Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.2002, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ R Dell PowerEdge 500SC netfljónn Intel Pentium III 1.13GHz/512k 256MB (2x128MB) 133MHz RAM 40GB 7200 snúninga IDE diskur Intel 10/100 netkort á mó›urbor›i 3ja ára ábyrg› á vinnu og varahlutum f a s t la n d - 8 1 3 0 - 3 1 0 5 0 2 S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + W W W . E J S . I S Dell PowerEdge 500SC er kraftmikill og öruggur netfljónn sem au›velt er vi› a› eiga. Hann er sérhanna›ur fyrir vaxandi fyrirtæki sem flurfa sveigjanleika í rekstri – fletta er lítill netfljónn í fullum gæ›um fyrir fyrirtæki me› stórar hugmyndir. Kraftaverk í krónum tali› Tilbo›sver›: 129.400 m/vsk EJS b‡›ur nokkrar tegundir fljónustusamninga me› netfljónum; Bronsfljónustu í eitt ár, Bronsfljónustu í flrjú ár, Silfurfljónustu í flrjú ár og Gullfljónustu í flrjú ár. Ver› frá 7.800 m/vsk út samningstímann. Allar nánari uppl‡singar á www.ejs.is HLUTHAFAFU ND UR Boðað er til hluthafafundar AcoTæknivals hf. föstudaginn 14. júní 2002, kl. 12:00 í húsakynnum félagsins í Skeifunni 17, Reykjavík. Dagskrá 1. Kosning stjórnar og varastjórnar. 2. Hlutafjáraukning, allt að 100 mkr. að nafnvirði. Núverandi hluthafar falla frá forkaupsrétti. 3. Önnur mál. Dagskrá hluthafafundar liggur frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til afhendingar. Stjórn AcoTæknivals hf. ÍSLAND hefur setið eftir í fram- leiðniþróun síðustu þrjátíu ára, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Iðntæknistofn- un og forstjóri stofnunarinnar gerði grein fyrir á ársfundi stofn- unarinnar í gær. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, ávarpaði fundinn og sagði að Iðntæknistofn- un myndi gegna mikilvægu hlut- verki í þeim miklu breytingum sem fyrirhugaðar eru í stuðnings- umhverfi nýsköpunar á Íslandi á næstu misserum. Stór þáttur í þessum breytingum er boðuð ný- skipan opinbers stuðnings við vís- indarannsóknir, tækniþróun og ný- sköpun sem sett var fram í þremur frumvörpum sem fjallað var um á nýliðnu vorþingi en komu ekki til endanlegrar afgreiðslu. Valgerður sagði að búast mætti við því að felldar yrðu inn ábendingar sem borist hafa og lúta m.a. að því að styrkja þá þætti sem sameina frumvörpin eins og t.d. starfsemi þjóustumiðstöðvar vísindarann- sókna. Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri Hún gerði einnig grein fyrir því að í samræmi við stefnu í byggða- málum fyrir árin 2002-2005 væri að því stefnt að nýsköpunarmið- stöð yrði starfrækt á vegum Iðn- tæknistofnunar á Akureyri auk starfseminnar í Reykjavík. Í sum- ar verður unnið að rekstraráætl- unum með það að markmiði að unnt verði að hefja starfsemina á Akureyri í haust eða snemma vetr- ar. Á Akureyri er einnig í und- irbúningi að reisa Rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann þar sem 14 ríkisstofnanir hafa sýnt áhuga á að fá inni. Verði þessar áætlanir að veruleika er hugmynd- in sú að nýsköpunarmiðstöðin á Akureyri fái inni í Rannsókna- og nýsköpunarhúsinu og gæti það orðið fyrir árslok 2003, að sögn Valgerðar. Skapandi hugsun og nýsköpun verða mikilvæg hagnýt viðmið fyr- ir fyrirtæki á 21. öldinni að mati Phil Hanson, ráðgjafa hjá IBM, sem einnig hélt erindi á ársfund- inum. Fyrir fyrirtæki í samkeppnis- rekstri er mikilvægt að hafa hag- nýt viðmið (e. benchmarking) til að bera sig saman við önnur fyrirtæki í sömu atvinnugrein eða öðrum og fá þannig tækifæri til að bæta frammistöðu sína, eins og fram kom í máli Hansons. Hanson sagði að fyrirtæki verði að setja sér háleit markmið og bera sig saman við þau bestu. Markmiðið þurfi að vera að verða fyrirtæki í fremstu röð (World class company). Til að ná því markmiði þarf að vera ljóst hvaðan lagt er af stað og þar komi hagnýt viðmið að góðum notum. Fyrirtæki í óeðlilegu samkeppn- isumhverfi líta stórt á sig Aðeins 2% fyrirtækja eru í fremstu röð, að sögn Hansons, en fyrirtæki skiptast í 5 flokka eftir mælingu með Microscope gagna- grunninum og mælingatækinu: berskjaldað, getur gert betur, efni- legt, framsækið og í fremstu röð. Árangur er mældur, sem og inn- viðir og starfshættir fyrirtækis. Þar sem frammistaða fyrirtækja er undir 50% hvað árangur, innviði og starfshætti varðar, er að mati Hansons um fyrirtæki í óeðlilegu samkeppnisumhverfi að ræða. Um er að ræða fyrirtæki sem njóta einhvers konar verndar, t.d. vegna staðsetningar og sagði hann nokkra samsvörun þar á milli ey- landanna Bretlands og Íslands. Í því sambandi sagði Hanson einnig frá niðurstöðum athugana á því hvernig forsvarsmenn fyrirtækja sem mælast mismunandi í Micro- scope skynja fyrirtæki sín. Í ljós kom að þau sem eru í fremstu röð eru lítillát og setja sig undir raun- verulegt viðmið en þau sem ná hvað minnstum árangri, þ.e. þau sem eru í óeðlilegu samkeppnisum- hverfi, líta stærst á sig og setja sig langt yfir raunverulegt viðmið. Í máli Hansons kom einnig fram að ef bresk framleiðslufyrirtæki myndu bæta frammistöðu sína á við meðalframmistöðu keppinauta í fremstu röð, gæti landsframleiðsla í Bretlandi aukist um 300 milljarða punda. Samsvarandi tala fyrir Ísland er 140 milljarðar króna, eins og fram kemur í skýrslu sem unnin var fyr- ir Iðntæknistofnun og lögð var fram í fyrradag. Þar er borin sam- an framleiðni á Íslandi og í helstu samanburðarlöndum og í ljós kem- ur að framleiðni á Íslandi er í með- allagi en ef Ísland er borið saman við ríki í fremstu röð er fram- leiðnin t.d. í Bandaríkjunum fjórð- ungi meiri en hér á landi. Aukin framlög til rannsókna auka framleiðni „Á árinu 2000 voru unnin árs- verk hérlendis tæplega 140 þús- und. Því má álykta að ef um sömu framleiðni væri að ræða hér og í Bandaríkjunum væri landsfram- leiðsla hérlendis um fjórðungi meiri eða sem nemur 140 millj- örðum króna á verðlagi ársins 1995. Þar sem samanburðurinn miðast við 1995 og framleiðnivöxt- ur hér á landi hefur verið minni en í Bandaríkjunum sem nemur fjórð- ungi úr prósenti árlega, þá er þessi munur heldur meiri í dag,“ sagði Hallgrímur Jónsson, for- stjóri Iðntæknistofnunar, í umfjöll- un sinni um skýrsluna á ársfund- inum í gær. „Hvað er framleiðni? Framleiðni er mikilvægur mælikvarði á stöðu þjóðfélags eða atvinnugreina. Út frá framleiðni má sjá hvert tækni- stig viðkomandi þjóðar er í sam- anburði við aðrar þjóðir og þróun þess yfir tíma. Jafnframt má með framleiðni finna vísbendingar um skilvirkni viðkomandi framleiðslu- þátta, kostnaðarábata og jafnvel lífsgæði viðkomandi ríkja, þar sem framleiðni og raunlaun tengjast á þann hátt að aukin framleiðni leið- ir af sér meiri kaupmátt. Á þetta einkum við um markaði sem sam- keppni ríkir á,“ sagði Hallgrímur m.a. Hann gerði grein fyrir niður- stöðum skýrslunnar og sagði að á þrjátíu ára tímabili hafi Ísland set- ið eftir í framleiðniþróun „og ef við viljum keppa við til dæmis Noreg og Finnland, þarf framleiðni að aukast talsvert hérlendis. Af þeim útreikningum sem gerðir voru má ráða að talsvert meiri sveiflur eru í framleiðnibreytingum hérlendis en hjá hinum ríkjunum, ef litið er yfir lengri tíma. Stafar þetta væntan- lega af því hversu íslenskt atvinnu- líf er háð afkomu í sjávarútvegi.“ Hallgrímur greindi einnig frá niðurstöðum athugana OECD á áhrifum aukinna framlaga til rann- sókna og þróunar. Þær eru að 1% aukning á framlögum fyrirtækja til rannsókna og þróunar leiðir til 0,13% framleiðniaukningar. Sama aukning til framlaga í erlend rann- sóknar- og þróunarverkefni myndi leiða til 0,44% framleiðniaukningar og 1% aukning í opinberum fram- lögum til rannsókna og þróunar myndi leiða til 0,17% framleiðni- aukningar. Tap af rekstri stofnunarinnar 7,8 milljónir Magnús Friðgeirsson, stjórnar- formaður Iðntæknistofnunar, gerði grein fyrir ársreikningum stofn- unarinnar og starfsemi hennar á síðasta ári. Tap varð af rekstri Iðntæknistofnunar á síðasta ári upp á 7,8 milljónir, miðað við hagnað upp á 25,7 milljónir árið á undan. Tekjur námu alls 466,2 milljónum króna en gjöld 476,1 milljón. Skipting tekna Iðntækni- stofnunar er með eftirfarandi hætti, eins og Magnús greindi frá: Sérfræðiþjónusta seld fyrirtækjum 29%, framlög frá iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti og Nýsköpunar- sjóði atvinnulífsins til greiðslu á styrkjum 12%, erlendar tekjur 10%, tekjur á fjárlögum 27%, Rannís 9%, Nýsköpunarsjóður og sambærilegir aðilar 8% og aðrar tekjur 5%. Ísland hefur setið eft- ir í framleiðniþróun Morgunblaðið/Kristinn Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hallgrímur Jónsson, forstjóri Iðntæknistofnunar, og Phil Hanson, ráðgjafi hjá IBM, voru ræðumenn á ársfundi Iðntæknistofnunar sem var haldinn í gær. VIÐSKIPTAHALLI við útlönd var 1,5 milljarðar króna á fyrsta fjórð- ungi ársins, samkvæmt bráða- birgðauppgjöri Seðlabanka Íslands. Á sama tíma í fyrra var viðskipta- hallinn 18,5 milljarðar króna. Á föstu gengi minnkaði hallinn um 19,5 milljarða króna. Minni við- skiptahalli stafar einkum af sam- drætti í innflutningi vöru og þjón- ustu og í þáttagjöldum, en útflutningur jókst lítillega frá fyrra ári. Afgangur á vöruskiptajöfnuði nam 5,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra var 7,1 milljarðs króna vöruskipta- halli. Halli á þjónustuviðskiptum var 1,3 milljarðar króna en hann var 2,4 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. Hreinar þáttatekjur voru neikvæðar um 5,5 milljarða króna sem er þremur milljörðum króna lægri fjárhæð en á sama tíma í fyrra. Þar munar mest um minni vaxtabyrði af erlendum skuldum vegna vaxtalækkana á erlendum lánamörkuðum. Innstreymi fjár mældist 11,1 milljarður króna á fyrsta ársfjórð- ungi, fyrst og fremst vegna er- lendrar lántöku í formi skulda- bréfaútgáfu og bankalána. Fjárútstreymi vegna erlendra verð- bréfakaupa nam 9,6 milljörðum króna sem var nær helmingi meira en á sama tímabili í fyrra. Beinar fjárfestingar Íslendinga erlendis námu 1,4 milljörðum króna en fjár- festingar erlendra aðila á Íslandi voru litlar sem engar. Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst lítillega á fyrsta fjórðungi árs- ins og nam hann 36 milljörðum króna í lok mars 2002. Viðskiptahallinn 1,5 milljarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.