Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 43 ✝ Elín Rut Kristins-dóttir fæddist í Reykjavík 27. mars 1981. Hún lést í bíl- slysi í Bandaríkjun- um 23. maí síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Sigrún Bryndís Pétursdóttir frá Norður-Gröf á Kjalarnesi, f. 24. nóv- ember 1959, og Kristinn Þór Hans- son, f. 1. febrúar 1960. Hann lést í sama slysi. Systkini Elínar Rutar eru Daníel Karl, f. 3. júní 1987, og Lilja Dröfn, f. 17. nóvember 1988. Eftir grunnskóla vann Elín Rut við ýmis afgreiðslustörf, uns hún fór til Noregs og starfaði þar um tveggja ára skeið á líkamsræktarstöð Þórdísar Önnu frænku sinnar, þar aflaði hún sér marg- þættra réttinda í lík- amsræktarþjálfun. Hún kenndi á lík- amsræktarstöðvum hér heima á Íslandi síðastliðin tvö ár, ásamt starfi á leik- skóla. Elín Rut verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði í Mos- fellsbæ. Elsku stóra systir. Ef ég mætti velja einn af mínum verstum dögum lífs míns þá myndi ég velja föstu- daginn 24. maí. Fréttirnar sem ég fékk í skólann frá Ameríku um and- lát þitt og pabba voru hræðilegar. Ég trúði ekki neinu einasta orði sem var sagt um hvað hefði komið fyrir ykkur. Ég trúði bara ekki að pabbi minn og stóra systir væru dá- in. En þetta kemur víst fyrir alla og maður verður að sætta sig við lífið og vera sterkur sem eftir er. Við áttum sérstaklega margar góðar stundir saman sem ég mun aldrei gleyma. Það var svo æðislega gaman að fara með pabba, Danna og Möggu Pálma að horfa á þig keppa í Ungfrú Reykjavík. Þú varst svo fín og sæt. Mig langar að vitna í síðustu sms- skilaboðin frá þér: „Maður á eitt- hvað yndislegt og einstakt, sem maður myndi aldrei skipta fyrir neitt annað, af öllu því sem ég á þá værir þú það síðasta sem ég léti frá mér.“ Mér finnst þetta lýsa þér eins og þú varst. Hvíl í Guðs friði. Þín litla systir Lilja Dröfn Kristinsdóttir. Elsku Ella mín, það er svo erfitt að kveðja þig og ég trúi því ekki að við eigum ekki eftir að hittast bráð- lega og gera eitthvað skemmtilegt saman. Þú varst besta stóra systir í heimi. Takk fyrir allt saman, ég á eftir að sakna þín rosalega. Þinn besti bróðir, Daníel. Elsku nafna mín, hvernig á mað- ur að trúa því að þú eigir ekki aftur eftir að birtast óvænt í heimsókn til mín með bros á vör og opinn faðm. Alveg frá fæðingu hefur þú verið einn bjartur og hlýr sólargeisli sem yljaði manni um hjartaræturnar með hlýju þinni, opnu viðmóti og einlægni. Þakka þér fyrir öll fallegu bréfin, kortin og myndirnar og orðin sem þeim fylgdu, takk fyrir alla birtuna og ylinn sem ávallt fylgdi þér hvert sem þú fórst, þú varst sem falleg rauð blómstrandi rós alveg frá fæð- ingu. Söknuðurinn og tómarúmið er ólýsanlegt en ég mun varðveita ynd- islega mynd þína og minningar áfram í hjarta mínu, minningar um brosmilda og elskulega stúlku sem hafði stórt hjarta og fallegt innræti. Megi Guð og allir fallegu engl- arnir varðveita þig, elsku Ella mín, í Jesú Krists nafni. Elsku Sigrún og Gunnar, megi Guð gefa ykkur styrk til að yfirstíga sorgina. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgrímur Pétursson.) Amma í Dynsölum. Þegar ég settist niður til að skrifa minningarorð um elsku litlu syst- urdóttur mína uppgötvaði ég í öllu tómarúminu og sársaukanum hversu rík ég væri af minningum um yndislega manneskju sem var mér miklu meira sem litla systir og vinkona en frænka. Fallega brosið hennar sem ávallt náði til augnanna og átti uppsprettu frá hjartanu mun fylgja mér sem rauður þráður í gegnum lífið. Mig langar til að biðja alla þá sem syrgja núna að varð- veita þetta hlýja bros og læra af því að hver nýr dagur sem Guð gefur okkur er mikils virði því enginn veit hvað morgundagurinn geymir í skauti sér og lífið er þess virði að lifa því lifandi og af áhuga eins og Ella gerði. Þegar lífið tekur svo óvænta stefnu og fótunum er kippt svo snögglega undan manni fer maður að hugsa út í tilgang lífsins og hvað það snýst allt of mikið um kapp- hlaup um veraldleg gæði. Draumar Ellu Rutar snerust aftur á móti alls ekki um slíkt, heldur einkenndist líf hennar af brennadi áhuga á að sjá heiminn og gera svo ótal margt sem erfitt var að gera upp á milli. Hún átti sér draum sem var í þann mund að rætast, hún ætlaði að starfa á skemmtiferðaskipi og sigla um Kar- íbahafið, en slíkt dettur aðeins fáum í hug að framkvæma. Síðustu mán- uðina var þó eins og hún væri að hægja á sér, áhuginn fyrir að stofna eigið heimili vaknaði og var hún nýbúin að kaupa sér eitt og annað í búið. Ella var líka dugleg að rækta vinatengslin og hélt þétt utan um vina- og kunningjahópinn og með farsímann sinn í hendinni þeystist hún á eldingshraða í gegnum sitt allt of stutta líf. Við sem eftir sitjum skiljum nú betur hvers vegna henni lá svona lífið á að skoða allt og upplifa. Sem lítil skvetta mátti hún ekki einu sinni vera að því að skríða heldur þeystist um á sínum stuttu fótum langt fyrir eins árs afmælisdaginn. Ég er rík í hjarta mínu sem hef fengið að fylgjast með henni Ellu minni frá fæðingu. Ég passaði hana fyrst nokkurra mánaða og keyrði hana í hvítum vagni um Þingholtin eins og lítil stolt mamma. Ég var líka svo heppin að hafa fengið að hafa hana hjá mér úti í Noregi í tvö ár. Mér mun ávallt standa í fersku minni febrúarmorgunn nokkur þeg- ar ég kem til vinnu í Planet Sporti þar sem við Ella unnum þá, því þennan morgun réð Ella mín sér ekki fyrir kæti, tók um axlir mér, hristi mig til og hrópaði, „Veistu hvað, Dísa, Ég fer kannski til Ari- zona í þrjár vikur í maí!“ Ekki hvarflaði að mér að þessi ferð myndi hafa svona afdrifaríkar af- leiðingar, hún sem hafði svo ótal oft farið þetta áður og var ég eitt sinn með í förinni. Ég hugsaði með mér, „alltaf jafnspennt samt, hvað Am- eríka gat haft mikið aðdráttarafl á hana.“ Ella Rut hafði stórt og hlýtt hjarta, hún tók inn á sig erfiðleika annarra og var ávallt til taks þegar aðrir áttu um sárt að binda eða voru beittir óréttlæti. Hún var líka alveg sérstök hvað varðar innri ró. Stress og kvíða þekkti hún ekki og er mér sérstaklega minnisstætt hvernig hún byrjaði sem þolfimikennari hjá mér úti í Noregi. Með stáltaugar gekk hún ávallt örugg í fasi inn í sal- inn og bræddi kúnnana með brosi sínu og útgeislun, en þetta getur enginn kennari lært því þetta er meðfæddur persónuleiki sem aðeins fáir útvaldir fá í vöggugjöf. Svo hafði Ella mikinn húmor, líka fyrir sér sjálfri og bað hún mig oft um að segja sér frá pínlegum atvikum af sjálfri sér og hló þá manna mest sjálf. Ég mun heldur aldrei gleyma hvernig dætur mínar drógust að henni eins og segull að stáli, þær sem aldrei máttu sjá af mömmu sinni, hoppuðu af kæti þegar Ella frænka átti að passa, þær litu svo upp til hennar að þegar þeim fannst of langt á milli ævintýrakvöldann með Ellu hringdu þær sjálfar og pöntuðu pössun. Þá var vakað fram á rauðanótt, spjallað og lært að senda SMS- skilaboð fyrir utan allan spenning- inn í kringum litla gemsann hennar frænku sem pípti látlaust. Frá Nor- egi er mér svo minnisstætt hvernig litlu skotturnar mínar trítluðu á eft- ir Ellu sinni þegar hún var að hafa sig til. Ég varð alltaf orðlaus yfir þeirri óendanlegu þolinmæði og nærgætni sem hún átti til gagnvart börnum. Öllum spurningum var svarað af mikilli nákvæmni, varalit- urinn fór á þrjá munna, litlir puttar fengu að ná sér í krem líka og ég sagði oft við Ellu að hún yrði bara að segja stopp þegar hún fengi nóg, en þá hló hún bara og sagði að þær mættu alveg vera hjá sér. Mér varð oft á orði við hana að hún ætti ein- hverntíma eftir að eiga fullt hús af börnum og yrði svo sannarlega góð mamma, þá brosti hún og sagði að fyrst ætlaði hún að ferðast og gera svo ótal ótal margt. Elsku Sigrún, mér er svo minn- isstætt símtalið sem við áttum, bara örstuttu áður en þetta hræðilega slys varð. Við vorum eins og allir aðrir alltaf að reyna að hægja á ferðinni hjá Ellu, reyna að stýra henni og stoppa af og mér varð á orði að hún Ella ætti að læra að verða snyrtifræðingur. En hún vildi skoða heiminn og var að klára ferðamálanámskeið þar sem hún valdi Arizona sem lokaverkefni en því verkefni verður ólokið þó svo engin íslensk stelpa hafi kynnst þessu heita fylki Bandaríkjanna svona vel og af eigin raun. Guð gefi elsku systur minni, sem nú sér á eftir einkabarninu sínu, og mági styrk til að yfirstíga sorgina og finna tilgang með lífinu á ný. Megi fallegar minningar um bros- andi sólargeisla verða til þess að minnka tómarúmið og hlýja ykkur um hjartaræturnar þegar frá líður. Elsku Ella Rut, þessi orð eru skrifuð til þín því ég trúi því eins og dætur mínar að þú sért enn hjá okk- ur þótt þú sért komin á annað til- verustig, hver sem tilgangurinn er með því að kippa þér þangað mitt í blóma lífsins. Minning þín og brosið bjarta munu leiða mig áfram í gegn- um lífið. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér svona vel og eiga svona mikið í þér. Guð geymi þig og varðveiti áfram, snúll- an mín, þarna fyrir handan, þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu. Ég ætla að enda þessa grein á þess- um orðum Biblíunnar. Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Þórdís Anna Pétursdóttir. Við kveðjum nú döpur í hjarta El- ínu Rut, frænku mína. Hún varð að- eins 21 árs gömul. Svo margt átti hún eftir að upplifa. Svo mörg góð ár eftir. En á einu augnabliki er hún hrifin burt frá okkur í hræðilegu bíl- slysi þar sem faðir hennar, sem henni þótti svo vænt um, fórst einn- ig. Hryllilegt óréttlæti er það fyrsta sem kemur í hugann. Og ekki er það minna óréttlæti að taka burtu eina barn Sigrúnar systur minnar sem hafði alið dóttur sína upp í ást og kærleika. Ekki er hægt að taka meira frá nokkurri manneskju. En minningarnar um Ellu Rut eru svo margar og góðar að halda mætti að hún hefði lifað með okkur miklu lengur. Hún var strax sem krakki skemmtileg og uppátektarsöm og augasteinn allra í stór-fjölskyld- unni. Og það skipti ekki máli hvort um menn eða dýr var að ræða, öll- um leið vel með hana nálægt sér. Þetta er ekki öllum gefið. Óteljandi góðar minningar á ég um Ellu. Ég minnist t.d. alltaf með hlýhug allra jólanna sem þær mæðgur gistu í sveitinni og hvað Ella var alltaf svo kát og glöð og stundum kom fyrir að hún söng jólalög fyrir frænda sinn, enda hafði hún fallega söngrödd. Þau jól sem hún var ekki voru alls ekki eins skemmtileg. Þá vantaði mikið. En aldrei hvarlaði að mér að ég ætti eftir að sjá á eftir þér svo ungri, elsku Ella mín. Megi góður Guð varðveita þig á himnum og styrkja okkur hin við að takast á við sorgina. Og elsku Sig- rún mín; vonandi áttu eftir að sjá glaðan dag á ný þótt dimmt sé yfir núna. Minningin um Ellu Rut mun aldrei gleymast. Bjarni frændi. Elsku Ella Rut, þetta bréf er frá Elínu og Mirru. Takk fyrir allt sem við gerðum saman, sundferðirnar, allar sögurnar um Mola og þegar þú varst lítil. Öll spennandi kvöldin þegar þú passaðir okkur og líka úti í Noregi. Þú varst alltaf svo góð við okkur og allt í kringum þig var svo spennandi. Þú kenndir okkur að nota krem og snyrtidót, gemsa og naglalakk. Svo fengum við að máta fötin þín og stóru ballskóna og halda tískusýningar. Þú varst aldrei pirruð þó við rótuðum heilmikið og varst alltaf að hrósa okkur fyrir allt. Manstu þegar við fengum að fara með þér að fá gat í naflann, hvað það var spennandi. Elsku Ella frænka, takk fyrir allt saman, hvað heimurinn væri góður ef allir væru eins og þú. Við látum bænirnar okkar fylgja með sem við fórum svo oft með saman. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Elín og Mirra. Elsku besta stóra frænka. Orð fá aldrei lýst þeirri kvöl þeg- ar mamma hringdi í mig út og sagði mér að þú værir dáin. Við sem vor- um næstum límdar saman þegar við vorum litlar, gerðum gjörsamlega allt saman. Vildum sofa heima hjá hvor annarri hverja helgi og okkur fannst það svo skrítið þegar mömmur okkar vildu ekki leyfa okkur að gista saman í miðri viku. Manstu eftir dýraspítalanum okkar sem við ætluðum að byggja því okk- ur fannst dýraspítalinn hérna svo lélegur. Hittumst alltaf og héldum fund, teiknuðum og skrifuðum hvar öll dýrin áttu að sofa, hvert dýr hafði sitt rúm og fullt af dóti. Og auðvitað áttir þú hugmyndina að þessu öllu saman, þú varst svo mik- ill dýravinur og ef ég sagði „en ef við verðum ekki dýralæknar“ þá sagðir þú bara „víst, við verðum að gera þetta fyrir dýrin“. Ég kenndi þér dansa sem ég lærði í jassballett og við sýndum þá fyrir fjölskylduna og manstu tískusýninguna sem við sýndum Dísu og mömmu þinni, vor- um alveg að springa úr hlátri, það var svo gaman. Ekki má gleyma uppátækinu okkar með barnavagn- inn þegar við fórum út að labba með hann um allan Selásinn og þú lést mig vera barnið. Manstu líka búið uppi í sveit, við öll barnabörnin að leika eina stóra fjölskyldu, þú mamman, Pétur pabbinn, ég og Gugga stelpurnar og Nonni litla barnið. Vorum með gamla potta og pönnur, hvað það var gaman hjá okkur og auðvitað stjórnaðir þú öllu. Þú varst alltaf svo hugmynda- rík og áttir allan heiðurinn af jóla- leikritinu sem við lékum fyrir alla uppi í sveit og mamma tók það upp á myndband. Þú þekktir mína vini og ég þína, þú dróst mig út um allt hverfið til að kynna mig, þú varst svo yndisleg og ég gerði allt sem þú sagðir mér að gera, ég leit svo upp til þín. Þegar við urðum eldri fórum við aðeins að fjarlægjast, þú varst mikið með þínum vinum og ég með mínum en við hittumst samt alltaf öðru hvoru og þá var sko talað, öll leyndar- og strákamál leyst. En við vorum farnar að hittast oftar áður en ég fór út til Englands og ætl- uðum svo sannarlega að gera meira af því þegar ég kæmi heim í ágúst. Það var erfitt að vera hérna úti um jólin en mamma sendi mér fullt af myndböndum af ykkur öllum hjá ömmu og þú varst svo hress og kát eins og þú varst nú alltaf, með þitt stóra bros. Ég sem sá þig í þennan stutta tíma þegar ég kom í heim- sókn í apríl, við höfðum svo margt að segja og töluðum einmitt um hvað við vorum vitlausar þegar við vorum litlar og hvað við vildum fá út úr lífinu. Þú sagðir mér að þú ætl- aðir út að heimsækja pabba þinn og ömmu og spurðir mig einmitt hvort ég fengi ekki bara frí í vinnunni og kæmi með eins og við vorum alltaf búnar að plana. Þú sendir mér svo e-mail áður en þú fórst og spurðir mig hvað mig langaði í í afmælis- gjöf, því þú ætlaðir að kaupa eitt- hvað flott úti í Ameríku. Og fyrir stuttu fékk ég mail frá þér og þú sagðir mér hvað það væri geggjað gaman og 40 stiga hiti, aldrei hvarfl- aði það að mér að þetta yrði síðasta mailið frá þér. Það er bara svo margt sem mig langar að segja þér Ella mín og við ætluðum líka að tala meira saman í ró og næði næst. En ég veit að þú myndir ekki vilja að lífið stoppaði núna svo við verðum öll að vera sterk og hafa þig í minn- ingum okkar og draumum. Þú varst mér eins og systir, ég sakna þín svo mikið og á alltaf eftir að sakna þín svo sárt en ég veit að þú verður allt- af nálægt þótt lífið verði aldrei eins án þín. Ég mun geyma allar minn- ingarnar í hjartanu og mun lifa með þig í huga alla tíð. Takk fyrir allt. Þín „bestasta“ frænka Halla Björk. Okkur hjónin langar til að minn- ast Elínar Rutar Kristinsdóttur, eða Ellu Rutar eins og Lilja Dröfn okkar kallaði hana alltaf, með örfá- um orðum. Slysin gera ekki boð á undan sér og því var þetta eins og reiðarslag fyrir okkur, þær hræði- legu fréttir að Ella Rut og pabbi hennar hafi dáið af slysförum í Am- eríku. Kynni okkar af Ellu Rut hafa ætíð verið til fyrirmyndar, hún var þessi mikilvægi hlekkur í sambandi þeirra systkina Lilju Drafnar og Daniels Karls þar sem Kiddi pabbi var mikið erlendis. Alltaf þegar við komum til Reykjavíkur varð Lilja Dröfn að hafa samband við stóru systur sem brást að sjálfsögðu ekki þeirri litlu og kom við fyrsta tæki- færi og náði í hana. Brosið var eitt af aðaleinkennum Ellu Rutar, það fór aldrei af henni og ekki þurfti hún að gera sér það upp slík var út- geislun hennar. Fermingardagur Lilju Drafnar litlu systur nálgaðist og auðvitað gerði Ella Rut ráðstafanir til að koma og tók Daniel litla bróður með, þar sem pabbi þeirra var úti í Ameríku og átti ekki heimangengt. Þá sáum við enn hversu mikilvægur hlekkur hún var. Fermingardagur- inn var 7. apríl síðastliðinn og þá mættu systkinin í Eyjarnar til að vera í fermingu Lilju Drafnar og sú stund mun seint líða úr okkar minni, því um kvöldið eftir erfiðan dag komum við öll heim dauðþreytt og töluðum lengi saman. Þá kom greinilega í ljós umhyggja hennar fyrir systkinum sínum og mörg voru heilræðin frá henni til Lilju Drafnar sem er að stíga sín fyrstu skref á unglingsárunum en hún var svo nýbúin að upplifa. Á endanum gáfumst við hjónin upp og fórum að sofa en hún sat eft- ir með systkinum sínum fram eftir nóttu í spjalli og fíflaskap. Þessi stund er okkur öllum ógleymanleg í dag. Góði guð, í dag hefur þú tekið á móti yndislegri stúlku sem á eftir að vera mikilvægur hlekkur í þínu ríki, ELÍN RUT KRISTINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.