Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD ákváðu í gær að draga til baka hækkanir á opinberri þjónustu sem tóku gildi um áramót. Aðgerðirnar kosta ríkissjóð 750 milljónir miðað við heilt ár og eru samanlögð áhrif þeirra á neyslu- verðsvísitölu metin á 0,2%. Rekja má 0,16% hækkunar vísitölunnar í síð- asta mánuði til gjaldskrárbreytinga ríkisins. Um áramótin hækkuðu komugjöld á heilsugæslustöðvum úr 700 í 850 krónur og fastagjald hjá sérfræði- læknum fór úr 1.800 í 2.100 krónur. Auk þess var fyrirkomulagi kostnað- arþátttöku notenda breytt. Áhrif þessara breytinga á janúarvísitölu eru metin um 0,06%. Afnotagjöld Ríkisútvarpsins hækkuðu um 7% um áramótin, en áhrifin á vísitölu af hækkuninnni var 0,04%. Hækkun skólagjalda í framhalds- skólum kom að hluta til framkvæmda um áramótin og leiddi til 0,01% hækkunar vísitölu. Vopnaleitargjald var hækkað um áramótin. Áhrif á vísitölu voru 0,01%. Aukin greiðsluþátttaka í lyfja- kostnaði sem kom til framkvæmda um áramótin með 10% hækkun gólfs og þaks er talin hafa leitt til 0,04% hækkunar janúarvísitölu. Heildar- áhrif hækkunar á þessum vísitölulið eru hins vegar um 0,12%. Að mati forsætisráðuneytisins stafar mis- munurinn af áhrifum gengislækkun- ar, afnámi eða lækkun á afslætti, hærra innkaupsverði erlendis frá og etv. hækkun álagningar. Einnig er í forsendum fjárlaga gert ráð fyrir hækkun á áfengis- gjaldi. Tímasetning þessarar hækk- unar var ekki ákveðin en miðað við að hún skilaði um 400 milljóna króna tekjuauka á árinu. Það jafngildi tæp- lega 7% hækkun gjaldsins miðað við heilt ár. Áætluð verðáhrif miðað við 7% hækkun eru 4% hækkun útsölu- verðs og 0,06–0,07% í vísitölu. Kostar ríkissjóð 750 milljónir Stjórnvöld ákváðu í gær að komu- gjald á dagvinnutíma á heilsugæslu- stöðvum lækki úr 850 kr. í 400 kr. og úr 350 í 200 kr. fyrir lífeyrisþega og börn. Jafnframt verður hækkun komugjalda utan dagvinnutíma dreg- in til baka. Fastagjald til sérfræði- lækna verður lækkað úr 2.100 kr. í 1.600 kr. og verður því 200 kr. lægra en það var fyrir áramót. Fyrirhuguð 7% hækkun á afnotagjaldi Ríkisút- varpsins verður dregin til baka. Þessar aðgerðir leiða til 0,14% lækk- unar á vísitölu neysluverðs í febrúar. Jafnframt verður fallið frá hækk- un áfengisgjalds sem ekki hafði verið tímasett. Þessar breytingar kosta ríkissjóð 750 milljónir króna á heilu ári. Að mati forsætisráðuneytisins eru heildaráhrifin á vísitöluna a.m.k. 0,2%. Fram kemur í greinargerð frá for- sætisráðuneytinu að flestar spár geri ráð fyrir því að verulega dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Það at- riði sem geti vegið hvað þyngst til lækkunar á vísitölunni á næstunni eru áhrif gengishækkunar krónunn- ar á innflutningsverð, en þau nema um 3,5% frá meðaltali síðustu þriggja mánaða og 5,5% miðað við nóvember- mánuð þegar gengið var hvað lægst. Haldist gengið stöðugt muni þessi áhrif geta skilað sér í umtalsverðri lækkun á vísitölunni. Hins vegar er hækkun á mjólkurvörum ekki að öllu leyti komin fram í vísitölunni. Þá segir forsætisráðuneytið að á næstu mánuðum komi nokkrir árs- tíðabundnir þættir inn í vísitöluna, svo sem hækkun grænmetis í apríl og maí vegna tolla á innflutt grænmeti. Á móti vegi fyrirhuguð tollalækkun þannig að ætla megi að þessi hækkun verði óveruleg ef nokkur. Ennfremur er líklegt að mikil hækkun ávaxta og grænmetis í janúar gangi til baka, jafnvel strax í febrúar. Á móti kemur að útsöluáhrif, sem yfirleitt lækka vísitöluna í janúar og febrúar, ganga jafnan að nokkru til baka í mars og apríl. Hækkun skólagjalda í fram- haldsskólunum mun hins vegar ekki skila sér endanlega inn í vísitöluna fyrr en næsta haust en talið er að vísitöluáhrifin verði óveruleg. Stjórnvöld ákváðu í gær að draga til baka hækkanir á opinberri þjónustu Áætlað að vísitalan geti lækkað um 0,2% „ÞETTA eru mikil útgjöld sem ríkið hefur af þessu eða nálægt 750 millj- ónir króna. Það hefur ekki verið geng- ið formlega frá því hvernig þessu verður mætt, en við vekjum athygli á því að hagur ríkissjóðs verður betri heldur en við gerðum ráð fyrir vegna aukningar á kvóta,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra um gjald- skrárbreytingar sem ríkisstjórnin ákvað. „Það hefur verið ákveðið að auka fiskveiðar um 33 þúsund þorskígildis- tonn. Loðnukvótinn hefur verið auk- inn og áætlað útflutningsverðmæti aukningarinnar er um tveir milljarðar króna. Þetta hefur veruleg áhrif á af- komu ríkissjóðs. Bara aukning loðnu- kvótans slagar hátt upp í þann kostn- að sem ríkissjóður hefur af þessum gjaldskrárbreytingum. Við erum því ekki að auka hallann á ríkissjóði held- ur verður afgangurinn meiri en við gerðum ráð fyrir. Við teljum að það sé svo mikið í húfi að það sé réttlætan- legt að gera þetta með þessum hætti.“ Davíð sagði að stjórnvöld hefðu gefið forystu Alþýðusambands Ís- lands fyrirheit um að draga til baka að verulegu leyti þann hlut sem ríkið ætti í hækkun neysluverðsvísitölu janúarmánaðar, en um var að ræða 0,16 prósentustig. Davíð sagði að stjórnvöld væru hins vegar að gera betur en það því að lækkunin ætti að skila 0,2% lækkun á vísitölunni. Davíð tók fram að stjórnvöld myndu bæta Ríkisútvarpinu upp þá 7% hækkun á afnotagjöldum sem tek- in hefði verið til baka. RÚV myndi fá sérstaka fjárveitingu úr ríkissjóði þannig að þær tekjur sem RÚV hefði reiknað með að fá myndu skila sér til stofnunarinnar. Davíð var spurður hvað honum þætti um viðbrögð við ákalli ASÍ um viðnám við verðbólgu. „Það eru mjög margir aðilar sem hafa staðið vel í því, eins og Fjarð- arkaup, byggingavöruverslanirnar og Nóatún. Aðrir hafa svarað af meiri óskammfeilni að mínu mati, en það er eins og gengur. Sveitarfélögin hafa líka brugðist við þó sums staðar hafi það nú verið meira í orði en á borði,“ sagði Davíð. Kvótaaukning mun bæta upp útgjöldin Davíð Oddsson um gjaldskrár- breytingar ríkisstjórnarinnar GYLFI Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands, segir að sér lítist vel á ákvarð- anir ríkisstjórnarinnar hvað varðar lækkun gjaldskrár. Það sé greinilegt að ríkisstjórnin hafi tekið alvarlega á málinu og hann fagni því að sú leið hafi verið valin sem alveg ljóst sé að stjórnvöld hafi fullt forræði yfir til að ná fram hámarksáhrifum. „Auðvitað má alltaf finna eitthvað að öllum hlutum, en í heildina erum við mig jákvæðir. Við teljum að rík- isstjórnin hafi alveg komið til móts við það sem við fórum fram með,“ sagði Gylfi. Hann sagði að auðvitað mætti finna að einstaka liðum eins og hvað varðaði skráningargjöld í skólana, en gera þyrfti breytingar á lögum til að breyta til í þeim efnum. Þar dygði ekki að gera reglugerðarbreytingar. Þess vegna væri flóknara að eiga við það og verulegur hluti af því kæmi ekki til framkvæmda fyrr en með haustinu. Þeir liðir sem valdir væru skiluðu sér strax inn í verðlag og hefðu bein áhrif. Allir sammála um að ná þessu markmiði Gylfi sagði að þeir fyndu það á þeim fundum sem þeir hefðu átt með fulltrúum sveitarfélaga og stórum aðilum á matvörumarkaði að það væru allir sammála því að ná þessu verðlagsmarkmiði. Sveitarstjórnir væru að taka ákvarðanir í varðandi þetta og meðal annars hefðu Kópa- vogur, Hafnarfjörður og Reykjanes- bær gert það í gær. Þar væri líka verið að taka ákvarðanir sem hefðu áhrif og það væri fagnaðarefni að þar væru menn að staldra töluvert við leikskóla- og dagvistargjöld, og fé- lagslega þjónustu. Það skipti máli fyrir afkomu fólks. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusambands Íslands Greinilegt að ríkis- stjórnin hefur tek- ið á málinu MARKÚS Örn Antonsson, útvarps- stjóri Ríkisútvarpsins, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla 7% hækkun á afnotagjöld- um RÚV komi ekki til með að hafa áhrif á rekstur Ríkisútvarpsins á þessu ári. Hann segist hafa orð ráð- herra fyrir því að tekjutapið, sem þessu fylgi, verði bætt upp á annan hátt. „Við munum halda okkar striki varðandi þær áætlanir sem hér hafa verið gerðar um rekstrarútgjöld,“ sagði Markús Örn. 7% hækkun afnotagjalda hefði þýtt 140 milljónir króna í tekjur fyrir RÚV. „Mér var tilkynnt um þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar í morg- un. Ég hef orð ráðherra fyrir því að þetta eigi ekki að hafa áhrif í þá átt að skaða Ríkisútvarpið varðandi heildaráætlanir um fjárhag þess á árinu. Þessum tekjumissi verður mætt með öðrum aðgerðum,“ sagði Markús Örn. Hann sagði, að í því sambandi væri sérstaklega verið að líta til framlags Ríkisútvarpsins til Sinfóníuhljómsveitar Íslands og auknar lífeyrisskuldbindingar, sem lagðar hafa verið á Ríkisútvarpið á undanförnum árum. Hann sagði, að samkvæmt fjárlög- um væri gert ráð fyrir því að framlag RÚV til Sinfóníuhljómsveitarinnar næmi 104 milljónum króna á þessu ári. Tekjutap RÚV verður bætt upp „HVER er að gægjast í róluna mína?“ gætu þessi krakkakríli verið að hugsa þar sem þau stara í átt til ljósmyndarans. Þrátt fyrir frost og fimbulkulda láta leikskólabörn um borg og bý ekki bugast heldur leika sér óhikað útivið eins og sannast á þessum krökkum sem sveifluðu sér fram og aftur í rólunum við Leik- skólann Rekagranda í gær. Þá er samt vissara að vera vel gallaður svo að kuldaboli nái ekki að bíta í annað en einn og einn nebba og kalda kinn. Morgunblaðið/Sverrir Sveifla í frostinu ♦ ♦ ♦ OLÍUFÉLAGIÐ og Skeljungur hafa ákveðið að lækka verð á gas- olíu um eina krónu. Verð á bensíni verður hins vegar óbreytt. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað milli mánaða og segir í til- kynningu frá Olíufélaginu að tilefni hafi verið til hækkunar, en með því að hækka ekki vilji Olíufélagið leggja sitt af mörkum til að ná þeim efnahagsmarkmiðum sem sett hafa verið. Verð á gasolíu hjá Olíufélaginu efir lækkunina er 46.90 kr. á lítra. Flotaolía og svartolía lækka um 50 aura og mun lítrinn af flotaolíu eftir lækkun kosta 29.80 kr., en lítrinn af svartolíu mun kosta 27.72 krónur. Hjá Skeljungi kostar lítrinn af dieselolíu eftir verðbreytinguna 46,90 krónur. Ekki lá fyrir í gær hvort verð- breytingar yrðu hjá OLÍS. Gasolía lækkar um krónu um mánaðamót Bensínverð verður óbreytt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.