Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ í máli ákæru- valdsins gegn Árna Johnsen og fjórum öðrum lauk í gær og var málið tekið til dóms. Í málflutnings- ræðu sinni sagði Bragi Steinarsson, vararíkissaksóknari að eðlileg refs- ing fyrir brot Árna væri 2½ ár í fangelsi og aldrei minna en 2 ár. Skilorðsbinding refsingar kæmi ekki til greina og væri skárra að stytta frekar refsitímann. Jakob R. Möller, verjandi Árna, sagði ákæruna yfir Árna að stórum hluta í skötulíki og sönnunarfærsla vararíkissaksóknara hefði verið í molum. Krafðist hann að Árni yrði sýknaður af þeim 15 ákæruliðum sem hann hefði neitað sök í. Jakob sagði að hugmyndir vararíkissak- sóknara um refsingu væru „út úr kortinu“. Taka yrði tillit til þess að afar lítið tjón hafi orðið af brotum Árna, hann hefði endurgreitt vegna þeirra brota sem hann hefði játað. Auk þess hefði hann orðið að láta af störfum sem alþingismaður en við það hefðu framtíðarhorfur hans gjörbreyst. Að öðru leyti krafðist Jakob þess að Árna yrði ekki gerð refsing vegna brota sinna en til vara að hún yrði skilorðsbundin. Þá yrði allur sakarkostnaður greiddur úr ríkissjóði. Lögmenn þeirra sem ákærðir voru ásamt Árna kröfðust allir sýknu fyrir sína skjólstæðinga. Vitni greindu flest öðruvísi frá atburðum Framburður þeirra vitna sem komu fyrir dóm í gær, renndu í fæstum tilvikum stoðum undir skýr- ingar Árna varðandi þau brot sem hann neitar að hafa framið. Í vitnisburði Árna við upphaf að- almeðferðarinnar kom m.a. fram að misskilningur hefði orðið til þess að tvær pantanir fyrir samtals 1,5 milljón króna hefðu verið settar á reikning byggingarnefndar Þjóð- leikhússin. Starfsmenn BYKO, sem báru vitni í gær, sögðu hins vegar að Árni hefði kveðið skýrt á um að nefndin ætti að borga vörurnar. Áður en Árni kom til að sækja fyrri pöntunina lét Guðmundur Haukur Reynisson, sölumaður í BYKO, kanna hjá Ríkiskaupum hvort stofnunin stæði fyrir fram- kvæmdum við Þjóðleikhúsið en svo var ekki. Í samráði við Árna hefðu vörurnar síðan verið settar á kenni- tölu byggingarnefndar Þjóðleik- hússins en Árni hefði talað um að þetta væri vegna viðbyggingar á leikmunageymslu. Jakob R. Möller, verjandi Árna, spurði Guðmund hvort hann hefði komið upplýsing- um um málið í fréttaskot DV og sagði hann þetta varða trúverðug- leika vitnisins. Guðjón St. Marteins- son dómari hugðist í fyrstu neita honum um að fá að spyrja þessarar spurningar þar sem hún varðaði ekki sakarefnið en ákvað síðan að leyfa spurninguna. Spurði Jakob þá aðra starfsmenn BYKO sem komu fyrir dóm þessarar spurningar en þeir neituðu báðir. Þeir Steingrím- ur Birkir Björnsson sölustjóri og Jón Bjarni Jónsson, sölumaður hjá BYKO, könnuðust hvorugur við að Árni hefði rætt persónuleg viðskipti sín við BYKO þegar hann ræddi um pantanirnar fyrir Þjóðleikhúsið og sögðu báðir að skýrt hefði verið að reikningurinn hefði átt að fara til byggingarnefndarinnar. Fyrir dómi á miðvikudag sagði Árni að þéttidúkur, sem hann keypti hjá Fagtúni hf., hefði fyrir misskilning verið stílaður á bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins. Bræð- urnir Hallgrímur og Bjarni Axels- synir hjá Fagtúni sögðu að verkbeiðnin, sem reikningurinn byggðist á, hefði verið fylltur út skv. fyrirmælum Árna. Enginn vafi hefði leikið á því að reikningurinn átti að greiðast af byggingarnefnd Þjóðleikhússins og kannaðist hvor- ugur við að Árni hefði rætt per- sónuleg viðskipti sín þegar hann pantaði dúkinn, en þá skýringu hafði Árni gefið á misskilningnum. Hallgrímur sagði að „eftir að þessi mál komu upp í blöðum“ hafi Árni hringt og beðið um að þeir létu reikninginn bíða sem þá var orðið of seint. Nokkru síðar hringdi Árni í þá bræður þar sem þeir voru stadd- ir á skútu í Miðjarðarhafinu og bað Bjarna um að reikningurinn yrði sendur á 2Þ sem er verktakafyr- irtæki í Vestmannaeyjum. Það hefði verið gert og reikningurinn væri löngu greiddur. Við lögreglurann- sókn fannst umræddur dúkur á litlu timburhúsi við heimili Árna í Vest- mannaeyjum. Kvittanir fyrir „prívatbókhald“ Grímur Þór Gíslason matreiðslu- meistari gaf út aðra af tveimur kvittunum sem Árni er ákærður fyrir að framvísa sem röngum skýrslum til yfirvalda. Hefur Árni borið að hafa týnt umslagi með reikningum fyrir þessa þjónustu. Grímur Þór sagði fyrir dómi í gær að Árni hefði beðið hann um að út- búa reikning fyrir Árna upp á 118.000 krónur. Sagðist Grímur ekki hafa orðið við bóninni þar sem hann hefði þá þurft að greiða virð- isaukaskatt af reikningnum. Árni hefði þá sagt að þetta væri fyrir sitt „prívatbókhald“, reikningurinn þyrfti ekki að vera númeraður og samþykkti Grímur þá að útbúa kvittun. Spurður af verjanda Árna, sagði Grímur að viðskipti Árna við veitingastað hans hefðu numið a.m.k. 118.000 kr. fyrir síðustu 12 mánuði áður en kvittunin var gefin út, sérstaklega ef taldir væru með allir þeir hópar og viðskiptavinir sem Árni hefði komið með til sín. Árni er ákærður fyrir umboðs- svik vegna greiðslu til Torf- og grjóthleðslunnar fyrir 645.000. Hef- ur Árni sagt að greiðslan hefði verið vegna óánægju fyrirtækisins með vanhöld á samningum vegna fram- kvæmda í Bröttuhlíð í Grænlandi. Víglundur Kristjánsson hjá Torf- og grjóthleðslunni hf. kom fyrir dóm og staðfesti hann frásögn Árna af atburðum. Bragi Steinarsson vara- ríkissaksóknari hugðist spyrja hann hvort greiðslan tengdist fram- kvæmdum sem Torf- og grjóthleðsl- an vann við heimili Árna í Vest- mannaeyjum um svipað leyti og greiðslan var innt af hendi, en dóm- arinn stöðvaði Braga og sagði að spurningin tengdist ekki ákærunni. Öll brotin framin í opinberu starfi Að loknum vitnaleiðslum fluttu sækjandi og verjendur málflutn- ingsræður sínar. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari minnti á að öll ákæruatriðin vörðuðu brot í opinberum störfum og því ætti refsingin að vera helm- ingi meiri en ella. Hæfileg refsing væri 2½ árs fangelsi og ekki kæmi til greina að skilorðsbinda hana. Bragi sagði að eina afsökun og eina vörn Árna væri að hann hefði talið sig eiga rétt á þessum greiðslum og með þessu hefði hann verið að taka sér laun. „Þessar varnir duga kannski honum en engum öðrum“ og dómurinn gæti alls ekki tekið þessa vörn til greina, sagði Bragi. Árni hefur játað 12 ákæruliði en Bragi taldi að allmargir fleiri væru í raun játaðir. Vegna flestra annarra ákæruliða væri augljóst að dómur- inn yrði að sakfella Árna. Fánar og ljósasería hefðu t.d. verið „prívat- kaup“ Árna og serían verið meðal þess góss sem kom í ljós við lög- reglurannsókn. Vörur sem færðar voru á reikning byggingarnefndar BYKO, samtals fyrir 1,5 milljón króna, hefði Árni ætlað til eigin nota enda hefðu vörurnar farið beinustu leið frá BYKO til Vest- mannaeyja. Sama ætti við um tvo þéttidúka sem hefðu báðir ratað til Vestmannaeyja og annar þeirra reyndar fundist á þaki smíðahúss við heimili Árna þar. Talsvert var rætt um ákæru gegn Árna um fjár- drátt af bankareikningi Vestnor- ræna ráðsins 22. júní 2001. Fyrir dómi á miðvikudag sagði Árni að 780.000 krónurnar sem hann tók út af reikninginum hefðu átt að ganga til Þorvaldar Vigfússonar smiðs, sem fyrirframgreiðsla vegna smíði á 32 kistilhnöllum en síðan hefði kom- ið í ljós að hann treysti sér ekki til verksins. Sagði Bragi að þarna hefði Árni notfært sér gamlan vin sinn til að verða sjálfum sér úti um peninga. Þegar allt hefði verið kom- ið í háaloft vegna mála Árna, seinni- partinn í júlí í fyrra, hefði hann fengið Þorvald með sér í bankann og látið hann leggja féð aftur inn á reikning ráðsins. Þar sem Þorvaldur er alvarlega veikur var tekin skýrsla af honum á sjúkrahúsi í gær. Við málflutnings- ræðu Braga kom í ljós að verjandi og dómari voru ekki fyllilega sam- mála honum um það sem kom fram við skýrslutökuna. Engu að síður sagði Bragi að enginn vafi léki á sekt Árna. Hið sama ætti við varð- andi efni í stafverkshús sem Ístak lagði út fyrir og flutti til landsins. Sagði Bragi að Ístak hefði fært byggingarefnið til gjalda í bókhaldi en eftir að mál Árna komust í há- mæli hefði efnið verið fært honum til skuldar. Dómarinn spurði hvaða sönnunargögn sýndu fram á að Árni hefði hlutast til um að þetta yrði fært til gjalda á reikningi Ístaks og benti á að forsvarsmenn fyrirtæk- isins hefðu sagt þetta vera mistök. Bragi sagðist m.a. byggja þetta á því hvernig Ístak fór með beiðni Árna og að í tölvupósti hefði komið fram að Tómas Tómasson, yfirverk- fræðingur hjá Ístak, hefði sagt að hann byggist við að fyrirtækinu yrði falin smíðin. Þarna væri um að ræða hagsmunafé og spurði Bragi hvernig hægt væri að bera fé á op- inberan starfsmann með skýrari hætti en þarna hefði verið gert. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær var framburður þeirra Björns K. Leifssonar og Gísla Haf- liða Guðmundssonar ólíkur um meintar mútugreiðslur til Árna. Vararíkissaksóknari sagði það auma og máttlausa vörn af hálfu Björns að segjast ekkert hafa viljað vita eða heyra af greiðslunni. Björn hefði verið greiðandi þótt Gísli Haf- liði hefði afhent féð, 650.000 krónur. Óvenjuleg en árangursrík vinnubrögð Jakob R. Möller hrl., verjandi Árna, hóf varnarræðu sína á því að benda á að skjólstæðingur sinn hefði verið þekktur fyrir árangursík en óvenjuleg vinnubrögð. Árni hefði sjálfur áætlað að hafa unnið 40 tíma á mánuði vegna viðhalds Þjóðleik- hússin og fyrir þetta fórnfúsa starf hefði hann þegið „ósæmilega lágt endurgjald“. Þó að þetta yrði ekki til þess að sök Árna félli brott yrði að taka tillit til þessara atriða. Þá hefði Árni verið afar samvinnufús við lögreglurannsókn og endur- greitt allt það fé sem hann hefði við- urkennt að hafa dregið sér. Jakob gagnrýndi ákæruvaldið harðlega og sagði ákæruna gegn Árna á löngum köflum vera í skötu- líki og sönnunarfærslurnar í molum. Þannig hefði vararíkissaksóknara ekki tekist að draga fram sannanir vegna margra ákæruatriðanna, oft væri óljóst fyrir hvaða brot verið væri að ákæra, orðalag væri óná- kvæmt, ekki hefði tekist að sýna fram á ásetning eða auðgunartil- gang og jafnvel hefðu röng vitni verið leidd fyrir dóminn. Varðandi síðasta atriðið benti Jakob á að Guðrún Halldóra Þorvaldsdóttir frá Íslensku fánasaumastofunni hefði ekki einu sinni rætt við Árna þegar hann pantaði fána, hún gæti því ekkert borið um hvort hann hefði pantað þjóðfána eða ríkisfána, en ákæra ríkissaksóknara stæði eða félli með þessu atriði. Þá hefði ákæruvaldið ekkert gert til að hrekja frásögn Árna af því hvernig fánarnir týndust. Frásögnin væri kannski ósennileg en hún væri kannski nákvæmlega nógu ósenni- leg til að vera sönn. Varðandi ljósaseríu, sem Árni er ákærður fyrir að hafa svikið út, sagði Jakob að ekkert hefði komið fram sem sýndi að Árni hefði ætlað að auðgast með þessum hætti. Eins og oft áður hefði Árni gengið í verk án þess að biðja fyrst um samþykki og í þetta skipti hefði það á vissan hátt komið honum í koll. Jakob sagði að misskilningur hefði orðið til þess að byggingar- nefnd greiddi fyrir viðskipti Árna í BYKO enda hefði þetta verið bak- fært stuttu síðar og áður en „ballið byrjaði“ og vísaði til fjölmiðlaum- fjöllunar um Árna. Þá hefði ekkert verið gert til að hnekkja frásögn Árna um hvernig garðdúkur, ætl- aður til viðgerða á Þjóðleikhúsinu, hefði hafnað í Vestmannaeyjum. Jakob sagði ekkert benda til þess að Ístak hefði mútað Árna með því að leggja út fyrir efni í stafverks- byggingu. „Hver var að múta hverj- um til að gera hvað?“ spurði Jakob og sagði engar sannanir liggja fyrir saknæmu athæfi. Vegna meintra mútugreiðslna frá Þjóðleikhúskjall- aranum til Árna sagði Jakob að vissulega hefði Árni tekið við fénu og þannig brotið gegn almennum hegningarlögum en brotið væri eins vægt og það gæti orðið. Þetta hefði þó ekki verið mútugreiðsla til Árna fyrir að samþykkja reikning vegna ýmissa framkvæmda í Þjóðleikhúss- kjallaranum. Minnti hann á að greiðslan hefði farið fram strax í kjölfar þess að Framkvæmdasýsla ríkisins samþykkti reikninginn. Þetta væri varla skynsamleg leið til að greiða mútur. Verjendur fjórmenningana sem ákærðir eru með Árna kröfðust allir sýknu og gagnrýndu jafnt ákæru sem málatilbúnað ákæruvaldsins. Pétur Guðmundarson hrl., verj- andi Tómasar Tómassonar, yfir- verkfræðings hjá Ístaki, sem er ákærður fyrir að hafa aðstoðað Árna við umboðssvik og fjárdrátt, sagði að Tómas hefði ekki haft ástæðu til annars en að treysta Árna. Hefði hann ekki haft ástæðu til annars en ætla að beiðnir sem Árni bað um, hefðu verið ætlaðar til framkvæmda við Þjóðleikhúsið. Eft- ir áralangt samstarf hefði ríkt trún- aðartraust milli þessara manna en síðan hefði komið í ljós að Árni hefði beitt Tómas blekkingum. Gestur Jónsson hrl., verjandi Björns K. Leifssonar, sagði óum- deilt að byggingarnefnd Þjóðleik- hússins hefði átt að greiða fyrr- nefndan reikning vegna framkvæmda í Þjóðleikhúskjallar- anum. Björn hefði hvorki gefið, lof- að né boðið Árna nokkra greiðslu. Jafnvel þó svo hefði verið hefði það verið skylda Árna að árita reikning- inn og því væri skilyrðum laga um mútugreiðslur til opinbers starfs- manns ekki fullnægt. Andri Árnason hrl., verjandi Gísla Hafliða Guðmundssonar, sagði að ef umboðssvik hefðu falist í útgáfu reikninga vegna kaffiveit- inga, hefði umbjóðandi sinn ekki getað vitað af því. Skilyrðum um saknæmi fyrir að útbúa reikningana hefði því ekki verið fullnægt. Þá væri ljóst að Þjóðleikhúskjallarinn hefði látið Árna í té veitingar fyrir þá upphæð sem rukkað hefði verið fyrir. Þá væri ákæra um mútu- greiðslur röng, m.a. vegna þess að greiðslan fór fram eftir að Árni hafði samþykkt fyrrnefndan reikn- ing. Hilmar Ingimundarson hrl., verj- andi Stefáns Axels Stefánssonar, krafðist einnig sýknu enda hefði skjólstæðingur sinn ekki vitað ann- að en að reikningur sem hann sendi Árna hefði verið vegna skuldar byggingarnefndar við Þjóðleikhús- kjallarann. Þá væri það rangt í ákæru að Stefán hefði verið fram- kvæmdastjóri Forum hf., þegar hið meinta brot var framið. Vararíkissaksóknari segir að miða eigi við að Árni Johnsen verði dæmdur í 2½ árs fangelsi Varnirnar duga Árna en engum öðrum Í málflutningsræðu sinni sagði verjandi Árna Johnsen að ákæra ríkissaksóknara væri að stórum hluta í skötulíki og sönn- unarfærsla hefði verið í molum. Krafðist hann sýknu fyrir þá ákæruliði sem Árni neitaði. Aðrir verjendur gagnrýndu ákær- una harkalega og kröfðust þess að skjól- stæðingar sínir yrðu sýknaðir. Morgunblaðið/Arnaldur Árni Johnsen við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.