Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 7 LITAVER, Grensásvegi 18, s. 581 2444 MOSRAF, Mosfellsbæ, s. 566 6355 BYGGINGAHÚSIÐ, Akranesi, s. 431 5710 MÁLNINGARÞJÓNUSTAN, Akranesi, s. 431 1799 KB BYGGINGAVÖRUVERSLUN, Borgarnesi, s. 430 5544 LITABÚÐIN, Ólafsvík, s. 436 1313 GUÐNI HALLGRÍMSSON, Grundarfirði, s. 438 6722 SKIPAVÍK, Stykkishólmi, s. 430 1415 G.E.SÆMUNDSSON, Ísafirði, s. 456 3047 KAUPFÉLAG V-HÚNV., Hvammstanga, s. 451 2370 KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA, Blönduósi, s. 455 9030 KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA, Sauðárkróki, s. 455 4610 BJARNI ÞORGEIRSSON, Siglufirði, s. 867 1590 JÓKÓ, Furuvöllum 13, Akureyri, s. 462 7878 ÖRYGGI, Húsavík, s. 464 1600 KJG, Þórshöfn, s. 853 1880 KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA, Vopnafirði, s. 473 1203 KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA, Egilsstöðum, s. 470 1220 BYGGT & FLUTT, Norðfirði - Eskifirði - Fáskrúðsfirði, s. 477 1515 KASK, BYGGINGAVÖRUR, Höfn, s. 470 8210 KLAKKUR, Vík, s. 487 1223 BRIMNES, Vestmannaeyjum, s. 481 1220 KÁ, BÚREKSTRARDEILD, Austurvegi 69, Selfossi, s. 482 3767 HÚSIÐ VERSLUN, Grindavík, s. 426 7666 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Fagleg ráðgjöf og þjónusta SUMARTILBOÐ á útimálningu og viðarvörn 590kr. Verð á lítra á Hörpusilki og Útitex miðað við 10 lítra dós og ljósa liti Íslensk gæðamálning Endursöluaðilar FUGLALÍF er mikið í Vest- mannaeyjum og er oft fjörugt í bjargi. Tjaldurinn verpir þar meðal annars, en hann er fjörufugl og leggur ekki mikið í hreiðurgerðina. Ungarnir eru ekki lengi að læra að bjarga sér og að því loknu má sjá fjölskyldumeðlimi í gönguferð í Eyjum. Í göngu- ferð Morgunblaðið/Sigurgeir PÁLMI Kristinsson, framkvæmda- stjóri Smáralindar, segir að leigu- hlutfallið hafi aukist í verslunarmið- stöðinni frá því í október í fyrra, þrátt fyrir niðursveiflu í þjóðfélag- inu á sama tíma. Sl. laugardag var opnuð ný versl- un í Smáralind á um 500 fermetra svæði, en um er að ræða ítölsku húsgagna- og gjafavöruverslunina Natuzzi. Pálmi segir að eftir að Smáralind var opnuð hafi verið gerðir sjö leigusamningar á um 2.000 fermetra svæði og það sé mjög ánægjulegt. Natuzzi, sem sé t.d. með um 150 til 170 verslanir í Suður-Evrópu og Bandaríkjunum, hafi haft um fjóra eða fimm staði að velja hér á landi og valið Smára- lind. Hann segir að þótt viðskiptin í heild hafi verið minni en vonir hafi staðið til hafi Ítalirnir engar áhyggjur af því enda séu viðskiptin í takt við það sem hafi verið að ger- ast á mörkuðum í Evrópu undan- farin misseri. Að sögn Pálma tekur húsaleiga í verslunarmiðstöðvum stöðugt breytingum og ástandið í þjóðfélag- inu hverju sinni hefur mikið að segja, rétt eins og t.d. í viðskiptum með notaða bíla. Alltaf séu sveiflur í leigu og Smáralind hafi t.d. að und- anförnu boðið styttri samninga en áður en með endurskoðunarákvæð- um. Leigan taki líka mið af sölu en gert sé ráð fyrir að heildarsalan í Smáralind verði um 9 milljarðar króna í ár. Segir leiguhlutfall í Smáralind hafa aukist BROTIST var inn á vinnustofu Sigrúnar Eldjárn rithöfundar og myndlistarmanns um síðastliðna helgi og m.a. stolið tölvu með rit- smíðum hennar. Er tjónið tilfinn- anlegt þar sem nýjasta saga henn- ar fyrir börn var geymd í tölvunni. Skorar hún á þann eða þá sem stóðu að verkinu að skila tölvunni svo hún geti haldið áfram með sög- una. „Þetta var saga sem ég var komin nokkuð á veg með og á tölv- unni eru einnig skrár yfir öll mál- verk mín og eigendur þeirra. En mesta tjónið er vegna þjófnaðar hugverkanna,“ segir Sigrún, sem þekkt er fyrir sögur sínar um fé- lagana Kugg og Málfríði auk myndskreytinga í bækur. Innbrotið átti sér stað á laug- ardagskvöld eða sunnudagsmorg- un og var farið inn á vinnustofuna með því að spenna upp glugga. Auk tölvunnar, 3 ára gamallar imac tölvu, grænblárrar að lit, var stolið myndavél, hljómtækjum og hljóð- færum. Lögreglan í Reykjavík hef- ur málið til rannsóknar og biður alla þá sem hefðu getað orðið varir mannaferða við Fjölnisveg 12 á umræddum tíma að hafa samband. Tölvu með nýrri barna- sögu stolið frá Sigrúnu Eldjárn TVÖ umferðarslys urðu í umdæmi lögreglunar í Borgarnesi á sunnudag þar sem orsökin er rakin til þess að ökumenn sofnuðu við stýrið. Um klukkan 5 á sunnudagsmorgun valt jeppabifreið út af veginum á Holta- vörðuheiði með þeim afleiðingum að ökumaðurinn, sem var einn í bifreið- inni, slasaðist nokkuð og var hann fluttur á Landspítalann í Fossvogi með sjúkrabifreið. Síðar um daginn eða klukkan 17.50 valt bifreið á Vest- urlandsvegi við Galtarholt og hafn- aði utan vegar. Tvennt var í bifreið- inni og leitaði farþegi í bifreiðinni sér aðhlynningar vegna bakmeiðsla. Sofnuðu við stýrið og veltu bílunum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.