Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 57 Triumph sundbolir og bikini Útsölustaðir: Útilíf, Intersport, Hringbrautarapótek, Músík og sport Hf., HB búðin Hf, Axel Ó., Vestm., Palóma Grindavík, Silfurtorg Ísafirði. Heildsöludreifing: Aqua Sport ehf, Hamraborg 7, sími 564 0035. Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hvað fá þátttake ndur út úr slíkum námsk eiðum? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggi- legan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Einkatímar í sjálfstyrkingu Námskeið í Reykjavík 18.-20. júní 1. stig. Kvöldnámskeið 25.-27. júní 2. stig Kvöldnámskeið Í MORGUNBLAÐINU 7. maí sl. birtist sorgleg grein eftir Steinþór Þórðarson, prest Boðunarkirkjunn- ar, undir fyrirsögninni „Er Ísrael enn útvalin þjóð Guðs?“ Það er líklegt að þessi grein hafi hryggt marga, því það er alltaf harmsefni þegar menn túlka Ritn- inguna gegn Anda hennar. Slíkt framferði er mjög alvarlegt mál. Það leynir sér nefnilega ekki á vali grein- arhöfundar á versum, að hann snið- gengur þau vers algjörlega sem fjalla um endurkomu Ísraels til síns lands. Hinsvegar minnist hann á dreifinguna og telur, að því er virð- ist, að hún verði í gildi til frambúðar. Steinþór virðist alfarið inni á línu hinnar tilbúnu staðgengilskenningar kaþólsku kirkjunnar, þar sem því hefur verið haldið fram að kirkjan sé hið nýja Ísrael og Guð hafi sagt skilið við Gyðinga fyrir fullt og allt. Stein- þór segir að Gyðingar hafi fengið síð- asta tækifærið, fyrir löngu síðan, til að sanna sig sem Guðs útvöldu þjóð, en þeir hafi þá endanlega brotið svo gegn Guði, að útvalningarhlutverk þeirra hafi verið gefið öðrum. Svo hnykkir Steinþór á í grein sinni og segir : „Ísrael er ekki lengur, og mun aldrei aftur verða, sérstakur „tals- maður“ Guðs á meðal þjóðanna. Nú geta allir, af hvaða þjóð sem er, kall- ast Ísrael Guðs.“ Þvílík orð frá manni í þeirri stöðu sem Steinþór Þórðarson er! Það er oft hryggilegt að sjá hvern- ig farið er með Orð Guðs af þeim sem ættu að vita betur. Ólíklegustu menn virðast geta farið út í það að dansa eftir tíðarandanum. Sú breytni felur það í sér að sannleika Orðsins er hafnað og vinsældaleiðin valin. En boðun af því tagi er boðun til falls. Ritningin segir berlega að Guð muni safna lýð sínum saman og leiða hann heim í land sitt að nýju. Það má sjá í Jes.11:10-16, 43:1-7, 56:8, Jer.16:14-15, 23:7-8, 30:10-11, 31:7- 12, 32:37- 44, Es.11: 14- 20, 36:17-38, 37:21-28, Amos. 9:11-15. Óbadía. 17- 21. Míka 4: 6-7. Zefanía 3: 19-20, og víðar. Ég bið alla sem vilja leita sann- leikans í Ritningunni að lesa þessi vers sem hér er bent á og hugleiða efni þeirra. Versin um Dreifinguna sýna aðeins hálfa mynd, mynd tyft- unar og aga, en myndin verður heil þegar við lesum versin um endur- komu Ísraels, því þar kemur náðin inn og fullgerir myndina. Hvers- vegna tala menn eingöngu um dreif- inguna en ekki hin stórkostlegu fyr- irheit í spádómsversunum um heimkomu Ísraels? Skilja menn ekki veruleika þeirra í dag? Umrædd vers hafa í sér fólginn sterkan boð- skap til allra kristinna manna, að þeir haldi vöku sinni og séu meðvit- aðir um tákn tímanna. Þau sýna okk- ur líka á lifandi hátt hvernig Guð er og hvernig hann starfar. Hann tyftar og agar af fullkomnu réttlæti, en er jafnframt óumbreytanlegur í kær- leika sínum og náð. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Hvað segir Biblían um Ísrael? Frá Rúnari Kristjánssyni: HVERSU mörg líf – hversu mörg fórnarlömb þarf til að fá aukna gæslu í miðbæ Reykjavíkur um helgar? Hvar er löggæslan? Hverjir eru það sem eru í löggæslunni? Þessir fáu löggæslumenn sem eru starfandi og mikið af þeim ungt fólk sem hefur litla sem enga burði til að gegna því mikilvæga starfi sem lög- gæslan er. Vegna þess hve léleg launin eru og lítið fjármagn sem ætl- að er löggæslunni fæst ekkert fólk sem í raun ætti að sinna þessu starfi. Ég veit að neyslan er orðin miklu harðari og glæpatíðni mun meiri en hér áður fyrr, en er löggæslan auk- in? Nei, og hvað fáum við borgarbú- ar í staðinn? Jú, við missum ástvini út í opinn dauðann, vegna þess að ekki var nægur mannafli á vakt, vegna fjárskorts. Af hverju er lög- gæslan ekki aukin? Með fleiri lög- reglumönnum og vopnum ef út í það fer með hliðsjón af því hversu gíf- urleg neyslan er orðin í dag og ógæfufólk sem missir stjórn á sjálf- um sér vegna ofneyslu áfengis og annarra vímugjafa. Ef ekki er hægt að treysta á löggæsluna – hverjum er þá hægt að treysta? Ekki löndum okkar, það er alveg ljóst. Hvernig er hægt að standa og horfa á óverknað sem þennan án þess að aðhafast nokkurn skapaðan hlut? Mörg vitni urðu að því er ógæfumenn réðust á saklausan mann og börðu í götuna og héldu áfram að beita spörkum og höggum í lífvana fórnarlamb sem enga björg gat sér veitt. Hvað gerðu landar þessa saklausa manns? Stóðu og horfðu á? Þetta er ekki í fyrsta skiptið og verður eflaust ekki það síðasta. Svo er verið að tala um að fjölga eftirlitsmyndavélum. Til hvers? Árásin aðfaranótt 25. maí sl. þar sem ungur maður var barinn til óbóta átti sér stað í miðbæ Reykja- víkur og við hlið lögreglustöðvar. Eftirlitsmyndavél var á staðnum en hvar var löggæslan? Hvaða öryggi veita eftirlitsmyndavélar? Jú, það verður hægt að sanna hvaða ógæfu- menn frömdu þennan hryllilega verknað og tryggja þá á bak við lás og slá í nokkur ár. Væri ekki frekar að reyna að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst og þá með aukinni löggæslu? Hvar er allt þetta fólk sem situr þing og setur lög og bönn? Sem ákveða hverjir fá sæm- andi laun og hverjir ekki? Sem eru að bjóða sig fram í kosningabarátt- unni með loforð um betrumbætta hluti eins og styttri bið eftir leik- skólaplássi. Hraðlest til Keflavíkur. Byggð út í Viðey. Af hverju er ekk- ert loforð um aukna löggæslu? Hvers virði er líf okkar? Er ekki spurning um að geta veitt fólki ör- yggi til að eiga meiri möguleiki á því að halda lífi. Hvar er allt þetta fólk sem lofar að betrumbæta þjóðina? Af hverju sér maður ekki þetta fólk á götum úti? Þurfum við virkilega að halda okkur innandyra til að vera örugg? Hvernig var löggæslan þeg- ar NATO-fundurinn var haldinn hér um daginn? Fólki var meinað að mæta til vinnu vegna ótta við mann- skaða. Hvar er þessi löggæsla? Af hverju fáum við hinir almennu borg- arar ekki slíka löggæslu? Erum við hinir almennu borgarar eitthvað minna virði en fólk sem stundar vinnu á þingi? Ég bara spyr. Í minn- ingu ungs manns sem brosti við komandi framtíð en féll fyrir ógæfu- mönnum og lét lífið vil ég spyrja: Hvað þarf til þess að fá betri lög- gæslu? Hvað þarf til þess að maður heyri ekki bara talað um að betr- umbæta löggæsluna en engin breyt- ing á sér stað þegar fram í sækir? Hvað þarf til? Hversu mikils virði er mannslífið í raun? Hvað þarf mörg mannslíf til að geta sagt, nú er kom- ið nóg. Af hverju heyrir maður ekk- ert í þingmönnum og stjórnendum þjóðar okkar þegar fólk lætur lífið vegna bágrar löggæslu? Hvað þarf til þess að fá viðbrögð? Hvað þarf mörg mannslíf í viðbót? Getur ein- hver svarað því? Er ekki komið nóg? RAGNHEIÐUR EDDA VIÐARSDÓTTIR, Engihjalla 15. Er ekki komið nóg? Frá Ragnheiði Eddu Viðarsdóttur: FIMM fyrirtæki hafa ásamt um- hverfisráðuneytinu undirritað sam- starfssamning við Landvernd sem felur í sér fjárstuðning við verkefnið Vistvernd í verki svo og bjóða sum þeirra starfsmönnum sínum að taka þátt í verkefninu. Fyrirtækin eru Fjarðarkaup, Landsvirkjun, Orku- veita Reykjavíkur, Sorpa og Toyota. Hvert fyrirtæki stendur fyrir ákveðin viðfangsefni Vistverndar í verki sem eru: Sorp, orka, sam- göngur, innkaup og vatn og voru fyrirtækin valin með það í huga, að sögn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur hjá Landvernd. Markmið verkefn- isins Vistverndar í verki er að efla vitund og þekkingu fjölskyldna og einstaklinga á því hvað gera má í daglegu lífi svo umgengni við um- hverfið verði vistvænni og stuðli að betri nýtingu náttúruauðlinda. „Nú eru ákveðin þáttaskil í starfinu þar sem umhverfisráðuneytið og fimm fyrirtæki hafa gengið til liðs við verkefnið,“ segir Sigurborg. „Það gerir okkur kleift að hefja mjög öfluga sókn í verkefninu á næstu tveimur árum í átaki sem mið- ar að því að gera það sýnilegra á landsvísu og fjölga þátttakendum.“ Að sögn Sigurborgar hefur Land- vernd gert samninga við 11 sveit- arfélög en markmiðið er að bæta við tveimur sveitarfélögum á ári, en þau sjá um að halda utan um starf vist- hópa sem skipaðir eru fjölskyldum og einstaklingum. Sigurborg segir að árangur af verkefninu sé góður og telur að um 300 fjölskyldur hafi tekið þátt í verk- efninu nú þegar, eða um 930 ein- staklingar. „Fyrstu tölur um árang- ur verkefnisins benda til þess að fólk sé að minnka sorp um 1 kíló á viku á hvern heimilismann, rafmagns- notkun minnkar um 21 kílóvattstund á viku sem þýðir að á ári er fólk að spara um 6.500 krónur. Svo erum við að sjá minnkandi eldsneytis- notkun um 6% sem þýðir sparnað upp á 5–10 þúsund krónur á ári mið- að við venjulegan akstur.“ Sigurborg segir að árangurinn sé þó oft mun meiri hjá einstaka fjöl- skyldum. Morgunblaðið/Sverrir Samstarfssamningurinn var undirritaður í kaffihúsinu Flórunni í Grasagarðinum. Á myndinni eru (f.v.) Björn Víglundsson frá Toyota, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar, Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra, Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, og Ögmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpu. Um 300 heimili hafa tekið þátt í Vistvernd í verki FRÉTTIR AÐALFUNDUR Samtaka um nátt- úruvernd á Norðurlandi, Sunn, verður haldinn í húsakynnum Nátt- úrustofu Norðurlands vestra, Að- algötu 2 á Sauðárkróki, á sunnudag, 9. júní, og hefst hann kl. 16.30. Þorsteinn Sæmundsson, forstöðu- maður Náttúrustofu Norðurlands vestra, heldur fyrirlestur fyrir aðal- fundinn en hann nefnist: Náttúruvá á Íslandi: Hver er hún og má búast við henni? Í erindinu mun Þorsteinn fjalla um helstu náttúrufarsógnanir á Ís- landi og greina frá því hvar og hve- nær þeirra má vænta og hvað gert er hér á landi til að sporna við þeim. Einnig segir hann frá rann- sóknum sem unnar eru hér á landi í sambandi við náttúruvá. Fyrirlest- urinn er öllum opinn. Að loknum fyrirlestri hefjast venjuleg aðalfundarstörf. Nýir fé- lagar eru boðnir velkomnir. Markmið Sunn, sem stofnuð voru árið 1970, er verndun náttúrulegs umhverfis á láði og legi, jurta- og dýralífs, og skynsamleg nýting náttúruauðlinda, landslýð til heilla í nútíð og framtíð. Síðustu tvö ár hef- ur starfsemi samtakanna beinst að því að taka þátt í mati á umhverfis- áhrifum, t.d. jarðganga á Trölla- skaga, kísilnáms úr Mývatni, Kröfluvirkjunar og Villinganes- virkjunar. Fyrirlestur um náttúruvá á Íslandi Aðalfundur Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi SIGMAR Karl Stefánsson flyt- ur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í rafmagns- og tölvuverkfræði í dag, föstudag- inn 7. júní, kl. 15.30 í fyrirlestr- arsal Íslenskrar erfðagreining- ar, Sturlugötu 8. Verkefnið heitir Raðgreining próteina með massagreiningu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Leiðbeinendur Sigmars Karls eru: Jón Atli Benediktsson við Háskóla Íslands, sem jafnframt er aðalleiðbeinandi, Hákon Guð- bjartsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Íslenskr- ar erfðagreiningar, og Jóhannes R. Sveinsson, dósent við Há- skóla Íslands. Allir eru velkomnir á fyrir- lesturinn. Fyrirlest- ur um greiningu próteina UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ býð- ur fyrirtækjum, samtökum, stofn- unum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur mál- efni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Þorsteinn Pálsson, sendiherra Ís- lands í London, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu mánudaginn 10. júní kl. 14–16. Umdæmi sendi- ráðsins nær einnig til Grikklands, Hollands, Indlands, Írlands, Maldí- veyja, Nepal og Nígeríu, sam- kvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu. Viðtalstími sendiherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.