Morgunblaðið - 16.07.2002, Page 35

Morgunblaðið - 16.07.2002, Page 35
söknuðurinn sár en minningin um hann varir að eilífu í hjörtum okkar. Nú er hann kominn á góðan stað þar sem afar hans og amma taka á móti honum og hugsa vel um hann. Megi Guð gefa ykkur styrk, elsku Herdís, Bjössi, Gísli og Freyr. Rúrý, Halldóra og Daníel Ómar. Elsku Hjálmar. Ég fékk algjört áfall þegar ég heyrði að þú værir dá- inn. Mér brá rosalega. Það er sárt að hitta þig ekki aftur. Ég man eftir skemmtilegu stundunum með þér, Hjálmar. Það var alltaf gaman að koma til þín. Horfa á bíómynd á kvöldin eða vera í Championship Manager. Ég skemmti mér líka kon- unglega þegar við fórum út að hanga eða í fótbolta. Eitt sumar mun ég þó alltaf muna sérstaklega. Það var sumarið 2000 í Tirol í Ölpunum. Þar áttum við skemmtilegar stundir saman. Við brunuðum niður brekkurnar á fleygiferð á hjólunum. Mamma var alveg dauðhrædd um okkur en samt létum við okkur renna niður brekk- urnar. Uppátækið þegar við hjóluð- um þar yfir lækinn er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert með þér. Ég mun sakna þín, Hjálmar. Þú munt alltaf lifa í mínu hjarta sem minn vinur. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Stefán Karl Snorrason. Hjálmar er dáinn. Andlát hans er sem reiðarslag. Það er svo óraun- verulegt og jafnframt svo erfitt að sætta sig við það. Hann sem átti allt lífið framundan. Minningarnar þjóta fram í hugann. Við kynntumst Hjálmari fyrst sumarið 1995 þegar hann fluttist til Rotterdam í Hollandi með foreldrum sínum og tveimur yngri bræðrum og faðir hans hóf sérnám í barnalækn- ingum. Yngsti bróðirinn var einungis 14 daga gamall. Stefán Karl sonur okkar og Hjálmar sem voru jafnaldr- ar urðu fljótlega miklir mátar og áttu þeir margar góðar stundir saman þau sex ár sem fjölskyldurnar bjuggu í nágrenni hvor við aðra. Oft fengu þeir að gista hvor hjá öðrum og oft kom Hjálmar með í stutta dagtúra eða helgarferðir með fjöl- skyldunni. Einu sinni kom hann með okkur í sumarfrí til Tirol. Í minning- unni áttum við þar eftirminnilegustu stundirnar með Hjálmari. Það var líka ýmislegt brallað í þeirri ferð og ótrúlegt sem þeir félagar gátu spjall- að saman um heima og geima. Amma og afi voru líka með í för. Það var ekki sjaldan sem amma hafði á orði að það væri alveg einstakt hvað þeim félögum kæmi vel saman og bætti svo við: „Það er svo gaman að heyra suðið í þeim í aftursætinu.“ Elsku Hjálmar. Það er erfitt til þess að hugsa að fá aldrei að sjá þig aftur. Þú varst alltaf svo góður gest- ur. Framkoma þín var róleg og yf- irveguð og nærvera þín gefandi. Það var stutt í vinalega brosið þitt. Við söknum þín sárt um leið og við erum mjög þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Elsku Herdís, Bjössi, Gísli og Freyr. Við vottum ykkur innilega samúð okkar við þennan stóra missi. Guð varðveiti ykkur öll, huggi og styrki. Góðan dreng er gott að muna, geymum fögru minninguna, hún er perla í hugans reit. Kynnin þökkum þér af hjarta, þau eru tengd því hreina og bjarta. Berst til himins bænin heit. (L. S.) Sunna Guðlaugsdóttir og Snorri Ingimarsson. Kveðjustund. Við heilsumst og kveðjumst alla okkar tíð en aldrei er maður samt undir það búinn að þurfa að kveðja ungt fólk sem er rétt að hefja göngu sína inn í lífið. Okkur langar að skrifa nokkur orð um Hjálmar sem við vorum svo heppin að fá að kynnast fyrir sjö ár- um. Það var okkur mikið ánægjuefni að kynnast fjölskyldunni sem var ný- flutt til Hollands, í bæinn okkar Hoogvliet. Herdís og Björn voru að hefja nýtt líf í öðru landi og komu með drengina sína þrjá, Hjálmar, Gísla og Frey. Við tókum strax eftir þessum fallegu, björtu og prúðu strákum sem við áttum svo eftir að kynnast betur. Hjálmar var þessi ábyrgðarmikli elsti bróðir sem alltaf var tilbúinn að hjálpa þeim minni. Það var alltaf stutt í fallega brosið hans og hann var oft svo grallaraleg- ur á svipinn. Manni fannst hann oft vera eldri en hann var, hann var svo vitur og klár og með svo skemmti- lega kímnigáfu. Krakkarnir mínir litu endalaust upp til hans, enda elst- ur og í þeirra augum foringi hópsins. Hann náði til allra, á hvaða aldri sem þeir voru. Þegar við héldum heim- leiðis munaði fjölskylduna ekki um að taka að sér fimm manna fjöl- skyldu í gistingu uns okkar tími var kominn til að kveðja þau. Drengirnir gengu úr rúmum sín- um svo að allir kæmust nú fyrir í húsinu og lýsir það hversu málin voru alltaf leyst hvernig sem þau birtust. Þegar við fréttum af slysförum Hjálmars kom upp svo mikil reiði að hann skyldi vera tekinn frá okkur og vanmáttur yfir að geta ekkert gert. Við mannfólkið ráðum svo litlu. Elsku hjartans vinir, við biðjum allar þær góðu vættir sem finnast að hugga ykkur og alla í kringum ykk- ur. Við erum rík af minningunum einum og gleymum Hjálmari aldrei. Kveðja, Valborg og Wim. Það eru nú komin ríflega sex ár síðan við fjölskyldan fluttum til Rotterdam. Tókum við hús á leigu í Hoogvliet sem er hverfi suður af borginni. Þar bjuggu fyrir einar sjö íslenskar fjölskyldur. Þar sem við er- um að koma okkur fyrir er bankað á dyr og fyrir utan stendur kona sem kynnir sig sem Herdísi nágranna- konu okkar og erindið var að bjóða nýbúunum í heimsókn. Var þetta upphaf að góðum kynnum og fjöl- mörgum ánægjustundum með Her- dísi, Birni og drengjunum þeirra þremur, þeim Hjálmari, Gísla og Frey. Elsta syninum Hjálmari kynntist ég nokkuð vel og óhætt er að segja að þar hafi mikill efnispiltur verið á ferð. Það sem mér fannst einkenna Hjálmar öðru fremur var hversu tilbúinn hann var til að bjóða fram aðstoð sína og liðsinna þeim sem á þurftu að halda. Þurfti ég því ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég réð pilt til starfa sem því miður voru þó aðeins tímabundin. Ljóst var að ég var á förum frá Rotterdam á vor- mánuðum og notuðum við því all- margar helgar til að pakka búslóð minni og dytta að húsinu. Margt annað allsendis ótengt vinnu brölluðum við Hjálmar saman, t.d. unnum við að undirbúningi 17. júní í Rotterdam og brugðum okkur í gervi jólasveina á jólaballi Íslend- inga. Hjálmar hlýtur að hafa staðið sig vel í hlutverkinu því litli bróðir hans Freyr fullyrti að þar væri al- vöru jólasveinn á ferð. Minningarnar um Hjálmar eru fjölmargar, góðar og fallegar. Lífið er oft óútreiknanlegt. Skrýt- ið til þess að hugsa að ég hafði ætlað mér að skrifa meðmælabréf fyrir þennan dugnaðarpilt sem geislaði af lífsgleði og orku en hér sit ég nú og rita kveðjuorð. Á stundum sem þess- um skortir orð. Björn, Herdís, Freyr og Gísli, ykkur sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að gefa ykkur styrk. Hugur okkar er hjá ykkur. Ykkar vinir Valdimar og Lovísa. Eins og þruma úr heiðskíru lofti sló fregninni um andlát Hjálmars hér niður. Það var fallegur laugar- dagur, eftirvænting í litla fólkinu, daginn eftir skyldi haldið til föður- landsins. Eftirvænting, blandin kvíða og spennu, vegna væntanlegra flutninga til stórborgarinnar og að- skilnaðar við vini hér í hollensku sveitinni. Hjálmari kynntumst við fyrir fáum árum og þó samveru- stundirnar væru ekki margar þá urðu drengirnir á Háuvöllum fljótt í miklu uppáhaldi hér. Hjálmar þeirra elstur og því fyrirmynd hinna í ýms- um uppátækjum. Í millitíðinni var Hjálmar orðinn að ungum manni, myndarlegur, traustvekjandi og stefnufastur. Hjálmar sáum við síð- ast á 17. júní hátíðinni í Rotterdam. Stóð þá í miðri prófatörn en leit við til að fá sér pylsu, kók, prins pólo og spila aðeins fótbolta. Það var eftir- tektarvert hversu vingjarnlegur Hjálmar var við krakkana okkar, bræður sína en ekki síst við foreldra sína, þau Björn og Herdísi. Missir ykkar er mikill, það er erfitt að gera sér í hugarlund þá martröð og óvissu sem þið megið þola. Hugur okkar er hjá ykkur. Helgi Hafsteinn, Fjóla og börn, Hollandi. Góður og traustur vinur, skemmti- legur félagi og yndislegur nemandi, Hjálmar Björnsson, er látinn á vor- dögum lífsins. Við minnumst ein- stakrar ljúfmennsku hans og háttvísi og munum aldrei gleyma góðum dreng. Við sendum fjölskyldu hans og vinum okkar innilegustu samúð- arkveðjur með þessu fallega ljóði listaskáldsins góða. Gleðji þig guðsstjörnur sem gladdi best mig, og mörgu sinni, vegstjarnan fagra visku þinnar, ástjarðar ljúfasta ljós. ( Jónas Hallgr.) Kristín Hafsteinsdóttir og nemendur 3. KH í Hjalla- skóla veturinn 1992–1993. Það var rétt fyrir jólin árið 1990 að við mamma fluttum í Hlíðarhjallann. Í íbúðina á stigaganginn með okkur fluttu Herdís og Bjössi með Hjálm- ar. Ég var níu ára og Hjálmar fjög- ura ára, alveg að verða fimm. Síðustu daga hef ég hugsað mikið um Hjálmar og samskipti okkar. Við vorum nágrannar í fjögur og hálft ár og á þeim tíma gerðist margt og mik- ið. Ég fór að fylgja Hjálmari í leik- skólann um leið og ég fór í skólann, oftast nær rekandi á eftir honum að ástæðulausu og svo þegar hann byrj- aði sjálfur í skólanum vorum við samferða. Það var líka mikið fjör þegar ég fór á skíði með fjölskyld- unni, Hjálmar miklu flinkari en ég, eða þegar við fórum upp í brekkuna með snjósleðann og gerðum svo engla fyrir utan húsið okkar. Oft var opið milli íbúðanna og gengið inn og út að vild. Alltaf á jóladagsmorgun fór ég yfir til þeirra eða þá að Hjálm- ar og Gísli komu yfir til mín. Haldin var pakkasýning, Bjössi las fyrir okkur jólasögu og við krakkarnir borðuðum smá gotterí. Ég man líka að þegar ég var að passa strákana og þeir áttu að vera sofandi, þá sá ég oft Hjálmar með augun alveg á fullu að þykjast sofa. Þessi sérstöku augu hans sem svo oft leiftruðu af glettni eða voru með alvarlegu ívafi yfir heimspekilegum vangaveltum. Við rifumst nú líka stundum, alveg eins og systkin, enda leit ég á hann sem litla bróður minn og mun alltaf gera það. Síðast þegar ég hitti Hjálmar var hann að fermast, orðinn svaka stór og svo myndarlegur. Mig grunaði þó ekki að það væri í síðasta sinn sem ég sæi hann. Nú verð ég bara að bíða þar til við hittumst á ný. Hjálmari hlýtur að vera ætlað stórt hlutverk annars staðar, úr því hann var tekinn svona snemma frá okkur og það er sjálfsagt búið að taka vel á móti honum. Ég vil þakka fyrir að hafa átt hlut- deild í lífi Hjálmars og fjölskyldu. Sú hlutdeild gaf mér mikið. Elsku Herdís, Bjössi, Gísli, Freyr, Pálína og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Arna Huld. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 35 Allir eiga sér ævin- týraheim, og minn var Hraunkot. Þar dvaldi ég sem eitt af yngstu sumar- börnunum fyrir um tuttugu árum. Á þessum merkisbæ, staðsettum á milli leyndardóms- fullra kletta í Lóni, lék ég mér í töfraskógum og reyndi að vera ekki fyrir heimilisfólkinu og eldri sumar- börnum sem voru önnum kafin við heyskap og önnur sveitastörf. Þar voru fiskar í vötnum, marglitir stein- ar í klettum og þar bjuggu álfar í ná- býli við menn. Yfir öllu þessu annríki manna, dýra og álfa ríkti Sigurlaug. Hún var stóra, mjúka og góða konan sem galdraði endalausar kökur úr búrinu sínu. Hún var konan með töfrahend- urnar sem hlúði að einstökum blóm- um í fallegum garði. Og hún var kon- an með rólegu og hlýju röddina sem stafaði af slík gæska að mig langaði til að vera góður til þess að verð- skulda að hlusta á hana. Stundum þá þvoðu töfrahendurnar hennar mér með sápu og heitu vatni úr járnfati. Stundum fór hún með mig í garðinn sinn og sagði mér ævintýri um naut sem voru prinsar í álögum eða um yngsta son fátæku hjónanna sem ávann sér hönd prinsessunnar og hálft konungsríkið. Ég hitti Sigurlaugu síðast fyrir um ári síðan. Hún kallaði mig sum- arbarnið sitt þegar ég gekk inn um dyrnar. Við ræddum um störf mín í stríðshrjáðum löndum og ástand heimsmála almennt. Áður en ég fór bað ég hana um að segja mér æv- intýri. Ég fékk fallegt bros og svo var ég aftur orðinn lítill drengur á meðal álfa og töfrablóma leiddur af þessari hlýju rödd sem hafði ekkert breyst. Þegar við kvöddumst þá óttaðist ég að þetta væri í síðasta skipti sem Sigurlaug myndi segja mér sögu. Nú veit ég hinsvegar að ég þarf ekki nema að hugsa til hennar til að heyra hennar blíðu rödd sem leiðir mig um ævintýraheima og minnir mig á að vera góður. Takk fyrir mig, bræður mína og fjölskyldu sem öll voru svo heppin að fá að kynnast þér. Páll Ásgeir Davíðsson. Kveðja frá Sambandi austur- skaftfellskra kvenna Mörg fögur minningarorð hafa verið skrifuð um Sigurlaugu Árna- dóttur sem bera þess vitni að hún var kona sem alls staðar kom fram til góðs. Hún hafði mikil áhrif á starf- semi kvenfélaganna í sýslunni og við kvenfélagskonur, sem störfuðum með henni eða nutum starfa hennar, viljum þakka henni af heilum hug. Sigurlaug var ávallt í framvarðar- sveit, hún kom með ferskan andblæ inn á fundina, vann ötullega að þeim málefnum sem voru efst á baugi, hvort sem þau voru að hennar frum- kvæði eða annarra kvenna. Hún var ákveðin og gat verið föst fyrir en jafnframt lagði hún sig fram um að skilja skoðanir annarra, svo það var gott að vinna með henni. Fundir sem hún stýrði voru mjög vel skipulagðir og hún lauk yfirleitt hverju máli með greinargerð. Okkur hinum duldist það ekki að hér fór kona sem hafði einstaklega skýra og frjóa hugsun. Jafnréttismál kvenna og karla voru henni mikið hjartans mál og í þeim efnum var hún langt á undan fé- lagssystrum sínum. Árið 1952 hvatti hún konur í SASK eindregið til að setja sér það markmið að kona yrði starfandi í hverri hreppsnefnd sýsl- SIGURLAUG ÁRNADÓTTIR ✝ Sigurlaug Árna-dóttir fæddist á Sauðárkróki 6. febr- úar 1910. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu á Höfn í Hornafirði 26. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Stafafells- kirkju í Lóni 6. júlí. unnar, og einnig í nefndum og ráðum, en hún hafði borið upp til- lögu þess eðlis á lands- þingi Kvenréttinda- félags Íslands. Hún kom þessum málum að á hverjum fundi næstu árin og hafði þannig af- gerandi áhrif á afstöðu kvenfélagskvenna. Hún var sjálf starfandi í hreppsnefnd, ein fárra kvenna á landinu. Þegar Auður Auðuns varð ráðherra fyrst ís- lenskra kvenna 1970 minntist Sigurlaug þess á fundi glöð og stolt. Um miðja öldina voru viðfangsefni kvenfélaganna ólík því sem nú er. Sigurlaug flutti erindi um hreinlæt- ismál, m.a. að ófremdarástand væri í salernismálum héraðsins og til stór- skammar og nauðsyn væri að fá sal- erni á hvert heimili. Um árabil var rætt um fegrun umhverfisins, bæði tiltekt utanhúss, málningu húsa og ekki síst trjárækt, en Sigurlaug var mikil trjáræktar- og blómakona. Hún ræddi um hollustu grænmetis, sem lítið var notað á þeim tíma, leið- beindi um ræktun þess og vakti at- hygli á nytsemi villtu jurtanna okkar til matar. Sumt af þessu féll í grýttan jarðveg til að byrja með eins og margar aðrar nýjungar en Sigurlaug vann sínu máli fylgi með tímanum. Hún tók saman lítið kver um nytja- jurtir sem hún gaf Kvenfélagasam- bandinu. Félagið hennar Grein í Lóni tók að sér umhirðu kirkjugarðsins í Stafa- felli sem þótti mikið og gott framtak og vakti athygli biskups er hann var hér á ferð því kirkjugarðar víða um land voru þá í mestu niðurníðslu. Þetta leiddi síðan til þess að önnur kvenfélög tóku að sér þetta verk í sínum sveitum en nú hálfri öld seinna heyra slík sjálfboðastörf brátt fortíðinni til, eins og mörg önnur störf kvenfélaganna, sem þá voru nauðsynleg litlum byggðarlögum. Ég minnist þess að hún og móðir mín töluðu mikið saman um skólamál heima á Grímsstöðum og nauðsyn þess að auka fræðslu ungmenna og mér fannst að hún ætti að vera kenn- ari en það fannst henni ekki, hún gæti haft áhrif án þess, sagði hún. Það fóru margar áskoranir frá sam- bandsfundunum til skólanefnda um fræðslumál, tónlistar- og tómstunda- mál ungmenna. Sigurlaugar mun lengi minnst fyr- ir hennar stóra þátt í að fæðingar- heimili og síðan elli- og hjúkrunar- heimili var stofnsett í sýslunni. Ég minntist á það við hana fyrir skömmu hve mikinn þátt hún hefði átt í því að það varð að veruleika. Þá sagði hún af sinni alkunnu hógværð: „Þú skalt nú muna að mamma þín átti hugmyndina, hún bar þetta mál fyrst fram. Svo hafði ég svo einstak- lega gott fólk starfandi í nefndinni með mér.“ Hún vildi láta aðra njóta sannmælis og ekki gera of mikið úr sínum hlut þótt henni þætti samt vænt um hrósið. Sigurlaug lét syngja sálm í upp- hafi hvers fundar og flutti stundum hugleiðingu eða bæn. Ég enda þetta með versi úr sálmi sem var henni hugleikinn og bið henni og hennar nánustu Guðs bless- unar. Stýr minni hönd að gjöra gott að gleði’eg öðrum veiti, svo breytni mín þess beri vott að barn þitt gott ég heiti. (V. Briem.) Kristín Gísladóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.