Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 7
VÍSIR Laugardagur 29. mars 1980 Það eru meðlimir i Módelsamtök- unum sem sýna islenska ullar- fatnaðinn á sýningunum á Hótel Loftleiðum, en á þessu sumri verður islenski lopinn kynntur sérstaklega. Visismynd GVA 4 nýjar pijónauppskriftir Komnar eru út fjórar nýjar uppskriftir úr hespulopa, plötulopa og golfgarni. Spyrjið um prjónauppskriftirnar í næstu garnbúð. UHarverksmiÓjan Gefjun Akureyri Tiskusýningar aö hefjast á Hótel Loftleiðum Vikulegar tiskusýn- ingar á islenskum ullar- fatnaði eru nú aftur að hefjast á Hótel Loftleið- um og munu þær fram- vegis verða á hverjum föstudegi fram i septem- ber. Þessar tiskusýningar hafa vak- ið mikla athygli ferðamanna, ekki sist fyrir þá sök.aö islenskur ullarfatnaður er mjög eftirsóttur erlendis og Islenskar ullarvörur þykja með því besta á markaðn- um. Auk tískusýninganna verða sýndir skartgripir frá Jens Guð jónssyni og Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýnir islenska þjóð- búninga. Sýningarnar standa yfir i hádeginu og verður boðið upp á kalt borð i Blómasal Hótel Loft- leiða meðan á þeim stendur. Þetta er sjöunda árið sem tískusýningar af þessu tagi eru haldnar á Hótel Loftleiðum og eru þar sýndar vörur frá Ramma- gerðinni og Islenskum heimilis- iðnaði. _________________—HR Pólýfónkórinn með tónleika Það eraöverða fastur liöur um hverja páska að Pólýfónkórinn taki tii flutnings eitthvert af önd- vegisverkum tónbókmenntanna og að þessu sinni verður á efnis- skrá kórsins Helgimessa Ross- inis, en það verk hefur aldrei ver- ið flutt hér á landi áður. Fjtírir einsöngvarar syngja með Pólýfónkómum á þessum tónleikum og eru það Janet Price sópransöngkona, David Wilson- Johnson bassasöngvari, Jón Þorsteinsson tenór og Ruth Magnússon altosöngkona. Þá munu Agnes Löve og Anna Mál- friður Sigurðardóttir leika undir á tvö pianó og Hörður Askelsson á harmónlum. Pólýfónkórinn skipa nú um 130 manns og er stjórnandi hans Ing- ólfur Guðbrandsson. Tónleikar kórsins verða i Háskólabiói föstu- daginn langa og laugardag fyrir páska og hefjast þeir báða dag- ana kl. 14. —HR Visisbió Reivers heitir myndin, sem sýnd verður i Vfsisbiói i dag, og er hún um upphaf bOaaldarinnar. Sýn- ingin hefst að venju kl. 15 I Hafn- arbiói. Já, margir hverjir, þaö fer ekkert á milli mála - þó eru þeir sérstaklega úti að aka á sumrin þá skipta þeir þúsundum Ástæöan? Jú ástæöan er einföld, hún ersú aö afsláttarfargjöld okkargera öllum kleift aö komast utan í sumarleyfi til þess aö sjá sig um, kynnast frægum stööum - og gista heimsborgir. Þeirsem þannig feröastráöa feröinnisjálfir-sumir fara um■ mörg lönd-aörir fara hægaryfir og halda sig lengst þar sem skemmtilegast er. Þaö þarf engan aö undra þótt margir séu úti að aka á sumrin - á eigin bílum eöa leigöum bílum. Kynntu þér afsláttarfargjöld okkar-þau gætu komiö þér þægilega á óvart- og oröiö til þess aö þú yröir líka úti aö aka í sumar. FLUGLEIÐIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.