Morgunblaðið - 16.07.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 16.07.2002, Síða 41
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 41 Vörurnar sem virka FREMSTIR FYRIR GÆÐI ALDREI þessu vant virðast hesta- menn nokkurn veginn sammála um það sem var gott á landsmótinu og eins það sem síðra var. Almennt virð- ist „brekkan“ ánægð með landsmót- ið, hrossin frábær, reiðmennskan ekki síðri, framkvæmdin góð að flestu leyti þótt þar hafi verið ýmsir hnökrar á. Þeir eru sjálfsagt margir tilbúnir að samþykkja að þetta sé besta landsmótið til þessa. Ef byrjað er á mótssvæðinu virðist sú skoðun ríkjandi að Vindheimamel- ar séu besta mótssvæðið sem völ er á en hafa ber í huga að slíkar raddir eru nokkuð áberandi eftir flest lands- mót. Svæðið er feikna rúmt og langt í frá fullnýtt hvað plássið varðar. Tjaldsvæðin mjög vel gerð af náttúr- unnar hendi. Telja má víst að ekkert mótssvæði hafi eins mikið aðdrátt- arafl til tjaldbúða- og næturlífs. Lík- lega koma Gaddstaðaflatir þar næst. Þá spilar sérstakur gleðskaparandi Skagfirðinga þarna sterkt inn í og var stórkostleg að sjá hvað fimm til sjö þúsund manns á að giska skemmtu sér vel og friðsamlega á svæðinu bæði föstudags og laugar- dagskvöld. Að sjálfsögðu var ölvun talsverð en miðað við mannfjölda og umfang samkomunnar má ætla þetta afar vel heppnað samanborið við aðr- ar útihátíðir sem haldnar eru hér á landi. Vellir Vindheimamela komu prýði- lega út á mótinu, aðeins þó fundið að kynbótabrautinni. Maraþondagskrá Dagskrá landsmótsins nú eins og undanfarinna móta var afar þéttskip- uð og þykir mörgum nóg um. Spurn- ingin snýst um það hvort þörf sé á svo mörgum hrossum og mörgum greinum. Það hefur verið afar rík til- hneiging hjá hestamönnum að fjölga greinum og lengja dagskrá móta og á það við um fleiri mót en landsmót. Hömluleysi er líklega orð sem á vel við og sú skoðun afar sterk að ekkert sem einu sinni sé komið inn á mótin megi missa sig og sömuleiðis jaðri það við landráð að fækka hrossum. Þær raddir eru nokkuð háværar að kynbótahross séu orðin alltof mörg á landsmótum og kynbótadómar og sýningar hrossanna óþarflega viða- miklar. Þetta er ómur brekkunnar en sjónarmiðin eru fleiri. Frá sjónar- horni ræktandans vilja sumir halda því fram að það eitt að koma hrossi á landsmóti sé afar mikilvægt til að komast nú á kort hrossaræktar og slíkt muni liðka mjög fyrir sölu. Þriðja hliðin snýr að tamningamönn- um sem hafa mikla og skemmtilega atvinnu af því að þjálfa þessi hross og sýna. Margir hafa á það bent að ekki sé þörf á að dæma nýdæmd hross fyrir hæfileika en í þess stað mæti þau á yfirlitssýningu. Á móti hefur verið bent á að ekki sé hægt að lækka hross á yfirlitssýningu samkvæmt núgildandi reglum en er þá ekki hægt að breyta því. Sú umræða hefur orðið nokkuð hávær að tímabært sé að leyfa lækkun einkunna á yfirlits- sýningum. Með breytingum í þessa átt mætti fækka mótsdögum og létta dagskrána. Þar fyrir utan minnkar þetta álagið á hrossunum sem er æði mikið hjá þeim mörgum. Þar fyrir ut- an má fullyrða að sum þeirra kyn- bótahrossa sem komu fram á lands- mótinu áttu lítið erindi þangað þrátt fyrir háar lágmarkseinkunnir inn á mótið. Kynbótasýningar á landsmót- um eiga að snúast um gæði en ekki magn. Yfirþyrmandi talnaflóð Gæðingum sem mæta á landsmót hefur fjölgað jafnt og þétt gegnum árin þrátt fyrir að reynt hafi verið að hamla þeirri þróun. Tvenn sjónarmið hafa lengi verið í gangi um hvernig eigi að velja gæðinga á landsmót. Annars vegar er það miðað við fé- lagafjölda hvers félags hve mörg hross má senda og það er sá háttur sem hafður er á. Hins vegar eru þeir nokkrir sem vilja að valið verði á svipaðan máta og kynbótahrossin þ.e. er þeir verði dæmdir á landsvísu og lágmarkseinkunn látin ráða hverj- ir komist á mót. Þessi kostur tryggir að sjálfsögðu að aðeins bestu hrossin komist á mót en hætt er við að hlutur minni félaganna verði skarður með þessum hætti og því hefur þessi leið ekki átt mikinn hljómgrunn. Annars virðist gæðingakeppnin í góðum far- vegi, þrískipting keppninnar virðist falla mönnumn vel í geð. Helst var að dómarar þættu naumir á skalann í báðar áttir og sömuleiðis gætti ósam- ræmis í einhverjum tilvika. En það er einkunnaflaumur gæð- ingakeppninnar sem er að gera út af við „brekkuna“. Það hefur lengi verið vitað á sá mikli einkunnaupplestur í úrslitum gæðingakeppninnar drepi niður alla stemningu og tefji dagskrá verulega. Er orðið löngu tímabært að lagfæra þennan ágalla við fyrstu hentugleika sem er þá ársþing hesta- manna í haust. Úrelt keppni barna Sömuleiðis er orðið tímabært að margra mati að fella út sér upplestur á ásetu og stjórnun í barna- og ung- lingaflokkum. Þá er keppni barna löngu orðin úrelt þar sem þau eru lát- in hleypa hrossum á hratt stökk í úr- slitum. Einnig þykir mörgum orðið óhætt að gera kröfur um bæði tölt og brokk. Komið er vel á þriðja áratug síðan þetta fyrirkomulag var sett í reglur og rétt að hestamenn spyrji sig hvort ekki hafi orðið einhver breyting á þessum tíma. Það vakti undrun og jafnvel að- dáun hversu þaulsetnir mótsgestir voru í brekkunni. Síðustu þrjá daga mótsins var þéttsetið frá morgni til kvölds enda dagskráin mjög þétt. Hafði einn mótsgesta á orði að ef ekki ætti að missa af neinu þyrfti að hafa með sér nestispakka, drykkjarföng og ekki væri verra að hafa með sér flösku til að pissa í. Mikið hefur verið kvartað yfir þessari þéttu dagskrá og finnst mörgum nóg komið. Hafa þurfi góð hlé yfir daginn. Vísast mun landsmótinu breytast á nætu árum þannig að vörukynningar og sala spili stærri rullu en hrossum fækki með strangara úrvali. Mannlífsþátturinn verður út undan í hinni þéttu dagskrá og fólk fær ekki svigrúm til að hvílast ögn milli atriða. Góð aðsókn en fáir útlendingar Fjárhagsafkoma landsmótsins virðist við fyrstu sýn tryggð. Gefur sú staða fyrirheit um að hlutafélags- formið sé rétt leið í rekstri mótanna. Þá má ætla að góð aðsókn sé vísbend- ing um að fjölgun landsmóta geti lukkast ef vel er á málum haldið. Engin formleg könnun var gerð á aðsókn útlendinga á landsmótið en tilfinning margra er sú að mun færri útlendingar hafi sótt mótið nú en áð- ur og þykir líklegt að þar ráði nokkru umrædd fjölgun landsmóta. Að því er best verður séð er dómur brekkunnar á landsmóti nokkuð af- gerandi og skýr. Allir mjög ánægðir í heildina litið. Mótshaldarar komast vel frá sínu en eitt og annað í skipu- lagi landsmóta þarf endurskoðunar við. Að síðustu má svo geta þess að eitt landsmótshross öðrum fremur hefur notið sviðsljóssins að loknu lands- móti en það er hryssan Blökk sem gefin var til Bretlands til að sinna fötluðum börnum. Hún þótti sýna óviðeigandi framkomu þegar hún var afhent Önnu prinsessu og bauð sem sagt af sér þann þokka sem óhag- stætt þótti fyrir hross sem ætti að þjóna fötluðum börnum þar ytra. Munaði sáralitlu að hún næði að krafsa með framfæti til prinsessunn- ar þegar hún hugðist heilsa henni með blíðuhótum. Nú hefur verið ákveðið að Blökk fari hvergi og er verið að leita að öðru og betra hrossi. Umræðan um Blökk eftir þetta atvik hefur gert það að verkum að ekkert hross hefur fengið viðlíka athygli og er það ekki einmitt það sem alla dreymir um; að eiga athyglisverðasta hrossið á landsmóti! Frjó umræða að loknu landsmóti á Vindheimamelum Hin skýru skila- boð brekkunnar Hestamenn hafa löngum haft skýrar og ákveðnar skoðanir á mál- efnum sínum, ekki alltaf sammála og íhaldssamir í öllum breyt- ingum. Valdimar Kristinsson lítur yfir nýafstaðið landsmót og viðbrögð mótsgesta, sem eru nokkuð afgerandi. Morgunblaðið/Þorkell Hin djúpvitra brekka hefur fellt sinn dóm að landsmóti loknu og eru skilaboðin mjög skýr að þessu sinni. Morgunblaðið/Vakri Ein af stjörnum landsmótsins, Hekla frá Heiði, með tíu fyrir tölt ásamt knapanum snjalla Þórði Þorgeirssyni. TÖLTKEPPNI landsmótsins féll mótsgestum afar vel í geð. For- keppnin lofaði góðu og úrslitin stóðu vel undir þeim væntingum sem for- keppnin gaf. Eyjólfur Ísólfsson mætti sterkur til leiks með hryssuna Rás frá Ragnheiðarstöðum og féll sýning þeirra dómurum afar vel í geð og fór strax í háar tölur. Var það fyrst og fremst hægatölt- ið og hraðabreytingarnar sem fleyttu þeim upp undir 9,0 í for- keppninni og ljóst að erfitt yrði að slá þeim við í úrslitum. Þetta er í annað skiptið sem Eyjólfur sigrar í töltkeppni á landsmóti en fyrra skiptið var 1978 á Skógarhólum. Þessir tveir sigrar eiga það sameig- inlegt að grundvallast á tímamóta- sýningum. Á Skógarhólum var Eyj- ólfur á yfirburðahestinum Hlyni frá Akureyri og reið honum á grasvelli í 114 stig sem jafngildir 9,5 á nútíma- skala. Met sem ekki hefur enn verið slegið og gæti vel dregist um sinn. Útfærsla Eyjólfs nú þótti mjög at- hyglisverð, hann reið hægatöltið á nokkuð nýstárlegan máta, afar hægt, svo hægt að Rás hreinlega gekk (labbaði) með miklum fóta- burði og söfnun. Hraðabreytingar reið hann með hóflegum hraða í hraðaaukningu og mjög góðum, nánast hnökralausum niðurhæg- ingnum. Yfirferðin var einnig á hóf- legum hraða en allt slétt og fellt og engir hnökrar. Í lýsingu á töltverkefni segir að ríða eigi upp á milliferð í hraða- breytingum en oft eru knapar að sperra sig við að ríða upp á yfirferð og lenda oftar en ekki í vandræðum með niðurhægingu. Hvað yfirferðinni viðkemur hjá Eyjólfi og Rás má segja að gefinn hafi verið nýr tónn því Eyjólfur lét ekkert raska ró sinni í úrslitunum þótt keppinautarnir riðu margir hverjir hraðar. Sama gilti um Hans Kjerúlf á Laufa frá Kollaleiru, hann lagði greinilega áherslu á að láta Laufa fara vel frekar en að sperra sig upp að eða jafnvel yfir þau mörk sem klárinn réð við. Vonandi mun þessi töltkeppni marka tímamót í yf- irferðareið í töltkeppni þar sem dómarar hafa oftar en ekki sett hraðann í öndvegi en látið stillingu höfuðs, háls, baks og takts sig minna varða. Hægatöltið hjá Eyjólfi og Rás er mjög sérstakt og dettur manni óneitanlega í hug enska heitið „running walk“ án þess þó að verið sé að líkja því við ganglag þraut- þyngdra Tennessee walking hesta. Væntanlega mætir Eyjólfur með Rás á Íslandsmótið í Reykjavík um aðra helgi og gefst þá mönnum kost- ur á ný að sjá árangur af mikilli söfnunarþjálfun sem ef til vill mark- ar nýja stefnu í þjálfun afrekstölt- ara. Tímamótatöltkeppni Morgunblaðið/Þorkell Eyjólfur Ísólfsson fékk sigur- launin úr hendi Önnu prinsessu á landsmótinu en hvað ber hann úr býtum ef hann mætir með Rás á Íslandsmótið?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.