Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 43 MEÐFERÐARHEIMILI Götu- smiðjunnar á Árvöllum hefur tekið upp nýtt úrræði innan meðferðar- innar þar sem nemendum gefst kostur á að komast í kynni við ís- lenska hestinn. Í tilefni þess hefur verið stofnaður hestaklúbbur sem fengið hefur nafnið Árvakur. Í þessum klúbb er tvískipt starfsemi. Til að byrja með fara nemendur í reiðskóla þar sem þeir læra öll helstu undirstöðuatriði hesta- mennskunnar. Þegar nemendurnir hafa náð tökum á reiðmennskunni takast þeir á við önnur og meira krefjandi verkefni. Nemendurnir munu vinna að frumtamningu hesta og læra um fóðrun og hirðingu þeirra. Í frum- tamningunum er notuð tamningaað- ferð sem ættuð er frá frumbyggjum Ameríku. Þar miða tamningarnar að því að hesturinn samþykki manninn, verði félagi og beri virð- ingu fyrir manninum sem er ekki svo fjarri þeirri nálgun sem Árvellir hafa að leiðarljósi gagnvart nem- endum sínum. Starf nemenda með hestinum er liður í meðferðinni og er hver reiðtími í raun einkatími með ráðgjafa. Í framtíðinni er stefnt að því að koma upp góðri aðstöðu fyrir bæði hesta og menn á Árvöllum. Þar sem þessi hluti meðferðarinnar er á byrjunarstigi er talsverður skortur á reiðtygjum og öðrum fylgihlutum þó að hestavöruverslunin Ástund hafi sýnt verkefninu mikinn stuðn- ing. Fram að þessu hefur Götu- smiðjan verið svo lánsöm að fá lán- aða hesta en stefnt er að því að Götusmiðjan geti sjálf átt hestana. Umsjónarmaður og hugmynda- smiður að Árvakri er Ísólfur Þ. Líndal. Ísólfur er menntaður bú- fræðingur og hefur verið í atvinnu- maður í hestamennsku í 6 ár, sam- kvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Götusmiðj- unni. LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Reykjanesbraut við Bústaðaveg 11. júlí sl. kl. 21.20. Þar lentu saman grá Nissan Micra bifreið og rauð Hyundai Pony bifreið. Tildrög voru þau að Nissan bifreiðinni var ekið af Reykja- nesbraut vestur Bústaðaveg og Hy- undai bifreiðinni suður Reykjanes- braut. Ágreiningur er um stöðu umferðarljósa er óhappið varð. Þá er lýst eftir vitnum að óhappi sem varð hinn 5. júlí sl. kl. 14.30 á ak- leið um bifreiðastæði við Þarabakka í Mjódd. Þar var ekið aftan á hvíta Nissan Sunny bifreið. Tjónvaldur er talinn hafa verið á lítilli ljósgrárri sendibifreið. Þeir sem geta veitt upp- lýsingar um þessi mál eru beðnir að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum UNGMENNAFÉLAG Íslands og norrænu samtökin NSU stóðu fyr- ir leiðtogaskóla fyrir ungmenni frá öllum Norðurlöndum í byrjun júlí. Alls tóku 32 nemendur á aldrinum 18-25 ára þátt í fjölbreyttri dag- skrá. Leiðtogaskólinn var byggður upp á fyrirlestrum, ýmsum leikj- um, hópefli og afþreyingu að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fyrirlesarar í leiðtogaskólanum voru Sigrún Stefánsdóttir, sem fjallaði um norræna samvinnu og fjölmiðla, Rannveig Einarsdóttir fjallaði um deilur og lausnir á vandamálum, Kristján Kristjáns- son fjallaði um markmið og áætl- anagerð og Jóhann Ingi Gunnars- son fjallaði um leiðtogann í dag. Að fyrirlestrum loknum var farið í ýmsa leiki, keppnir og afþreyingu og má þar nefna kajakferð, sjó- stangaveiði, vélsleðaferð upp á Snæfellsjökul, „rafting“ niður Hvítá og skoðunarferð bæði til Stykkishólms og um Suðurland á lokadegi leiðtogaskólans. Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Ungmennafélagi Íslands og fram- kvæmdastjóri NSU, hafði veg og vanda af undirbúningi og fram- kvæmd leiðtogaskólans og honum til halds og trausts var Páll Guð- mundsson, nýráðinn kynningar- fulltrúi hjá ungmennafélaginu. Leiðtogaskóli UMFÍ á Gufu- skálum Götusmiðjan stofnar hesta- klúbb R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi við Suðurlandsbraut Til leigu nokkur góð skrifstofuherbergi með aðgangi að kaffistofu. Upplýsingar gefur Bald- vin eða Steinunn í síma 553 8640. Verslunarhúsnæði Til leigu eða sölu er 80 fm húsnæði í verslunarh. Miðbæ við Háaleitisbraut 58—60 frá 1. ágúst nk. Upplýsingar í síma 557 5115. Til leigu Byggingafélag Gylfa og Gunnars er með eftirtalið húsnæði til leigu: Hlíðasmári: Í nýju og fallegu húsnæði, hentar vel fyrir skrifstofu, verslun eða þjónustu. Stærðir frá 150—600 fm. Síðumúli: Í nýju og glæsilegu húsnæði, stærð ca 300 + fm. Grandavegur: Í húsnæði fyrir eldri borgara. Hentar vel fyrir nudd eða heilsugæslu, stærð 103 fm. Vegmúli: 141 fm mjög vel innréttað húsnæði sem hentar t.d. fyrir kírópraktora eða nuddara. Uppl. gefur Gunnar í síma 693 7310. KENNSLA                          !  "  „Öll heilun kemur að innan. Aðeins þú getur heilað sjálfan þig.“ Rahul Patel. Einnig býður Rahul Patel upp á einkatíma 25. og 26. júlí. „Meðvitundarbreyting er upphaf allrar heilunar. Rahul Patel hefur stórkostlegt innsæi í eðli þessara umbreytinga. Reynsla hans og innsæi munu hjálpa þeim sem eru tilbúnir til að hlusta á hann.” Deepak Chopra MD, höfundur metsölubókar- innar Lögmálin sjö um velgengni. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur í síma 896 3615 og Reynir í síma 861 2004 eða www.simnet.is/ orkublik, Ármúla 38, 3. hæð, 27. júlí 2002 kl. 10–17. TIL LEIGU Skrifstofuhúsnæði til leigu Lyngháls 4 Eigum laust glæsilegt skrifstofuhúsnæði með tignarlegu útsýni á þessum vinsæla stað í borg- inni. Um er að ræða: ● 350 m² á 5. hæð („penthouse“). ● 50—1.100 m2 á 4. hæð. ● Bílastæði í bílahúsi fylgja húsinu. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyktar ehf. í síma 595 4400 milli kl. 9 og 17. Eykt ehf. sérhæfir sig í að veita stofnunum og fyrirtækjum sérhannaðar heildarlausnir varðandi skrifstofuhúsnæði. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Gularás, Rangárþingi eystra, þingl. eig. Ólafur Árni Óskarsson, gerð- arbeiðandi Landssími Íslands hf., innheimta, þriðjudaginn 23. júlí 2002 kl. 13.30. Stóra-Rimakot, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Kró ehf., gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, þriðjudaginn 23. júlí 2002 kl. 10.00. Suðurlandsvegur 2, 56,42%, Hellu, þingl. eig. Árni Kristjánsson, gerðarbeiðendur Bifreiðar & landbúnaðarvélar hf. og Fjármögnun ehf., þriðjudaginn 23. júlí 2002 kl. 11.15. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 15. júlí 2002. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir, Ingibjörg Þengilsdóttir, Erla Alexandersdóttir, og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF Dagsferðir framundan: 17. júlí, miðvikud: Hellaskoð- unarferð með Hellarann- sóknafélagi Íslands. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 19:30. Verð kr. 1.200/1.500. 21. júlí, sunnud: Dyravegur, afmælisferð, munið stimplana. Næsta helgarferð 19.—21. júlí: Fimmvörðuháls, pantið tímanlega á skrifstofu Enn hægt að komast í göngu- ferð umhverfis Kerlingarfjöll 20.—23. júlí og í Héðinsfjörð og Hvanndali 24.—27. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.