Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 27 MEISTARINN.IS KRÖFTUGT OFNÆMISLYF Lóri t ín Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum ofnæmis. Lyfið er ætlað við frjókorna- og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnum með alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla af Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2-14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 16.05.00. ® FJÓRIR létust og 17 særðust þegar sprengja sprakk í fólksflutninga- vagni á leið til bæjarins Poso í Indónesíu, á miðri Sulawesi-eyju, síðastliðinn miðvikudag. Á þessu svæði hafa múslimar og kristnir menn barist um langa hríð. Stöð- ugur ófriður, allt síðan einræðis- herrann Suharto féll frá árið 1998, hefur skilið Indónesíu eftir í sárum. Fréttin af sprengingunni barst seint til höfuðborgarinnar Jakarta, enda er Poso um 1.600 km frá Jakarta. Að sögn lögreglu stendur leit yfir að þremur óþekktum einstaklingum sem fóru út úr vagninum áður en hann sprakk. Særðum farþegum var komið á sjúkrahús hið snarasta. Sprengingin er alvarlegasta tilræð- ið á Sulawesi-eyju síðan múslimar og kristnir menn sömdu um vopna- hlé í desember síðastliðnum. Rík- islögreglustjóri Indónesíu, Da’i Bachtiar, bað íbúa eyjarinnar um að halda ró sinni og ekki láta tilræðið hleypa öllu í bál og brand að nýju. Þrátt fyrir skærurnar hefur Indónesíuher flutt á brott um 1.500 hermenn frá svæðinu í kringum Poso, og segja forsvarsmenn hers- ins það vera til marks um bætt ástand á eyjunni. Sprengingar í síð- ustu viku, sem skemmdu nokkrar verslanir en sökuðu engan, ásamt sprengjutilræðinu í fólksflutninga- vagninum, benda þó til þess að öld- ur hafi síður en svo lægt á þessu svæði. Mannskætt tilræði í Indónesíu Jakarta. AP. RANNSÓKN er hafin á vegum öld- ungadeildar Bandaríkjaþings á því hvort ásakanir gegn bandarísku al- ríkislögreglunni, FBI, um að hafa hindrað rannsókn starfsmanns FBI í Minneapolis á meintum tengslum Zacarias Moussaoui við al-Qaeda hryðjuverkamenn, eigi við rök að styðjast. Patrick Leahy, formaður dóms- málanefndar öldungadeildar Banda- ríkjaþings, segir þörf á skýrum svör- um um hvaða upplýsingar hafi legið fyrir áður en árásirnar voru gerðar 11. september og hvers vegna ekkert hafi verið að gert þrátt fyrir mögu- legar vísbendingar um yfirvofandi hryðjuverk. Coleen Rowley, yfirlögfræðingur FBI í Minneapolis, sendi yfirmanni FBI, Robert Mueller, harðort bréf 21. maí síðastliðinn þar sem hún sak- aði yfirstjórn FBI um að hindra rannsókn á Moussaoui og flugnámi hans sumarið 2001, en Moussaoui hefur nú verið handtekinn vegna hryðjuverkanna 11. september. Gert var ráð fyrir að Rowley yrði kölluð fyrir öldungadeildina í gær, fimmtudag, en marga þingmenn fýsti að vita hvað hún teldi vera að FBI, til þess að fyrirbyggja mætti að svona háttalag endurtæki sig. George W. Bush forseti styður rann- sóknina, en Leahy segir hana mjög mikilvæga til þess að tryggja að FBI sinni raunverulegu hlutverki sínu, að gæta öryggis Bandaríkjanna. Vafi leikur á hvenær Mueller og aðaleftirlitsmaður dómsmálaráðu- neytisins, Glenn Fine, vissu af svo- nefndu Phoenix-minnisblaði, dag- settu í júlí 2001, um rannsókn á flugnámi íslamskra bókstafstrúar- manna í Arizona. Svo virðist sem minnisblaðinu hafi verið haldið leyndu eða það legið óhreyft þar til eftir árásirnar 11. september. Mueller hefur fyrirskipað upp- stokkun á starfsemi alríkislögregl- unnar með aukinni áherslu á varnir gegn hryðjuverkum. Meðal annars er gert ráð fyrir að valdamiklir yf- irmenn taki að sér stjórn á vettvangi og 900 nýir starfsmenn verði ráðnir fyrir haustið, aðallega tölvufræðing- ar, vísindamenn og tungumálafólk. Að sögn Muellers er nú fylgst með fjölda fólks allan sólarhringinn sem talið er tengjast al-Qaeda hryðju- verkahópnum. Rannsókn FBI á mögulegum fylgjendum al-Qaeda hefur vakið óhug meðal Bandaríkja- manna af arabaættum. Þingmenn krefja FBI sagna Washington. AP. JÓHANNES Páll páfi II mun ekki segja af sér í ár, líkt og sögusagnir höfðu gefið í skyn. Kaþólski bisk- upinn í Köln, Joachim Meis- ner, lýsti því yfir eftir samtal við páfann að hann myndi sitja í embætti uns dauðans stund rynni upp, líkt og fyrirrennarar hans hafi gert. Yfirlýsing Meis- ners styrkir svör Vatíkansins um sögusagnir í þá veru að páfi ætlaði að segja af sér í heimsókn til fæð- ingarborgar sinnar og fyrrum erki- biskupsdæmis, Krakár í Póllandi, nú í ágúst næstkomandi. Að sögn talsmanna Vatíkansins er páfinn störfum hlaðinn um þess- ar mundir og bíður hans mikil dag- skrá næstu mánuði. Pólskir bisk- upar höfðu talið að páfinn myndi setjast í helgan stein í pólsku klaustri, og nokkrir fyrirmenn inn- an kaþólsku kirkjunnar höfðu tekið undir þessar sögusagnir, enda páf- inn með Parkinson-veiki, lasburða og þreklítill. Síðastliðinn mánudag mátti sjá þverrandi þrek páfans á því, að hann tók á móti bólivíska forsetanum í einkaherbergjum sín- um en ekki í móttökuhöll Vatíkans- ins. Sögusagnir um afsögn páfa kveðnar niður Situr í embætti til dauðadags Jóhannes Páll páfi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.