Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 55 SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐFerðamálaráð Íslands A B X / S ÍA B&L frumsýnir nýjan Range Rover jeppa laugardaginn 8. júní kl. 10–16. Jeppinn, sem er af tegundinni Range Rover Vogue, er allur leður- klæddur og meðal annars er í honum sjónvarp, segir í fréttatilkynningu. B&L sýna nýjan Range Rover INNAN Gigtarfélags Íslands er ver- ið að stofna áhugahóp ungs fólks með gigt. Stofnfundur hópsins verð- ur laugardaginn 8. júní í safnaðar- heimili Grensáskirkju kl. 13. Markmiðið með stofnun hópsins er m.a. að vekja athygli á því að fjöl- margir gigtarsjúklingar eru ungt fólk sem upplifir sig oft eitt með sinn sjúkdóm. Gigt er ekki aðeins sjúk- dómur sem leggst á aldrað fólk. Fjöl- margir gigtarsjúklingar eru ungt fólk á aldrinum 17–35 ára. Emil Thóroddsen,framkvæmda- stjóri GÍ, flytur ávarp. Erindi halda: Þóra Árnadóttir hjúkrunarfræðing- ur, Margrét Leópoldsdóttir og Ei- ríkur Líndal, sálfræðingur verkja- teymis, segir í fréttatilkynningu frá Gigtarfélagi Íslands. Hópur fyrir ungt fólk með gigt GRASAGARÐURINN í Laugardal stendur fyrir fræðsluferð um garð- inn laugardaginn 8. júní kl. 11. Auð- ur Jónsdóttir garðyrkjufræðingur fjallar um áhugaverðar trjáteg- undir fyrir garðeigendur, einkum þyrni (crataegus) og heggi (prun- us). Yfir 5.000 plöntutegundir eru í Grasagarðinum en einungis hluti þeirra er þekktur sem garðplöntur. Mæting er í lystihúsinu sem stendur við garðskálann, og er aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Fræðsluferð í Grasagarðinn Grasagarður – Áhugaverðar trjátegundir fyrir garðeigendur. ULLARVINNSLAN í Þingborg verður opin í sumar kl. 13–18 alla daga nema mánudaga. Þar er sem fyrr verslað með handgerðar vörur úr ull á öllum framleiðslustigum og einnig fjölbreytt úrval af öðru gæða handverki. Þingborg er við hringveginn 9 km austan við Selfoss. Þar er gott aðgengi fyrir fatlaða og nýtísku salerni í torfbæ, sem stendur á hlaðinu. Vefsíða Þingborgar er á http://www.thingborg.net Dagana 8.–12. júlí verður haldið námskeið í þæfingu í Þingborg og er það bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Kennari verður Inge Marie Regner, kennari við Skals Håndarbejdsskole í Dan- mörku. Námskeiðið verður 20–25 tímar og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband og fá nánari upplýsingar, segir í fréttatilkynn- ingu. Sumar í Þingborg Arnþrúður Sæmundsdóttir, sig- urvegari í langþráðarkeppninni árið 2001, er verslunarstjóri í Þingborg. Í TENGSLUM við fund tækninefnd- ar Evrópsku stöðlunarsamtakanna CEN/TC 176 verður haldinn fræðslufundur um varmamæla hjá Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins á Keldnaholti, föstudaginn 7. júní kl. 9–12. Fundurinn er opinn öll- um. Farið verður yfir kröfur til varma- mæla samkvæmt EN 1434, ásamt prófunum og eftirliti. Fyrirlesarar eru Axel Laursen formaður TC 176, Bo Frank, Reiner Jensen, Helmuth Egsgård og Claudi Johansen. Nán- ari dagskrá er að finna á www.ra- bygg.is. Fræðslufundur um varmamæla KNATTSPYRNUSKÓLI Hauka verður starfræktur í sumar fyrir stelpur og stráka á Ásvöllum. Skólinn er fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára. Þátttakendum verður skipt í hópa eft- ir aldri og getu þar sem hver og einn fær kennslu og verkefni við sitt hæfi. Kennsla fer fram bæði utan- og innanhúss. Unnið verður samkvæmt markmiðum í nýrri íþróttanámskrá knattspyrnudeildar Hauka. Innritun á námskeiðin er hafin á Ásvöllum. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu deildarinnar: www.haukar.is eða á Ásvöllum, segir í fréttatilkynningu. Knattspyrnuskóli Hauka MIÐVIKUDAGINN 15. maí sl. um kl. 16.-17.00 varð umferðaslys á Suð- urlandsvegi skammt frá gatnamót- um við Vesturlandsveg, þar sem ökumaður bifhjóls féll af hjólinu. Bifhjólið sem er af Suzuki 750 GSXF gerð, svart að lit, skráning- arnúmer LZ-021, hvarf af slysstað eftir að ökumaður hafði farið þaðan og skilið hjólið eftir. Þeir sem tóku hjólið eða þeir sem urðu varir við að hjólið var fjarlægt eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst er eftir vitnum að umferð- aróhappi sen varð á gatnamótum Brynjólfsgötu og Suðurgötu um kl. 11.15 að morgni 31. maí sl. Þar skullu saman grá Peugot-bifreið, sem var ekið austur Brynjólfsgötu og beygt til vinstri áleiðis norður Suðurgötu og græn Daihatsu Charade-bifreið ekið norður Suðurgötu að Brynjólfs- götu. Ágreiningur er um stöðu umferð- arljósanna er óhappið varð en báðir ökumenn segja að grænt ljós hafi logað fyrir aksturstefnu sína. Vitni eru beðin um að hafa samband við umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum HALDIÐ verður upp á Blikadaginn á félagssvæði Breiðabliks í Smáran- um laugardaginn 8. júní kl. 9-16. Á dagskrá verður m.a.: Knatt- spyrna: vinamót 7. flokks karla, æf- ingasvæði Breiðabliks, Smáranum; Faxaflóamót 6. flokks kvenna í Fíf- unni. Frjálsar íþróttir: Barna- og unglingamót Breiðabliks og Klæð- ingar ehf., Kópavogsvelli, gróður- setning á félagssvæði Breiðabliks, grillaðar pylsur. Skíðadeild verður með opna línuskautabraut og gefst gestum færi á að reyna sig á því sviði, auk þess sem þeim gefst kostur á að kynna sér íþróttaaðstöðuna í Kópavogsdal, þar á meðal Fífuna, segir í fréttatilkynningu. Allir velkomnir, kaffi- og kökusala verður allan daginn á svæðinu. Blikadagur í Smáranum Munið alheimstvímenninginn nk. föstudag Hinn geysivinsæli alheimství- menningur Heimssambandsins (WBF) verður haldinn í kvöld kl. 19:00 og á morgun, laugardag 8. júní kl. 14:00. Íslendingar munu að sjálf- sögðu taka þátt eins og undanfarin ár. Um er að ræða tvær sjálfstæðar keppnir, þannig að þátttakendur geta valið að spila annan daginn eða báða. Spilað verður í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37. Útreikningurinn fer fram á Internetinu og verður fróð- legt að sjá hvar efstu Íslendingarnir lenda að þessu sinni. Allir fá dýrindis bækling með spilunum í keppninni, eftir spilamennsku, og geta þar með stúderað árangurinn nánar. Skráning fer fram á staðnum eða í síma 860-1003 (Matthías) og er hægt að sjá meira um þetta mót á eftirfar- andi netslóð: http://www.world- bridge.org/. Úrslit í sumarbrids 2002 Mánudagskvöldið 3. júní mættu 16 pör til leiks og urðu þessi hlutskörp- ust (meðalskor 210) Ómar Olgeirss. – Vilhjálmur Sig. yngri 278 Alda Guðnad. – Kristján B. Snorrason 266 Birna Stefnisdóttir – Jónína Pálsdóttir 235 Sigurvin Jónss. – Eyvindur Magnúss. 232 Guðlaugur Sveinss. – Erlendur Jónsson 220 Sigfús Þórðarson – Þórður Sigurðsson 215 Þriðjudagskvöldið 4. júní var spil- aður 14 para tvímenningur og urðu þessi pör efst (meðalskor 156): Hermann Friðrikss. – Þorst. Joensen 192 Guðlaugur Sveinss. – Jörundur Þórðars. 189 Árni Hannesson – Böðvar Magnússon 188 Birkir Jónsson – Sigfús Þórðarson 186 Jónína Pálsdóttir – Hanna Friðriksd. 173 Ragna Briem-Þóranna Pálsdóttir 168 Hermann heldur naumri forystu Í stigakeppni sumarsins hefur Hermann Friðriksson nauma for- ystu en margir þjarma að honum, eins og topp-tíu listinn sýnir: Hermann Friðriksson 130 Guðlaugur Sveinsson 122 Vilhjálmur Sigurðsson jr 105 Baldur Bjartmarsson 98 Alfreð Kristjánsson 91 Þorsteinn Joensen 90 Gylfi Baldursson 74 Ómar Olgeirsson 71 Arnar Arngrímsson 67 Torfi Ásgeirsson 67 Erla leiðir hjá konunum Spennan er einnig mikil hjá kon- unum, eins og listinn þeirra ber með sér: Erla Sigurjónsdóttir 63 Halldóra Magnúsdóttir 48 Guðrún Jóhannesdóttir 44 Soffía Daníelsdóttir 43 María Haraldsdóttir 34 Harpa Fold Ingólfsdóttir 30 Anna Guðlaug Nielsen 30 Kristjana Steingrímsdóttir 28 Ragna Briem 28 Þóranna Pálsdóttir 28 Arngunnur Jónsdóttir 28 Í Sumarbrids 2002 er spilað alla virka daga kl. 19.00 í Síðumúla 37. Allir eru velkomnir og keppnisstjóri aðstoðar við að mynda pör, mæti spilarar stakir. Reynt er að taka vel á móti byrjendum og óvönum spil- urum. Mætið því hress til leiks í af- slöppuðu andrúmslofti. Nánari upp- lýsingar fást hjá BSÍ (s: 587-9360) eða hjá Matthíasi í síma 860-1003. Einnig má senda tölvupóst til sum- arbridge@bridge.is BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði í Glæsibæ fimmtudaginn 23. maí. 20 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Jóhann M. Guðm. – Hjálmar Gíslas. 237 Halldór Magnúss. – Þórður Björnss. 229 Viggó Nordquist – Valur Magnúss. 227 Árangur A-V: Magnús Oddss. – Magnús Halldórss. 259 Alda Hansen – Jón Lárusson 249 Ingibjörg Stef. – Þorsteinn Davíðss. 235 Tvímenningskeppni spiluð mánu- daginn 27. maí. 14 pör. Meðalskor 168 stig. Árangur N-S: Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 193 Alda Hansen – Jón Lárusson 179 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 173 Árangur A-V: Halldór Magnúss. – Valur Magnúss. 197 Björn E. Péturss. – Alfreð Kristjánss. 193 Sæmundur Björnss. – Oliver Kristóf. 191 Tvímenningskeppni spiluð fimmtudaginn 30. maí. 16 pör. Með- alskor 168 stig. Árangur N-S: Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 191 Birgir Sigurðss. – Alfreð Kristjánss. 186 Sæmundur Björnss. – Oliver Kristóf. 183 Árangur A-V: Albert Þorsteinss. – Bragi Björnss. 210 Björn E. Péturss. – Júlíus Guðmundss. 197 Viggó Nordquist – Hjálmar Gíslas. 183 Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.