Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ útsala debenhams hefst í dag kl. 11.00 50% afsláttur af völdum vörum S M Á R A L I N D komdu og ger›u gó› kaup ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 81 56 7/ 20 02 allt a› Afgreiðslutími mán. - föst. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 JOSEPH Stiglitz, handhafi Nób- elsverðlaunanna í hagfræði árið 2001, á nú í vök að verjast vegna bókar, sem hann sendi nýverið frá sér, en aðal- hagfræðingur Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (IMF), Kenneth Rogoff, sakar hann um að sýna af sér dæmalausan hroka í bókinni, og um að gera lítið úr öðrum hagfræðingum. Bókin heitir Globalization and Its Discontents og kom út fyrir skömmu. Fékk hún m.a. heldur misjafna dóma í tímaritinu The Economist. Í bókinni gagnrýnir Stiglitz, sem starfaði sem ráðgjafi Bills Clintons í forsetatíð hans, IMF fyrir aðgerðir sjóðsins á meðan á efnahagsöngþveitinu í Asíu stóð á árunum 1997–1998. Stiglitz var á þessum árum aðalhagfræðingur Alþjóðabankans og segir hann í bók sinni að fulltrúar IMF hafi lítið hirt um ábendingar sérfræð- inga Alþjóðabankans um að kröf- ur um umbætur sem sjóðurinn gerði til ýmissa ríkja, er á þessum tíma áttu við mikinn efnahags- vanda að stríða, tækju ekkert til- lit til aðstæðna almúgans. Segir hann að þau meðul, sem IMF gaf ríkjunum í því skyni að snúa þróuninni við, hefðu oft á tíðum leitt til þess að vandinn varð enn meiri en ella og þannig hefðu hörmungar mikils fjölda fólks aukist til muna. Rogoff svarar Stiglitz fullum hálsi í opnu bréfi sem birtist á heimasíðu IMF á mánudag. Þar gagnrýnir hann hugmyndir Stig- litz um það, hvað rétt hefði verið að gera, og segir þær fjarska hefðbundnar. Jafnframt sakar hann Stiglitz um mikinn hroka. „Þannig fann ég ekki eitt einasta tilvik þar sem þú, Joe Stiglitz, gengst við því að hafa haft rangt fyrir þér um nokkurt einasta mál- efni, er snerti hag jarðarbúa,“ segir Rogoff í bréfinu. Fischer umbunað með góðu starfi hjá Citicorp? Þá sakar Rogoff Stiglitz um rógburð, en í bók sinni þykir Stiglitz gefa í skyn að Citicorp- bankasamsteypan hafi umbunað Stanley Fischer, fyrrum aðstoð- arframkvæmdastjóra IMF, fyrir þá stefnu, sem hann beitti sér fyr- ir hjá IMF, með góðu starfi hjá samsteypunni. „Af öllum þeim rangfærslum og aðdróttunum í bók þinni þá er þessi sú hneyks- anlegasta,“ segir Rogoff. „Ég legg til að þú afturkallir bókina þar til búið er að leiðrétta þennan rógburð.“ Opið bréf Rogoffs er í sama dúr og ásakanir sem hann setti fram á lokuðum fundi um bók Stiglitz, sem Alþjóðabankinn hélt í síðustu viku, en þann fund sótti Stiglitz einnig. Þar mun Stiglitz hafa tek- ið fram, að hann væri ekki að saka Fischer um neitt misjafnt, aðeins að benda á hættuna á hagsmunaárekstrum. Eru orðahnippingar hagfræð- inganna sagðar sveipa hulunni af stirðum samskiptum Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, en sérfræðingar stofn- ananna hafa eldað grátt silfur um árabil. Hvattur til að aftur- kalla nýja bók sína Washington. AP, AFP. Joseph Stiglitz Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði sakaður um rógburð HAFIN er bygging fyrsta hluta nýrr- ar öryggisgirðingar sem ætlað er að skilja að byggðir Palestínumanna á Vesturbakkanum og Ísraelsríki. Fyrsti hluti girðingarinnar mun liggja milli landnemabyggðar gyð- inga í Gilo, nærri austurhluta Jerúsal- em, og palestínska bæjarins Beit Jal- lah, rétt utan við Betlehem. Þessi hluti mun verða um fimmtíu kíló- metra langur þegar verkinu lýkur en öryggisgirðingin í heild sinni verður um 350 kílómetra löng, verði af frek- ari framkvæmdum. Ríkisstjórn Ar- iels Sharons hefur þegar samþykkt byggingu um 110 kílómetra langrar girðingar á norðurhluta Vesturbakk- ans en eftir á að taka ákvörðun um frekari framkvæmdir. Þrátt fyrir að talað sé um girðingu er í raun átt við belti gaddavírs, skurða og hreyfiskynjara. Er búist við því að hver kílómetri muni kosta um 85 milljónir íslenskra króna. 69% fylgjandi gerð girðingar Girðingunni er ætlað að gera hryðjuverkamönnum erfiðara að komast inn í ísraelskar borgir. Svipuð girðing skilur að Gaza-svæðið og Ísr- ael og benda fylgismenn hugmyndar- innar á að afar fáar sjálfsmorðsárásir hafa komið þaðan, máli sínu til stuðn- ings. Yitzhak Rabin, þáverandi forsætis- ráðherra Ísraels, hreyfði fyrstur hug- myndum um girðingu af þessu tagi í byrjun tíunda áratugarins og hafa sumir þingmenn og ráðherrar Verka- mannaflokksins unnið hugmyndinni brautargengi síðan. Stuðningur við hana hefur einnig aukist meðal ísr- aelsks almennings í kjölfar ófriðarins sem ríkt hefur á svæðinu undanfarin misseri. Skv. skoðanakönnun blaðsins Maariv eru 69% Ísraelsmanna því fylgjandi að girðingin verði reist. Framkvæmdunum hefur verið mótmælt af harðlínumönnum á Ísr- aelska þinginu og fulltrúum land- nema sem óttast að girðingin verði notuð sem viðmið þegar og ef til þess kemur að marka landamæri nýs pal- estínsks ríkis, en þeir eru alfarið á móti því að slíkt ríki verði stofnað. Segjast þeir einnig hafa af því áhyggj- ur að margar landnemabyggðir muni enda „vitlausu megin“ girðingarinn- ar, þ.e. Palestínumegin, og því missa tengsl við Ísraelsríki. Þá hafa sumir talsmenn Palestínu- manna mótmælt byggingaráformun- um og segja þær minna óþægilega á apartheid-tímann í Suður-Afríku. Ísraelar hefja gerð girðingar Jerúsalem. AFP, The Washington Post.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.