Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 47 nætur eftir að hafa komist í tæri og glímt við stórurriða í vatninu og minntust sumir þeirra þessara stunda í vöku sem draumi. Til eru heimildir um að fræknir veiðimenn hafi veitt feiknastóra urr- iða í vatninu og má þar nefna frækinn klerk og fræðimann á Þingvöllum og veiðibónda mikinn sem bjó um tíma í Þingvallasveit. Eitt sinn hafði stórbóndi úr Gríms- nesinu sem sjaldan fór af bæ nema í tilefni stórviðburða tekið hest sinn og riðið upp í Þingvallasveit til að berja augum stórurriða sem þar hafði veiðst og hann frétt af. Þó hafði bóndinn oft handfjatlað stórlaxa úr Soginu, en þessi fiskur mun hafa borið þar af og hann því rið- ið léttan til baka eftir þessa sjón og oft sagt frá síðar með mikilli lotningu. Undirritaður ásamt bændum við vatnið og starfsmenn Veiðimálastofn- unar hafa lagt sig fram og þá oft með mikilli fyrirhöfn í slæmum haustveðr- um til að veiða urriða í klak með það eitt að markmiði að reyna að efla þennan merka fisk í vatninu. Eftir hrygningu hefur þessum fiskum verið sleppt aftur í vatnið. Mjög ítarleg aðgæsla er höfð við þetta verkefni á allan hátt hjá Veiði- málastofnun. Seiðum hefur verið sleppt í vatnið undanfarin ár og er það von manna að hægt verði að gera hrygningar- stofn urriðans sjálfbæran á komandi árum, enda hefur verkefnið gefið fullt tilefni til þess að svo geti orðið. Samhliða hafa sérfræðingar Veiði- málastofnunar aflað sér þekkingar um hegðunarmunstur urriðans í vatninu með sérstökum merkingum og fleiru. Það skemmtilega við þessar rann- sóknir er hversu þeim ber saman við hyggjuvit manna sem alist hafa upp við vatnið í návist urriðans. Einnig er Landsvirkjun að kanna með að hleypa meira vatni fram í Efra-Sog með umbótum á stíflugarð- inum við Steingrímsstöð, en þar fyrir ofan hefur verið sett nokkurt magn af riðmöl nú þegar. Allt verður þetta þó að gerast með mikilli varfærni og fylgjast þarf vel með hugsanlegum breytingum í og við vatnið. Ljóst er að urriðastofninn er lítill og viðkvæmur, en merki eru um að þessar sleppingar séu að skila ár- angri í auknum hrygningarstofni og svolítilli veiði. Talið er að fjórir staðbundnir urr- iðastofnar séu eða hafi verið í vatn- inu. Það getur tekið áratugi að ná stofninum upp í viðunandi horf þótt vel gangi með verkefnið, það sýndi sig þegar gengið var í staðbundinn stofn á vissu svæði við vatnið um og upp úr 1850. Það tók þann staðbundna stofn um 70-80 ár að ná sér aftur á strik þrátt fyrir friðun. Því verða veiðimenn að sýna þessu verkefni biðlund þar til gefið verður grænt ljós á hóflega veiði, þ.e. ef ná á ætluðum árangri við verkefni þetta. Það eitt að vita að þessi víðfrægi Þingvallavinur sé þarna á sveimi og á uppleið á að veita hvatningu til fram- fara á komandi árum. Vonandi koma þeir tímar að Þing- vallaurriðinn syndi um vatnið fagra í auknum mæli og hans verði minnst í vöku og draumi eftir viðureign eins og fyrrum daga, samanber stórskáld- ið Ólaf Jóhann Sigurðsson og urriða- veiðimanninn Axel Jónsson. Þeir sem sækja Þingvallasvæðið heim eru hvattir til að sýna því þá virðingu sem því ber og gæta að líf- ríki þess og náttúru. Höfundur er formaður áhuga- mannafélags um uppbyggingu Þingvallaurriðans og verndun á lífríki Þingvallasvæðisins. Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 Laugardaga kl. 10:00 - 17:00 Sunnudaga kl. 12:00 - 17:00 OPIÐ ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 18 03 7 06 . 20 02UTSALA jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, GISTIHÚS Gistihús í fullum rekstri á svæði 105 í Reykjavík til sölu Húsnæðið er 600 fm á annarri og þriðju hæð, fullinnréttað og að mestu leyti ný tekið í gegn. Í húsnæðinu er 75 fm húsvarðaríbúð, 8 stúdíóíbúðir og 12 tveggja og þriggja manna herbergi, tveir morgunverðarsalir sem geta tekið 45 manns í mat. Öll tilskilin leyfi eru fyrir hendi. Upplýsingar gefur aðeins Dan Wiium í síma Kjöreignar eða 896 4013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.