Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H UGMYNDIR um flutning yfirstjórnar almannavarna til rík- islögreglustjóra eru til skoðunar í dóms- málaráðuneytinu í tengslum við undirbúning fjárlaga fyrir næsta ár. Þær fela í sér að Almannavarnir ríkisins verði lagðar niður og verk- efni almannavarna, eins og þau eru skilgreind í lögum um almanna- varnir, verði færð til embættis rík- islögreglustjóra. Stofnuð verði sér- stök almannavarnanefnd innan ríkislögreglustjóraembættisins sem hafi aðsetur í Skógarhlíð, þar sem ætlunin er að koma á fót stjórn- stöð fyrir leit og björgun á Íslandi. Þá er einnig í skoðun að leggja al- mannavarnaráð niður og flytja hlut- verk þess, yfirstjórn almannavarna, til ríkislögreglustjóra. Talið er þó líklegt að sambærilegt ráð, sem verði ráðgefandi fyrir ríkislögreglu- stjóraembættið, verði stofnað. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er talið að með tillögunum megi ná fram um 20 milljóna króna sparnaði árlega, en Almannavarnir ríkisins fengu 41 milljón króna á síðustu fjárlögum. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórnin fjalli um tillög- urnar í haust og ákveði hvort lagt verði fram frumvarp til laga um þær breytingar sem nauðsynlegar eru á lögum um almannavarnir vegna þessa. Almannavarnir ríkis- ins eru reyndar aldrei nefndar á nafn í lögunum, en þar er fjallað um almannavarnaráð. Samkvæmt lögum um almanna- varnir er hlutverk almannavarna að „skipuleggja og framkvæma ráð- stafanir, sem miða að því að koma í veg fyrir, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkamstjóni eða eigna af völdum hernaðarað- gerða, náttúruhamfara eða af ann- arri vá, og veita líkn og aðstoð vegna tjóns, sem orðið hefur“, falli þau störf ekki undir aðra aðila lög- um samkvæmt. Tillögur dómsmála- ráðuneytisins fela í sér að þetta hlutverk verði fært undir embætti ríkislögreglustjóra. Þar verði stofn- uð almannavarnadeild sem hefði það hlutverk að annast heildar- skipulagningu almannavarna. Ekki stendur til að umbylta almanna- varnakerfinu að öðru leyti en flytja yfirstjórn þess. Heimildir Morgunblaðsins herma að margvíslegar ástæður séu fyrir því að yfirstjórn almanna- varna sé talið betur borgið hjá rík- islögreglustjóra en hjá sérstakri stofnun. Ríkislögreglustjóri hafi m.a. boðvald yfir lögreglustjórum í landinu sem fara, lögum sam- kvæmt, með stjórn almannavarna hver í sínu umdæmi. Til stendur að setja upp stjórn- stöð fyrir leit og björgun á Íslandi í Skógarhlíð þar sem allir þeir sem koma að leitar- og björgunarstarfi muni starfa saman. Nefnd ráðu- neytisstjóra forsætis-, dómsmála- og samgönguráðuneyta, sem skipuð var síðasta vor til að fara yfir fyr- irkomulag leitar og björgunar hér á landi, hefur m.a. fjallað um þessa stjórnstöð. Eitt af hlutverkum al- mannavarna er að reka stjórnstöð almannavarna og er það talið ein- falda skipulag björgunaraðgerða að stjórnun þeirra fari fram á einum stað. Tillögur dómsmálaráðuneytis- ins eru sagðar miða að því að ein- falda skipulag við leit og björgun. Það flæki boðleiðir og ákvarðana- töku að margir stjórnendur komi að björgunarstarfi. Yfirstjórnun og rekstur skafinn af Þá hafa tillögurnar ákveðinn sparnað í för með sér. Almanna- varnir ríkisins er ein margra ör- stofnana sem fjármálaráðuneytið hefur bent á í vefritum sínum að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja og fækka. Sparnaðurinn felst fyrst og fremst í því að taka út yfirstjórn fjármála og ritaraumsýslu og flytja til ríkislögreglustjóraembættisins. Yfirstjórnunarlagið verði skafið af og kjarni starfsemi almannavarna fluttur undir ríkislögreglustjóra. Sex starfsmenn starfa í dag hjá Almannavörnum, þar af einn á rekstrarsviði. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er gert ráð fyr- ir því að þrír starfsmenn muni starfa í almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra, verði af breytingunum. Yfirstjórn, fjármálaumsýsla og rit- arar séu fyrir hendi hjá ríkislög- reglustjóra. Við ráðningu þessara þriggja starfsmanna verði fyrst leit- að til þeirra starfsmanna Almanna- varna sem hafi mesta reynslu. Sólveig Þorvaldsdóttir er fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkis- ins og hefur henni samkvæmt öruggum heimildum verið boðið að stýra almannavarnadeild innan rík- islögreglustjóraembættisins, verði af flutningi yfirstjórnarinnar. Hún myndi þá ekki lengur veita ríkis- stofnun forstöðu og fen laun. Tveir starfsmenn ver til viðbótar við deildarstjór Almannavarnaráð lag Tillögurnar hafa einnig sér að almannavarnaráð ve niður í núverandi mynd og þess fært undir ríkislögreg Samkvæmt núgildandi lög ráðið starfsemi almannav „hefur með höndum heild lagningu almannavarna í Þá stýrir það framkvæ þeim þáttum sem falla un valdið. Þeirra á meðal eru milli umdæma, gagna- og ingaöflun um hættu, mæ geislavirkni, viðvörun og v arkerfi, leiðbeiningar og ingsfræðsla, kennsla yfirm leiðbeinenda, eftirlit og um ráðstöfunum á sviði alma vegna æðstu stjórnar lan mikilvægra stofnana ríkis un birgða og varsla þeirr lagning og yfirstjórn á fólks af hættusvæðum, yfi aðstoð milli umdæma, aðs stofnana og umsjón með vörnum í héraði. Þá skal rá ast með og stuðla að ath vegna hættu af ísalögum, e jarðskjálftum, flóðum, sn skriðuföllum og annarri v skal ráðið stuðla að, fylgjas samræma ráðstafanir sem því að draga úr líkum á lík eignatjóni af völdum nát fara eða af annarri vá. Samkvæmt heimildum blaðsins var talið eðlilegt semi almannavarnaráðs fæ undir ríkislögreglustjóra mannavarnaráði eiga sæt samkvæmt, forstjóri La gæslunnar, landlæknir, reglustjóri, póst- og símam og vegamálstjóri. Þessi þurfa að vinna saman þ mannavarnaástand kem Áfram verður gert ráð fyr einhverskonar ráð af þe starfi til að tryggja sams þessara aðila. Ríkislögre sjái um samhæfingarþáttin reglustjóri í viðkomandi stýri aðgerðum á vettvan verði þá ráðgefandi og þjó þeim tilgangi að upplýsa beina til þeirra þeim atrið þeim snúa. Þá er talið nau að fleiri komi að samhæfin inu sem almannavarnar gegnt. Þannig þurfi s fulltrúar björgunarsveita krossins og jafnvel stj Hugmyndir dómsmálaráðuneytis um flutni almannavarna til ríkislögreglust Ætlað að auka ö stytta boðleið spara fjárm Talið er að hugmyndir um flutning yfirstjórn- ar almannavarna til ríkislögreglustjóra, sem nú eru til skoðunar í dómsmálaráðuneyt- inu, gætu sparað um 20 milljónir króna árlega, sem er um helmingur þeirrar upphæðar sem Almannavarnir ríkisins hafa fengið á fjár- lögum. Nína Björk Jónsdóttir komst að því að starfsmönnum verð- ur fækkað úr sex í þrjá. Morgunblað Eftir jarðskjálftana sumarið 2000 eyðilögðust mörg íbúðar FRAMTÍÐ – FORTÍÐ Það er ekki langt síðan talið varvíst að Netið myndi breytaheiminum. Landamæri myndu hætta að skipta máli. Upplýsingar, menningar- og skemmtiefni myndi flæða um heiminn mótstöðulaust með aðstoð hins nýja miðils. Þessi framtíðarsýn hafði ekki síst áhrif á ákvarðanir fjölmargra fyrir- tækja sem töldu ljóst að framtíðin lægi í hinni nýju upplýsingatækni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og löngu orðið ljóst að þótt Netið sé stór- kostlegt fyrirbæri eru grundvallarlög- mál markaðarins enn í fullu gildi. Þannig sjá nú margir hluthafar í bandaríska fjölmiðlafyrirtækinu Time- Warner eftir að hafa sameinast netfyr- irtækinu AOL á jafnréttisgrundvelli á sínum tíma, þrátt fyrir að Time-War- ner væri mun stærra og öflugra fyr- irtæki í hefðbundnum skilningi. Evrópsk símafyrirtæki sem eyddu stórkostlegum fjárhæðum í leyfi til að reka farsímakerfi fyrir þriðju kynslóð farsíma sitja eftir með sárt ennið. Ekki er nóg með að þriðja kynslóðartæknin sé enn í þróun heldur er talið óvíst hversu mikill áhugi neytenda er á að nýta sér hana á annað borð þegar upp á hana verður boðið. Þá virðist nokkuð ljóst að verðmætin í upplýsingasamfélagi framtíðarinnar munu ekki liggja í þeim tækjabúnaði sem miðlar upplýsingum heldur því efni sem neytendur sækjast eftir, hvort sem um er að ræða tónlist, kvik- myndir eða fréttir. Boðkerfin, hvort sem það er ljósleiðari eða þriðjukyn- slóðarkerfi, eru að flestu leyti sam- bærileg við hitaveitustokka og raf- magnslínur. Meginverðmætin liggja ekki í þeim heldur heita vatninu og raf- magninu. Málaferli tónlistarfyrirtækja á hendur hugbúnaðarfyrirtækinu Nap- ster, er bauð upp á tækni er leyfði not- endum að skiptast á lögum í gegnum Netið, sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Það er hins vegar ljóst að tónlistarfyrirtækin geta ekki stöðvað framrás tækninnar. Því hafa mörg þeirra ákveðið að veita aðgang að tón- list sinni gegnum Netið og leyfa net- notendum að brenna hana á diska gegn greiðslu. Fá fyrirtæki lögðu eins mikið undir í kapphlaupinu um að verða fyrstur inn í upplýsingaframtíðina og franska fyr- irtækið Vivendi. Lengi vel virtist sem Vivendi, rétt eins og AOL-Time War- ner, hefði fundið einhvers konar töfra- lausn sem tryggði endalausan uppgang hlutabréfa. Innan eins og sama fyrir- tækis var að finna kvikmyndaver, sjón- varpsstöðvar, netfyrirtæki, bókaút- gáfu, farsímakerfi og ýmislegt annað. Hlutabréf í Vivendi hafa hins vegar lækkað um 80% að verðgildi á skömm- um tíma og fyrr í vikunni hrökklaðist Jean-Marie Messier, aðalstjórnandi fyrirtækisins, úr starfi. Þótt hrakfarir Vivendi séu um margt táknrænar um þau breyttu viðhorf sem nú eru uppi í alþjóðlegu viðskiptalífi er ekki einungis hægt að skrifa þær á reikning rangrar framtíðarsýnar. Þrátt fyrir allt eru flestir sammála um að þau svið sem Vivendi einbeitti sér að eigi mikla framtíð fyrir sér. Þegar upp er staðið er skýringin líklega að miklu leyti gamalkunn. Vivendi færðist meira í fang á skömmum tíma en það réð við og þar að auki fyrir lánsfé. Fall Vivendi er því líklega fremur til tákns um að rekstrarlögmál fortíðarinnar eru enn í fullu gildi en að framtíðarsýn- in hafi verið með öllu röng. VAXTARVERKIR HÁSKÓLA ÍSLANDS Samkvæmt dómi sem kveðinn varupp í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag er kennsla við MBA-nám hjá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands ekki hluti af aðalstarfi háskóla- kennara og ber því að greiða sérstak- lega fyrir hana. Málið höfðaði Háskóli Íslands og fjórir prófessorar deildar- innar til að hnekkja úrskurðum kjara- dóms um að ekki bæri að launa sér- staklega fyrir þessi störf þar sem þau væru hluti af aðalstarfi þessara starfs- manna HÍ. Dómur héraðsdóms virðist á góðum rökum reistur, enda óumdeilt að MBA-námið er fyrir utan hefðbund- ið námsframboð viðskipta- og hag- fræðideildar og að engu leyti fjármagn- að með framlögum úr ríkissjóði. Málið í heild vekur þó óneitanlega upp ýmsar spurningar um fjármögnun HÍ og framkvæmd þeirrar miklu aukn- ingar í námsframboði sem þar hefur átt sér stað á undanförnum misserum. Svo virðist sem ekki sé ætíð til að dreifa nauðsynlegu fjármagni til að bjóða upp á nægilega fjölbreytni í námskeiðum til framhaldsnáms, svo sem til MA-prófs í heimspekideild. Fjölbreytni er þó að sjálfsögðu afar brýn til þess að tryggja að hver og einn námsmaður geti mótað sitt rannsóknar- eða sérsvið með mark- vissum hætti eftir að grunnnámi lýkur. Til að auka valmöguleika MA-nemenda með litlum tilkostnaði hefur því iðulega verið brugðið á það ráð að samtvinna BA- og MA-námskeið þannig að MA- nemendur fá færri einingar metnar og/ eða leysa aukaverkefni af hendi til að „hysja“ námið upp á MA-stig. Það má velta því fyrir sér hvort þessi leið sé viðunandi kostur fyrir nemend- ur og kennara Háskóla Íslands. Nám- skeið sem kennarar vinna fyrir BA-stig eru annars eðlis en námskeið fyrir æðri námsstig, enda er þar verið að vinna með grunnhugtök, aðferðafræði og námsefni sem nemendur í framhalds- námi eiga þegar að hafa á valdi sínu. Það er því vandséð hvernig kennarar eiga að geta sniðið sama námsefni að sértækari þörfum MA-nemenda, án þess að það bitni á öðrum hvorum hópnum – en oft á tíðum er t.d. engin leið fyrir kennarann að vita hversu margir MA-nemendur eru í nemenda- hópnum fyrr en í fyrstu kennslustund, auk þess sem lítið mið hefur verið tekið af þessu stóraukna álagi á kennara við launagreiðslur fram að þessu. Það hlýtur að vera skýlaus krafa nemenda sem lokið hafa BA-námi og hyggjast leggja í framhaldsnám við HÍ að skólinn sníði námið að þörfum þeirra án málamiðlana, svo prófgráður þeirra standist samanburð við samsvarandi gráður úr góðum skólum erlendis. Sömuleiðis hlýtur að vera sjálfsagt að kennurum sé gert fært að miða kennslu sína við ítrustu kröfur á hverju náms- stigi fyrir sig. Það er því vissulega fagnaðarefni að HÍ hafi tekist að verja hagsmuni sína með þeim hætti sem greint var frá hér að ofan, en í kjölfarið er ef til vill tímabært að huga nánar að fleiri vaxtarverkjum sem fylgja kröfum um aukið námsframboð á æðri stigum svo tryggt sé að allt nám standi undir réttmætum kröfum nemenda og sé framkvæmanlegt með sómasamlegum hætti fyrir kennara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.