Morgunblaðið - 16.07.2002, Page 50

Morgunblaðið - 16.07.2002, Page 50
FÓLK Í FRÉTTUM 50 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ER eitthvað til sem heitir hið„fullkomna morð“? Þessuhafa kvikmyndahöfundarvelt óþreyttir fyrir sér svo lengi sem kvikmyndir hafa verið gerðar. Og þessu velta ungir bráð- greindir skólastrákar einnig fyrir sér – og ákveða að láta á það reyna í Murder By Numbers, nýjustu mynd hins margreynda Barbets Schroeder. Áformin: Velja fórnarlamb af handahófi, svo engin tengsl eru milli líksins og morðingja, og skilja ekki eftir neinar vísbendingar. Einfalt, er það ekki? Kannski ekki ef rannsóknarlög- regla á við Cassie Mayweather (Sandra Bullock) tekur að sér rann- sókn málsins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þurft að glíma við margar illleysanlegar morðgáturnar og iðu- lega með árangursríkum hætti, ekki með því að fylgja bókstaf lögreglu- fræðanna heldur eigin innsæi og að neita sér um að leita hinna augljósu svara. En félagi hennar Sam Ken- nedy (Ben Chaplin) er rödd skyn- seminnar, lögga sem lætur ekkert framhjá sér fara, og heldur, ólíkt Mayweather, í heiðri vinnureglurnar. Saman eru þau óárennilegt teymi sem morðingjarnir ungu höfðu ekki áformað að myndu rannsaka morðið á hinum miðaldra kvenmanni sem finnst myrtur í skóglendi nokkru, fjarri mannabyggðum. Einu vísbend- ingarnar eru; mannshár og vefir og spottar úr fatagörmum. Heimsspekingurinn Schroeder Murder By Numbers er 12. leikna kvikmynd Schroeders, sem nam heimspeki við Sorbonne-háskóla og hóf sinn kvikmyndaferil fyrst sem skríbent, svo aðstoðarmaður hjá Godard og því næst framleiðandi mynda Erics Rohmers. Fyrsta leik- stjórnarverkefni hans var More sem hann gerði árið 1969 og gerði hann fáeinar myndir á áttunda áratugnum, þ.á m. tvær heimildarmyndir. Þótt hann hafi verið nokkuð kunnur í evr- ópskri kvikmyndagerð varð nafn hans þó ekki heimsfrægt fyrr en hann gerði sína fyrstu mynd vestan- hafs 1987. Það var Barfly, örlagasaga um líf útigangsmanna, gerð eftir sögu Charles Bukowski, og skartaði Mickey Rourke og Faye Dunaway. Myndin vakti þónokkra athygli og keppti í aðalkeppninni í Cannes. Næsta mynd er þó trúlega hans merkilegasta til þessa. The Reversal of Fortune var frumsýnd 1990 og er sannsöguleg mynd um málaferlin yf- ir yfirstéttarmanninum Claus Von Bülow sem dreginn var fyrir dóm fyrir meinta morðtilraun á forríkri eiginkonu sinni. Myndin færði Schroeder hans fyrstu og einu Ósk- arsverðlaunatilnefningu en Jeremy Irons gerði gott betur og fékk Óskar fyrir eftirminnilega túlkun sína á Von Bülow. Myndirnar sem Schroeder hefur gert síðar hafa þótt upp og ofan, Single White Fe- male er lostafull- ur ofsóknarhasar, Kiss of Death mislukkaður ruddakrimmi, Be- fore and After lamað fjölskyldu- drama, Despe- rate Measures of- urvenjuleg lögguspenna og La Virgen de los sicarios grimmi- leg naflaskoðun. Síðastnefnda myndin var ólík því sem hann hef- ur fengist við síðasta áratuginn. Hún er lítil, gerð utan Hollywood og er á spænsku. Þar er Schroeder að upp- lifa á ný gömlu heimkynni sín í Kól- umbíu þar sem hann bjó og ólst upp sem ungur maður, og uppgötvar rétt eins og höfuðpersóna myndarinnar að margt hefur breyst. Þótt fátæktin og eiturlyfjabölið sé allsráðandi sé enn hægt að finna fegurðina sem ein- kennir landið í minningunni. Af þess- ari mynd hefði mátt halda að hann væri búinn að segja skilið við Holly- wood en því fór fjarri. Murder By Numbers er Hollywood- mynd, með ein- hverri frægustu Hollywood- stjörnu samtím- ans, en samt ber hún, líkt og önn- ur verk hans, handbragð hins evrópska leik- stjóra. Sannar fyr- irmyndir En þar sem hann var stadd- ur í Evrópu á helstu kvik- myndahátíð heimsins að kynna nýju Hollywood- myndina sína tilkynnti hann mönnum að ekkert væri fjær huga sínum en að hjakka í sama farinu, að markmið hans væri ætíð að gera öðruvísi mynd en sú síðasta var. Og sálfræðitryllir er sannarlega eitthvað annað en kól- umbískt samfélagsdrama. Með Schroeder í Cannes, þar sem myndin var sýnd utan keppni, voru lykilleikarar myndarinnar, Sandra Bullock og efnin tvö sem fara með hlutverk morðingjanna ungu, Ryan Gosling og Michael Pitt. Hugmyndina að fléttunni, þ.e. að láta tvo unglingspilta fremja morð sér til „gamans“, til þess eins reyna á gáfur sínar, má rekja aftur til at- burða sem áttu sér stað 1924 þegar tveir námsmenn, Nathan Leopold og Richard Loeb, rændu og myrtu 14 ára dreng til þess eins að svala fróð- leiksfýsn sinni. Þetta er síður en svo í fyrsta sinn sem sá vofveiflegi raun- verulegi viðburður verður kvik- myndahöfundum að yrkisefni, Hitch- cock studdist við hann í The Rope frá 1948 og það var einnig gert í rétt- ardramanu Compulsion frá 1959. En það sem greinir þessa nýjustu morðgátu frá hinum eru hinar miklu tækniframfarir sem átt hafa sér stað við rannsókn á slíkum málum. Og það er farið með óvenju ítarlegum hætti út í vinnubrögð rannsóknarlögreglu- manna, hvernig þeir þurfa að púsla saman, af þolinmæði og útsjónar- semi, púsluspili í nær óteljandi pört- um. Bullock segist hafa lagt sig alla fram, að eigin frumkvæði, við að reyna að gera lögreglukonuna May- weather sem trúverðugasta og þá skipti ekki svo litlu að vinnubrögð hennar væru sem sönnust. „Ég fékk að fylgjast með starfi rannsóknarlög- reglunnar og tók þá eftir því að fas kvenna og nálgun þeirra við starfið er öðruvísi en karla. Oft er sagt um kon- ur að þær séu næmari en karlar og lögreglukonurnar virðast nýta þann hæfileika við rannsóknarstörf sín. Ég fékk óvenju langan tíma til að und- irbúa mig og nýtti hann eins og ég gat.“ Bíóklisja eða blákaldur veruleiki? Oftar en ekki eiga söguhetjur í löggumyndum sem þessari við per- sónuleg vandamál að stríða, eiga í hjónabandserfiðleikum, eru einmana eða glíma við einhvers konar fíknir. Það verður fljótlega ljóst að May- weather er engin undantekning þar á. Henni líður ekki vel, hún er köld og á erfitt með að bindast tilfinninga- böndum. En spurningin er hvort þetta sé bara enn ein bíóklisjan eða blákaldur veruleiki sem fólk í svona starfi þarf að horfast í augu við? „Það er erfitt að vera ósnortinn af þrýstingnum sem fylgir þessu erfiða starfi. Þetta getur ekki annað en haft áhrif á einkalífið, enda ekki hægt losna við það þótt búið sé að stimpla sig út. Einn stærsti vandinn sem fólk í þessu starfi á við að etja er að það er hægðarleikur að missa tök á veru- leikanum á þann veg að halda að heimurinn sé á heljarþröm, uppfullur af morðóðu fólki.“ Bullock hefur verið að færa sig upp á skaftið sem framleiðandi undanfar- ið. Hún framleiddi myndirnar Gun Shy og Miss Congeniality og er yf- irframleiðandi Murder By Numbers. Hún segir ástæðuna fyrir því ekki vera þá að hún vilji fá að ráða meiru eða hafa frekari áhrif á tilurð mynda sinna heldur miklu fremur þá að þeg- ar hún fái trú á einhverjum verkefn- um þá sé hún tilbúin til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að auð- velda gerð þeirra. „Það eina sem ég gerði til að reyna að hafa áhrif á sjálfa myndina var að berjast fyrir því að Barbet fengi að vinna sína vinnu óá- reittur og að sem minnst yrði hróflað við handritinu. Ég vildi alls ekki horfa upp á að sagan yrði gerð eitt- hvað aðgengilegri eða mildari.“ Ryan Gosling og Michael Pitt hafa fengið góða dóma fyrir túlkun sína á morðingjunum ungu en segja má að þeir séu enn nýbúar í landi kvik- myndanna. Hinn 22 ára Gosling, sem ku eiga í ástarsambandi við Bullock þessa dagana, byrjaði feril sinn í sjónvarpi en sást í Remember The Titans og næst á undan umræddri mynd lék hann aðalhlutverkið í hinni margrómuðu en umdeildu The Belie- vers. Pitt er ári yngri en Gosling en hann ættu einhverjir að þekkja úr myndunum Hedwig and the Angry Inch og Finding Forrester. Aðspurð- ir segjast þeir sáttir við flestar hliðar bransans, líka að þurfa að þvælast á kvikmyndahátíðir og veita viðtöl. Báðir gripu þeir hlutverk sín fegins hendi og litu á þau sem mikið fram- faraskref á nýbyrjuðum ferli. Þeir segja að þeim hafi ekki fundist erfitt að setja sig í spor morðingja. „Burt- séð frá siðferðisbrenglun þeirra þá eru þetta heillandi persónur, hugs- andi náungar sem ég a.m.k. myndi hafa gaman af að umgangast,“ segir Pitt letilegri töffararöddu. „Þeir eru bara villtir og ég get ekki annað en vorkennt þeim.“ Schroeder hefur verið óspar á lofið á þessa drengi og sagðist í Cannes hafa alla trú á því að þeir yrðu er fram líða stundir í hópi merkustu kvikmyndaleikara. „Ég er vanari því að leikstýra þaulvönum leikurum en ég get í sannleika sagt að það var engin munur á, því að þeir eru full- þroska leikarar.“ Nýjasta mynd Barbets Schroeders heitir Murder By Numbers og er morðgáta með Söndru Bullock í aðalhlutverki. Skarphéðinn Guðmundsson sat blaðamannafund með þeim og ungum meðleikurum Bullock í Cannes á dögunum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Lykillið Murder By Numbers í Cannes-sólinni: Barbet Schroeder, Mich- ael Pitt, Sandra Bullock og Ryan Gosling. Leikur að morðum Sýningar eru hafnar á myndinni Murder By Numbers skarpi@mbl.is Sandra Bullock leikur klóka löggu í tilvistarkreppu sem fylgir eigin eðlishvöt. 13.07. 2002 19 9 3 4 9 0 9 8 3 9 1 22 27 31 33 11 10.07. 2002 17 40 41 44 45 47 14 20 Fyrstu vinningar fóru til Noregs og Finnlands. Þrefaldur 1. vinningur í næstu viku Kefla- valtarar Röratengi Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i iskislóð 26 Sími: 551 4 80 www.sturlaugur.is VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4507-4500-0030-3021 4507-2800-0001-4801 4507-4500-0030-6412 4507-4500-0030-6776 4507-2900-0005-8609 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291                                !  "# "$%& '    ()( )$$$

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.