Morgunblaðið - 13.04.2002, Side 29

Morgunblaðið - 13.04.2002, Side 29
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 29 H OLLUR matur með nægu grænmeti og ávöxtum skiptir máli fyrir heilsu okkar og líðan. Það er líka mun auðveldara að halda þyngdinni í skefjum ef við borðum mat þar sem fitu og sykri er stillt í hóf. Svo má ekki gleyma að borða reglulega, þrjár til sex máltíðir á dag. Matur sem grip- inn er á hlaupum er sjaldan hollur.  Borðum grænmeti og ávexti – fimm á dag!  Veljum fituminni mjólkurvörur!  Borðum fjölbreytt fæði! Vissir þú að…  Sósan gerir oft gæfumuninn. Í einni matskeið af hamborgarasósu eru jafn- margar hitaeiningar og í 5 af súrsætri sósu, 8 af brúnni sósu (ef hún er ekki uppbökuð!) eða 20 af salsasósu!  Borða má tvær brauðsneiðar í stað einnar með því að smyrja þunnt eða nota sinnep í staðinn fyrir þykkt lag (10 g) af smjöri, Smjörva eða majones. Fimm hundruð grömm af grænmeti og ávöxtum á dag minnka líkur á hjartasjúkdómum og mörgum krabbameinstegundum.  Samkvæmt verðkönnun ASÍ og Manneldisráðs 15. október 2001 kostaði það 72 krónur að fá 200 grömm af grænmeti á dag.  Það er auðveldara en þú heldur að ná fimm skömmtum af grænmeti og ávöxtum á dag:  Það er gott að grípa ávöxt til að seðja hungrið milli mála.  Er ekki salat með hádegismatnum?  Kvöldmaturinn er fátæklegur án einhvers grænmetis.  Grænmeti gefur matnum lit, er þinn matur nokkuð í svart/hvítu?  Landlæknisembættið [merkið] í samvinnu við: Manneldisráð – Ísland á iði 2002, sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands og Íþróttafræðasetur Kennaraháskóla Íslands. Heilsan í brennidepli Dekraðu við sjálfan þig – borðaðu hollan mat! Matur gripinn á hlaupum er sjaldan hollur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.