Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 31 Í TILEFNI af viku bókarinnar er þessi bók gefin út þar sem nokkrir af helstu barnabókahöf- undur þjóðarinnar leggja til eina smásögu fyrir yngri lesendur. Það er skemmtileg hugmynd og útkom- an eftir því. Við lesturinn gerði ég mér grein fyrir því að það er mjög sjaldan sem skrifaðar eru smásög- ur fyrir börn og unglinga. Yngstu lesendurnir fá stuttar bækur, og því lengri verða bækurnar sem barnið eldist. Smásöguformið er skemmtilegt en getur verið snúið og krefjandi. Í þessari bók leysa höfundar það oftast vel af hendi, og sumir snilld- arlega. Það sem mér fannst sér- staklega skemmtilegt við bókina var fjölbreytni sagnanna. Enginn höfundanna ellefu var nálægt því að vera líkur öðrum höfundi. Farið er fram og aftur í tíma og höfðað til mismunandi tilfinninga barna í þeirra eigin reynsluheimi. Gleði og sorg takast á í ævintýrum, goð- sögnum og raunsæissögum þar sem tónlist, tölvur, tröllskessur, ást og páfagaukar skipta máli. Í titilsögunni Töfrataflinu fjallar Aðalsteinn Ásberg um nútímaheim barnsins, en samt á skemmtilega þjóðlegum nótum. Þar er mjög sérstakur tölvuleikur tekinn einu skrefi lengra. Hvert? Sagan er spennandi, hrollvekjandi og dul- mögnuð þar sem drengur nokkur lokast inni í björgum. Iðunn Steinsdóttir býður upp á skemmtilega og fjöruga sögu sem nefnist Skírn sem segir sex. Sagan byggist á sannri sögu sem gerðist fyrir tæpum hundrað árum, og segir þar frá stelpu sem er algjör villingur. Það er gaman að lesa sögu frá því í gamla daga þar sem börn voru prakkarar en ekki alltaf svo prúð og góð (og leiðinleg!) einsog þau virðast alltaf hafa verið samkvæmt eldri heimildum. Var langamma mín kannski algjör óþekktarormur? Það væri frábært! Gaman væri að lesa meira af þessu. Guðmundur Ólafsson segir okk- ur fallega sögu af Litla englinum sem kom vitinu fyrir ráðamenn. Þar er fjallað um Ísland nútímans og virkjanir hálendisins. Guð- mundur varar börnin við því að peningar og plathlutir séu ekki allt, heldur geti óspillt náttúran veitt okkur meiri ánægju til lengd- ar. Þrátt fyrir sterkan og verð- ugan boðskap, er sagan mjög vel skrifuð, skemmtileg og hrífandi. Guðmundir ætti að skrifa fleiri sögum um þennan litla engil og hlutverk hans og félaganna að gera heiminn betri. Í Ævintýri númer eitt heldur Helgi Guðmundsson áfram með ævintýrið um Búkollu, þar sem ungur drengur í sumarbústað finn- ur skessuna fasta í fjalli og vingast við hana. Hugmyndin er góð og vissulega virðingarvottur við eitt allra vinsælasta íslenska ævintýr- ið. Hins vegar fannst mér ekki fal- lega gert af Helga að stöðva sög- una skyndilega og segja hana halda áfram í ævintýri númer tvö sem ef til vill verður skrifað ein- hvern tíma seinna. Kannski Helgi ráði bara ekki við smásöguformið. Andlit í spegli er framlag Krist- ínar Steinsdóttur. Þar segir frá tveimur stúlkum sem eru að ná unglingsaldri og farnar að huga að ástinni. Þær dragast að krafti Jónsmessunæturinnar og láta á það reyna hvort þær geti séð til- vonandi eiginmanninn í spegli í myrku herbergi. Þetta er lítil og sæt saga, sem sýnir á fallega hátt þegar rómantíkin fer að kitla ung- lingsstúlkurnar, og hversu sætar og bláeygar þær geta verið í þeim efnum. Andri Snær Magnason heldur áfram að fárast út í úrkynja gildi nútímans í sögunni Ein sorgleg saga af Medías konungi. Andri sækir í gamla gríska goðsögn, og nú er það Medías krónprins sem óskar þess að allt sem hann snerti verði frægt. Andri er snjall sem endra. Sagan er skondin, stíll hennar glettinn, þar er grautað saman goðsögum, gamla íslenska tímanum, harmleikjum nútímans og hvaðeina. Mér fannst sagan hins vegar svolítið snubbótt og kalla á ýtarlegri útfærslu. En sag- an er sorgleg, satt er það. Sigrún Eldjárn skrifar söguna Herra Guðmundi berst torkenni- legt bréf. Þetta er ævintýri, kannski helst í anda Harry Potter, þar sem ótrúlegir og yfirnáttúru- legir hlutir gerast. Sagan lýsir á skemmtilegan og skondinn hátt líðan og hugarheim ungs drengs, hvað hann dreymir um og hvað stelpur geta verið hryllilega miklar martraðir. Í Elsku Diddu eftir Yrsu Sigurð- ardóttur er nútímatæknin við völd. Didda og mamma hennar skrifast á með tölvupósti, þar sem Didda er á lúðrasveitarmóti í Danmörku. Þetta er ærslasaga þar sem allt fer í handaskolum á séríslenskan máta vegna sveitamennsku okkar. Hug- myndin er ágæt og margt í sög- unni sniðugt, þótt persónulega næði ég ekki húmornum. Þrjár sögur í bókinni fannst mér bera af, en þær eru eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, Þórð Helgason og Auði Jónsdóttur. Allar þrjár voru þetta sérstaklega fallegar og skemmtilegar sögur, vel skrifaðar og hentuðu forminu fullkomlega. Þótt þær séu mjög ólíkar, þá tala þær svo sannarlega út frá tilfinn- inga- og reynsluheimi barnanna, hver á sinn ólíka hátt. Brynhildur segir söguna Rúsína Rjómaróva sigrar brjálað ljón. Þetta er ævintýra- og ærslasaga sem gerist í fjarlægu landi þar sem allt er skemmtilega skringi- legt. Sirkus kemur til bæjarins og skyndilega eru allir í lífshættu. Krakkar elska sirkus og skrítna heima, fyndnar klemmur sem fólk kemst í og enn betri lausnir á þeim. Og ekki síst þegar það er lít- il stelpa sem heitir Rúsína Rjóma- róva sem bjargar öllum. Stíllinn er hnyttinn, frumlegur og fyndinn. Sagan er spennandi, skemmtileg og ekki spurning að hún hittir beint í mark hjá krökkunum. Saga Þórðar nefnist Ferðaföt og er mjög falleg en jafnframt sorg- leg saga. Hún fjallar um Dóru litlu og tilfinningar hennar þegar hún tvisvar í sömu vikunni missir ein- hvern sem henni er kær. Skiln- ingssljóum augum horfir hún á þegar aðrir halda veislu, og gúffa í sig góðgæti á sorgarstund. Fyrst í eftirdrykkju afa hennar og síðan á leikskólanum þegar besta vinkona hennar er að hætta. Þessi hjart- næma saga fjallar um sorgina, sem sjaldan er talað um í barnabókum, á einstaklega næman og fallegan hátt. Litli lögfræðingurinn heitir sag- an hennar Auðar Jónsdóttur. Þar segir frá skilningslausum foreldr- um hennar Göggu sem á páfa- gauka. Hversu oft óska börn sér ekki furðulegustu lausna þegar þau þurfa að eiga við „barna- og dýraníðinga“ einsog segir frá hér? Og aldrei hefði Göggu órað fyrir því sem gerist. Þetta er skemmti- lega súrrealísk saga sem á grág- lettinn hátt segir að bera skuli virðingu fyrir dýrum og börnum, þörfum þeirra og tilfinningum. Sagan er svolítið kræf á stundum, óvænt og undraverð, og ekki spurning að um leið og hún kemur flatt upp á lesandann er hún svo sannarlega að smekk barna. Auður hefur frábæran hæfileika til að skrifa sögur sem gætu verið beint úr tilfinninga- og hugarheimi barnsins … einsog hún væri sjálf barn. Ef hún heldur áfram að skrifa fyrir börn, trúi ég því að hún eigi eftir að verða okkar besti barnabókarithöfundur. Skemmtilegt og fjölbreytilegt BÆKUR Börn Eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson, Andra Snæ Magnason, Auði Jónsdóttir, Bryn- hildi Þórarinsdóttur, Guðmund Ólafsson, Helga Guðmundsson, Iðunni Steins- dóttur, Kristínu Steinsdóttur, Sigrúnu Eldjárn, Yrsu Sigurðardóttur og Þórð Helgason. 122 bls. Félag íslenska bóka- útgefenda 2002. TÖFRATAFLIÐ OG FLEIRI SÖGUR Hildur Loftsdóttir SPRENGIKRAFTUR sköpunar- innar, Keith Reed, stofnandi Óp- erustúdíósins og Kammerkórs Austurlands, er sem fyrr listrænn stjórnandi hátíðarinnar Bjartra nátta í júní. Inntur eftir verkefna- vali segir hann tónlist Mozarts svo undurfallega og auðskiljanlega hverri manneskju, óháð aldri. „Ég hrífst sérstaklega af óperunum,“ segir Keith, „sem, auk klassískrar ögunar, einkennast af ákveðnum umfjöllunarefnum blöndnum hrjúfu skopi, ljúfri gamansemi og gráalvarlegum undirtóni. Þær eru gjörólíkar rómantískum stórhljóm- sveitaóperum annarra tónskálda, sem margar eru þannig, að lítt reyndir söngvarar ættu ekki að reyna við þær. Klassískar óperur Mozarts eru meira eins og kamm- ermúsík og gefa ungum söngvur- um svo miklu víðara svigrúm til að finna sig í söng og sviðsfram- komu.“ Keith segir verkefni óperu- söngvarans að bjóða hlustandanum inn í tónlistina án áreynslu og ná að snerta líf hans. Það sé jafn- framt mjög mikil og erfið áskorun fyrir söngvara að miðla tónlist þannig að hann sjálfur sé ekki í veginum, ekki aðalatriðið, heldur skipi tónlistin alltaf öndvegi. „Ég bið söngvarana mína að hugsa stöðugt um það hvernig og hvers vegna þeir gera það sem þeir gera. Þetta snýst ekki um hvað fólk ger- ir við tónlist, heldur hvað tónlistin gerir við fólk. Óperustúdíóið er smiðjan þar sem allt er í mótun og frumsýning ekki endanleg útgáfa, heldur skref á þeirri leið að færa áhorfendum þróttmikla og lifandi listsköpun.“ A capella og Mozartveisla Á tveimur æfingavikum hefur Keith sett saman í eina heild „for- æfða“ söngvara, hljómsveit og kór og segist stórefast um að slíkt fari fram á viðlíka hraða annars staðar í veröldinni. „Og svo spyr ég þau eftir á hvort þau telji sig vera betri, opnari og meiri manneskjur eftir þessa sköpunartörn,“ segir Keith. „Ef ekki, þá erum við að sóa tíma okkar.“ Á tónlistarhátíðinni kennir fleiri grasa, því Kammerkór Austur- lands syngur a capella, eða án undirleiks, í Egilsstaðakirkju 10. júní kl. 20 og í Fríkirkjunni í Reykjavík 24. júní á sama tíma. Flutt verða verk eftir Barber, Poulenc, Þorkel Sigurbjörnsson, Gunnar Reyni Sveinsson og Knut Nystedt. Kammerkórinn fer sem fulltrúi Íslands á kóramót Norð- urlanda og Eystrasaltsríkjanna í Litháen í lok mánaðarins og flytur þar þessa sömu dagskrá. Hinn 12. júní verður svo sannkölluð Moz- artveisla í Eskifjarðarkirkju, þar sem fluttir verða óperuforleikir, þrír einleikskonsertar, einsöngs- aríur og dúettar úr óperum. Flytj- endur eru hljómsveit óperunnar, Ari Þ. Vilhjálmsson fiðluleikari, Stefán Bernhardsson á horn, Pál Barna Szabo á fagott og flestir einsöngvarar óperunnar. Tónleik- arnir hefjast kl. 20. Mig langar að syngja Keith og kona hans, Ásta Bryn- dís Schram, hafa staðið fyrir geysiöflugu tónlistarstarfi og kennslu á Austurlandi síðan þau fluttu til Egilsstaða fyrir 6 árum. Hann segir þennan tíma hafa verið mjög ánægjulegan og mikinn skóla, en ekki síst tækifæri til að íhuga eigin þroskaferil og mark- mið í lífinu. „Mig langar vissulega að syngja. Ég er á besta aldrinum til þess núna sem bassabarítón. En í augnablikinu hvíli ég langanir mínar og við komum ekki síst hingað til að ala börnin okkar upp í heilnæmu umhverfi. Þegar því sleppir er ekki gott að segja hvað verður. Eða hvað verður um Óp- erustúdíóið, sem er auðvitað um- breytanlegur hlutur. Það er fyrir mér sem öflugt verkfæri dagsins í dag, verkfæri til að fá ungt tónlist- arfólk til að nema staðar og hlusta á sjálft sig og veröldina umhverf- is.“ Keith segir að þess misskilnings gæti eystra að Óperustúdíóið njóti mikilla styrkja og sigli orðið lygn- an sjó í fjármögnun hátíðarinnar. Menningarráð Austurlands styrkti hátíðina í ár um 2,5 milljónir króna, en sú styrkveiting færðist nýlega frá ríki til ráðsins. Auk þess nýtur hátíðin ýmissa mun smærri styrkja og brúa þarf bilið með aðgöngueyri að viðburðum. Áætlaður kostnaður Bjartra nátta í júní er um 7,5 milljónir. Þess má að lokum geta að Keith var nýlega útnefndur bæjarlistamaður Aust- ur-Héraðs. Heimasíða Óperustúdíósins er www.austur.is/opera þar sem má nálgast frekari upplýsingar um Bjartar nætur í júní. Hvað tón- listin gerir við fólk Óperustúdíó Austurlands stendur fyrir tón- listarhátíðinni Bjartar nætur í júní, dagana 8.–16. þ.m., en þetta er í fjórða sinn sem slík hátíð er haldin. Steinunn Ásmundsdóttir fréttaritari segir frá hátíðinni og ræðir við stjórnandann, Keith Reed. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Keith Reed er frumkvöðull og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Bjartar nætur í júní, en hátíðin hefst á morgun. TÓNLISTARHÁTÍÐIN Bjartar nætur í júní hefst með því að Ópera Mozarts, Cosi fan tutte, verður frumsýnd á morgun á Eið- um og hefst sýningin kl. 17. Aðr- ar sýningar á Eiðum verða 9. júní kl. 17. og 11. og 13. júní kl. 20. Þá sýnir Óperustúdíóið Cosi fan tutte í Borgarleikhúsinu í Reykjavík 15. júní kl. 20 og 16. júní kl. 17. Einsöngvarar uppfærslunnar eru Xu Wen, Kristín R. Sigurð- ardóttir, Ildiko Varga, Hallveig Rúnarsdóttir, Þorbjörn Rún- arsson, Þorbjörn Björnsson, Lind- ita Óttarsson, Manfred Lemke, Herbjörn Þórðarson o.fl. Kór óp- erunnar skipa söngnemendur af Austurlandi og hljómsveitin, sem kemur af öllu landinu, er að venju fyrst og fremst langt komnir hljóðfæranemendur, auk atvinnu- hljóðfæraleikara. Björn Krist- leifsson hannar leiksvið, Anna Hjaltadóttir og Össur Torfason sjá um leikmuni og Kristrún Jóns- dóttir er búningameistari. Stjórn- andi er Keith Reed. Fjölmennt lið listamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.