Morgunblaðið - 16.07.2002, Page 16

Morgunblaðið - 16.07.2002, Page 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ í ágúst Pantið tímanlega! Sími: 569 1111. Netfang: augl@mbl.is Fjölgun útgáfudaga Útgáfudögum fjölgar enn. Í ágúst gefast auglýsendum aukin tækifæri til að koma skilaboðum til lesenda Morgunblaðsins. Dagurinn sem bætist við nú er þriðjudagurinn 6. ágúst. Ágúst 6 1 2 3 4 5 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 23 30 31 17 18 19 2120 28 22 29 24 25 26 27 M Þ M F F L S ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 18 15 5 0 7/ 20 02 Glucosamine (870 mg Glucosamine í hverjum belg) ásamt engifer og turmeric Sími 462 1889. Glerartorgi, Akureyri, Fæst m.a. í Nýkaupi, Árnesapóteki Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. www.islandia.is/~heilsuhorn Fyrir vöðva og liðamót SUMARSTOPP hefst hjá Útgerðar- félagi Akureyringa eftir næstu helgi og er þetta þriðja sumarið í röð sem sá kostur er valinn að stöðva vinnslu á meðan starfsfólk tekur sumarleyfi sín. Vinnslan verður stöðvuð í þrjár vikur og hefst hún að nýju 12. ágúst næstkomandi. Ísfisktogararnir koma inn einn af öðrum nú í vikunni og halda ekki til veiða á ný fyrr en um eða upp úr verslunarmannahelgi. Gunnar Larsen framleiðslustjóri segir í frétt á heimasíðu ÚA að sú að- ferð að loka vinnslunni þennan tíma hafi gefist vel, bæði fyrir fyrirtækið og starfsfólkið. Áhrifa sumarleyfa hafi áður gætt allt sumarið eða í þrjá mánuði. Nú sé veiðum og vinnslu stýrt út frá sumarstoppinu, bæði hvað varðar nýtingu á kvóta og birgðahald gagnvart mörkuðum. Kaupendur verði þannig ekki varir við að vinnslan stöðvist í þrjár vikur. Vinnsla verður með hefðbundnum hætti út þessa viku en hugsanlegt er að sumarafleysingafólk verði að störfum einhverja daga í næstu viku við að vinna karfa. Sumarstopp hefst hjá ÚA í næstu viku ÍBÚUM á Akureyri fjölgaði um 61 á tímabilinu frá janúar til loka júní ár- ið 2002, en einungis er um að ræða flutninga. Ótalin er þá fjölgun vegna fæðinga. Þessar upplýsingar koma fram í niðurstöðum búferlaflutninga eftir sveitarfélögum sem Hagstofa Íslands birti á dögunum. Á heimasíðu Akureyrarbæjar seg- ir að tölur um búferlaflutninga séu birtar þrisvar á ári og síðustu tvö ár hafi tala aðfluttra verið hærri en brottfluttra heilt yfir árin, þó svo að sveiflur séu eftir árstímum. Haft er eftir bæjarstjóra, Kristjáni Þór Júl- íussyni, að ekki sé ástæða til að ætla annað en raunin verði sú sama í ár. Flestir aðfluttir koma frá ná- grannasveitarfélögum en einnig er áberandi hversu margir fluttu hing- að frá öðrum löndum eða 70 manns á móti 55 sem fluttu frá Akureyri til útlanda. Mikið var um flutninga innan bæj- ar en tæplega 1.000 manns fluttu á milli húsa hér í bæ. Íbúum fjölgar ♦ ♦ ♦ ráðherra, Tómasi Inga Olrich. Fyrstu gestirnir voru komnir á svæðið þegar í gær, en að sögn Ás- geirs Hreiðarssonar, staðarhaldara á Hömrum, sem jafnframt á sæti í mótsstjórn, er búist við að straum- urinn fari að þyngjast upp úr há- degi í dag. Búist er við að þátttak- endur verði um þrjú þúsund talsins, þeir eru á aldrinum frá 8 til 18 ára og koma frá 25 þjóðlöndum. Op- inber heimsóknardagur verður á laugardag og er þá búist við mikl- um fjölda gesta á svæðið, en þeim gefst kostur á að fylgjast með mótinu og vera viðstaddir hátíðar- varðeld og flugeldasýningu. Áætlað er að um sex þúsund manns verði á landsmótinu á laugardag. Viðamikil dagskrá verður alla mótsdagana, leðurvinnsla, hnúta- kennsla, föndur, siglingar, veiði- skapur og reiðmennska svo eitt- hvað sé nefnt og þá verður á svæðinu banki, pósthús, sjúkrahús, kirkja og eldhús þar sem eldaðar verða um 12.500 máltíðir á dag. Á mótinu verður einnig útbúið al- heimsþorp þar sem fjallað verður um menningu annarra landa, en til- gangur þess er að efla meðal skáta skilning á ýmsum atriðum, s.s. al- næmi og samkynhneigð sem og for- dómum af ýmsu tagi. LANDSMÓT skáta verður sett á Hömrum við Akureyri í kvöld kl. 20.30 að viðstöddum menntamála- Landsmót skáta verður sett á Hömrum við Akureyri í kvöld Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Arnar og Brynjar, sem eru í sveitinni Drekum í skátafélaginu Klakki á Akureyri, tóku forskot á Landsmót skáta í gær. Þeir félagar prófuðu þá þrautabraut sem sett hefur verið upp á mótssvæðinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skátarnir streyma á svæðið í dag Hjóluðu yfir Kjöl á Landsmótið Þessir hressu unglingar úr Garðabæ komu á Landsmótsstað í gær, eftir að hafa hjólað um 150 kílómetra yfir Kjöl. Frá vinstri: Halldóra Magnúsdóttir, Bergdís Inga Brynjarsdóttir, Bragi Brynjarsson, Unnsteinn Jóhannsson, Birkir Brynjarsson, Ágúst Þór Gunnlaugsson og Jóhann Unnsteinsson, annar fararstjóra hópsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.