Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 27 LJÓSMYNDIN sem slík, og ljósmyndin sem heimildargildi, vinnur stöðugt á hérlendis, sem er mikilsverð þróun. Þau eru svo ekki liðin mörg árin frá því að ljósmyndasýningar voru fágæti og ættum við sem fjallað höfum um sjónmenntir á síðum blaðanna að vera hér nokkrir heimildarmenn. Við höfum líka haft tækifæri til að fylgja í návígi þróun sem fáa ór- aði fyrir, að ljósmyndin hefur orðið að fullgild- um miðli við hlið myndlistar. Er einn angi þess að menn meðtaka nú hugtakið myndlist í víð- ara samhengi, burtséð frá því að margur telur að löngu sé búið að sprengja rammann. Ljósmyndin í sjálfri sér hefur hins vegar frá upphafi skarað málverkið, fyrst sem keppi- nautur en einnig hjálparmiðill, þótt margur hafi lengi vel þrjóskast við að viðurkenna það. Hér er samt í grundvallaratriðum um náskyld- ar listgreinar að ræða, í öllu falli þegar litið er til byggingarlögmála, einnig næmis fyrir áhrifamiklum sjónarhornum og andstæðum ljóss og skugga. Málarar fyrri alda studdust raunar við sjónræn vísindi og brögð við gerð málverka sinna og hér þróuðu Hollendingar merkilega aðferð varðandi innimyndir, sem getur meðal annars að líta í sérstöku herbergi á Þjóðlistasafninu í London. Anga hennar sjáum við jafnvel á sýningum dagsins sem ferska nýlist ásamt ýmsum lögmálum síbreyti- leikans. Fer ekki hjá því að sitthvað komi upp í hug- ann þegar menn virða fyrir sér ljósmyndir úr Fox-leiðangrinum svonefnda til Færeyja, Ís- lands og Grænlands. Teknar svo snemma sem 1860, og Inga Lára Baldvinsdóttir uppgötvaði í myndasafni konunglega landafræðifélagsins í London á ferðalagi um Bretland árið 2000. Sögulegt heimildargildi þeirra ótvírætt fyrir allar þjóðirnar, ekki síst Íslendinga, allt í senn varðandi húsakost, klæðnað fólks og almenna innsýn til þessara fjarlægu og löngu horfnu tíma. Mjög til umhugsunar að ekki eru liðin nema 140 ár síðan þannig var umhorfs, sem gefur skýra hugmynd um þær yfirgengilegu stökkbreytingar sem orðið hafa á tímaskeið- inu, var þó ennþá langt í að verulegur skriður kæmist á umskiptin. Fram kemur að húsa- gerðarlist var nokkuð áþekk í löndunum, að menn notuðust eðlilega við þann efnivið í nátt- úrunni sem hendi var næst, en varðandi hinar veglegri byggingar var um innflutta hluti og samsett hús að ræða. En myndirnar í sjálfu sér eru ekki síður athyglisverðar þótt afar misgóð- ar séu, sumar þokukenndar og óskýrar. Hinar bestu þó svo merkilegar að þær ættu heima í Listasafni Íslands við hlið annars fágætis á sviðinu er skarar sögu landsins og sjónlistir um leið. Hátækni nútímans gefur mönnum mögu- leika á að vinna slíkar myndir á ýmsa vegu, en hér eru þær sýndar í sinni upprunalegu gerð eins og þær koma af linsunum eða bjúgglerj- unum fyrir þrívíddarsjár, sem er að sjálfsögðu eini rétti hátturinn í þessu sambandi. Hins veg- ar væri meira en fróðlegt að vita hvað hægt væri að vinna úr myndunum, stækka afmark- aða hluta og ná meiri dýpt í skugga og þarmeð skýrara formi. Kannski væri þá hægt að greina betur hvort maðurinn á einni myndinni er Sig- urður Guðmundsson málari, en hver sem hann kann að hafa verið er hann óneitanlega lista- mannslegur í klæðaburði. Það var margt stór- merkilegt sem þessi maður skildi eftir sig, meðal annars endurbætti hann faldbúninginn, hátíðarbúning kvenna 1857, sem hér sést ef til vill fyrst á ljósmynd, lagði grunn að Þjóðminja- safni Íslands og undirbjó Þjóðhátíðina á Þing- völlum 1874. Af ofanskráðu má ráða að um mikilsháttar sýningu er að ræða þótt ekki sé hún viðamikil, henni er vel fyrir komið og hún nýtur sín einkar vel í Þjóðmenningarhúsinu. Gefin hefur verið út sýningarskrá sem inniheldur allar myndirnar á sýningunni og er hún mjög vel úr garði gerð. Bæjarþyrping í Reykjavík. Hús, skemma og hjallur. Maður, hugsanlega Sigurður Guð- mundsson, fremst á myndinni. Hann er a.m.k. óneitanlega listamannslegur í klæðaburði. Þrjár konur í gamla kirkjugarðinum. Kristín Jónsdóttir Krabbe í upphlut, Hómfríður Þorvaldsdóttir í faldbúningi og möttli og Hólmfríður Björnsdóttir í peysufötum. MYNDLIST Þjóðmenningarhúsið Opið alla daga frá 12–19. Til 31. ágúst. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá kr. 1.200. GAMLAR LJÓSMYNDIR FOX-LEIÐANGURINN 1860 SÖGULEGAR LJÓSMYNDIR Bragi Ásgeirsson HÄNDEL, sem þekkti Tele- mann, sagði að hann „gæti samið átta radda mótettu jafn auðveld- lega og annað fólk skrifar sendi- bréf“. Vel má taka mark á orðum Händels, því hann átti mjög auð- velt með að festa tónhugmyndir sínar á blað. Telemann var fjór- um árum eldri en Bach og Händ- el en hvað tónstíl varðar var hann boðberi rókokkóstílsins franska og lagði áherslu á létt- leika, enda er tónlist hans sér- lega lagræn og leikandi. Það var meðal annars markmið hans að gera verk sín aðgengileg fyrir áhugahljóðfæraleikara og fékk í því augnamiði verk sín prentuð, m.a. til notkunar í heimahúsum. Á fyrri Sumartónleikunum í Skálaholti um síðustu helgi voru eingöngu flutt verk eftir Tele- mann og var fyrsta verkið tríósó- nata í a-moll fyrir blokkflautu, fiðlu og „basso continuo“ og var þetta leikandi skemmtilega verk afburða vel flutt, sérstaklega voru einleiksraddirnar glæsilega mótaðar af Camillu Söderberg og Hildigunni Halldórsdóttur. Annað verkið var kantata nr. 17, Du bist verflucht, úr Der Harm- onische Gottesdienst, safni sjötíu og tveggja verka er Telemann gaf út á árunum 1725-6. Sam- kvæmt venju skiptast kantöturn- ar í aríur og tónles, oft í breyti- legri röð. Kaflaskipanin í nr. 17 er aría-tónles-aría og byggist á texta úr Galatabréfunum og orð- um Jesaja spámanns og fjallar um syni Abrahams, Ismael, er hann átti með ambáttinni Hagar, og Ísak, sem sagt er að Sara hafi eignast „samkvæmt fyrirheiti“, þótt háöldruð væri. Kantötu þessa söng Marta Guðrún Hall- dórsdóttir af glæsibrag. Sama má segja um söng hennar í ann- arri kantötu, sem flutt var á tón- leikunum „Wenn Israel am Nil- usstrande“ nr. 41 úr áðurnefndu safnriti og þar gat að heyra hversu örugg og tónviss Marta er, svo að hvergi var vikið af tandurhreinni tónun á líflegu tónferli meistarans. Sónatina í c- moll er líklega samin fyrir flautu og sembal, án þátttöku sellós eða gömbu, en Telemann samdi nokkur slík verk. Þetta verk var aldeilis glæsilega leikið af Ca- millu Söderberg en tónleikunum lauk með tríósónötu í d-moll fyr- ir blokkflautu og fiðlu, glæsilegu verki, þar sem höfundurinn hleypur smávegis útundan sér og vitnar stuttlega í þjóðdans (pólskan), sem hvað stíl snertir er skemmtilega ólíkur tónstíl verksins í heild, en skemmtileg tilbreytni. Flutningur verkanna var í alla staði glæsilega mótaður, bæði af hálfu einleikaranna, sem voru Camilla Söderberg og Hildi- gunnur Halldórsdóttir, og „con- tiuno“-spilaranna, sem voru Guðrún Óskarsdóttir og Ólöf S. Óskarsdóttir. Sérstaklega má þó segja að söngur Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur hafi verið há- punktur tónleikanna, því það er ekki allra að syngja barokktón- list og á því sviði fer Marta fyrir öðrum hvað snertir öryggi og tónvissan söng. Öruggur og tónviss söngur TÓNLIST Skálholtskirkja Camilla Söderberg, Hildigunnur Hall- dórsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Ólöf S. Óskarsdóttir og Marta Guðrún Hall- dórsdóttir fluttu kammerverk eftir Georg Philipp Telemann. Laugardag- urinn 13. júlí, 2002. SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLAHOLTI Jón Ásgeirsson ALDA Ármanna Sveinsdóttir opn- aði nýverið myndlistarsýningu á Café Nielsen á Egilsstöðum. Á sýn- ingunni eru 24 fígúratív olíu- málverk og þema flestra myndanna er konur og rósir, en sýningin ber einmitt þá yfirskrift. Alda Ármanna er fædd árið 1936 og ættuð frá Barðsnesi í Norðfirði. Hún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og nam einnig við Myndlistaskóla Reykjavíkur um þriggja ára skeið. Alda hefur haldið 18 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum. Hún vinnur einkum með olíu, vatnsliti, collage og dúkristu í verkum sínum. Sýningin konur og rósir stendur til 18. júlí nk. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frá sýningu Öldu, „Konur og rósir“, á Café Nielsen. Alda Ármanna sýnir á Café Nielsen Egilsstöðum. Morgunblaðið. KRISTJÁN Kristjánsson rit- höfundur er bæjarlistamaður Akraness að þessu sinni. Kristján er fæddur á Siglu- firði 1960. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1981 og lagði stund á bókmenntafræði við Háskóla Ís- lands á árunum 1982-86. Hann hefur unnið margvísleg störf, m.a. stundað sjóinn og stundað kennslustörf en undanfarin tvö ár hefur hann verið skjalavörður við Héraðsskjalasafn Akraness. Eftir Kristján hafa komið út skáldsögur, ljóðabækur og tvö leikrit, sem bæði hafa verið sett upp af Skagaleikflokknum. Nokkur verk hans hafa einnig birst í safnritum. Bæjarlista- maður Akraness SÝNINGU Maríu Kristínar Steins- son í Listhúsinu við Engjateig hefur verið framlengt til mánaðamóta. Einnig eru verkin á sýningunni kom- in inn á heimasíðu hennar á slóðinni www.mariaksteinsson.com/listakon- an.html. Sýning framlengd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.