Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 20
vism Laugardagur 29. mars 1980 hœ krakkctr! Slysiö hjá Lindu Einu sinni var stelpa, sem hét Linda. Hún var alltaf að standa á hönd- um. Einn daginn, þegar hún var að standa á hönd- um, þá datt hún niður og handleggsbrotnaði. Hún fór upp á slysadeild. Þar var sett gifs á hana. Svo fór hún heim til sin og fékk sér að borða kvöld- matinn. Svo horfði hún á sjónvarpið. ( sjónvarpinu var verið að auglýsa sjampó. Húnátti svoleiðis sjampó. Ásta Erdman, 3 Þ.G. Hliðaskóla. Visa Degi hallar, nóttin kallar. Sefur þú sætt og rótt, líklega i alla nótt. Halldóra Jónsdóttir, 9 ára, Hlíðaskóla, 3. bekk Þ.G. Tilhlökkun Umsjón: Anna Br.ynjúlfsdóttir Við Jórunn fórum út í búð og keyptum lítið páskaegg, þvi að mig langaði til að fá málshátt fyrir alla krakkana, sem lesa þessa síðu. Inni i páskaegginu voru nokkrar kúlur og brjóstsykur og svo málshátturinn, sem var svona: Góður á jafnan góðs von. Margir krakkar safna málsháttunum, sem þeir fá í páskaeggjum ár eftir ár, og það er skemmtilegur siður. Góöur á jafnan góös von Einu sinni var stelpa, sem var tiu ára. Hún átti heima í Hlíðunum og var í Hlíðaskóla. Dag einn var farið í skiðaferðalag. Hennar bekkur líka. Hún hlakkaði voða til, því hún hafði aldrei farið á skíði. En hún átti samt skíði. Því mamma hennar og pabbi höfðu aldrei tíma til þess að f ara. Hún haf ði I sumar var ég á nám- skeiði, sem heitir Iþróttir og útilíf. Við fórum í hesthús, sigiingaklúbb- inn, sund, hjólreiðatúra, gönguferðir og margt fleira. Og síðast fórum við á Laugarvatn, og þá átti að sofa þar eina nótt. Þann 28. júní var lagt af stað. Það átti að mæta ki. hálf tiu um morgun- inn niðri við KRON, allir voru með svefnpoka og nesti og tjald. Þegar var komið á Laugarvatn var strax farið að tjalda. Ég og Halldóra byrjuð- um strax. Við vorum nesti með sér og auðvitað var hún með skíðin. Nú rann upp sá dagur að fara á skíði og allir voru mættir. Og allir voru með skiði. Nú lögðu þau af staö. Þau sungu mikið á leiðinni, þvf allir voru svo spenntir. Og nú lýkur þessari sögu. Guðlaug, 9 ára, Hlíða- skóla. saman í tjaldi. Síðan borðaði hver í sínu tjaldi. Við fórum í fjallgöngu leiki og keppni og margt annað. Klukkan 12 um kvöldið áttu allir að fara í sitt tjald. Næsta dag fóru margir í sund. Kl. 3 e.h. var lagt af stað heim aftur. Allar mömmur og pabbar komu að ná i krakkana sína. Þennan dag átti ég afmæli. Ég varð 10 ára. Afmælið var haldið næsta dag. Endir. Jórunn Jónsdóttir, Álf- hólsvegi 60, Kópavogi. Frásögnina um ferða- lagið skrifaði Jórunn Jónsdóttir, 10 ára. Hún hefur áður skrifað frá- sögn hér á síðuna. Þá sagði hún frá hlutaveltu, sem hún og nokkrir aðrir krakkar héldu til að saf na peningum fyrir hjúkrunarheimili aldr- aðra í Kópavogi. Nú um páskana fara margar fjölskyldur í ferðalög og mjög margir faraá skíði. í frásögninni hennar Jórunnar segir frá ferðalagi, sem hún fór í s.l. sumar. En ætlar Jórunn í ferðalag um páskana? Ég spurði hana að því. — Nei, ég ætla bara að vera heima. Það er svo gaman að vera heima á páskunum. — Þekkirðu einhverja krakka, sem fara í páskaferðalag? — Já, það er einn strák- ur í mínum bekk, sem fer til útlanda. — Heldurðu að þú fáir páskaegg? — Abyggilega. — Finnst þér ekki góð páskaegg? — Góð? Jú, jú, það finnst mér. — Hvað finnst þér skemmtilegast við páska- eggin? — Það er náttúrlega súkkuiaöið og svo er spennandi að fá máls- háttinn. — Ætlar þú að gefa ein- hverjum páskaegg? — Já, kannske. — Ætlar þú i kirkju um páskana? — Já, ég býst við að ég fari í barnaguðsþjónust- una í safnaðarheimilinu. Undanfarið hef ég farið annan hvern sunnudag, af því að ég hef verið í keppni í hlaupi hina sunnudagana á Breiða- bliksvellinum. — Ertu f Ijót að hlaupa? ' — Já, já, ég var önnur í keppninni á Sumardegin- um fyrsta. — En þegar þú ért ekki að keppa, ferðu þá á hverjum sunnudegi í barnaguðsþjónustuna? — Já, yfirleitt. Mér finnst mjög skemmtilegt að fara þangað. Við syngjum og heyrum framhaldssögu. Svo fá- um við í hvert skipti litla biblíumynd og það eru sýndar skuggamyndir. Feröalagiö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.