Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 11 VERSLUNARKEÐJAN Konsum í Svíþjóð hefur náð undraverðum ár- angri í að markaðssetja lífrænt ræktaða matvöru á undanförnum árum. Á árunum 1991 til 2000 tí- faldaðist salan á slíkri matvöru og á sama tíma jókst velta fyrirtækisins um 500 milljónir sænskra króna. Johan Ununger umhverfisráðgjafi hefur starfað fyrir fyrirtækið frá árinu 1995 og í dag heldur hann fyr- irlestur á ráðstefnu Landverndar sem ber yfirskriftina Góðar vörur – betra umhverfi, en hana sækja fulltrúar fyrirtækja í framleiðslu og verslun. Johan starfrækir ráðgjafafyrir- tæki í Stokkhólmi á sviði umhverf- ismála sem heitir Ununger og Wrenfelt AB og er Konsum versl- anirnar einn af stærri viðskiptavin- um þeirra með um 450 verslanir um alla sunnanverða Svíþjóð. „Ég er ráðgjafi í því hvernig maður getur nýtt sér umhverfisvæna hugsun í versluninni og hvernig umhverfis- málin geta hjálpað fyrirtækinu. Konsum hafði lengi verið að velta umhverfismálum fyrir sér þegar við byrjuðum að vinna fyrir þá og var meðal þeirra fyrstu sem unnu að greiningu á því hvað væri mik- ilvægast fyrir fyrirtækið í þessum efnum.“ Konsum er matvöruverslunar- keðja og að sögn Johans kemur stærsti hluti matarins frá landbún- aði en fiskmeti telur aðeins örfá prósent. „Þess vegna hefur Kons- um lagt aðaláherslu sína á landbún- aðinn og hefur haft þann kost fram- yfir aðra að fyrirtækið hefur lengi vel haft gott samband við þá bænd- ur sem hafa verið að prófa sig áfram með umhverfisvænni aðferð- ir en gengur og gerist í hefðbundn- um landbúnaði eða það sem við köllum lífræna ræktun. Þar hafði Konsum einstakt tækifæri því það hafði verið með í að byggja upp líf- ræna ræktun í landinu. Konsum hafði einnig tekið þátt í að byggja upp þá eftirlitsstofnun sem sam- þykkir framleiðsluna og gefur út sérstaka merkingu þar að lútandi.“ Auglýst eftir bændum Johan segir að þetta samband Konsum við þá bændur sem stunda lífræna ræktun hafi skipt sköpum því strax þar hafði fyrirtækið ákveðið forskot á samkeppnisaðil- ana. „Hugmyndin var sú að kenna viðskiptavinunum að velja ekki ein- ungis mat út frá verði heldur einnig út frá því hvernig hann væri fram- leiddur. Tækist fyrirtækinu að fá viðskiptavinina til að meta lífrænt ræktaða vöru þannig að þeir veldu hana fram yfir aðra, þá þyrftu þeir að snúa sér að Konsum því það hefði miklu meira að bjóða á því sviði en aðrir. Þannig yrði Konsum á undan í samkeppninni.“ Johan segir margar aðferðir mögulegar við að ná til viðskipta- vinanna þótt það sé ekki beinlínis einfalt. „Grundvallaratriðið er að vera trúverðugur í markaðssetn- ingunni,“ segir hann. „Það nægir ekki að auglýsa vöruna heldur verður fyrirtækið sjálft að vera um- hverfisvænt og markaðssetja sig sem slíkt. Og það getur tekið lang- an tíma að byggja upp þennan trú- verðugleika.“ Hann segir fyrsta skrefið hafa verið tekið þegar Konsum birti auglýsingu í sænsku landbúnaðar- tímariti þar sem óskað var eftir bændum sem vildu beita umhverf- isvænum aðferðum við búskapinn og framleiða lífrænt ræktaða mat- vöru. „Þeirri auglýsingu var beint til bændanna árið 1985 því strax þá fundu menn fyrir því að eftirspurn- in eftir lífrænni ræktun var meiri en framboðið. Fjöldi bænda tók þá við sér þar sem mörgum þeirra fannst rangt að úða eitri á matinn og annað slíkt. Með þessu náði maður fram trúverðugleika meðal þeirra bænda sem vildu eitthvað annað en hefðbundinn búskap.“ Eitri úðað á súpu Varðandi neytendurna hefur Konsum þróað sitt eigið vörumerki fyrir lífrænan mat sem kallast Änglamark. Í ár hefur Konsum staðið fyrir áleitinni auglýsingaher- ferð í dagblöðum og sjónvarpi sem að sögn Johans hefur valdið tölu- verðu uppnámi meðal bænda sem stunda hefðbundinn búskap. „Í einni sjónvarpsauglýsingu mátti sjá par á veitingastað að borða súpu. Þjónustustúlka kemur að borðinu með eiturúðara í hendi og úðar svo- litlu í súpuna. Parið spyr forviða hvað gangi á, hversvegna hún sprauti eitri í súpuna og hún svarar því til að það sé það sem allir hinir vilja. Þannig að samhliða því að byggja upp lífræna ræktun hafa verið mjög skýr skilaboð til al- mennings um sannfæringu fyrir- tækisins þannig að við erum trú- verðugir í þessum efnum.“ Hann segir að salan á vörumerk- inu Änglemark hafi gengið vonum framar og í fyrra hafi söluaukning- in á því numið 40 prósentum. Eft- irspurnin á sænska markaðinum eftir lífrænt ræktuðum mat sé mikil og árlega seljist lífrænt ræktaðar vörur fyrir um það bil einn milljarð sænskra króna. Það hafi verið reiknað út að ef framboðið svaraði eftirspurninni væri hægt að selja lífræna ræktun fyrir um tvo og hálfan milljarð sænskra króna. „Þannig að eftirspurnin er miklu meiri en framboðið enda hefur hún vaxið gríðarlega undanfarin ár.“ Johan vísar einnig til söluaukning- arinnar á lífrænum vörum í Kons- um en þar tífaldaðist salan frá árinu 1991 til ársins 2000. Á sama tíma batnaði afkoma fyrirtækisins um 500 milljónir sænskra króna. Hann tekur þó fram að vissulega eigi fleiri þættir en lífrænn matur þátt í afkomunni en þetta fari þó saman. Johan segir eftirspurnina eftir lífrænum vörum einnig vera meiri en framboðið þegar litið er á heims- markaði og því sé mikilvægt fyrir þá, sem vilja vinna markaði erlend- is, að tileinka sér lífræna búskap- arhætti. „Þegar litið er á lífræna ræktun í heiminum er hún enn sem komið er lítill hluti af heildinni en hún vex af miklum krafti. Jafnvel í Brasilíu, þar sem ég þekki svolítið til, eru heilu fylkin sem mæla sér- staklega með því að bændur innan þeirra stundi lífrænan búskap. Og í Englandi er mikið um lífræna ræktun, t.d. hefur Karl Bretaprins eigið vörumerki á þessu sviði. Þannig að veröldin er virkilega að koma til hvað þetta varðar,“ segir Johan að lokum. Markaðssetning á lífrænt ræktuðum matvörum hefur tekist vonum framar í Svíþjóð Trúverðug- leiki grund- vallaratriði Morgunblaðið/Ásdís Johan Ununger: „Það nægir ekki að auglýsa vöruna heldur verður fyrirtækið að vera umhverfisvænt og markaðssetja sig sem slíkt.“ NOKKUR sveitarfélög tilkynntu í gær um ákvarðanir varðandi gjald- skrárlækkanir og aðrar breytingar sem eiga að miða að því að halda verðlagi í landinu stöðugu. Hafnarfjörður Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að lækka gjaldskrá fyrir þjónustu grunnskóla bæjarins um 25%, frá og með deginum í dag. Þá hefur bæjarráð ákveðið hækka tekjumörk ellilífeyrisþega úr 8% í 12% vegna niðurfellingar fasteigna- skatts og holræsisgjalda frá og með síðustu áramótum. Í fréttatilkynningu frá bænum segir að þessar gjaldskrárlækkanir leiði að óbreyttu til um 6 milljóna króna aukinna útgjalda bæjarsjóðs Hafnarfjarðar. Áður hefur komið fram að leik- skólagjöld í Hafnarfirði hafa verið óbreytt frá 1. janúar 2001 og að raf- orkuverð í bænum lækkaði um 14% á síðasta ári. Þá hefur álagning fast- eignaskatta á íbúðarhúsnæði verið lækkuð úr 0,375% af fasteignamati niður í 0,32% og lóðarleiga verið lækkuð úr 1% af fasteignamati niður í 0,5%. Segir í fréttatilkynningu frá bænum að heildarálögur á skatt- greiðendur að þessu leyti hafi því ekki hækkað. Kópavogur Bæjarráð Kópavogs hefur einnig samþykkt tillögur sem miða að því að stemma stigu við verðlagsþróun. Var ákveðið að falla frá fyrirhugaðri gjaldskrárhækkun á leikskólum á árinu 2002 auk þess sem styrkur til einkarekinna leikskóla verður auk- inn í því augnmiði að þeir geti einnig fallið frá gjaldskrárhækkunum á árinu. Þá verður fallið frá fyrirhug- aðri hækkun á dvalargjaldi „Dæg- urdvalar“ í grunnskólum bæjarins. Loks verður veittur 7,5% afsláttur af námsgjaldi Skólahljómsveitar Kópavogs. Í fréttatilkynningu frá bænum segir að þessar ákvarðanir komi barnafjölskyldum sérstaklega til góða. Langveigamesta ákvörðunin fyrir bæjarbúa hafi hins vegar verið tekin við gerð síðustu fjárhagsáætl- unar þegar samþykkt var að nýta ekki til fulls heimilaða útsvarsálagn- ingu sem er 13,03% heldur halda henni óbreyttri í 12,7%. Árborg Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að draga til baka áður samþykkta 5,3% hækkun á álagningarhlutfalli holræsagjalds og verður það því óbreytt frá fyrra ári eða 0,15%. Eins var ákveðið að draga til baka 15% hækkun á sorpgjaldi á íbúðarhús- næði og verður það óbreytt eða 9.000 krónur á íbúð á ári. Loks ákvað bæjarráð að veita 15% afslátt af lóðarleigu vegna íbúðar- og at- vinnulóða í sveitarfélaginu vegna hækkunar á lóðarmati milli ára. Akranes Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt að lækka dagvistargjöld leik- skólanna frá og með 1. mars næst- komandi þannig að þau verði þau sömu og fyrir 1. október síðastlið- inn. Þá samþykkti bæjarráð að sundlaugagjöld verði óbreytt út ár- ið. Kemur fram í fréttatilkynningu frá bæjarráði að verð á heitu vatni hafi lækkað um 34% að meðaltali 1. desember síðastliðinn og um leið hafi verð á rafmagni til heimila lækkað um 11%. Verðlækkun heita vatnsins nemi um 60–70 milljónum króna á Akranesi „og er því ein sér drjúgur skerfur í baráttunni gegn verðbólgu,“ segir í tilkynningunni. Mörg sveitarfélög tilkynna gjaldskrárlækkanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.