Meöan rannsóknin stóö sem hæst geröi Cambridgenauögarinn fjóröu árás sina. Fórnarlambiö' var ung og rólynd stúdina sem haföi hvað mestan áhuga á tón- list. Hún bjó á stúdentagaröi og sýndi þaö aö nauögarinn var heldur betur farinn aö færa sig upp á skaftiö. Kvöld eitt var stúlkan aö æfa sig á selló þegar ljósin slokknuöu. Hún fór aö kanna hvaö gerst haföi þegar allt i einu var ráöist á hana aftan frá, teppi varpaö yfir höfuö- iö á henni og hún borin i nærliggj- andi herbergi. Þar nauögaöi hann henni og þaö þó hún væri á túr. Maöurinn talaði allan timann viö hana — um tónlist! Hann sagöist ætla að fara vel meö hana (sem hann ekki geröi) og jafnvel kaupa handa henni orgel sem hún gæti spilaö á! Tvennt var þaö sem sérstaka Peter Samuel Cook sem nauögaöi mörgum ungum stiilkum á hlnn hrottalegasta hátt. t þessum búningi réöist nauögarinn aö fórnarlömbum sinum... sérstœð sakamál Viö leit fann lögreglan mikinn útbiinaö Cambridgenauögarans, leöur- klæönaö, hnifa og ýmis verkfæri önnur. athygli vakti meöal lögreglunnar. I fyrsta lagi sagöi stúlkan aö hann hefði veriö með leöurhettu á höfö- inu og rennilás fyrir munninum sem hann dró frá þegar hann sagöi eitthvað. Hann var reyndar allur klæddur leöri. Og i ööru lagi: þessi stúlka var systir þeirrar sem fyrst hafði ver- iö nauögaö! „NAUÐGARI" Gifurleg leit hófst nú aö nauög- aranum sem var nú oröinn frægur um allar Bretlandseyjar, sem veitti honum mikla ánægju aö þvi er siöar kom i ljós. En leitin bar engan árangur og gagnrýnis- raddir heyröust sem sögöu aö starf lögreglunnar væri litilsvert i leitinni aö nauögaranum. Þær raddir þögnuöu fljótlega enda lögöu lögreglumennirnir mikið á sig og fjöldi óeinkennisklæddra laganna þjóna var ætið til reiöu þar sem búist var viö að nauögar- inn gæti lagt til atlögu. Allt kom þó fyrir ekki. Enn ein ung stúlka varð fyrir barðinu á Hettan sem hann haföi viö nauög- anir sinar. A hana var málaö „NAUÐGARI” og hárkoilutjásur festar viö til þess aö svo virtist sem hann væri slðhæröur og skeggjaöur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.