Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bryggjuhverfi Glæsiíbúðir 22 nýjar fullb. íbúðir á hagstæðu verði Lítið við á Valhöll og fáið teikningar eða á www.nybyggingar.is (undir fjölbýli) Vorum að fá í einkasölu nýjar glæsilegar 2ja, 3ja, 4ra og 5-6 herb. „penthouse“ íb. í þessu vinsæla hverfi. Íbúðirnar eru vel skipulagðar og afhendast fullfrágengnar án gólfefna með góðum innréttingum og flísalögðum baðherb. Frágangur hússins að utan er mjög vandað- ur og nær viðhaldsfrír. Hús klætt að utan með áli og álgluggar. Stæði í lokuðu bílskýli fylgir öllum íbúðum. Verð: 2ja herb. íb. 10,5 millj. 3ja herb. íb. 13,7 millj. 4ra herb. íb. 14,9 millj. Verð á stærri íb. frá 16,9 millj. Gjafavara Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i SJÁLFSAGT hefur aldrei annar eins fjöldi fallhlífastökkvara liðið um loftin blá yfir Egilsstöðum eins og síðustu tíu dagana eða svo. Stór hópur reyndra stökkvara, íslenskra og erlendra, kom með sérstaklega útbúna flugvél, rússneska Antonov 28, með sér og hefur verið í linnu- litlum loftdýfum upp á hvern dag. Veðurtilbrigði hafa verið ýmis, allt frá stingandi ísnálum yfir í hlýtt meginlandsloftslag. Allir hafa kom- ist slysalaust niður á öryggissvæði við flugvöllinn, en einkum hefur mönnum verið hætt við því í sunn- anátt að lenda ofan í Lagarfljóti og því hafður bátur með mannskap til taks allan daginn. Þessi samkoma fallhlífastökkv- ara er kölluð „Top of the world boogie“ eða „Extreem Week“ og er nú haldin í þriðja skiptið. Tilgang- urinn er að gefa íslenskum stökkv- urum færi á að stökkva úr mikilli hæð úr flugvél, sem tekur marga í einu og kemur mönnum hratt og örugglega upp á sem skemmstum tíma. Þrír Bandaríkjamenn voru m.a. fengnir til Egilsstaða að kenna ís- lenskum stökkvurum það nýjasta í frjálsu falli og ýmsum kúnstum sem menn gera á leiðinni niður. Þá var sænskur fallhlífastökkvari með sérstaka reynslu í að stökkva með óvana fenginn til liðs við hópinn. Fjölmargir gestir hafa fengið að spreyta sig á fallhlífastökki og fengið nokkra kennslu þar um í leiðinni. Sagt er að margir pissi í buxurnar svona í fyrsta sinn, en reyndari menn brosa bara út í ann- að þegar þeir heyra um slíkt. Það er kannski ekki skrítið að óvanir verði skelkaðir þegar þeir horfa á fleygiferð niður um 13.000 til 14.000 fet og eiga að hoppa – núna! Hægt er að fylgjast með mál- efnum þessa hóps á vefslóðinni www.skydive.is/boogie. Linnulausar loftdýfur á Egilsstöðum um helgina Fjör hjá íslenskum fallhlífastökkvurum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Egilsstaðir AFMÆLISHÁTÍÐ var haldin í Norska húsinu laugardaginn 29. júní og þess minnst að 12. maí voru liðin 200 ár frá fæðingu Árna kaup- manns Thorlacius og 170 ár síðan hann hóf að byggja Norska húsið. Afkomendur hjónanna Árna Thorlacius og Önnu Magdalenu mættu og færðu Norska húsinu gjaf- ir. Árni Freyr Sigurlaugsson flutti minningabrot um forföður sinn. Hann afhenti 15 bækur úr bókasafni Árna Thorlacius sem Árni merkti sjálfum sér. Hér er um að ræða rit- röð um sögu og landafræði sem gef- in var út í Kaupamannahöfn á ár- inum 1820–1830. Þá fékk safnið að gjöf frá Jórunni Thorlacius silfur- skeið, eina af 24 sem til eru og merktar fangamarki Önnu Magda- lenu. Guðrún Anna Thorlacius gaf Norska húsinu silfurskírnarbikar og mynd af Árna Jóseph Thorlacius, barnabarni Árna, en hann dó mjög ungur úr blóðeitrun eftir að hafa stungið sig á ryðguðum öngli. Einn- ig barst safninu Ættartölur Thorla- cius-ættarinnar sem Jón Thorlacius skráði, en hann var sonur Árna Ólafs, sem var sonur Daníels sonar gamla Árna. Þá var opnuð sýning Guðfinnu A. Hjálmarsdóttur sem á þennan hátt vill heiðra minningu langalangafa síns Árna Thorlacius og er sýningin byggð á minningabrotum sem tengdust lífi hans og starfi. Mynd- irnar eru unnar á handgerðan papp- ír með Image-on ætingum og fleiri grafíkaðferðum. Aldís Sigurðar- dóttir þakkaði gjafirnar og fagnaði því að nú væru þær komnar heim aftur. Á afmælishátíð Norska hússins kom fram sönghópurinn „Sex í sveit“ frá Grundarfirði og borg- firski þjóðdansahópurinn Sporið. Fjölmenni var í Norska húsinu þennan laugardag og þ.á m. norski sendiherrann, Kjel Halvorsen. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Afkomendur Árna Thorlacius afhentu Norska húsinu gjafir úr búi Árna: Frigg Árnadóttir, Árni Freyr Sigurlaugsson, Anna Margrét Thorlacius, Guðfinna A. Hjálmarsdóttir og Aldís Sigurðardóttir safnvörður. Norska húsið fær gjafir úr búi Árna Thorlacius Stykkishólmur Í TILEFNI af 35 ára rithöfund- arafmæli Guðjóns Sveinssonar stóð Félag ljóðunnenda á Austur- landi fyrir skemmtun á Staðar- borg í Breiðdal nú í lok júní. Þar var einnig fagnað útkomu nýrrar ljóðabókar og hljómdisks sem höfundurinn sendi nýlega frá sér og tileinkar eiginkonu sinni sem varð sjötug í maí. Á diskinum er að finna tuttugu og tvö lög, flest eftir Guðjón. Flutt var tónlist af diskinum en fjölskylda höfundar sá að mestu leyti um flutninginn. Hljómsveitina skipuðu börn, barnabörn og tengdabörn höf- undar og má segja að það hafi ríkt sannkölluð fjölskyldustemn- ing á sviðinu á Staðarborg. Heið- ursgestir kvöldsins voru Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson og fluttu þau nokkur lög af disk- inum við mikinn fögnuð gesta. Erla Sigurðardóttir myndlistar- maður sýndi myndir úr þremur bókum eftir Guðjón og verða þær áfram til sýnis á Staðarborg í júlí. Magnús Stefánsson fór yfir rithöfundarferil Guðjóns, höf- undur las nokkur ljóð og að lok- um var stiginn léttur dans á þess- ari fallegu júnínótt í Breiðdal. Guðjón Sveinsson rithöfundur ásamt hópnum sem sá um dagskrána í til- efni af 35 ára rithöfundarafmæli hans. Rithöf- undar- afmæli í Breiðdal Breiðdalsvík Á FYRSTA fundi nýkjörinnar hreppsnefndar Þórshafnar- hrepps, 14. júní sl., var oddvita falið að ganga frá ráðningu Björns Ingimarssonar sem sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Ráðinn sveitarstjóri Þórshöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.