Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegir Smeg blástursofnar og helluborð á tilboðsverði Einstök ítölsk hönnum og háþróuð tækni sameinast í þessum glæsilegu ofnum og helluborðum sem tryggja öryggi og gleði í eldhúsinu. Við bjóðum nokkrar gerðir af Smeg blástursofnum og helluborðum á einstöku verði á meðan birgðir endast. Einstakt tækifæri til að gera góð kaup. RANNSÓKN þeirra Jóhannesar Karls og Kára var framkvæmd nú í vor og var markmiðið að skoða hvaða augum börn og unglingar líta léttölsauglýsingar íslenskra fram- leiðenda, en leiðbeinandi í verkefn- inu var Friðrik H. Jónsson dósent í sálfræði. Athuguð voru viðhorf og skilningur barna og unglinga á létt- ölsauglýsingum og var könnunin framkvæmd nú í vor. Tilgátur rann- sóknarinnar voru að einkenni léttölsauglýsinga myndu höfða til tilraunahóps og að tilraunahópur liti á þær sem áfengisauglýsingar. Þeir Jóhannes Karl og Kári segja að niðurstöður rannsóknarinnar hafi stutt þessar tilgátur og einnig hafi komið í ljós að samanburðar- hópur hafði jákvætt viðhorf til létt- ölsauglýsinga og taldi þær vera áfengisauglýsingar. „Við vildum skoða hvort þessar léttölsauglýsingar höfðuðu til barna og unglinga og hvort þau litu á þær sem léttölsauglýsingar eða sem áfengisauglýsingar. Við skoðuðum erlendar rannsóknir á því hvað höfðar til barna og unglinga í aug- lýsingum og í ljós kom að þær hafa sýnt fram á að litríkar auglýsingar, með miklum húmor og félagslegum samskiptum, svo sem í vinahópum, höfða sérstaklega til barna. Svo skoðuðum við erlendar rannsóknir á áfengisauglýsingum, en alls staðar í heiminum hafa þessar auglýsingar sömu einkenni, þær eru fyndnar, skemmtilegar, litríkar og í þeim eru félagsleg samskipti áberandi, fólk er samankomið í gleðskap eða í góðra vina hópi,“ segir Kári. Jó- hannes Karl bætir við að hinar ís- lensku léttölsauglýsingar hafi öll þau einkenni sem börn laðast að í auglýsingum, þar sé gjarnan sýnt fram á að allir séu góðir vinir þegar þeir drekka saman. Þessar auglýs- ingar höfði til barna og unglinga, sem hugsanlega eru óörugg fé- lagslega og í leit að fyrirmyndum. Þekktu léttölsauglýsingar betur en aðrar auglýsingar Aðspurðir hvernig rannsóknin hafi verið framkvæmd segir Kári að þeir hafi útbúið spurningalista þar sem spurt var um viðhorf til auglýs- inga og skilning á þeim. Þátttak- endum var skipt í tilraunahóp og samanburðarhóp. Í tilraunahópi voru 94 nemendur á aldrinum 13 til 17 ára, en í samanburðarhópi voru 25 stúdentar á aldrinum 21 til 38 ára. Báðir hópar fengu að sjá átta prentaðar sjónvarpsauglýsingar og svöruðu spurningalista sem fjallaði um viðhorf og skilning á auglýsing- um, en engin vörumerki sáust. Fjórar þeirra voru léttölsauglýsing- ar en hinar voru annarskonar neysluvöruauglýsingar sem notaðar voru til samanburðar. Neysluvenjur heimila voru einnig rannsakaðar til að útiloka áhrif annarra þátta á við- horf til umræddra vöruflokka. „Samanburðarauglýsingarnar fjórar stóðu fyrir gosdrykki, morg- unkorn og mjólkurvörur. Allt voru þetta vörur sem við hefðum haldið að krakkar ættu að þekkja fremur en léttölsauglýsingarnar,“ segir Kári. Niðurstöðurnar sýndu hins vegar að krakkarnir þekktu frekar léttölsauglýsingarnar og fannst þær skemmtilegri en hinar auglýsing- arnar. Fjórir af hverjum fimm töldu auk þess að sá sem neytti mikils magns af vörunni yrði drukkinn. Þetta telja þeir Jóhannes Karl og Kári sýna fram á að krakkarnir líti á þessar auglýsingar sem áfengis- auglýsingar, fremur en léttölsaug- lýsingar. Vangaveltur um markhóp auglýsenda Þeir Kári og Jóhannes Karl benda á að í áfengislögum nr. 75 frá 1998, 20. grein segi að hverskonar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum séu bannaðar. Jafnframt segi að bannað sé að sýna neyslu eða aðra meðferð áfengis í auglýsingum almennt. Bannið nái líka til auglýsinga sem eingöngu fela í sér nafn áfengis- framleiðanda eða vörumerki áfeng- isframleiðanda nema sami aðili framleiði einnig óáfenga drykki. Þá má nota nafn framleiðanda í tengslum við þá vöru sé það skýrt að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu. „Það má deila um hvort í þeim auglýsingum sem við notuðum komi skýrt fram að um óáfenga drykki sé að ræða, fyrst allir telja að verið sé að aug- lýsa áfengi. Oftast birtist einungis lítið merki í lok auglýsingarinnar sem gefur til kynna að um óáfengan drykk sé að ræða,“ segja Jóhannes Karl og Kári. Þeir segja rannsóknina vekja vangaveltur um hver sé markhóp- urinn í léttölsauglýsingunum. Nið- urstöður þeirra gefi til kynna að fleiri atriði sem vitað er að höfða til barna séu notuð í léttölsauglýsing- unum en í samanburðarauglýsing- unum. „Ég myndi halda að mark- hópurinn í léttölsauglýsingunum ætti að vera fólk sem hefur aldur til áfengiskaupa, en þar sem þær virð- ast höfða jafn vel til barna og ung- linga og raun ber vitni, getur verið að svo sé hugsanlega ekki,“ segir Kári. Hafa mest áhrif á þá sem hafa ómótaðar skoðanir Í verkefni Jóhannesar Karls og Kára kemur fram að auglýsingar virka yfirleitt best á þá sem hafa ómótaðar eða veikar skoðanir á þeirri vöru sem auglýst er. „Ef fólk kaupir alltaf tiltekið vörumerki er erfitt að fá það til að skipta yfir í annað merki, en ef það hefur ekki hafið neyslu á vörunni og hefur ekki sérstaka skoðun á hvaða vörumerki sé best, er mun auðveldara að fá fólk til að einblína á eitt merki. Það hefur sýnt sig að fólk heldur sig gjarnan við þau vörumerki sem það velur sér á unga aldri. Ekki er hægt að fullyrða að verið sé að beina ís- lensku léttölsauglýsingunum að börnum og unglingum, en rökin fyr- ir því hvers vegna það væri hentugt að gera það, eru fyrir hendi “ segir Jóhannes Karl. Jóhannes Karl og Kári segja að íslenskir auglýsendur léttöls haldi því fram að markmið auglýsinga þeirra sé ekki að fjölga neytendum, heldur að fá þá sem drekka fyrir til að skipta um vörutegund. Sam- kvæmt þessu ættu auglýsingar þeirra ekki að höfða sérstaklega til unglinga. „Allar íslensku léttölsaug- lýsingarnar voru metnar jákvæðari en samanburðarauglýsingarnar en í erlendum rannsóknum koma oft einhverjar áfengisauglýsingar sem höfða ekki til barna og unglinga. Í þeim auglýsingum er fremur reynt að höfða til neytandans með rökum, til dæmis með því að lýsa bragði eða gæðum. Í íslensku léttölsauglýsing- unum er hins vegar næstum ein- göngu gert út á ímynd vörunnar sem felst oftast í því að varan er sýnd í jákvæðu umhverfi en við fáum litlar upplýsingar um eigin- leika hennar,“ segir Kári. Höfða fremur til pilta en stúlkna Aðspurðir um skoðun sína á ís- lensku léttölsauglýsingunum segja þeir að sér finnist þær í raun ekki vera léttölsauglýsingar. Það viti það allir að fólk sitji ekki inni á bar með félögum sínum og drekki pilsner úr bjórglasi, það þekkist ekki. Þegar lögin séu lesin líti út fyrir að þau hafi verið skrifuð í ákveðnum til- gangi, svo sem að börn verði ekki fyrir áhrifum áfengisauglýsinga, en svo virðist vera nóg að talan 0,0% komi fyrir á skjánum í eina sekúndu til þess að uppfylla lagaskilyrðin. Tilgangi laganna sé vart þjónað meðan þetta er svona. „Auðvitað er ekki hægt að segja beint út að létt- ölsauglýsingarnar ýti undir barna- og unglingadrykkju, en ljóst er að börn og unglingar líta þær jákvæð- um augum,“ segir Kári. Að lokum segja þeir að ein af nið- urstöðum verkefnisins sé sú að létt- ölsauglýsingarnar höfði meira til pilta en stúlkna, en þeir hafi sýnt jákvæðari viðbrögð en þær í rann- sókninni. „Konur sjást sjaldan í léttölsauglýsingum, þar eru yfirleitt karlmenn. Það er sennilega verið að höfða til karlmennskuímyndarinnar með þessum auglýsingum. Það get- ur varla verið jákvætt fyrir unga drengi í leit að vísbendingum um hvernig eigi að hegða sér, að fá þau skilaboð að þeir þurfi að drekka bjór til þess að vera alvöru karl- menn,“ segja þeir Jóhannes Karl og Kári. Léttölsauglýsingar höfða sterkt til unglinga Í lokaverkefni í BA- námi sínu í sálfræði við Háskóla Íslands rannsökuðu Jóhannes Karl Sigursteinsson og Kári Jónsson viðhorf og skilning barna og unglinga á léttölsauglýsingum íslenskra framleiðenda. Elva Björk Sverris- dóttir ræddi við þá um helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Jóhannes Karl Sigursteinsson og Kári Jónsson. elva@mbl.is ÁSTRÁÐUR Magnússon, fé- lagi í Lionsklúbbnum Múla á Egilsstöðum, segir að mál þau er varða innisundlaugina sem byggð var fyrir söfnunarfé og gefin ríkinu, en hefur nú verið lokað vegna niðurníðslu, hafi verið rædd innan vébanda klúbbsins. Hann segist hafa velt fyrir sér hvort Lionsmenn ættu að taka við lauginni. Tekið aftur við lauginni? Sagt var frá málinu í frétt í Morgunblaðinu í gær. „Við gáfum mikla vinnu við gerð laugarinnar á sínum tíma. Okkur finnst það náttúrlega sorglegt að þessi bygging skuli fara svona. Ég hef velt því fyrir mér hvort við Lionsmenn ætt- um að fara fram á það við ríkið að það afhendi okkur húseign- ina til baka úr því að enginn vill hirða um hana,“ segir Ástráð- ur. Þá segir hann að mörgum þyki leiðinlegt hvernig fór fyrir sambýli fatlaðra á Egilsstöð- um, Vonarlandi, sem nú hefur verið lagt niður, en sundlaugin var upphaflega byggð vegna til- lagna forráðamanna heimilis- ins. Margir hafi lagt til peninga og vinnu við sundlaugina. „Það voru meðal annars haldnir hér miklir tónleikar og rann ágóði þeirra óskiptur í þessa bygg- ingu.“ Ástráður segist ekki þekkja náið til þess hvort notkun laug- arinnar hafi verið lítil, eins og fram kom hjá Soffíu Lárusdótt- ur, framkvæmdastjóra Svæðis- skrifstofu máefna fatlaðra á Austurlandi og forseta bæjar- stjórnar á Austur-Héraði. „Ég veit það að þessi sundlaug var byggð fyrir íbúa sambýlisins. Auk þess notuðu eldri borgarar laugina töluvert og foreldrar með ungbörn,“ segir Ástráður. Sundlaugin á Egilsstöðum Leiðinlegt að svona skyldi fara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.