Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 63 DAGBÓK Útsala Útsala Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Úrval af stelpu- og strákafötum fyrir krakka frá 0-12 ára Útsalan hefst í dag kl. 10.00 Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 4. júlí, er fimmtug Ingibjörg Sveinsdóttir, Hæðarbyggð 24, Garðabæ. Sambýlismað- ur hennar er Eyvindur Jó- hannsson. Þau taka á móti gestum í kvöld milli kl. 20 og 23 í Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. LJÓÐABROT BÆN TIL DAUÐANS Ó, Dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum, og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta, að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu væntir sér. Ó, Dauði, fyrir skugga þínum skelfur vor skynjun líkt og svipult hrævarlog. Í döprum fjarska hrynja húmsins elfur, við heyrum ferjumannsins áratog. Þá skyggnumst við í ótta út á sundin, og ef til vill með trega skilst oss þá, hve heimþrá vor er veröld þeirri bundin, sem við eigum í nótt að deyja frá. – – – Tómas Guðmundsson 1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rf3 Rbd7 4. g3 e5 5. Rc3 Be7 6. Bg2 O-O 7. O-O c6 8. e4 De8 9. h3 Bd8 10. Rh4 exd4 11. Dxd4 Re5 12. b3 Rh5 13. Dxd6 Bxh4 14. gxh4 Bxh3 15. Ba3 Bxg2 16. Kxg2 Rg6 17. Dh2 Rgf4+ 18. Kh1 De5 19. Bb2 De7 20. Had1 Had8 21. Bc1 Df6 22. f3 Dxc3 23. Hxd8 Hxd8 24. Bxf4 Staðan kom upp á EM kvenna sem lauk fyrir skömmu í Varna í Búlgar- íu. Ekaterina Kovalevsk- aya (2482) hafði svart gegn Nino Khurtsidze (2446). 24...Hd1! 25. Hxd1 Dxf3+ 26. Kg1 Dxd1+ 27. Kf2 Rf6 28. Dh3 Rg4+ 29. Kg2 De2+ 30. Kg1 Df2+ og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. EVRÓPUMÓTIÐ á sér sjö- tíu ára sögu, en fyrsta mótið fór fram 1932 í Schevening- en í Hollandi. Til að byrja með var keppnin haldin ár- lega, en síðan á tveggja ára fresti þegar frá leið og var mótið í Salsomaggiore það 46. í röðinni. Þátttökuþjóð- um hefur fjölgað mikið frá upphafi og voru nú 38 í opna flokknum. Þjóðirnar spiluðu innbyrðis 20 spila leiki, eða samtals 740 spil, þau sömu í öllum leikjum. Í fyrstu um- ferð stóðu margir sagnhafar frammi fyrir því að velja leið í sex tíglum á þessar hendur: Norður ♠ ÁG ♥ Á732 ♦ K43 ♣ÁD42 Suður ♠ 54 ♥ K96 ♦ ÁG10972 ♣K10 Hvernig myndi lesandinn spila með smáum spaða út? Sex tíglar er góð slemma og vinnst alltaf ef drottning- in í trompi skilar sér. Þröst- ur Ingimarsson og Bjarni Einarsson sögðu slemmuna á móti Belgum og var Þröst- ur við stýrið. Hann tók á spaðaás, síðan tígulás og kóng, en þá kom í ljós að austur hafði byrjað með drottningu þriðju. Þröstur spilaði þá laufi úr borði og svínaði tíunni: Norður ♠ ÁG ♥ Á732 ♦ K43 ♣ÁD42 Vestur Austur ♠ 98763 ♠ KD102 ♥ D108 ♥ G54 ♦ 8 ♦ D65 ♣9765 ♣G83 Suður ♠ 54 ♥ K96 ♦ ÁG10972 ♣K10 Svíningin fyrir laufgosann heppnaðist og Þröstur gat hent niður spaða og hjarta í ÁD í laufi. Flestir sagnhafar í slemmunni völdu þessa leið, en þó ekki allir. Sumir kusu að toppa laufið og henda spaða niður í laufdrottningu og spila síðan upp á þvingun í hjarta og laufi. Sem gengur upp ef vestur á a.m.k. 4-4 í hjarta og laufi, en svo var ekki í þessu tilfelli. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Ölmusa þín og stolt er ann- áluð, lífsfylling er að fá tæki- færi til að hjálpa öðrum. Þú bregst ekki sannfæringu þinni en skoðanir þínar eru stundum klisjukenndar. Oft finnst þér best að þoka málum einn og sér á bak við tjöldin. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú býrð yfir miklum krafti til tiltektar heima fyrir í dag, hvort sem er til að færa hús- gögn úr stað eða annars. Naut (20. apríl - 20. maí)  Atorkusemi þín í dag gæti leitt til þess að þú ofreynir þig líkamlega, því skaltu var- ast hættulegar íþróttir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Verulegar líkur eru á að þú eyðir um efni fram í dag í ein- hvern munað. Geymdu bara kvittunina ef heimilt er að skila einhverju til baka. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Upplagður dagur til hvers kyns líkamlegrar áreynslu, þú bullar af orku og ekkert virðist geta haldið aftur af þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Áhugi þinn fyrir lífinu og til- verunni er næstum smitandi. Fólki finnst sem batterí hlað- ist hjá því sjálfu bara af því að eiga samræður við þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Löngun þín til hópíþrótta eða hvers kyns hópstarfs er mikil í dag. Og láttu verða af þátt- töku í athöfnum sem þú hefur ánægju af. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hvöt þín til afreka eykst í dag, láttu ekkert aftra þér því áhugi þinn, jákvæðni og stað- festa munu tryggja árangur hvert sem viðfangsefnið verð- ur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Löngun til að kíkja yfir sjón- deildarhringinn og uppgötva eitthvað nýtt vaknar hjá þér í dag. Ræddu við fólk, kíktu í bókasöfn eða innritaðu þig á námskeið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Aldrei er betra en nú að taka lán eða biðja aðra um hjálp, afstaða himintungla er þér blessun og eiga eftir að færa þér auð og forréttindi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Greini þig á við förunaut eða náinn félaga verða skoðana- skipti ykkar fjörug. Þú kem- ur þínum sjónarmiðum á framfæri með stæl. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú áorkar miklu í vinnu í dag vegna jákvæðrar orku og vinnugleði. Þú getur reitt þig á aðstoð annarra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fjör þitt og kynorka er mikil í dag, lífshamingjan og að deila henni með öðrum verður áleitin. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Þessir duglegu drengir héldu tombólu á Garðatorgi í Garðabæ og söfnuðu kr. 2.345 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Ómar Þór Ómarsson og Jón Þór Bachman Jónsson. Morgunblaðið/Emelía BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Siglu- fjarðarkirkju af sr. Sigurði Æg- issyni þau Berglind Frið- riksdóttir og Sigurður Sverrisson. Hlutavelta        Svona, svona! Þið hafið nægan tíma til að þrasa eft- ir að þið eruð gift. Smælki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.