Morgunblaðið - 08.11.2001, Side 29

Morgunblaðið - 08.11.2001, Side 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 29 SPÁNSKUR dómari var skotinn til bana í úthverfi borgarinnar Bilbao í Baskalandi snemma í gærmorgun. Talið er, að basknesku hryðjuverka- samtökin ETA hafi verið að verki en þau báru einnig ábyrgð á mikilli bílsprengingu í Madrid í fyrradag. Þá slösuðust næstum 100 manns, þar af tveir alvarlega. Dómarinn, Jose Maria Lidon Corbi, var skotinn tveimur skotum í höfuðið er hann ók út úr bílskúrnum við heimili sitt í úthverfinu Getxo í gærmorgun. Talið er, að banamenn hans hafi verið tveir að minnsta kosti en í bílnum með dómaranum voru kona hans og annar sonur þeirra. Formaður dómarafélagsins í Baska- landi sagði í gær, að morðið væri „villimannlegur verknaður, framinn af brjáluðu fólki“. Talið er víst, að ETA hafi staðið að bílsprengingunni í Madrid í fyrradag en þá slösuðust 95 manns. Leikur grunur á, að tilgangurinn hafi verið að ráða af dögum Juan Junquera, háttsettan embættismann í vísinda- og tækniráðuneytinu, en hann var nærstaddur er sprengjan sprakk en slapp með minniháttar meiðsl. Óþekkta þjóðhetjan Aðeins nokkrum mínútum eftir sprenginguna var tvennt handtekið, karl og kona, og fannst sprengiefni og skammbyssa í fórum þeirra. Eru þau sögð vera Aitor Garcia Aliaga, sem lengi hefur verið orðaður við ETA, og Ana Belen Egues Gurrutx- aga, fyrrverandi bæjarráðsmaður fyrir Herri Batasuna, stjórnmála- arm ETA. Handtöku þeirra ber að þakka ár- vökulum ökumanni, sem sá parið hlaupa frá bílnum, sem sprengjan var í, og forða sér burt á öðrum bíl. Elti hann bílinn, hringdi í lögregluna og sagði henni til þar hún gat sjálf látið til skarar skríða. Maðurinn er nú mikil hetja í aug- um Spánverja en frægðarinnar verð- ur hann að njóta í einrúmi því ekki er talið rétt að birta nafn hans af ótta við hefnd ETA. Óþekkta þjóðhetjan, sem er karl- maður, sagði í viðtali við dagblaðið El País að hann hefði hringt í neyð- arnúmer lögreglunnar en þá voru fjórar mínútur liðnar frá sprenging- unni. „Ég sá þau á hlaupum frá sprengjustaðnum. Ég elti,“ kvaðst hann hafa sagt lögreglunni og veitt allar nánari upplýsingar um leið og hann ók Land Rover-bifreið sinni á eftir á hvítum Ford Escort hryðju- verkamannanna. Lýsti hann ökuleið- inni ítarlega og gaf upp skráningar- númer bílsins. „Nú ætla ég að stoppa, ég held þau hafi séð mig,“ sagði hann á horni einu og var þá hvattur til að halda sig í öruggri fjar- lægð frá tilræðismönnunum. Fór svo að lokum að óþekkta hetjan yfirgaf bifreiðina þegar hann sá lögreglu- menn nálgast en þá höfðu hryðju- verkamennirnir farið úr Escort-bif- reiðinni og sýndust vera að leita sér að öðrum bíl til að stela. Fór svo að lokum að parið ákvað að reyna að komast undan fótgangandi. Skömmu síðar voru þau handtekin. 12 myrtir í ár Sagt er, að ETA hafi breytt um að- ferðir fyrst eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september en at- burðir síðustu tveggja daga þykja sýna, að hreyfingin sé tekin til við sömu hryðjuverkin og áður. 12 manns hafa látist í tilræðum hennar á þessu ári og meira en 800 hundruð síðustu þrjá áratugi. Dómari skotinn til bana við heimili sitt Madrid. AP, AFP. Líklega annað hryðjuverk ETA á tveimur dögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.