Morgunblaðið - 16.07.2002, Page 24

Morgunblaðið - 16.07.2002, Page 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A FÍLLINN Maxi, til vinstri, ýtir góðlátlega við dóttur sinni Chöndru með tönninni í dýra- garðinum í Zürich í Sviss í gær. Móðirin, Indi, andmælir harðlega. Þau Maxi og Chandra hittust í fyrsta sinn í gær, en Chandra kom í heiminn 13. maí sl. Reuters Fílaleikur FORSETAR Bosníu-Hersegóvínu, Júgóslavíu og Króatíu lýstu yfir þeim vilja sínum að styrkja tengsl ríkjanna þriggja, en þeir hittust í gær í Sara- jevó í Bosníu á fyrsta leiðtogafundi ríkjanna eftir að Bosníustríðinu lauk árið 1995. Á fundinum hittust forseti Júgóslavíu, Vojislav Kostunica, króat- íski forsetinn Stipe Mesic og menn- irnir þrír sem skipta forsetaembætti Bosníu með sér: Músliminn Beriz Belkic, Bosníukróatinn Jozo Krizano- vic og Bosníuserbinn Zivko Radisic. Í sameiginlegri yfirlýsingu fimm- menninganna er lögð áhersla á góð samskipti og velvilja ríkja á Balkan- skaga sem „einu leiðina til að byggja upp og viðhalda, stöðugleika á svæð- inu“. Forsetarnir lögðu einnig áherslu á vilja sinn til að halda áfram á þeirri braut að byggja upp lýðræðis- og réttarríki, sem í fyllingu tímans yrðu hluti af sameinaðri Evrópu. Þeir lýstu jafnframt yfir stuðningi sínum við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóð- anna í Haag og vilja til að auðvelda flóttamönnum að snúa til síns heima. Afsökunarbeiðni nauðsynleg Leiðtogar Bosníumúslima höfðu krafist þess fyrir fundinn að ríkis- stjórnir Króatíu og Júgóslavíu bæð- ust afsökunar á þeim voðaverkum sem framin voru í Bosníustríðinu milli áranna 1992 og 1995. Þeir sögðust þó ekki vongóðir um að hún bærist í bráð. „Við verðum að bíða eftir fólki sem hefur kjark til að biðjast afsök- unar,“ sagði Belkic. Hann lagði þó á það áherslu að afsökunarbeiðni væri bráðnauðsynleg. Í stríðinu börðust Bosníuserbar, með stuðningi stjórnarinnar í Bel- grad, höfuðborgar Serbíu, við sam- band Bosníukróata og Bosníumús- lima. Árin 1993 til 1994 snerust Bosníukróatarnir hins vegar gegn múslimunum og börðust með aðstoð stjórnvalda í Króatíu við bæði Serba og múslima. Segja Bosníumúslimar stjórnvöld í Júgóslavíu og Króatíu bera ábyrgð á þeim voðaverkum sem unnin voru í stríðinu, en fjöldamorð á um 7.500 múslimum í Srebrenica sem unnið var af Bosníuserbum árið 1995 er alvarlegasti glæpur sem framinn hefur verið í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Leiðtogar ríkjanna þriggja hittust síðast árið 1995 í Dayton í Bandaríkj- unum þegar formlega var bundinn endi á stríðið. Samskipti ríkjanna hafa verið afar stirð síðan, en þegar frjálslyndari menn komust til valda í Króatíu og Júgóslavíu upp úr árinu 2000 hefur nokkurrar þíðu gætt. Eftir að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Serbíu og Júgóslavíu, var vik- ið úr embætti hafa stjórnvöld í Júgó- slavíu tekið upp stjórnmálasamband við þau ríki sem sögðu sig úr lögum við ríkið á árunum eftir 1991. Fundur forseta Bosníu, Júgóslavíu og Króatíu í Sarajevo Múslimar krefjast afsökunarbeiðni Sarajevo AFP. EFTIR að hafa verið hikandi í marga mánuði eru leiðtogar demókrata nú farnir að gagnrýna George W. Bush Bandaríkjaforseta beint vegna utan- ríkisstefnu hans og nefna sérstaklega afstöðu hans í Mið-Austurlöndum, samskipti Bandaríkjamanna við helstu bandamenn sína og jafnvel stríðið í Afganistan. Þessi afstaða demókrata er til marks um mikla breytingu frá þeirri eindrægni sem ríkti í málflutningi þingmanna í kjölfar hryðjuverkanna 11. september. Helstu ástæður þess- arar breytingar eru áhyggjur af því í hvaða farveg utanríkisstefnan falli, aukin trú á að almenningur sé tilbú- inn að heyra þingmenn skiptast á skoðunum og fyrstu skrefin í barátt- unni vegna forsetakosninganna 2004. Ýmsir þeirra sem sinna stefnumót- un stóru flokkanna tveggja hafa ráð- lagt frambjóðendum að leggja áherslu á innanríkismál vegna þing- kosninganna nú í nóvember, en sumir demókratar óttast að stríðið gegn hryðjuverkum muni veita repúblíkönum forskot til lengri tíma ef demókratar láti Hvíta húsið um að stjórna allri umræðu um utanríkis- mál. Sú gagnrýni sem nú er farin að heyrast er til marks um þær lexíur sem demókratar lærðu fyrir meira en áratug, þegar minningarnar um Víet- namstríðið gerðu að verkum að flestir leiðtogar demókrata á þinginu veigr- uðu sér við að mæla með því að skor- ist yrði í leikinn í Persaflóadeilunni og meirihlutinn bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni mæltist gegn til- lögu um heimild til átaka við Íraka. Demókratar hvetja nú Bush til að að- hafast meira, ekki minna. „Við erum enn sammála um sjálfan stríðsreksturinn,“ sagði John F. Kerry, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Massachusetts. „Það er ekkert ósamkomulag um nauðsyn þess að hafa sigur. Deilan stendur um það hvort við séum að gera allt það sem þarf til að tryggja að það mark- mið náist.“ Kerry hefur verið hvað harðastur í gagnrýni sinni á stjórn Bush og í sjón- varpsviðtali á sunnudaginn sakaði hann stjórnina um að hafa í fyrstu brugðist afleitlega við Mið-Austur- landadeilunni. Hann lýsti orrustunni um Tora Bora-fjallavirkið í Afganist- an sem „misheppnaðri hernaðarað- gerð“, og sagði að hreinsunaraðgerð- irnar í kjölfarið hefðu heldur ekki dugað til. Í viðtali við The Washington Post nýverið gagnrýndi Kerry utanríkis- stefnu stjórnvalda án þess að nefna einstök dæmi. „Þeir draga lappirnar. Þeir eru hikandi. Þeir eru ósam- kvæmir sjálfum sér – og sums staðar í heiminum eru þeir hættir að láta til sín taka,“ sagði Kerry. „Þeir eru alltaf að bregðast við, en ekki að taka frum- kvæðið. Fram að ellefta september var stefnan algerlega einhliða. Síðan hefur hún ekki verið alveg eins ein- hliða, en ekki nærri eins ákveðin og umfangsmikil og ég tel að utanríkis- stefna Bandaríkjanna ætti að vera nú á dögum. Ekki eins djörf og ekki eins framsýn.“ Demókratar gagnrýna utanríkisstefnu Bush Washington. The Washington Post. DÓMARI í Zimbabwe sýknaði í gær bandaríska blaðamanninn Andrew Meldrum af ákæru um brot á nýjum og umdeildum fjöl- miðlalögum landsins. Skömmu síð- ar ógiltu yfirvöld dvalarleyfi blaða- mannsins og skipuðu honum að fara úr landi innan sólarhrings. Meldrum hefur búið í Zimbabwe í rúm 20 ár og starfað fyrir breska dagblaðið The Guardian. Hann var handtekinn í maí og sakaður um rangfærslur og misnotkun á rétt- indum blaðamanna. Slík brot varða allt að tveggja ára fangelsi. Málið snýst um frétt, sem birtist fyrst í einu dagblaða Zimbabwe, Daily News, um að stuðningsmenn Roberts Mugabe forseta hefðu myrt konu úr röðum andstæðinga hans fyrir framan börn hennar. Meldrum skýrði frá þessu í The Guardian, en bæði blöðin drógu fréttina til baka síðar þegar í ljós kom að hún var ekki rétt. Dómarinn komst að þeirri nið- urstöðu að saksóknarar hefðu ekki hrakið þá staðhæfingu blaða- mannsins að hann hefði gert allt sem hann gat til að sannreyna upplýsingarnar áður en fréttin var birt. Zimbabwe Sýknuðum blaðamanni vísað úr landi Harare. AFP. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ÓTTAST er að minnst 150 manns hafi farist þegar monsúnrigningar ollu miklum skriðuföllum í tveimur þorpum, Dipsung og Sikundel, í austurhluta Nepals á sunnudag. 35 hús grófust undir jarðveginum. Búið var að finna 22 lík síðdegis í gær en rúmlega 100 lögreglumenn og hermenn héldu áfram leit og not- uðu meðal annars þyrlur við starfið. Ríkissjónvarpið í Nepal sagði hins vegar að lítil von væri um að fólk fyndist á lífi. Á mánudag varð að fresta leit vegna mikilla rigninga. Árlega deyja hundruð manna í landinu þegar monsúnregnið frá Hi- malajafjöllum veldur flóðum í þorp- um og bæjum þar sem lítið er um viðbúnað til að takast á við hamfar- irnar. Mannskæð skriðuföll í Nepal Katmandu. AFP. MAIKO Hasumi, sem vinnur hjá japönsku leikfangaverksmiðjunni Takara, sýnir hér vélmennið FII- RII í Tókýó. Hægt er að stjórna því með netsambandi en FII-RII getur tekið ljósmyndir með „aug- um“ sínum og stýrt allt að sex heimilistækjum með innrauðum geislum í „höndunum“. Verðið í Japan er sagt í kringum 24.800 jen eða um 18.400 íslenskar krón- ur. Heimilis- þræll til sölu Reuters ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.