Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 50
FRÉTTIR 50 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, þriðjudaginn 11. júní 2002 kl. 14:00 á eftirfarandi eignum: Álfabyggð 4, Súðavík, þingl. eig. Halldór Rúnar Jónbjörnsson, gerð- arbeiðandi Íbúðalánasjóður. Dalbraut 10, Ísafirði, þingl. eig. Guðmundur Þór Kristjánsson, Guð- laugur Jónasson og Elínborg Helgadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalána- sjóður. Ehl. Gunnars K. Ásgeirssonar í skipinu Þokki ÍS-210, sk.skr.nr. 6248, þingl. eig. Gunnar Kristinn Ásgeirsson, gerðarbeiðandi Leifur Árna- son hdl. Ehl. Þórðar G. Hilmarss. í skipinu Ritur ÍS-22, sk.skr.nr. 0612, þingl. eig. Þórður Guðjón Hilmarsson, gerðarbeiðendur Gjaldtökusjóður og Þróunarsjóður sjávarútvegsins. Fjarðargata 14, efri hæð, Þingeyri, þingl. eig. Viktor Pálsson og Sólveig Sigríður Guðnadóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Fjarðargata 35a, Þingeyri, þingl. eig. Jón Sigurðsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Fjarðargata 40, 2. h.t.v., Þingeyri, þingl. eig. Aðalsteinn Einarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hlíðargata 42, Þingeyri, þingl. eig. Jónína Kristín Sigurðardóttir og Konráð Kristinn Konráðsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Ísafjarðarbær. Hnífsdalsvegur 13, Ísafirði, þingl. eig. Bergvin Friðleifur Þráinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Hrönn ÍS-74, sk.skr.nr. 0241, þingl. eig. Nökkvi, gerðarbeiðandi sýslu- maðurinn á Ísafirði. Húni ÍS-68, sk.skr.nr. 1149, þingl. eig. Hafvör ehf,, gerðarbeiðandi Þróunarsjóður sjávarútvegsins. Kolfinnustaðir, Ísafirði, þingl. eig. Einar Halldórsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna. Langhóll, Ísafjarðarvegur, Ísafirði, þingl. eig. Óskar Friðbjarnarson, gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Miðtún 27, íbúð 0101, í kjallara, Ísafirði, þingl. eig. Jón Arvid Tynes, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Mjallargata 1, J, 0304, Ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Ísafjarðar- bæjar, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Pramminn Fjölvi, sk.skr.nr. 2196, þingl. eig. Sjóverk ehf., Ísafirði, gerð- arbeiðendur Byggðastofnun og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Ránargata 3, Flateyri, þingl. eig. Hálfdán Kristjánsson og Hugborg Linda Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Seljalandsvegur 54, Ísafirði, þingl. eig. Sakhorn Khiansanthia og Salómon Ágúst Ágústsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Stekkjargata 38, kæliklefi og geymsluhús, Ísafirði, þingl. eig. Óskar Friðbjarnarson, gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Túngata 1, ásamt öllum tilh. rekstrartækjum, Suðureyri, þingl. eig. Timbur og íshús ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Túngata 4, Flateyri, þingl. eig. Leikfélag Flateyrar, gerðarbeiðendur Ísafjarðarbær og Vátryggingafélag Íslands hf. Vífilsmýrar l og ll, Mosvallahreppi, Ísafjarðarbæ, þingl. eig. Jarðasjóð- ur ríkisins, gerðarbeiðendur Ísafjarðarbær og Lánasjóður landbúnað- arins. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 6. júní 2002. TIL SÖLU Trjáplöntusalan Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ (við hliðina á versluninni 11-11) Aspir, reynitré, birki, fura, greni, fjallaþinur, bakkaplöntur o.fl. á útsöluverði. Sími 566 6187. STYRKIR Menntamálaráðuneytið Styrkir vegna sérstaks stuðnings við dönsku- kennslu Hér með er auglýst að nýju eftir umsóknum um styrki á sviði endurmenntunar og námsefn- isgerðar í samræmi við samning um sérstakan stuðning við dönskukennslu milli menntamála- ráðherra Íslands og Danmerkur, sbr. auglýs- ingu ráðuneytisins dags. 7. mars sl. Um er að ræða styrki til námskeiðahalds fyrir starfandi dönskukennara á grunn- og framhaldsskóla- stigi og til námsefnisgerðar á sömu skólastig- um á árinu 2002. Sjá nánar um samninginn á vef menntamálaráðuneytisins. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneyt- inu í síðasta lagi miðvikudaginn 26. júní nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást og sem jafnframt má nálgast á vef ráðuneytisins www.menntamalaraduneyti.is . Nánari upplýsingar veitir María Gunnlaugs- dóttir, deildarsérfræðingur í menntamálaráðu- neytinu, í síma 545 9500, netfang: maria.gunn- laugsdottir@mrn.stjr.is . Menntamálaráðuneytið, 5. júní 2002. menntamalaraduneyti.is . TILKYNNINGAR Brottfluttir Djúpárhreppingar Sveitarstjórn Djúpárhrepps býður brott- fluttum hreppsbúum til vígslu nýja fjölnota hússins í Þykkvabæ laugardaginn 8. maí nk. kl. 14.00. Fyrir hönd sveitarstjórnar, Heimir Hafsteinsson, oddviti. Tilkynning frá utanríkisráðuneytinu Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, sam- tökum, stofnunum og einstaklingum viðtals- tíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Þorsteinn Pálsson, sendiherra Íslands í London, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu mánu- daginn 10. júní nk. kl. 14—16. Umdæmi sendi- ráðsins nær einnig til Grikklands, Hollands, Ind- lands, Írlands, Maldíveyja, Nepal og Nígeríu. Nánari upplýsingar og tímapantanir eru veittar í síma 560 9900. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Rimasíða 29B, Akureyri, þingl. eig. Þórhalla D. Sigbjörnsdóttir og Hallgrímur Már Jónasson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Byko hf., Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf. og Sparisjóður Norðlendinga, miðvikudaginn 12. júní 2002 kl. 10.00. Þverá II, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Jón Bergur Arason, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, miðvikudaginn 12. júní 2002 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 6. júní 2002. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Hornstrandafarar FÍ Árleg messuganga Hornstranda- fara í samvinnu við Óháða söfnuðinn verður sunnudaginn 9. júní. Gengið kringum Hítar- vatn. Að lokinni göngu kvöld- verður, söngur og glens. Mæt- ing við Kirkju Óháða safnaðarins kl. 9. Nánari upplýsingar á skrif- stofu FÍ og hjá Guðmundi H. í síma 568 6114 og 862 8247. Esjudagur 9. júní, gengið yfir Esju, um Esju, kapphlaup, skógarferðir, happadrætti, veitingar o.fl. Fimmvörðu- hálsganga og fjölskylduferð í Þórsmörk fyrstu helgina í júlí. Ratleikir, kvöldvaka, söngur og glens. Sjá www.fi.is og textavarp RUV bls. 619. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ÍÞRÓTTIR mbl.is FÉLAG ferðaþjónustubænda hef- ur gert samkomulag við fjarskipta- fyrirtækið IOsat ehf. um að kynna fyrir íbúum í dreifbýli möguleika á tengingu við Netið um gervihnetti. Starfsmaður á vegum fyrirtækis- ins mun í samvinnu við félag ferðaþjónustubænda ferðast vítt og breitt um landið á næstu dög- um og kynna þjónustu fyrirtæk- isins á nokkrum af býlum ferða- þjónustubænda. Kynntur verður búnaður til net- tengingar um gervihnetti og þráð- lausar örbylgjulausnir til dreifing- ar á merkjunum á jörðu niðri. Að sögn Marteins Njálssonar, formanns félags ferðaþjónustu- bænda, hyggjast ferðaþjónustu- bændur taka í gagnið bókunarkerfi sem styðst við sítengingu í gegn- um Netið. Hægt er að nálgast all- ar upplýsingar um verkefnið á slóðinni www.iosat.net. Ferðaþjónusta bænda og IOsat Kynna þráð- lausar net- tengingar ÁRSSKÝRSLA landlæknis fyrir árið 2001 er komin út og þar kem- ur m.a. fram að kvartanir og kær- ur vegna meintra læknamistaka eða yfir þjónustu heilbrigðisstofn- ana voru alls 356 á síðasta ári. Það jafngildir því að embættið hafi fengið eitt mál af þessu tagi á sitt borð nær daglega. Fjöldi þessara mála var 372 árið 2000 en 197 árið 1997 og 289 árið 1999. Að sögn Hauks Valdimarssonar aðstoðar- landlæknis hafa rúmlega 100 mál borist það sem af er þessu ári, sem er svipuð staða og eftir fyrstu fjóra mánuði síðasta árs. Í ársskýrslunni kemur fram að flest mál varða meint mistök og næstflest samskiptaerfiðleika. Á árunum 1991–1997, þegar 1.546 mál bárust embættinu, voru kvart- anir og kærur um meint mistök í starfi heilbrigðisstarfsmanna stað- fest að fullu eða að hluta í þriðj- ungi tilfella. Alls voru kærur vegna meintra læknamistaka um 750 á þessum tímabili. Nokkuð færri mál um meinta samskipta- örðugleika voru staðfest. Í skýrsl- unni segir að leiði rannsókn máls í ljós staðfestingu kvörtunar geta aðgerðir landlæknis verið allt frá ábendingu til viðkomandi starfs- manns og til tillögu um leyfissvipt- ingu. Aðspurður um skýringu á aukn- ingu þessara mála á síðustu árum sagði Haukur í samtali við Morg- unblaðið margt koma til, m.a. flóknari tækni, auknar kröfur um þjónustu og meiri vitund sjúklinga um sinn rétt, ekki síst eftir til- komu laga um réttindi sjúklinga frá árinu 1997. Einnig má leita til heilbrigðisstofnana og Trygg- ingastofnunar Haukur sagði að ekki væri búið að fara ofan í saumana á þeim mál- um sem borist hefðu síðan 1997 með sérstakri úttekt. Tími væri hins vegar kominn á það. Hann taldi þó að hlutföllin hefðu ekki breyst mikið, þ.e. að um þriðj- ungur mála væri staðfestur. Aðstoðarlandlæknir sagði að enn væri verið að afgreiða þau 356 mál sem bárust á síðasta ári og því lægi ekki fyrir um hve mörg þeirra hefðu verið staðfest eða leitt til leyfissviptingar. Hann sagði málareksturinn taka lengri tíma en áður og væri að mörgu leyti þyngri í vöfum eftir að fyrr- nefnd lög um réttindi sjúklinga tóku gildi sem og upplýsingalögin. Heilbrigðisstarfsmenn og sjúkling- ar hefðu andmælarétt og land- læknir þyrfti að skoða málin frá öllum hliðum. Haukur sagði að al- varleg mál fengju þó sérstaka flýtimeðferð og reynt væri að for- gangsraða þeim kvörtunum og kærum sem bærust. „Við höfum einnig viljað benda fólki á þann rétt sinn til að kvarta annars staðar en til landlæknis. Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga ber að senda athuga- semdir við þjónustu eða aðgengi á heilbrigðisstofnun til yfirstjórnar viðkomandi stofnunar. Málin gætu leyst þannig í vissum tilvikum og með skjótari hætti. Í lögunum er svo einnig tekið fram að vilji sjúk- lingur kvarta yfir meðferð getur hann beint kvörtun sinni til land- læknis eða nefndar um ágreinings- mál, sem starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu,“ sagði Haukur og benti einnig á rétt fólks sem það hefði samkvæmt lögum um sjúklingatryggingar. Ef skaði hlytist í læknismeðferð ætti fólk að leita til Tryggingastofnunar varðandi kröfur um skaðabætur. Landlæknisembættið tæki enga af- stöðu til skaðabóta- eða örorku- mála. Kvartanir vegna meintra læknamistaka eða þjónustu heilbrigðisstofnana Eitt mál barst landlækni á dag árið 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.