Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 31
vtsnt Laugardagur 29. mars 1980 Aðalfundur Sambands fiskvinnsiustöOvanna: EKKI HÆGT AB REKA FISKVINNSLUNA A NÚLLI „í langan tima hefur ætið verið miðað við að rekstur fiskvinnslunnar væri á núlli. Sú stefna getur ekki gengið til lengdar og hefur raunar þegar viðgengist of lengi.” Svo segir i ályktun, sem sam- þykkt var á aðalfundi Sambands fiskvinnslustöðvanna sl. fimmtu- dag. Segir þar ennfremur. aö viö fiskverösákvöröun nii veröi aö taka miö af þeim upplýsingum, sem liggja fyrir um stööu fisk- vinnslunnar. Einnig er á þaö minnt, aö vaxtakostnaður hafi vaxiö mjög á siöustu árum og sé hann nú orðinn þriöji stærsti út- gjaldaliöur fiskvinnslunnar. Þá hafna fundurinn þvl alfarið, aö lán úr Fiskveiöasjóöi séu bundin byggingavisitölu og telur aö fremur eigi aö miöa við gengi. Loks varar aöalfundurinn al- varlega viö þvi, aö frumvarp þaö um tekju- og eignaskatt.sem nú liggur fyrir á Alþingi, verö.i sam- þykkt, því aö þaö muni hafk I för meö sér auknar álögur á fisk- vinnsluna. Ennfremur geti sú breyting sem orðið hefur á skatt- lagningu hjóna, orðiö til þess aö draga verulega úr atvinnuþátt- töku kvenna i fiskvinnslu — HR Ragnar Arnaids fjármáiaráðherra á beinni linu vísis: Sama lánaprósenla til: námsmanna og áður j „Geturöugefið mér skýringar á vel vera aö stjórnarnefnd rikis- sældir minar, heldur er þar miðaö J þvi, hvers vegna námsmenn fá spitalanna telji eitthvaö vanta viðákveöna reglu varöandi tekju-_ aukin námslán sem nemur á ann- upp á til aö uppfylla þær kröfur,' tryggingu námsmanna. Þeir hafa | an milljarö á sama tima og fjár- sem hún hefur sett fram. átt kost á 85% af áætlaöri um-. framlög eru skert til rikisspital- Þaö er rétt, aö framlögin til framfjárþörf og þessi prósentu-1 anna?” — „Ertu meö þessu að Lánasjóös islenskra námsmanna talahefurimörg ár veriö óbreytt. ™ afla Alþýöubandalaginu aukins hafa vaxiö feikilega á undanförn- Ef fariö væri eftir tillögum Al-1 fylgis námsmanna?” spuröi um árum og aukast mjög veru- þýðuflokksins mundi lána-« Pétur óskarsson, Neskaupstaö. lega i þessu fjárlagafrumvarpi prósentan lækka Ur 85% og niöur I ■ „Framlög til rikisspitalanna minu. Skýrlngin á þessu er ekki 53-55% og hefur hún aldrei oröiö ■ hafa ekki veriö skert, heldur sú, aö ég sé aö mvlgra peningum svo lág á þessum áratug”, svar- ■ þvert á móti stórhækkuð. Þó má til námsmanna *il aö auka á vin- aði Ragnar Arnalds. l ,Til viðtais um breyt- ! ingu á skanastlganum’ „Við erum alveg til viötals um aöbreyta skattstiganum, ef fram koma skynsamlegar tillögur I þá átt aö hnika til tekjumörkunum”, sagöi Ragnar Arnalds á beinni linu Visis. „Þaö eina, sem viö veröum aö úti, myndi þyngjast, en taldi aö miöa viö er, aö heildarskattarnir þetta þýddi ekki aö skattar al- skiii þeim 38 milljöröum, sem ráð menns launafóiks myndu þyngj- er fyrir gert”, sagöi ráöherrann. ast frá þvi sem var á siöasta ári. Hann sagöi, aö þaö væri ljóst, aö skattur á hjón, sem bæöi vinna —sg Hægt er að sækja um niðurfelllngu skatts „Aöalreglan er sú, að hjón eru skattlögö sitt i hvoru lagi, en hins vegar er persónuafsláttur yfirfæranlegur ef hann nýtist ekki ööru hjónanna”, sagöi Ragnar Arnalds, er hann svar- aöi spurningu Magnúsar Theó dórssonar, Reykjavik, um per- sónuafslátt til skatts,á beinni linu VIsis. „Þaö má vel vera, að þaö veröi einhverjar breytingar á frumvarpinu um skattstiga og persónuafslátt i meöförum fjár- hags- og viðskiptanefnda Al- þingis á frumvarpinu”. Magnús spuröi siöan um, hvort hægt væri að sækja um niöurfellingu skatta fyrir konu, sem heföi þurft af heilsufars- ástæöum aö minnka vinnu sina um 40%, en fengi i ár skatta á tekjur fyrir fulla vinnu siðasta árs. Ragnar sagöi, aö þaö heföi veriö svo i gömlu skattalögun- um, aö hægt hefði verið að sækja um niöurfellingu skatta i slikum tilfellum. Ef slik ákvæöi heföu falliö niöur I nýju skatta- lögunum, væri þaö fyrir mis- skilning. En lausnin á þessu máli væri staögreiösla skatta eins og hann heföi minnst á fyrr á beinu llnunni. Ragnar benti Magnúsi á að snúa sér til rfkis- skattstjóra og viökomandi skattstofu. Þrjár potur I Ameríkufiugi Stjóm Flugleiða hefur ákveðið, að i sumar verði þrjár DC-8 þotur i flugi á Norður-Atlantshafsleiðinni. Mun þriðja vélin koma inn i áætlun siðari hluta mai- mánaðar. Meö þessari viöbót fjölgar áætl- unarferöum yfir Atlantshaf um fjórar á viku og veröa 16 i sumar, þaö er 12 milli Luxemborgar og Bandarikjanna og fjórar milli Luxemborgar og Bahama. Heild- arframboö sæta veröur þriöjungi minna en sumariö 1979. Vegna breyttra viöhorfa veröur áöurgerö áætlun um viökomur á Keflavlkurflugvelli endurskoöuö. —SG Togarastöðvun á ísafirðl „Þaö hefur ekkert gerst I samningamálunum, en þó hefur veriö boöaöur fundur á þriöju- daginn”, sagöi Guömundur Guö- mundsson, formaður Útvegs- mannafélags Isafjarðar, i gær- kvöldi. Allir ísafjaröartogararnir koma til hafnar nú um helgina, sá siöasti á morgun og stöövast allir vegna verkfallsins. —ATA 31 Klúbbur 25 mun standa fyrir ferðum og skemmtunum fyrir ungt fólk, sem vill skemmta áér og feröast á menningarlegan hátt. Klúbbur 25 - ferða- og skemmfanaklúbbur ungs fðlks Samtök ungs fólks, sem hefur áhuga að bæta skemmtanahaldið og beita sér fyrir ódýrum en áhuga- verðum ferðalögum, eru þessa dagana að fara af stað með klúbb i þessu skyni. Kallast hann Klúbbur 25. Mun hann nk. sunnudags- kvöld efna til skemmtunar og kynn- ingar á Hótel Sögu. Klúbbur 25 mun starfa I nán- um tengslum við Feröaskrif- stofuna Útsýn og I tilefni af 25 ára afmæli Útsýnar veitir hún öllum klúbbfélögum 25 ára og yngri 25 þúsund króna afslátt af Útsýnarferðum sumarsins. Auk afsláttarins af auglýstum Útsýnarferöum mun klúbburinn gangast fyrir sérstökum klúbb- feröum á nýja og spennandi feröamannastaöi. Þannig ernú I undirbúningi ferö til Korsiku, grlsku eyjanna og leikhúsferö til New York, Las Vegas og Holly- wood. Þá mun Klúbbur 25 gangast fyrir vönduöum skemmtunum tvisvar — þrisvar á ári og leita eftir lækkuöu aögöngumiöa- veröi á ýmsa listviðburöi. T.d. fá klúbbfélagar aðgang að hátiöartónleikum Pólýfónkórs- ins um páskana, en þá veröur flutt stórverk eftir Rossini I fyrsta sinn hér á Islandi. Þótt klúbburinn beri nafnið 25, er þátttakan ekki ein- göngu bundin viö þann aldur heldur opin öllu reglusömu ungu fólki, sem vill ferðast og skemmta sér á menningarlegan hátt. Argjald veröur kr. 5000 og hefur Klúbbur 25 skrifstofu- aðstöðu I húsnæöi Útsýnar Austurstræti 17. — HR Kópavogsleikhúsið sýnir gamanleikinn „ÞORLAKUR ÞREYTTI" Q miðnaetursýningu í Kópovogsbiói í kvöld lougcfdog kl. 23.30 Verið timonlego oð Leikurinn hefur fengið frábærar móttökur, hór eru nokkur sýnishorn úr umsögnum um hann: ..... viljiröu fara i leikhús til aö hlæja, þá skaltu ekki láta þessa sýningu fara fram hjá þér. Hún krefst ekki annars af þér. v. „ u BS-VIsir Það er þess viröi að sjá Þorlák þreytta, ekki sist I þvi skyni aö kynnast þvi hvernig fólk skemmti sér áður en heimsþjáningin tók endanlega völdin. JH-Morgunblaöinu Þaö var margt sem hjálpaöist aö viö að gera þessa áýningu skemmtilega, en þyngst á metunum var þó sú leikgleöi sem einkenndi hana. SS-Heigarpóstinum ’ ..ekki bar á öðru en aö Kópavogsbúar tækju Þorláki vel, leikhúsið fullsetiö og heilmikiö hlegiö og klappaö. ÓJ-Dagblaöinu ...leikritiö er frábært og öllum ráölagt aö sjá þaö, sem vilja skeliihlæja og skemmta sér eina kvöldstund. TimaritiöFÓLK Næsto sýning monudag kl. 20.30 síðosto sýning fyfif pósko MíöqsqIq ffó kl. fð - Sími 41965

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.