Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, segir ljóst að lággjalda- flugfélagið Go-fly hafi ekki hætt flugi til Íslands vegna hárra gjalda á Keflavíkurflugvelli, enda hafi flug- völlurinn verið í fimmta lægsta sæti af tólf flugvöllum í Evrópu í könnun sem utanríkisráðherra lét fram- kvæma. „Það er tiltölulega ódýrt að fljúga inn á Keflavíkurflugvöll miðað við þennan samanburð og miðað við þotu af gerðinni Boeing 737-300,“ sagði utanríkisráðherra við utandag- skrárumræður á Alþingi í gær um málefni flugfélagsins Go-fly. Málshefjandi var Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingarinn- ar. Hann sagði það slæm tíðindi fyrir almenning og ferðaþjónustu í land- inu að Go-fly hafi hætt að bjóða ferð- ir til Íslands. Að sögn Össurar sýna kannanir að 70% farþega, sem fljúga með lággjaldafélögum, ferðist bein- línis vegna lágra fargjalda og því hefði flug Go-fly eflaust skilað hingað þúsundum farþega sem annars hefðu ekki komið til landsins. Varpaði Öss- ur þeirri spurningu til samgönguráð- herra, hvort hann teldi þetta ekki al- varleg tíðindi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Össur sagði forráðamenn Go hafa gefið þá skýringu að afgreiðslu- og lendingargjöld væru um fjórðungi hærri hér á landi en í þeirri borg sem væri næstdýrust af þeim borgum sem þeir skipta við. Samkvæmt reynslu þeirra væru afgreiðslugjöld á Keflavíkurflugvelli einnig ríflega tvisvar sinnum hærri en í Kaup- mannahöfn og fjórum sinnum dýrari en í Munchen. „Ástæðan fyrir þessu, herra for- seti, er fyrst og fremst skortur á samkeppni. Það er einfaldlega þann- ig að það er bara eitt fyrirtæki, ISG, sem hefur samninga við flugstöðina um aðstöðu til þess að afgreiða stór- ar farþegaþotur. Og þetta er í mínum huga ekkert annað en skýrt dæmi um hreina og klára einokun,“ sagði Össur. Skaðar íslenska ferða- þjónustu og þjóðarhag Þá benti Össur á að skortur á sam- keppni væri ekki eina ástæðan held- ur kæmu þar einnig til ákaflega háir skattar á hvern farþega. „Þetta eru flugvallarskattur, innritunargjald og síðan er nýlega komið á öryggiseft- irlitsgjald. Þetta nemur samtals um 2.500 krónum á hvern farmiða og það segir sig sjálft að það er giska há upphæð þegar menn eru að tala um farmiða á bilinu 15-20 þúsund krón- ur. Af sjálfu leiðir þá, að þegar af- greiðslugjöld eru há, þegar lending- argjöld eru há, þegar skattar hins opinbera eru háir, þá beina lág- gjaldaflugfélög á borð við Go-fly far- kostum sínum annað. Það skaðar hins vegar kaupmátt alls þorra al- mennings, það skaðar íslenska ferða- þjónustu og það skaðar íslenskan þjóðarhag,“ sagði Össur. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra, sagði að gerður hefði verið samanburður fyrir utanríkisráðu- neytið á flugvallargjöldum á nokkr- um flugvöllum í Evrópu og niður- stöður þeirra könnunar leiddu í ljós að Keflavík væri í fimmta lægsta sæti af tólf flugvöllum í Evrópu. Því væri tiltölulega ódýrt að fljúga inn á Keflavíkurflugvöll miðað við þotu af gerðinni Boeing 737-300. „Þá kostar það á vél 274.334 krón- ur en er ódýrast í París, 156.144. Það verður líka að taka tillit til þess að af þessu er tæpur helmingur flugvall- arskattur sem ekki rennur til Kefla- víkurflugvallar. Hann rennur til upp- byggingar flugvalla í landinu samkvæmt ákvörðun Alþingis. Ef sá skattur væri ekki fyrir hendi, sem ég er ekki á nokkurn hátt að leggja til að verði lagður af því hann er mikilvæg- ur til uppbyggingar á öðrum flugvöll- um, þá væri kostnaður á Keflavíku- flugvelli lægstur. Lendingargjöld eru 46.794 krónur og farþegagjöld 57.041 króna og öryggisgjald 33.000, eða samtals 146.834 krónur.“ Rætt verði við Go um flug til Akureyrar og Egilsstaða Utanríkisráðherra sagði þetta staðreyndir sem lægju fyrir og það mætti taka fram að flugfélagið Go hefði aldrei leitað eftir viðræðum við yfirvöld hér á landi um þessi mál. Þá sagði Halldór það ekki rétt að aðstaða til samkeppni væri ekki til staðar í flugstöðinni, því öll fyrirtæki hefðu aðgang að búnaði til þess að stunda þar sína starfsemi. „Það er mikilvægt að staðreyndir málsins séu hafðar á borðinu og það liggi ljóst fyrir af hverju viðkomandi aðili hætti að fljúga hingað. Það er að minnsta kosti ekki vegna þess að Keflavíkurflugvöllur sé dýrasti flug- völlur í Evrópu. Staðreyndir í þess- ari úttekt segja allt annað og á því ber að byggja en ekki einhverjum sögusögnum,“ sagði utanríkisráð- herra. Fleiri þingmenn tóku þátt í um- ræðunum og sakaði m.a. Árni Stein- ar Jóhannsson, þingmaður Vinstri- grænna, stjórnvöld um andvaraleysi í málinu. Þá beindi hann þeirri spurningu til samgönguráðherra hvor hægt væri að skoða þann mögu- leika að hefja viðræður við Go-fly um flug til Akureyrar eða Egilsstaða. Össur Skarphéðinsson gagnrýndi Sturlu Böðvarsson fyrir að taka ekki til máls við umræðurnar og svara þeim spurningum sem til hans væri beint. Samgönguráðherra sagðist ekki hafa komist að, en vera „að sjálf- sögðu reiðubúinn til að svara þeim spurningum síðar sem hér komu upp varðandi ferðamál og fleira“. Utandagskrárumræða á Alþingi um málefni flugfélagsins Go-fly Segir Keflavíkurflugvöll með þeim ódýrari í Evrópu Reuters Landssím- inn ekki seldur á undirverði STURLA Böðvarsson (D) sam- gönguráðherra segir að stjórnvöld hafi gengið til viðræðna um sölu á hlut í Símanum af fullum styrk þess sem á það fyrirtæki og ekki þurfi að hafa áhyggjur af að fyr- irtækið verði selt á undirverði. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs við upphaf þing- fundar og vildi ræða þá breyttu stöðu sem hann sagði hafa orðið eftir að tveir þingmenn Framsókn- arflokksins, þeir Magnús Stefáns- son og Kristinn H. Gunnarsson, sögðu í umræðum um sölu Símans á miðvikudag að hugsanlega þyrfti að endurskoða söluferilinn. Sturla sagði að fram hefði komið í máli þingmannanna að þeir hefðu ekki í höndunum forsendur sem gæfu til- efni til breytinga. Hann sagði að eðlilegt væri jafnan að gá til veð- urs áður en næstu skref væru stig- in en við söluna væri einkanlega hugsað um hagsmuni eiganda fyr- irtækisins og notenda þjónustunn- ar. Ríkisendurskoðun sett í mjög erfiða stöðu Fleiri þingmenn stjórnarand- stöðunnar tóku til máls og gagn- rýndu stöðu mála. Kölluðu þeir m.a. eftir svörum frá forustu Framsóknarflokksins en enginn þingmaður flokksins tók til máls. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður vinstri grænna, gerði í um- ræðunni grein fyrir óskum þing- flokks VG um að Ríkisendurskoðun geri úttekt á störfum einkavæðingarnefndar í tengslum við sölu Landssímans. Samgönguráðherra gagnrýndi harkalega slíka beiðni til forseta Alþingis þar sem einkavæðingar- nefnd hefði með höndum pólitíska vinnu stjórnarflokkanna og Ríkis- endurskoðun væri sett í mjög erf- iða stöðu með því að fara fram á að hún rannsakaði störf nefndarinnar. Þessi rök ráðherrans sagði Stein- grímur aldeilis fráleit og taldi al- veg eins gott að leggja Ríkis- endurskoðun niður mætti ekki fela henni slíkar úttektir á vinnubrögð- um stjórnvalda. KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR er í níunda sæti af þrettán flugvöllum hvað kostnað vegna flugvallargjalda snertir samkvæmt samanburði Deloitte og Touche, sem gerður er fyrir stjórnvöld. Jón Hákon Magn- ússon, talsmaður Go flugfélagsins hér á landi, segir að þarna sé um samanburð við dýra flugvelli að ræða sem lággjaldaflugfélög fljúgi ekki inn á. Samkvæmt samanburðinum er París- CDG ódýrastur en þar eru samanlögð flugvallargjöld miðað við ákveðnar forsendur 156.144 kr. Sambærileg gjöld á Keflavíkurflug- velli eru 274.334 kr. Dýrastur þess- ara flugvalla er hins vegar Kennedy flugvöllur í New York en þar eru flugvallagjöldin 699.240 kr. Unnið er að gerð skýrslu þar sem borinn er saman kostnaður á flug- völlum, en í minnisblaði Deloitte og Touche, þar sem þessar upplýsing- ar koma fram, segir að uppbygging gjaldskrár flugvalla sé með ólíkum hætti sem geri samanburð mjög erfiðan. Gjaldskrárstofn byggi ým- ist á fjölda farþega eða flugtaks- þyngd, en aðrar forsendur séu einn- ig notaðar, svo sem hávaði, árstími og tímasetning flugtaka og lend- inga. Einnig geti gjaldtaka verið mismunandi eftir því hvort um sé að ræða lággjaldaflug eða ekki. Þá sé einnig mismunandi hversu mikil þjónusta sé innifalin í gjaldskrá. Fram kemur síðan að í saman- burðinum sé miðað við Boeing 737- 300 vél en sú vél sé mjög algeng meðal lággjaldaflugfélaga og sum- artíma. Miðað sé við 110 farþega, 64 tonna flugtaksþyngd, lendingar og brottfarir milli miðnættis og sex á morgnana, flug innan EES, að bið- tími á flugvelli sé ein klukkustund og að um engan „transit“-farþega sé að ræða. Jón Hákon Magnússon, talsmað- ur lággjaldaflugfélagsins Go hér á landi, sagði í samtali við Morgun- blaðið að þarna væri um samanburð að ræða við dýra flugvelli og lág- gjaldaflugfélögin notuðu ekki þessa dýru flugvelli nema þau þyrftu þess. Hér væri enginn annar flug- völlur en þessi dýri Keflavíkurflug- völlur. Go og Ryan Air og fleiri flygju til dæmis ekki á Heathrow, De Gaulle eða Frankfurt. Þau flygju til flugvalla í grenndinni sem væru ódýrari. Keflavíkur- flugvöllur í níunda sæti Talsmaður Go segir samanburðinn gerðan við dýra flugvelli               !"#$% "   &   "   ' ( ) *     ( ! + ,    -  " .( /  0        "  +                 1                               23+              2   4567488 49:7:;4 <=474<8 <8;76;9 <;87==8 <;5798; =8675<; =687=;4 =9<7:6; =9<794= =>87965 6::786= 6>>7<8:    ? +?  +?  177 ,B?+   ,                        DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra hefur fallist á afsögn Hreins Loftssonar úr fram- kvæmdanefnd um einkavæð- ingu miðað við 10. febrúar næstkomandi. Í bréfi sem forsætisráð- herra hefur ritað til Hreins Loftssonar af þessu tilefni segir: „Vísað er til bréfs dags. 28. þ.m. þar sem þú segir af þér nefndarstörfum í fram- kvæmdanefnd um einkavæð- ingu. Störf þín í þágu einkavæð- ingar á undanförnum árum hafa verið framúrskarandi og þakka ég kærlega þátt þinn í þeirri breytingu sem einka- væðing hefur komið til leiðar í samfélagi okkar. Ég felst á afsögn þína úr nefndinni miðað við 10. febr- úar nk.“ Fellst á afsögn úr einka- væðing- arnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.